Norwich – Everton 2-1

Mynd: Everton FC.

Everton lék sinn 19. leik í deild á tímabilinu við Norwich klukkan 15:00 í dag.

Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Keane, Godfrey, Coleman (fyrirliði), Doucoure, Gomes, Gray, Gordon, Rondon, Calvert-Lewin.

Varamenn: Begovic, Holgate, Mina, Kenny, Patterson, Gbamin, Townsend, El Ghazi, Richarlison.

Róleg byrjun á leiknum. Bæði lið náðu skot á mark á fyrstu fimmtán mínútunum, en ekkert sem markverðirnir réðu ekki við nokkuð auðveldlega.

Norwich menn höfðu átt í heilmiklum erfiðleikum með bæði varnarleik og sóknarleik undanfarið og ekki náð að skora marki í keppnisleik í yfir níu klukkutíma. Og að sjálfsögðu tók vörn Everton upp á því að gefa þeim mark á silfurfati — og það meira að segja sjálfsmark, þegar Keane breytti stefnu fyrirgjafar beint í eigið net.

Og Norwich menn gengu á lagið og fengu trú á verkefninu. Litu allt öðruvísi út eftir markið og aðeins rúm mínúta liðin þegar þeir komust inn í sendingu yfir á kantinn sem var ætluð Gordon, brunuðu upp vinstri kantinn í skyndisókn og ein löng snerting splundraði vörn Everton — beint á fremsta mann sem var næstum búinn að missa hann of langt frá sér en náði að pota framhjá Pickford sem kom út á móti. 0-2 fyrir Norwich og ekki einu sinni 20 mínútur búnar.

Everton átti ekkert svar í fyrri hálfleik og ekkert small saman í sókninni. Um eitt eða tvö hálffæri litu dagsins ljós en ekkert sem tók því að tala um.

Óásættanlegur fyrri hálfleikur, svo ekki sé meira sagt. Eins gott að þeir taki sig saman í andlitinu í seinni hálfleik.

2-0 í hálfleik.

Everton vörnin reyndi sitt besta, í upphafi seinni hálfleiks, til að gefa Norwich fleiri mörk og í þetta skiptið var það Mykolenko. Hann fékk boltann utan teigs vinstra megin og fékk mann í áttina að sér og ætlaði að senda aftur á Pickford en sá ekki sóknarmann Norwich sem stóð á milli. Sá hafði verið utan vallar við mark Everton og var að koma inn á aftur. Pickford gerði vel að koma út á móti og loka á færið og Godfrey var fljótur að mæta og hreinsa frá.

Richarlison og Mina komu inn á fyrir Rondon og Coleman á um 50. mínútu.

Leikur Everton batnaði svona á köflum þegar leið á og fleiri tilraunir, til að koma boltanum inn í teig, litu dagsins ljós. Á 60. mínútu setti Everton góða pressu á mark Norwich en boltinn endaði utan teigs vinstra megin, rúllandi í átt frá marki. Mykolenki gerði vel að senda fljótt háan bolta fyrir þar sem Tim Kruul í marki Norwich þurfti að slá hann út í teig. Richarlison var fljótur að hugsa og tók hjólhestaspyrnu og náði að skora. 2-1. Game on! … eða svo hélt maður.

Allt í einu var komin einhver ákefð í leik Everton, en færin létu eiginlega alveg á sér standa. 

Fyrir utan eitt. Godfrey kom Gordon í skotfæri upp við mark þegar sá fyrrnefndi renndi sér á það sem leit út fyrir að vera vonlaus bolti, sem var að renna aftur fyrir endalínu við mark Norwich. Skotið frá Gordon var hins vegar blokkerað af varnarmanni.

Ég satt best að segja man ekki eftir öðru almennilegu færi eftir markið, sem er eiginlega algjörlega ótrúlegt. Fullt af mínútum bætt við leikinn (heilum sjö) en allt kom fyrir ekki. Veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Fyrir utan markið sem Richarlison skoraði þá var þetta alveg gjörsamlega andlaust frá upphafi til enda. 

Einkunnir Sky Sports ekki komnar. Uppfæri síðar — ef ég finn geð í mér síðar til að fletta því upp.  #dofinn

20 Athugasemdir

  1. Eirikur Sigurðsson skrifar:

    Það sem Rafa hefur mikla trú á Rondon 😒 Vonandi náum við í 3 stig í dag, það er eiginlega must.

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Er þetta ekki skrifað í skýin? 2-0 fyrir Norwich.
    Hefði frekar viljað sjá þriðja manninn á miðjunni í staðinn fyrir Rondon.

    • Finnur skrifar:

      Sammála. Það er svo sem ágætt að sjá tvo frammi á móti botnliði deildarinnar, en það hefði þá átt að vera Richarlison en ekki Rondon.

  3. Gestur skrifar:

    Jæja vonandi síðasti leikur Rafa

  4. Eirikur skrifar:

    Gomes er skelfilegur á miðjunni og Coleman heldur áfram að gefa frá sér boltann. Keane er það sem er kallað flækjufótur og leikplanið er aftur hvað☹ Þegar maður heldur að hlutirnir geti ekki versnað.🤬

  5. Gestur skrifar:

    Hágæða drulla frá leikmönnum Everton eins og við mátti búast. Fáir ljósir puntar í þessum leik og nýi bakvörðurinn á passar vel í lélegt Everton lið.

