Félagaskiptaglugginn – sumar 2021

Þessum þræði er ætlað að halda utan um staðfest kaup og sölur, sem og slúður. Við munum uppfæra þessa frétt þegar meira er vitað (og bæta við efst upptalninguna). Endilega látið vita ef þið rekist á eitthvað bitastætt.

Sumarglugginn er 12 vikna langur, í þetta skiptið, og lokar 31. ágúst kl. 22:00 að íslenskum tíma. Liðin hafa svo líklega klukkutíma í viðbót til að ganga frá samningum sem skráðir voru fyrir frestinn.

Afraksturinn hingað til:

Leikmenn inn: Salomón Rondón (frítt), Andros Townsend (frítt), Demarai Gray (1.7M), Asmir Begovic (frítt), Andy Lonergan (frítt).

Leikmenn út: James Rodriguez (ótilgreind upphæð), Niels Nkounkou (lán), Moise Kean (lán til kaups), Bernard (ótilgreind upphæð), Lewis Gibson (lán), Nathan Broadhead (lán), Theo Walcott (frítt), Callum Connolly (frítt), Joshua King (samningslaus), Yannick Bolasie (samningslaus), Muhamed Besic (samningslaus), Robin Olsen (lán kláraðist), Josh Bowler (frítt), Dennis Adeniran (samningslaus), Matthew Pennington (samningslaus), Con Ouzounidis (samningslaus), Bobby Carroll (samningslaus).

Mið 22. sept: Klúbburinn var að staðfesta brottför James Rodriguez til Al Rayyan í Katar.
22:15 Klúbburinn var að staðfesta samninginn við Salomón Rondón en þar kemur fram að um kaup (frjálsa sölu) er að ræða, en ekki lán eins og sagði á Sky Sports.
22:00 Félagaskiptaglugginn er formlega séð lokaður hér með en liðin hafa enn tíma til að klára pappírsvinnuna, ef einhverjir samningar voru í farvatninu við lok gluggans. Það kemur í ljós á næstu tveimur tímum hvort eitthvað meira sé fréttnæmt.
21:59 Rétt fyrir lok félagaskiptagluggans bárust þær fréttir að Everton hefði náð samningum við kínverska félagið Dalian Professional um lán á sóknarmanninum Salomón Rondón.
20:40 Bæði BBC og Sky eru með þá frétt að Everton sé við það að semja við Salomón Rondón, sem kæmi á frjálsri sölu til félagsins.
17:27 Skv. Sky Sports er Niels Nkounkou á leið til Standard Liege að láni.
15:30 Skv. BBC er enn verið að leiða mál James Rodriguez til lykta, en hann mun ekki vera í plönum Benitez.
08:47 Skv. frétt á BBC var Moise Kean lánaður til Juventus.
kl. 08:08 Skv Sky Sports er Everton að reyna að kaupa framherjann Salomon Rondon en einhver snuðra er hlaupin á þráðinn varðandi kantmanninn Luis Diaz.
Að loknu láni eru þeir skuldbundnir til að kaupa hann á 24M punda árið 2023, en mögulegir bónusar fylgja með, sem ná allt að 3M punda. Sky Sports segja að Juventus borgi 7M Evra fyrir að fá hann að láni. Fréttin af brottför hans var einnig staðfest af klúbbnum.
07:28: Skv. Sky Sports höfnuðu Ragners 8M punda tilboði í hægri bakvörðinn Nathan Patterson.
Þrið 31. ágúst kl. 08:00. Glugginn lokar í kvöld.

