Oumar Niasse skrifar undir

Mynd: Everton FC.

Everton festi í kvöld kaup á 25 ára gömlum sóknarmanni, Oumar Niasse (fullt nafn: El Hadji Baye Oumar Niasse), frá Locomotiv Moskvu í dag en kaupverðið er talið vera 13.5 M punda. Hann er svo sem ekki „household name“, en það sem við vitum um hann er að hann er frá Senegal og hefur alls staðar skorað góðan slatta af mörkum þar sem hann hefur verið. Oumar skrifaði undir samning til sumarsins 2020 og bjóðum við hann hjartanlega velkominn.

Oumar Niasse byrjaði ferilinn í Senegal þar sem hann hjálpaði US Ouakam að vinna 2. deildina þar í landi tímabilið 2008/09 og skoraði þá 21 mark fyrir þá. Hann var enn að fyrir þá tveimur árum síðar þegar þeir unnu Úrvalsdeildina en samanlagt skoraði hann 102 mörk í 154 leikjum (mark í 66% leikja að meðaltali). Hann stoppaði stutt við í Brann í Noregi (þangað sem hann fór að láni), en náði samt að skora 2 mörk í þremur leikjum áður en hann meiddist sem leiddi til þess að hann fór aftur til Senegal.

Næst fór hann til Tyrklands þar sem hann skoraði 22 mörk í 34 leikjum fyrir Akhisar Belediyespor (mark í 63% leikja að meðaltali) og skv. Wikipediu gerðu margir evrópskir klúbbar tilboð í hann í kjölfarið en þeim tilboðum var ekki tekið.

Hann var svo loks seldur fyrir 5.5M Evra til Lokomotiv Moskvu í júlí 2014 en þar skoraði hann 41 mark í 28 leikjum (1,46 mörk per leik að meðaltali). Hann átti stóran þátt þar í að lið hans ynni rússneska bikarinn í ár því hann náði að jafna á móti Krasnodar í úrslitunum og lið hans vann svo í framlengingu 3-1. Hann skoraði 13 mörk og átti 10 stoðsendingar í samtals 23 leikjum fyrir þá á tímabilinu.

Af öðru má nefna að Oumar skoraði fjögur mörk í 6 leikjum í Europa League á þessu tímabili en hann hefur einnig leikið með landsliði Senegal; skoraði þar fjögur mörk í fjórum leikjum (sem og þrjú mörk í 5 leikjum fyrir U23 ára lið þeirra).

Hér að neðan eru tvö myndbönd sem sýna kappann á velli:


Ef þetta er ekki nóg eru fleiri vídeó hér og hér.

21 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Hann er reyndar að kosta okkur 13.5m punda sem gerir hann að dýrasta leikmanni þessa janúarglugga enn sem komið er (þ.e. fyrir utan Ramires sem fór út úr enska boltanum).

    Þessi kaup ættu að gera hann að þriðja dýrasta leikmanni sem Everton hefur keypt, þ.e. á eftir Lukaku (um 28mills) og síðan Fellaini (um 16 mills).

    Nú er ég viss um að menn muni missa sig í bjartsýni hér á spjallinu, er alveg viss um það hehe.

    Vissi ekkert af þessum kappa þar til nafn hans dúkkaði upp fyrir nokkrum dögum og verður gaman að sjá hvernig hann kemur inn í Everton, verðmiðinn ætti amk að benda til þess að það líði ekki á löngu þar til maður sér hann inná og ekki síst í ljósi þess hve ört Everton er að leika þessa dagana.

    Ég er bara sáttur við þennan glugga verð ég að segja.

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    13, 5 milljónir voru það víst.
    Ég ætla ekkert að fara að pissa í buxurnar yfir þessum kaupum en vonandi er hann góður og vonandi keyptur til að spila með Lukaku en ekki í staðinn fyrir hann.

    • Ari S skrifar:

      Ráðlegging Ingvar minn, hættu að lesa skítamiðilinn sem heitir fotbolti.net og éta allt upp eftir þeim.

      Þú virðist líka missa vatnið yfir smáhlutum eins og ólétt kona stundum haha þannig að það er nú allt í lagi að gleðjast yfir þessum kaupum.

      • Finnur skrifar:

        Hahaha, þetta var mjög hraðsoðin frétt hjá þeim á fotbolti.net um Oumar Niasse. 🙂

      • Ingvar Bæringsson skrifar:

        Ari minn, þá aumu vefsíðu opna ég aldrei og er þar af leiðandi ekki að éta neitt upp eftir þeim. Ég er einfaldlega að segja það að ég vil sjá manninn spila áður en ég mynda mér skoðun á því hvort þetta séu góð kaup.

        Og hvað meinarðu með „missa vatnið yfir smáhlutum“?

        • Finnur skrifar:

          Mjög skynsamlegt að bíða með dóminn þangað til við sjáum hann spila. Hann gæti slegið rækilega í gegn í Úrvalsdeildinni og látið 13.5M punda verðmiðann líta út eins og útsöluverð — eða verið algjört flopp. Og náttúrulega allt þar á milli. Það er það skemmtilega og frústrerandi við þetta — það er alltaf heilmikil slembilukka þarna á bak við. Sumir slotta strax inn, aðrir fíla aldrei enska boltann og einhverjir þurfa langan tíma til aðlagast.

