Glugginn lokaður

Eini alvöru missirinn sem maður sér í þessum hópi er Lescott en við erum komnir með bæði Distin og Heitinga í staðinn fyrir Lescott í vörnina. Ég tel okkar hóp núna vera sterkari en í fyrra þó svo ég hefði viljað fá allavegana einn skapandi miðjumann.

Hinsvegar var ég að lesa að Everton hafi boðið í Krancjar rétt fyrir lok gluggans en hann ákvað sjálfur að velja frekar Tottenham, enda var honum boðið miklu hærri laun þar. Þetta er ekki í fyrsta skiptið né það síðasta sem við náum ekki leikmönnum útaf því að launastefna félagsins er mun lægri heldur en hjá flestum liðum í deildinni. Einnig gekk ekki í gegn að fá Banega þar sem Valencia náði ekki að finna eftirmann hans og þ.a.l. vildu þeir halda honum.

Þar sem ekki gekk eftir að fá skapandi miðjumann þá vonar maður að Arteta fari að koma sem fyrst því að okkur bráðvanntar leikmann á miðjuna til að búa eithvað til. Hinsvegar var Rodwell mjög góður í síðasta leik í þessari stöðu og fer hann vaxandi leik frá leik. Rodwell er nánast eins og ný kaup fyrir okkur því hann er kominn með meiri reynslu og meira sjálfstraust en áður. Hann var til að mynda valinn maður leiksins gegn Wigan.

Eru þið sáttir við sumarið hjá okkar mönnum, bæði kaup og sölu? Eru þið með eithvað ákveðið byrjunarlið í huga bæði núna og þegar allir eru heilir?

Comments are closed.