Everton – Liverpool 1-4

Mynd: Everton FC.

Everton mætti Liverpool í 14. umferð ensku Úrvalsdeildarinnar í dag og leikjaformið hjá Everton hefur verið slakt undanfarið, það er ekki hægt að neita því, en í þessum leikjum vill það oft verða að leikjaformið fram að leik skiptir engu máli enda þessir leikir mjög ólíkir öðrum leikjum. Því miður varð þó ekki breyting á gengi liðsins í kvöld.

Uppstillingin: Pickford, Digne, Godfrey, Keane, Coleman (fyrirliði), Allan, Doucouré, Gray, Townsend, Richarlison, Rondon.

Varamenn: Begovic, Kenny, Branthwaite, Gbamin, Delph, Iwobi, Gordon, Dobbin, Tosun.

Það var vont að sjá að Calvert-Lewin væri enn frá vegna meiðsla því hann gefur okkar liði heilmikið fram á við, líkt og Mina gerir fyrir vörnina, en hann er einnig meiddur. En Doucouré, Richarlison og Gray voru hins vegar með og það er hið besta mál. En þá að leiknum…

Liverpool byrjaði leikinn af miklum krafti og sköpuðu sér tvö almennileg færi strax á fyrstu átta mínútunum en ekkert kom úr því. Stuttu síðar fékk Henderson svo boltann rétt fyrir utan teig og smellhitti hann út við stöng vinstra megin. Lítið sem Pickford gat gert við því. 0-1. 

Demarai Gray fékk fínt færi fyrir framan mark þegar Everton vann boltann aftarlega á velli Liverpool en Alexander-Arnold náði að pota boltanum út af áður en Richarlison náði að senda á Gray í dauðafæri. En sókn Everton breyttist hins vegar í skyndisókn fyrir Liverpool — löng sending fram á Salah sem komst einn á móti Pickford inni í teig hægra megin og skoraði. 0-2.

En það þurfti bara eitt hálffæri fyrir Gray til að minnka muninn. Richarlison fékk heilmikinn tíma eftir að hafa unnið boltann og hann sendi frábæran bolta fram á Gray, sem Alexander-Arnold hafði skilið eftir lausan og Gray lagði boltann fyrir sig með einni snertingu og náði skoti undir Allison og þaðan í netið. 2-1. Game on!

Það var greinilegt að undirstöðurnar í Liverpool liðinu virkuðu ekki traustar það sem eftir lifði hálfleiks. Síðasta færi hálfleiksins fékk Doucouré skotfæri — þar sem hann var á auðum sjó hægra megin í teig, eftir háa sendingu frá vinstri en skotið blokkerað af varnarmanni. Þetta reyndist síðasta atvik fyrri hálfleiks en Liverpool menn líklega sáttari við að komast í pásu en leikmenn Everton, eins og leikurinn þróaðist síðustu mínúturnar.

1-2 í hálfleik.

Minna að gerast framan af í seinni hálfleik en í þeim fyrri. Eiginlega ekkert mikið að gerast þangað til Gordon var skipt inn á fyrir Rondon á 58. mínútu og Gray þar með settur í framlínuna.

Everton fékk aukaspyrnu á fínum stað á um 60. mínútu sem van-Dyjk skallaði í horn. Hornið varð hins vegar að skyndisókn hjá Liverpool. Aftur kom löng sending fram á Salah og Steven Gerrard hefði kannski blöskrað (hann kvartaði einu sinni yfir því eftir derby leik að Everton væri „long ball team“ þegar tölfræðin sýndi eftir leik að Liverpool hafði átt fleiri langar sendingar). En hvað um það, Salah, komst einn á móti Pickford og renndi boltanum framhjá honum. 1-3.

Delph kom inn á fyrir Townsend á 73. mínútu en Jota náði að klára dæmið fyrir gestina stuttu síðar. Fékk boltann inni í teig og gerði allt rétt, sneri með boltann sem kom honum framhjá Allan og inn fyrir og náði að koma boltanum í þaknetið rétt framhjá Pickford, sem var hársbreidd frá því að ná að snerta boltann. Staðan orðin 1-4 og enginn séns eftir það.

Á 85. mínútu var svo Gray, besta leikmanni Everton, skipt út fyrir Tosun, en sá síðarnefndi er ekki í leikformi og ekki að fara að breyta neinu þaðan af. Ósigur því staðreynd. 

Það er lítið jákvætt sem hægt er að ná úr þessum leik, annað en markið sem Gray skoraði. Það hefði verið gaman að sjá hvernig þetta hefði spilast ef aðeins meiri tími hefði gefist í fyrri hálfleik. Ósigur staðreynd úr þessum leik.

Heilt á litið, verð ég samt að segja að þetta er ekki besta liðið sem Everton hefur mætt á tímabilinu því City menn eru bæði með meiri gæði… og breidd, sem það sem skiptir meira máli til lengri tíma litið. En sjáum hvað setur.

Einkunnir Sky Sports ekki komnar. Uppfæri síðar.

11 Athugasemdir

  1. Dylan skrifar:

    Jæja, einhver sem nennir að mæta á Ölver? Vill helst ekki vilja vera 1 ásamt 200 púlurum.