  6. Kristján G skrifar:

    Reka Rafa ASAP!!! Að hann byrjar ekki með Richarlison í staðin fyrir Salómón Rondon er bara rannsóknarefni (Richarlison er búin að vera eih meiddur Jaja en vill frekar hafa hann á einum fætinum heldur en Rondon) (Hvað hefur Rondon gert á sínum ferli? Og er 32 ára bara vandræðalegt að sjá hann spila fyrir klúbbinn) . Coleman er bara því miður búinn með sinn tíma hjá Félaginu búin að vera Geggjaður fyrir okkur síðustu 10 ár en Hann er búinn. Keane gefur og gefur. Galið að leyfa ekki Yerry mina og Godfrey að spila saman tveir. Spenntur fyrir að sjá Hvað Patterson á eftir að gera fyrir okkur en Ef við ætlum að halda okkur uppi og reyna að gera eih á næsta ári er fyrst á dagskrá að reka Rafa benitez !!

  7. AriG skrifar:

    Flottur leikur hjá Everton. Allt stefnir í rétta átt. Benetez er kominn með liðið í rétta átt. Flottur stjóri að komast inní leikinn í seinni hálfleikinn gegn sterku liði Norwich. Vonandi héldur þetta áfram í þróast í rétta átt þá er björt framtíð hjá Everton. Sýnum þolinmæði það kemur að því að Everton vinnur leiki þá er liðið fljótt að rífa sig upp töfluna. Fannst engin standa uppúr í leiknum samt mest ógnun frá Gray og Gordan bestu menn Everton. Þurfum að sýna Benetez þolinmæði ekkert slæmt að lenda í botnbaráttu fullt af liðum sem eru betri en Everton. Everton eiga ekki betra skilið ef þeir eru ekki betri en þetta sem þeir sýndu í dag þá er ekkert hægt að gera en bretta upp ermarnar og rísa upp aftur. Allaveg er ég bjartsýnn þetta getur ekki versnað og Benni þarf að vakna af værum blundi og sýna hvaða ása hann hefur til að vinna aftur leiki.

  8. Ari S skrifar:

    Sögusagnir segja að núna sé sjórn Everton að funda…

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Ég er farinn að halda að ég hefði átt að taka veðmálinu Ari😉
      Ari S skrifar:

      29/06/2021 kl. 21:55

      Benitez verður kynntur til Everton sögunnar á morgun.

      Ingvar Bæringsson skrifar:

      30/06/2021 kl. 00:46

      Sorglegt! Og svo verður klúbburinn í sömu stöðu eftir ár.

      Ari S skrifar:

      30/06/2021 kl. 19:03

      Viltu veðja?

      Ingvar Bæringsson skrifar:

      01/07/2021 kl. 00:21

      Nei, ég veðja ekki. Svo hef ég kannski rangt fyrir mér, hann gæti kannski enst í 18 mánuði.

      Ari S skrifar:

      01/07/2021 kl. 05:43

      Gott svar Ingvar. Segjum 18 mánuði.

      • Ari S skrifar:

        Ha ha góður Ingvar. Ég játa mig sigraðan, kannski bara gott að þetta gerðist svona fljótt… þá er kannski hægt að bjarga einhverju… kær kveðja, Ari.

  9. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Er hann farinn??

  10. Eirikur skrifar:

    Það er bara eitt í stöðunni. Reka Rafa sem aldrei átti að ráða.
    Þvílík skita, þessi leikur hefið átt að vera settur upp sem úrslitaleikur enn það var eins og öllum væri sama. Ef að Rafa verður enn á staðnum um næstu helgi á móti Aston Villa verður allt brjálað.

  11. Elvar Örn Birgisson skrifar:

    Búið er að reka Benitez. Ferguson tekur við þar til nýr stjóri tekur við. Rooney og Bilic verið nefndir þar til sögunnar. Hvern viljið þið?

    • Diddi skrifar:

      Martinez er líka kandidat samkv mínum heimildum og ég vil hann

      • Elvar Örn Birgisson skrifar:

        Sammála með Roberto Martinez.

        • Ari S skrifar:

          Ég vil ekkert endilega fá hann aftur en allir þeir sem hafa verið með Everton síðan hann var hjá okkur hafa verið verri en hann. Það má hann eiga og sennilega voru það stærstu mistökin að hann var rekinn allt of snemma frá okkur!

      • Ingvar Bæringsson skrifar:

        Martinez er í besta falli hliðarskref frá Benitez ef ekki verri en hann.

  12. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Hann er farinn, og það ekki of snemma.
    https://www.evertonfc.com/news/2451049/benitez-departs-as-everton-manager

    • Ari S skrifar:

      Gott mál. Nú verður athyglisvert hver kemur. Það er búið að prufa bæði að fá unga óreynda til okar… Silva (ungur og næstum óreyndur), Koeman (eiginlega ungur og óreyndur og var eftir allt saman aldrei stjóri bara nafn) og stjarnan sjálfur Ancelotti sem að ég persónulega bar miklar vonir við. Hann sveik okkur fyrir eigin frama. Gangi honum bara vel í framtíðinni segi ekki meir. Þannig að ég persónulega veit barasta alls ekki hver yrði bestur fyrir okkur. Wayn Rooney er að gera magnaða hluti hjá Derby en mjög óilíklegt að hann fari frá þeim strax… hvað finnst ykkur?