Aston Villa – Everton 3-0

Mynd: Everton FC.

Everton var eitt af aðeins fimm liðum í Úrvalsdeildinni sem var ósigrað fyrir leikinn en sá sprettur endaði loks á Villa Park með 3-0 ósigri gegn Aston Villa. Benitez þurfti að gera þrjár breytingar á liðinu fyrir leik, en Pickford, Richarlison og Coleman meiddust nýverið. Það hefur sýnt sig að Everton gengur oft illa að hala inn stig án Richarlison og það var einnig raunin í þetta skiptið. Það voru því Begovic, Godfrey og Iwobi sem komu inn í byrjunarliðið fyrir þá.

Uppstillingin: Begovic, Digne, Mina, Keane, Godfrey, Allan, Doucouré, Iwobi, Townsend, Gray, Rondón.

Varamenn: Lonergan, Holgate, Branthwaite, Kenny, Gomes, Davies, Simms, Gordon.

Ýtarleg verður þessi skýrsla ekki, þar sem ritari missti af leiknum sökum þess að óvænta en kærkomna gesti bar að garði fyrir leik. En af fréttum af leik að dæma var hann ekki ýkja skemmtilegur fyrir stuðningsmenn Everton, því liðið virkaði tannlaust í sókninni og átti aðeins eitt skot sem rataði á rammann í öllum leiknum. Villa menn gengur hins vegar á lagið í seinni hálfleik og skoruðu þrjú mörk á 9 mínútna kafla frá og með 66. mínútu.

Einkunnir Sky Sports: Begovic (6), Mina (6), Godfrey (5), Keane (6), Iwobi (6), Allan (6), Doucoure (6), Digne (4), Townsend (6), Gray (6), Rondon (5). Varamenn: Andre Gomes (5).

2 Athugasemdir

  1. Arig skrifar:

    Hræðlegur leikur Everton ótrúlegt að missa 4 lykilmenn á einum bretti. Fannst Gray lang besti leikmaður Everton í leiknum. Rondon fannst hann hræðilegur lýst ekki á að hann verði varamaður Lewin en þetta er fyrsti leikur hans svo honum er smá vorkunn. Godfrey skugginn hjá sjálfum sér og Digne vá hann var algjörlega týndur í þessum leik. Everton verður að vinna Norwich í næsta leik og Benetez getur notað aðra leikmenn á móti QPR til að dreifa álaginu t.d. Ellen Simms.

    • Finnur skrifar:

      Það kom fram í útsendingunni af deildarbikarnum að Rondon hefði ekki spilað leik í fjóra mánuði áður en hann kom til liðs við Everton. Það er næsta víst að það hafi ekki verið í plönunum að hann myndi fá að spila fyrr en hann næði leikformi, en það gerðist fyrr en áætlað var vegna meiðsla DCL. Gefum honum tíma.