Conor Coady skrifar undir

Conor Coady skrifar undir lánssamning

Mynd: Everton FC.

Klúbburinn staðfesti í dag að Conor Coady hefði skrifað undir lánssamning við Everton til loka tímabils en hann kemur til Everton frá Úlfunum. Hann er 29 ára miðvörður sem hjálpaði Úlfunum að vinna ensku B deildina (Championship) og tryggja þeim sæti í Evrópukeppni þar sem þeir náðu í 8 liða úrslit Europa League á tímabilinu 2019/20. Einnig hefur hann leikið með ensku landsliðunum allt frá U16 og upp úr, þar af handfylli af leikjum með enska landsliðinu.

Ekki voru tilgreind nein smáatriði í lánssamningnum, til dæmis hvort kaupréttur fylgi að láni loknu. Ætli það komi ekki í ljós síðar. En það var mikilvægt að fá reynslumikinn mann inn í þessa stöðu í ljósi meiðsla tveggja miðvarða okkar (Mina og Godfrey) í fyrsta leik.

Velkominn Conor Coady!

1 athugasemd

  1. Halli skrifar:

    Mín skoðun frábært lán