Mán 30. ágúst: Ainsley Maitland-Niles vill, skv. frétt í Mogganum, ólmur komast í raðir Everton.
Lau 28. ágúst: Benitez sagði í viðtali fyrir Brighton leikinn að Everton væri að velta fyrir sér tveimur til þremur nöfnum þegar kemur að leikmannakaupum.
Lau 28. ágúst: Skv frétt á Sky Sports er Juventus að fara að fá Moise Kean að láni og mun kaupa hann að því loknu á 17M punda.
Fös 27. ágúst: Skv. frétt á Sky er Everton að skoða kantmanninn Luis Diaz hjá Porto og mögulega fari James Rodriguez á láni í hina áttina.
Fös 27. ágúst: Skv. frétt á Sky er Mbappe á leið frá PSG og það kunni að leiða til þess að Richarlison fari til þeirra.
Fös 27. ágúst: Skv. frétt á Sky er Everton orðað við sóknarmanninn Odsonne Edouard hjá Celtic. Einnig var Ainsley Maitland-Niles orðaður við Everton (lán), skv. þessari frétt.
Fös 20. ágúst: Everton skrifar undir samning við markvörðinn Andy Lonergan (frítt), eftir að einn af ungu markvörðunum meiddist.
Þri 20. júlí: Everton skrifar undir samning við markvörðinn Asmir Begovic (frítt) og Andros Townsend (frítt). Tveimur dögum síðar var Demarai Gray keyptur á 1.7M punda.

13 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég hef því miður litla trú á að einhverjir detti inn um dyrnar í dag nema kannski Rondon, og ég er skíthræddur um að Richarlison verði ekki lengur leikmaður Everton á morgun. Og það væri hræðilegt.
    Svo er Nkounkou farinn til Belgíu og hver er þá backup fyrir Digne?

    • Finnur skrifar:

      Hvaðan hefur þú það að hann sé farinn til Belgíu? Ég sé ekkert um það á BBC, Sky eða síðu Everton (Nkounkou er enn listaður sem first team player, en búið að uppfæra liðið til að merkja Moise Kean sem ‘á láni’)…

      • Ingvar Bæringsson skrifar:

        Það var víst misskilningur hjá mér. Eitthvað blað í Belgíu sagði að Standard Liege væri í viðræðum við Everton um að fá hann að láni en það er víst ekki staðfest.

        • Ari S skrifar:

          Nkounkou var á leiðinni í læknisskoðun hjá Standar Liege síðast þegar ég vissi.

  2. Ari S skrifar:

    Mpappe fer ekki til Real Madrid. Madrisingar eru farnir heim frá París. Sem að gæti þýtt að Ancelotti gæti snúið sér að Richarlison. Ég vil fá 139 milljón punda eða sömu upphæð og mínusinn á ársreikningi félagsins var.

  3. Gestur skrifar:

    Ég var búinn að taka ákvörðun um að taka ekki þátt í umræðunni hér en maður getur ekki orða bundist. Þessi sumargluggi er alveg hrikalega lélegur og sýnir okkur aftur hvað metnaðarleysið er orðið mikið eða er verið að spara fyrir nýjum velli? Að lenda í 10 sæti á síðustu leiktíð og fara í veturinn með þessum mannskap er svakalegt og ég vona að Everton verði í efstu deild þegar nýr leikvangur verður vígður. Annars er ég mjög sáttur með ráðningu Benitez. Eigi þið góðan vetur.

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Oftast er ég nú sammála þér Gestur en ekki í þetta skiptið, amk ekki alveg.
      Ég er algjörlega sammála því að þetta hafi verið lélegur gluggi, maður átti kannski ekki von á miklu en kannski einhverju aðeins meira en raunin varð, sem sýnir hvað staðan er slæm. Ég vil samt ekki segja að þetta sé vegna metnaðarleysis heldur kannski frekar afleiðing ofmetnaðar síðustu fimm ára.
      Það hlaut að koma að því að öll slæmu kaupin sem hafa verið gerð á þessum árum, bitu okkur í rassinn.
      Everton hefur síðustu ár, eins og við vitum, keypt menn fyrir háar upphæðir, sem svo hafa ekki staðið undir væntingum. Það hefði kannski ekki verið svo slæmt ef hægt hefði verið að selja þá en þar sem Everton var að borga svo fáránlega há laun hafði auðvitað ekkert félag efni á þeim nema kannski þau ríkustu en þau höfðu líklega ekki áhuga á draslinu okkar.
      Það var alveg vitað í sumarbyrjun að Everton væri í erfiðri stöðu út af FFP-reglunum, eða status quo reglunum sem væri meira réttnefni. Hins vegar finnst mér Benitez og fleiri hafa gert allt of mikið úr því hvað staðan er slæm og þess vegna mögulega veikt samningsstöðu félagsins í einhverjum tilfellum, td í tengslum við þennan undarlega lánssamning við Juventus vegna Kean.