          • Ingvar Bæringsson skrifar:

            Nákvæmlega!
            Ég man reyndar ekki eftir neinum sem hefur komið úr rússneska boltanum og brillerað síðan Andrei Kanchelski á sínum tíma.

        • Ari S skrifar:

          Það varst nú þú sjálfur sem að talaðir um að þú myndir ekki pissa í buxurnar… þess vegna fór ég að tala um vatn. Mér þykir þú kæri Ingvar hafa of miklar áhyggjur af smáhlutum hjá okkar ástkæra félagi Everton.

          Mér finnst þetta bara svo ótrúlega mikið bull og vitleysa sem maður heyrir og sér alls staðar… um að Lukaku sé að fara frá okkur. Þegar við fengum hann á láni þá var hann ALDREI að fara að verða okkar EIGN (samkvæmt skítamiðlum eins og fotbolti.net)

          Og síðan þegarhann loksins varð OKKAR þá var byrjað á því að tala um að hann væri að fara.. þetta er óþolandi… mér finnst að við gætum í það minnsta ekki alltaf apað þessa vitleysu eftir þessum lélegu fjölmiðlum… það er bara það sem mér finnst.

          • Ingvar Bæringsson skrifar:

            Já svona smáhlutir eins og hriplek vörn og að því er virðist ekkert gert til að laga það. Smáhlutir eins og menn sem ekki eru að standa sig stöðugt valdir í byrjunarliðið. Smáhlutir eins og að kenna stuðningsmönnum um slæmt gengi á heimavelli. Smáhlutir eins og að leyfa liðnu að gera sömu mistökin leik eftir leik og segja svo bara að þeir muni læra af reynslunni.
            Já ég skal viðurkenna að þessir „smáhlutir“ eru að gera mig brjálaðan vegna þess að þeirra vegna erum við að tapa stigum og síga niður töfluna.

          • Ari S skrifar:

            Já rétt hjá þér Ingvar, þetta eru allt saman smáhlutir…

  3. Finnur skrifar:

    Mikið rétt. Alls staðar séð 13.5M punda — 11.5 hlýtur að vera prentvilla, hver er eiginlega prófarkarlesarinn á þessari síðu?! 🙂

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Hann hefur víst verið kallaður „the lucky one “ vonandi að það breytist ekki. Everton má alveg við smá heppni.

  5. Eyþór skrifar:

    Lofar góðu þessi gaur.

  6. Holmar skrifar:

    Þetta er spennandi. Virðist stór, sterkur og snöggur. S-in þrjú sem oft gagnast sóknarmönnum. Virðist líka geta skorað með skoti fyrir utan teig, væri fínt ef hann héldi uppteknum hætti með það.

    Skil vel þetta gælunafn, Lucky one, eftir að hafa horft á myndbandið. Mikill heppnisstimpill yfir mörgum af þessum mörkum hans. Vonandi að sú heppni loði áfram við hann.

  7. Ari G skrifar:

    Frábært að kaupa hann kannski er hann besti sóknarmaður Afríku í dag. Núna eru bjartir tímar framundan og sigrarnir koma núna á færibandi. Núna er Lukaku kominn með alvöru samkeppni. Vonandi eru þetta kaup janúarmánaðar.

  8. Georg skrifar:

    Þetta er mjög áhugaverð kaup verð ég að segja. Það ætti að segja eitthvað um hans gæði að vera kosinn leikmaður árisins 2015 í Rússnesku deildinni. Er bæði iðinn við að skora eins og Finnur kemur inn á tölfræðinni en mjög áhugavert hvað hann er líka búinn að vera duglegur að leggja upp mörk.

    Svo er alltaf gott að kunna að bera nafnið á nýjum leikmönnum rétt. Vinur minn Greg O´Keeffe hjá Liverpool Echo, sem skrifar um Everton, sagði að Niasse væri borið fram: „‘knee-ass’. Silent ‘e’ on the end.“.

    Hann er algjörlega óskrifað blað fyrir manni þar sem maður hefur aldrei séð hann spila. Það sem maður hefur lesið um hann og skoðað myndbönd þá hefur hann hæfileika til að slá í gegn.

    Að mínu mati ein mest spennandi kaup glugganns.

    • Orri skrifar:

      Ég vona að við séu að fá góðan leikmann með þessum kaupum.Hvenær skyldi hann koma inn í liðið ????????

      • Ingvar Bæringsson skrifar:

        Þegar Kone hættir ?

        • Orri skrifar:

          Sæll Ingvar.Það verður þá árið 2025.

          • Ingvar Bæringsson skrifar:

            Haha ef Martinez heldur starfinu svo lengi þá er það ekki ólíklegt. Þá verður rétt skriðinn yfir fertugt ef mér skjátlast ekki. Spurning um í hvaða deild Everton verður þá.

          • Orri skrifar:

            Þá verður búð að stofna ofurdeild og við verðum að berjast um toppsætið í henni.