AJ og Anichebe snúa aftur?

AJ

Jæja nú hefur ekki heyrst frá mér í langan tíma, reyni að bæta það.

Nú eru blikur á lofti að AJ og Anichebe verði klárir í næsta leik. AJ er búinn að vera að berjast við að jafna sig eftir meiðsli í nára. Moyes ætlar að gefa honum tíma alveg fram að helgi til að sanna að hann sé í nógu góðu formi, þetta eru góðar fréttir fyrir okkur.

Einnig virðist Anichebe vera að ná sér af magavírus sem að hann nældi sér í þegar að hann spilaði með U-23 ára landsliði Nígeríu, en hann skoraði eitt mark í 3-0 sigri Nígeríu á Suður Afríku.

Cahill er búinn að gefa það út að hann verði klár á undirbúningstímabilinu og að menn muni ekki sjá á honum að hann hafi ekki spilað knattspyrnu í langan tíma.

Aðdáendur Everton eru orðnir langþreyttir á yfirlýsingum umboðsmanns Arteta þess efnis að Everton sé ekki nógu stór klúbbur fyrir hann og að hann eigi að fara. Það hefur ekkert komið þessa efnis frá Arteta sjálfum og eins og menn vita þá hefur hann ítrekað lýst yfir að hann vilji vera hjá Everton.

Síðan er smá áhyggjuefni að Everton er ekki búið að ná samkomulagi við Pienaar um að hann gangi endanlega í raðir Everton. Sérstaklega þar sem Arsenal og Valencia girnast hann gríðarlega. 

 

Comments are closed.