      Mér finnst mun meira jafnvægi í hópnum eftir þennan glugga og finnst hann líka sterkari en hann er þunnur og við meigum ekki við miklum meiðslum. Sérstaklega hef ég áhyggjur af bakvarðastöðunum með Coleman, sem menn eru búnir að vita í nokkur ár að hann hefur ekki lengur skrokkinn í heilt tímabil í deildinni + bikarleiki, sem fyrsta val í hægri bakvörðinn og Kenny er bara ekki nógu góður, því miður.
      Staðan hinu megin er ekki mikið betri þó Digne sé sem betur fer ekki meiðslagjarn, þá gætum við lent í djúpum ef hann meiðist og verður frá í langan tíma.
      Þá er liðið kannski aftur komið í þá stöðu að vera með miðverði eða miðjumenn í þessum stöðum og við sáum það í fyrra að þó að varnarlega sé það allt í lagi þá gerir það ekkert fyrir sóknarleikinn.

      Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hvað Brands, Grétar Rafn og þeirra menn eru að gera í sambandi við að finna rétta menn í þær stöður sem vantar í. Maður gæti haldið að þeir væru bara að glápa á einhver YouTube video af mönnum sem Everton á enga möguleika á að ná í. Þeir þurfa virkilega að fara að girða sig í brók því þeir hafa ekki miklu skilað síðustu ár.

  4. AriG skrifar:

    Mér finnst glugginn vera mun betri en ég bjóst við. Everton er búið að eyða um efni fram undanfarin ár. Þetta er bara reglurnar mega ekki eyða meiri annars fær Everton stóra sekt eða verða settir í bann í Evrópukeppni. Everton hafa aðeins eytt 1,7 milljóna punda fengið frábærann leikmann Gray og svo er Townsend ágætur líka. Þekki ekki til Randon en það eru mikli vonbrigði að fá ekki Diaz frá Portugal. Everton getur ekki eytt endalaust og búnir að losna við marga leikmenn á háum launum. Svo heldur Everton bestu leikmönnum sínum áfram sem ég tel stórkostleg.

  5. Finnur skrifar:

    Úbbs! Það byrjar álíka gæfulega fyrir Moise Kean og ferillinn með Everton endaði — hann reyndi heiðarlega tilraun til að skora sjálfsmark í leik Juventus gegn Napoli. Markvörðurinn bjargaði honum, en Napoli nýttu sér það til að skora sigurmarkið.
    https://www.youtube.com/watch?v=cdfq2oHTLKA (getið hraðspólað fram um 2 mín og 33 sek).

    • Finnur skrifar:

      Var að rekast á þessa grein og tölfræðin í henni er svolítið sláandi…
      https://www.skysports.com/football/news/11671/12414532/james-rodriguez-leaves-everton-for-al-rayyan-the-story-behind-the-colombians-disappointing-spell-on-merseyside

      James byrjaði 21 leik Everton á síðasta tímabili og liðið vann 8 af þeim (38,1%). Liðið spilaði hins vegar 17 leiki án þess að hafa hann í byrjunarliðinu og vann 9 (52,9%)! Fleiri mörk voru skoruð með James í byrjunarliðinu (1,5 mark per leik) en án hans (0,9 mörk per leik) en stigasöfnunin var minni með James (1,5 per leik) en án (1,6). Ég minnist þess ekki að flest mörkin sem hann hafi skapað hafi yfirleitt ekki skipt máli (t.d. ef hann skapar síðustu tvö mörkin í 4-0 sigri) og því er líklegra að liðið hafi frekar verið að leka mörkum með hann innanborðs og hann því verið liability varnarlega séð.

      Mér verður hugsað til Howard Kendall sem gaf Gary Lineker bara eitt tímabil með Everton en seldi hann svo til Barcelona, eftir að Lineker varð markahæsti maður efstu deildar með 40 mörk. Sagði svo eftir söluna eitthvað á borð við það að Everton væri meira effektívt sem lið án Lineker. Erfitt að andmæla því, sérstaklega í ljósi þess að Everton varð Englandsmeistari tímabilið á undan og tímabilið á eftir þessu eina tímabili sem Lineker var með liðinu.