  2. Marinó skrifar:

    Guðminn góður rondon er í liðinu elska everton útaf lífinu enn get ekki stutt benitez

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Það er annað hvort að horfa á þetta eða stefnræðu forsætisráðherra. Ég ætla að láta mig hafa það að horfa á leikinn, amk fyrsta korterið.
    En miðað við frammistöðu þessara liða undanfarið þá er engin ástæða til bjartsýni, því miður.
    Ég skil eiginlega ekki af hverju maður er alltaf að kvelja sig á þessu.
    Síðan á sunnudaginn er ég búinn að eiga í innri baráttu um hvort ég eigi að horfa á leikinn eða ekki, var eiginlega alveg orðinn ákveðinn í að sleppa því…..en þá hvíslaði þessi vonarpúki að mér að kannski, bara kannski yrði þetta öðruvísi í þetta skiptið og vill maður ekki missa af því.
    Hvað getur maður sagt? Það er vonin sem gerir út af við mann.
    Raunsæispúkinn segir mér reyndar að þetta verði niðurlæging, ég spái 0-5.

  4. Finnur skrifar:

    Ég skil ekki lengur þetta með að vera á undan í bolta… hafa reglurnar breyst eitthvað hvað það varðar?

    Gegn Tottenham fékk Richarlison dauðafæri inni í teig og það þurfti VAR og reglustikuna til að meta hvort Lloris hefði náð fingurgómunum á boltann rétt áður en hann felldi Richarlison inni í teig. VAR mat það sem svo að Lloris hefði _rétt_ svo náð því — þetta var spurning um millisekúndur og það var varla hægt að sjá það. Niðurstaðan: Ekkert víti.

    Svo í þessum leik rennir Allan sér á lausan boltann og vinnur hann (mjög svo) auðveldlega, en löngu síðar snertir hann Jota (eiginlega sparkar Jota í Allan) og dómarinn dæmir aukaspyrnu á Allan og gefur gult spjald… Bíddu, ha??!!

  5. Gestur skrifar:

    Þetta Everton lið er svo lélegt, hvernig er þetta hægt?

  6. AriG skrifar:

    Everton er gersamlega alveg í tómu rugli. Benetez hefur greinilega alveg misst tökin á þessu. Það voru mistök að ráða Benetez hafði samt meiri trú á honum í byrjun en ég hef greinilega ofmetið Benetez. Hef heyrt slúður um að Kasper Hjulmand þjálfari Dana gæti tekið við Everton. Lýst vel á hann en Duncan Ferguson er samt líklegastur núna. Hann þekkir Everton alveg út og inn og hefur virðingu leikmanna Everton skiptir öllu máli. Sé ekki aðra núna í bili en Benetez verður að fara sem fyrst. Hvað vilja aðrar gera?

    • Eirikur skrifar:

      Í alvöru þá getur það ekki gengið að skipta um stjóra svona oft.
      Stór hluti af vandamálum okkar má rekja til þess að við erum alltaf að skipta um stjóra og að sjálfsögðu ótrúlega léleg leikmanna kaup.
      Þar held ég að Koeman sé einhver mesti sökudólgurinn.
      Það að stjórn Everton hafi ráðið Benitez var algjörlega galið og gat aldrei gengið nema að árángurinn hefði verið ótrúlegur og það var aldrei að fara að gerast með þennan leikmanna hóp.
      Sé ekki að Ferguson sem er búinn að vera aðstoðarmaður lengi eigi að hafa meiri virðingu leikmanna enn núverandi stjóri. Ef að svo er þá er hann ekki heill í þessu aðstoðarmanns hlutverki. Vandamálið er að mínu mati það að Everton aðdáendur halda að liðið sé betra enn það er. Frábær byrjun ýtti undir það. Þá byrja pælingar um topp 4 sæti sem er algjörlega óraunhæft. Það vantar allavega 10 leikmenn af einhverjum gæðum í þennan hóp. Bara það að Chenk Tosum hafi komið inná í gær undirstrikar hvar Everton eru staddir. Og það að ráða þennan Dana væri ennþá meira galið. Skrýtið að menn nefni ekki þann sem að var talað um að kæmi í sumar og er nú atvinnulaus.

  7. AriG skrifar:

    Ég er langt í frá sammála þér Eiríkur. Þessi Dani hefur afrekað að gera Dani að einu besta landsliði Evrópu ekki útaf því að leikmannahópurinn sé svona góður svo það er algjört bull að segja að leikmannahópurinn Everton sé ekkert betri en þetta. Ég kaupi þetta ekki og margir leikmenn Everton hafa leikið langt undir getu t.d. Digne, Richarlison, Godfrey allt mjög góðir leikmenn. Sammála þér með að leikmannakaupin hafa verið hræðilegt undanfarið ár og Everton hefur eytt of miklu í of dýra og ekki nógu góða leikmenn. Þú segir að Ferguson hafi ekki meiri virðingu en Benetez hjá leikmönnum þetta er þín skoðun og hefur ekkert sem sannar það. Ég er sammála þér með að Everton þarf að hreinsa til og losa sig við nokkra leikmenn og kaupa aðra með hverju Everton má ekki versla neina leikmenn sem kostar eitthvað svo það gengur ekki upp allavega ekki næsta árið. Þú talar um einhvern atvinnulausan býst við að þú átt við Nuno lýst ekki á hann kannski áttu við Heimi?

  8. Marinó skrifar:

    Afhverju er ég lagður í þetta einelti af everton klúbb á Íslandi? Maður er einn af stofnfélaga en ma hvergi tjá mig eða nett allstaðar blokkaður því? Ömurleg framkoma

  9. Finnur skrifar:

    Sæll Marinó, biðst afsökunar á því að hafa ekki tekið eftir því að það voru tvö komment í bið frá þér sem þurfti að samþykkja. Er búinn að laga það núna. Kíki á hvað olli þegar ég kem heim (er mættur á Spot til að horfa á Everton – Arsenal). 🙂