Nokkrar stuttar fréttir eftir smá hlé

ossie

Hér koma nokkrar stuttar fréttir úr herbúðum Everton eftir smá hlé hjá mér.

Menn eru nokkuð áhyggjufullir yfir því að Stephen Pienaar haltraði af æfingu, með landsliði Suður Afríku um daginn, með ökklan vafinn í ís. Suður Afríkumenn eru reyndar ekkert áhyggjufullir yfir þessu en læknar í herbúðum Everton hafa áhyggjur að þetta geti háð honum þegar hann kemur til baka.

Everton er byrjað að ræða nýjan samning við Joleon Lescott, sem eru mjög góðar fréttir. Lescott gekk til liðs við Everton fyrir 18 mánuðum og hefur heldur betur blómstrað síðan hann kom.

Thomas Gravesen mun verða út lánssamning sinn hjá Everton, þetta staðfesti umboðsmaður Gravesen. Miklar vangaveltur hafa verið hvort gravesen sé á förum. Umboðsmaður hans sagði að Gravesen yrði hjá Everton til 1. júní eins og um var samið.

Að sögn bauð Everton 9 milljónir punda í Steward Downing hjá Boro, Gareth Southgate, stjóri, sagði að Downing væri mjög mikilvægur leikmaður. En talið er að ef Boro nær ekki að semja um nýjan samning við leikmanninn fyrir sumarið að þá verði hann seldur í sumarglugganum.

Og í lokin þá lýsti Leon Osman því yfir á heimasíðu Everton að leikurinn í kvöld verði örugglega markaveisla, vonum að hann verði sannspár og úrslitin verði hagstæð fyrir okkar menn.

Comments are closed.