Sporting hafnaði tilboði Everton í Moutinho

 

Portúgalska félagið Sporting Lisbon segist hafa hafnað 11,8 milljóna punda tilboði frá Everton í miðjumanninn Joao Moutinho.

Moutinho, sem er 21 árs var í leikmannahópi Portúgala á EM en hann hefur verið orðaður við nokkur ensk félög að undanförnu.

Sporting segir að tilboð Everton hafi hljóða upp á 11,8 milljónir punda en upphæðin hefði hækkað ef Moutinho myndi hjálpa liðinu að ná Meistaradeildarsæti.

Í samningi Moutinho er ákvæði þess efnis að hann geti farið á 19,7 milljónir punda en það ákvæði gildir hins vegar einungis til 15.júní ár hvert.

Everton hefur ekki verið á útopnu á leikmannamarkaðinum í sumar en hins vegar hefur Andy Johnson framherji liðsins verið orðaður við nokkur félög að undanförnu.

Fari Johnson gætu peningar komið inn sem gætu hjálpað Everton að gera hærra tilboð í Moutinho.

Frétt tekin af fotbolti.net

Það er orðið morgun ljóst að Everton eru að reyna að fá kauða og skemmir heldur ekki fyrir að Moutinho hefur sjálfur lýst yfir áhuga að fara til Everton., Það er samt nokkuð ljóst að Sporting er ekkert að fara sleppa þessum manni á svona verði. Allt virðist benda til þess að Andy Johnson verði seldur og segja fjölmiðlar í dag að Johnson sé á leið í læknisskoðun hjá Fulham. Ef rétt skal reynast að Johnson verði seldur þá hlýtur það vera til að fjármagna kaup á fleiri leikmönnum en bara Moutinho, því að Moyes er sjálfur búinn að segja að Everton vanti 5-6 leikmenn.

Comments are closed.