Everton – Chelsea 0-1

Mynd: Everton FC.

Fyrsti leikur Everton á tímabilinu 2022-23 var í dag kl. 16:30 þegar Everton tók á móti Chelsea á Goodison Park. Við eigum afar góðar minningar frá þessum sama leik undir lok síðasta tímabils þegar Everton, sem þurfti nauðsynlega á úrslitum að halda, náði frábærum 1-0 baráttusigri sem reyndist merki um það sem koma skyldi. Vonandi verður hægt að ná upp sama baráttuanda í þessum leik.

Uppstillingin: Pickford (fyrirliði), Mykolenko, Tarkowski, Godfrey, Mina, Patterson, Doucouré, Iwobi, Gordon, McNeil, Gray.

Varamenn: Begovic, Vinagre, Holgate, Keane, Allan, Dele Alli, Gbamin, Warrington, Mills.

Ritari var fjarverandi en meistari Halli sá um skýrsluna og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Gefum honum orðið…

Góðan daginn, nú hefst nýtt tímabil í enska boltanum þessa helgina og er hlutskipti okkar manna að mæta Chelsea á heimavelli í þessari fyrstu umferð og veit ég af því að það eru Íslendingar á pöllunum bæði í útivallar stúlkunni sem og okkar megin. Undirbúningur fyrir mótið hefur kannski ekki verið eins og best verður á kosið, því félagið hefur þurft að láta frá sér öfluga leikmenn bæði á frjálsi sölu sem og seldir. Á móti kemur að Lampart og hans teymi hafa unnið vel í að fá leikmenn við erfiðar aðstæður en þó er enginn eiginlegur framherji í hópnum í dag.

Leikurinn fer frekar rólega af stað en Doucoure fær ágætt skallafræri fljótlega eftir sendingu frá Gray. Chelsea menn eiga svo eitt hálffæri.

Á 10. mínútu er svo risaatvik þegar Godfrey á mjög slaka sendingu til baka sem er allan tíman á leiðinni aftur fyrir en Pickford, í einhverju rugli, reynir að ná henni og kemur boltanum aftur inn á völlinn, sem klárlega hafði farið aftur fyrir, og beint á sóknarmann Chelsea. Godfrey kom til baka í tæklingu á hann en meiðist við það. Að öllum líkindum mjög illa meiddur því leiktíminn var lengi stopp og þurfti hann meðal annars súrefni á meðan aðhlynningu stóð. Holgate kemur inn fyrir Godfrey.

Í kjölfarið á þessu atviki fékk Chelsea einhverjar 5 hornspyrnur sem ekkert kom út úr. Þeir fá hálffæri á 20. mín sem Pickford ver. Everton fær svo gott færi eftir mjög góða sókn þar sem markmaður þeirra ver skot frá Gray og berst boltinn til Mykalenko sem á frábæra fyrirgjöf á Tarkowski sem markmaðurinn ver aftur. Everton spiluðu á þessum kafla bara fínan bolta en vantaði klárlega sóknarmann til að vinna úr þeim stöðum sem þeir náðu að skapa.

Sú hætta sem Chelsea menn náðu að búa til kom nánast allt í gegnum Sterling, sem einmitt skoraði undir lok hálfleiksins en var rangstæður og markið dæmt af. Átta mínútum bætt við fyrri hálfleikinn og á 7. mínútu uppbótartíma fá þeir víti þegar Doucoure hrindir í bakið á einum þeirra. Algjör óþarfi og víti réttilega dæmt og mark. Hálfleikur.

Everton byrjar seinni hálfleikinn vel og hefði Gray átt að jafna en varnarmaður gerir vel. Doucoure finnur svo McNeil en hann nær ekki að vinna úr sendingunni. Stuttu síðar á svo Doucoure skot úr teignum eftir horn en markmaðurinn ver.

Á 61. mín kemur Alli inn fyrir McNeil og fljótlega eftir það eru Gordon og Gray við það að sleppa í gegn en Chelsea verjast vel.

Enn eru áföll þegar Mina fer niður og fer meiddur af velli og kemur Vinagre inn á fyrir hann. Á 73. mín kemur Patterson upp hægra megin og finnur Alli í frábærri stöðu en kemur boltanum ekki fyrir sig og færið fer frá honum.

Mykalenko fær gult fyrir brot. Leikurinn bara svolítið líður og ekkert mikið um færi hjá hvorgu liðinu. Everton átti reyndar eina aukaspyrnu í uppbótartíma en boltinn yfir.

Það varð eitthvert atvik í stúkunni sem varð til þess að leikurinn var stöðvaður og uppbótartími einhverjar 12 mín í seinni og því samtals einhverjar 20 mín en fleiri urðu mörkin ekki.

Mér fannst Tarkowski bestur okkar manna í dag og leikurinn bara fínn hefði kosið önnur úrslit en þessi klaufaskapur með að henda í bakhrindingu inn í teig kostar of mikið

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Tarkowski (7), Mina (6), Godfrey (6), Patterson (6), Doucoure (6), Iwobi (6), Mykolenko (7), McNeil (6), Gordon (7), Gray (6). Varamenn: Holgate (6), Alli (5), Vinagre (6).

7 Athugasemdir

  1. albert skrifar:

    Bíð spenntur 🙂

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Týpískt Everton!! 10 mínútur liðnar af tímabilinu og strax einhver meiddur og verður líklega lengi frá.

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Djöfull er þessi drulli sem er að lýsa leiknum leiðinlegur.

    • Ari S skrifar:

      Það var allt einhvern veginn svo flott sem að Chelsea gerði. Mér fannst hann einhvern veginn alltaf að gera meira úr því en hann þurfti.

  4. Halli skrifar:

    Mér er reyndar spurn afhverju bæði Dobbin og Simms voru lánaðir meðan framherjamálin eru eins og þau eru

    • Ari S skrifar:

      Sammála, það hlýtur einhver rosalegur dúddi að vera á leiðinni til okkar til að vera frammi. Annars byrjaði Simms vel í fyrsta leik Sunderland á tímabilinu. Setti 2.

  5. AriG skrifar:

    Hæ mér finnst varnarleikur Everton allt annar með Tarkowski magnaður leikmaður og Holgate var mjög góður með honum. Pickford gerir stundum tóma vitlausu var mjög heppinn að fá ekki á sig mark. Hlakka til að sjá Onana og Gana saman í varnarmiðju örugglega betri en þeir sem fyrir eru núna. Þurfum að losna við nokkra t.d. Teri Mina alltaf meiddur reyna að láta hann fara frítt til að lækka launakostnað þótt hann sé mjög góður en spilar kannski 10 leiki í úrvalsdeild ekki hægt að treysta honum. Vill halda Holgate selja Keane. Selja Allan, Davids, Comes, Brandon, Dele Alli getur ekki baun jafnvel fleiri. Auðvitað er núna forgangsmál að kaupa eða leigja sóknarmann allir sammála því t.d. Broja en þá þarf Everton að selja til að skapa fjármagn. Bakverðirnar voru mjög góðir í þessum leik Patterson er greinilega mjög góð kaup líka. Iwobi mjög duglegur. Fannst sóknin frekar bitlaus þurfum að hafa sóknarmann í boxinu annars gengur þetta ekki. Hræðilegt með Ben Godfrei að meiðast svona illa mjög slæmt og Teri Mina alltaf meiddur.