Aðalfundur evertonklúbbsins á Íslandi!

Everton

Aðalfundur:

Ég var beðinn af Haraldi formanni evertonklúbbsins um að láta alla vita af því að það verður haldinn aðalfundur hjá evertonklúbbnum 27. september þegar leikur Everton-Liverpool mun fara fram. Ákveðið hefur verið að breyta smá til og hafa fundinn á Akureyri í þetta skiptið.

Að sjálfsögðu er meiningin að fá sem flesta Everton aðdáendur hér á Íslandi til að mæta á fundinn og eru menn beðnir um að staðfesta komu sína með að senda e-mail  á formanninn í halli18@simnet.is  til að það sé hægt að negla niður ca. fjöldan á mannskapnum sem mun mæta. Enda er meiningin að fá sal til að horfa á leikinn, fara síðan út að borða um kvöldið og kíkka útá lífið fyrir þá sem eru menn í það og að sjálfsögðu sjálfur fundurinn. Verið er að vinna í öllum þessum hlutum og mun dagskráin koma hér á síðuna um leið og hún er tilbúin.

Það verður ýmislegt rætt á fundinum t.d. stjórnin, nýjir áhugasamir meðlimir, hvað var jákvætt og hvað var neikvætt. Núna eru komnir smá peningar inn í þetta, því sé ég ekki fram á neitt annað en jákvæða hluti. Auk þess verða árgjöld greidd á staðnum.
Ef menn hafa áhuga á að vera í stjórninni, þá eru það aðeins þeir sem eru tilbúnir að leggja eithvað á sig fyrir klúbbin og geta þeir haft samband við Harald um þetta mál (upplýsingar neðst).

Ég meina hvað er betra en að fá sér ískaldan öl, horfa á  leik Everton-Liverpool með öðrum evertonaðdáendum, fara síðan að fá sér feita steik og skella sér útá lífið með hópnum.

Endilega látið alla evertonaðdáendur sem þið þekkið og þekkið ekki vita af þessum fundi. Til að forðast allan misskilning þá er þessi fundur/hittingur EKKI einungis fyrir stjórn klúbbsins heldur er þetta fyrir ALLA evertonaðdáendur á Íslandi. Einnig væri gott að láta aðra vita með þennan staðfestingarpóst og jafnvel benda þeim að koma og kíkka á þessa frábæru síðu okkar og lyfta henni almennilega upp.

Núna er málið ekkert flóknara en það að taka þessa helgi frá og segja konunni tímanlega frá því að þið séu að fara í helgarferð norður með félögunum þessa helgi.

Hvernig er það eru menn ekki alveg örugglega klárir í svona pakka? Því að ég er hrikalega spenntur fyrir þessu.

Ef þið eruð með einhverjar frekari spurningar eða uppástungur þá er málið bara að hafa sambandið við Harald formann klúbbsins:
S: 694-8009
msn halli18@hotmail.com Þetta netfang er varið fyrir ruslrafpósti, þú þarft að hafa Javascript virkt til að skoða það
E-mail
halli18@simnet.is

 

Comments are closed.

WordPress › Villa

There has been a critical error on this website.

Learn more about troubleshooting WordPress.