Bróðir Yobo leystur úr haldi mannræningja

Yobo 
Mannræningjar hafa leyst eldri bróður nígeríska landsliðsmannsins og leikmanns Everton, Joseph Yobo, en hann var í haldi þeirra í tvær vikur.

Norum Yobo var numinn á brott af mannræningjum þann 5. júlí á hóteli í Nígeríu en þeir voru nýkomnir heim frá næturklúbbi.

Eftir 12 daga óvissu var Norum leystur undan haldi og staðfesti John Ola Shittu, talsmaður Joseph, þetta í samtali við kickoffnigeria.

,,Ég get staðfest að Norum hefur verið leystur úr haldi. Honum var sleppt í gær og hann flaug til Lagos í morgun til að hitta bræður sína. Hann ætlar nú bara að reyna að jafna sig.”

Shittu vildi ekki gefa það upp hvort lausnargjald hefði verið greitt til að leysa Norum Yobo úr haldi en hann þakkaði þó Everton kærlega fyrir stuðninginn.

,,Fyrir hönd Joseph og fjölskyldu hans vil ég þakka Everton innilega fyrir. Þeir gerðu allt sem þeir gátu til að styðja við bakið á okkur, sérstaklega forseti liðsins (Bill Kenwright) sem hringdi nánast daglega til að spyrja hvernig gengi.”

,,Joe er mjög ánægður með að fá bróður sinn en hann er ennþá í sjokki og vill bara jafna sig sem fyrst til að geta byrjað að æfa sig fyrir komandi tímabil,” sagði Shittu að lokum

Frétt tekin af gras.is

Annars ekkert merkilegt að frétta af leikmannamálum, enginn nýr leikmaður kominn ennþá. Hinsvegar hefur Steve Round verið ráðinn aðstoðarþjálfari Everton og mun hann verða hægri hönd Moyes í vetur og verður þetta eflaust kærkomið fyrir Moyes að fá einhvern sér við hlið. Everton hefur verið án aðstoðarþjálfara eftir að Alan Irvine tók við Preston North End í vetur. Round starfaði áður sem aðstoðarþjálfari Steve Mclaren hjá Middlesborough og enska landsliðinu en var síðast á mála hjá Newcastle.

Annars er voðalega lítið að frétta. Mjög góðar fréttir að Arteta er byrjaður að æfa aftur á fullu eftir aðgerð á nára sem var að hrjá hann seinni helming síðasta tímabils og má jafnvel búast við það að hann verði með í æfingarleik gegn Cambridge United á laugardag. Cahill og Vaughan verða örugglega ekki klárir fyrir fyrsta leik en má búast við þeim á fyrstu vikunum til baka. Einnig er Leigton Baines að jafna sig eftir öklaaðgerð og Tony Hibbert að jafna sig eftir hnéaðgerð.

Everton.is hefur verið í sumarfrí núna síðan í maí en ég vænti þess samt bráðum að Everton.is verðu aftur komin á fullt skrið, þegar nýjir leikmenn fara að koma og einnig er nú bara tæpur mánuður í fyrsta leik sem verður útileikur gegn Stoke sunnudaginn 14 ágúst. Ég veit ekki með ykkur en ég get bara ekki beðið eftir að tímabilið byrji.

Gaman væri ef að menn settu inn lista í skoðunum hér fyrir neðan um þá leikmenn sem þeir vilja að komi til félagsins í sumar. Bæði til að lífga aðins uppá umræðurnar hérna og líka til að sjá hvaða leikmenn íslenskir evertonaðdáendur vilja sjá í herbúðunum Everton fyrir komandi átök.

Comments are closed.

WordPress › Villa

There has been a critical error on this website.

Learn more about troubleshooting WordPress.