Man United – Everton 3-3

Mynd: Everton FC.

Risaleikur í dag: United-Everton, sem ritari ætlar að reyna að ná í bústaðnum með félögunum yfir nautasteikinni og úrvals rauðvíni — samtals þrír United menn, tveir Everton menn og einn Newcastle maður. Þetta verður eitthvað.

Uppstillingin: Olsen, Digne (fyrirliði), Keane, Holgate, Godfrey, Davies, Doucouré, Gomes, Rodriguez, Richarlison, Calvert-Lewin.

Varamenn: Virginia, Mina, Nknounkou, Coleman, Delph, Gylfi, Iwobi, Bernard, King.

Fjörugur leikur frá upphafi – ekkert gefið eftir. Bæði lið með hálffæri en ísinn ekki brotinn fyrr en á 25. mínútu þegar Rashford sendi háan bolta fyrir, rétt yfir hausinn á Keane, og Cavani skallaði inn.

Leikurinn í járnum áfram og engin almennileg færi fyrr en Richarlison fékk boltann óvænt utan teigs með De Gea langt úti í teig. Richarlison reyndi skot en rétt framhjá. Ef hann hefði náð að lyfta boltann hefði hann náð að jafna en í staðinn fór boltinn rétt framhjá.

Lítið að gerast þangað til á lokamínútunum þegar Bruno Fernandes tók sig til og smellthitti boltann utan teigs. Rétt yfir Olsen í markinu. 2-0 forysta United. Verðskuldað verður maður að segja, miðað við hvernig leikurinn hafði spilast.

Calvert-Lewin fékk geggjað færi til að minnka munninn á síðustu sekúndunum þegar hann komst einn á móti markverði en skaut rétt framhjá.

2-0 í hálfleik.

United fengu flott færi á upphafsmínútunum en varið. Það sem meira máli skipti er að Everton minnkaði muninn á 50. mínútu þegar Davies sendi frábæra sendingu upp völlinn á Calvert-Lewin sem náði skoti á mark sem De Gea sló boltann út í teig þar sem Doucouré var mættur og potaði inn. 2-1.
Jöfnunarmarkið frá Everton kom svo á 53. mínútu þegar hár bolti kom fyrir mark United frá vinstri, sem Maguire skallaði áfram. Doucouré mættur hægra megin og fann Rodriguez úti í teig og hann lagði boltann fyrir sig og jafnaði með flottu skoti. 2-2.

Rashford fékk svo frábært færi á 62. mínútu, komst upp að endamörkum vinstra megin en skaut í búkinn á Olsen sem kom vel úti á móti. 
Gylfi inn á fyrir Rodriguez á 69. mínútu. 

En United komust yfir aftur á 70. mínútu þegar United tóku aukaspyrnu sem McTominay skallaði inn. 

Tom Davies var skipt út af fyrir Iwobi á 75. mínútu. Líklega vegna meiðsla því Davies var búinn að vera mjög góður í leiknum. 

Rashford fékk geggjað færi til að tryggja sigurinn á 77. mínútu. Hótaði skoti hægra megin við stöng en tók snúning í staðinn og skildi varnarmann eftir í grasinu. Hitti svo ekki á markið í skotinu. 

Doucouré út af fyrir Iwobi á 80. mínútu og sjö mínútum síðar átti Digne átti skot í utanverða stöng á 87. mínútu. Ekki eins mikil hætta og hljómar, því De Gea var mættur. 

Richarlison fékk flott færi á 88. mínútu eftir mistök hjá Maguire. Skotið frá Richarlison, hins vegar, slakt og framhjá. 

En í uppbótartíma — Fergie time — jafnaði Calvert-Lewin metin fyrir Everton. Aukaspyrna langt utan af velli vinstra megin sem Digne tók. United maður reyndi að skalla frá en framlengdi boltann í staðinn inni í teig. Boltinn barst til Calvert-Lewin sem lagði hann fyrir sig og jafnaði. Ótrúlega sætt. 

Baráttustig á erfiðum úti- og heimavelli eins og United mennirnir bentu á í lok leiks. 

Einkunnir Sky Sports: Olsen (5), Holgate (6), Keane (5), Godfrey (6), Digne (7), Doucoure (8), Davies (6), Gomes (6), Rodriguez (7), Richarlison (7), Calvert-Lewin (8). Varamenn: Gylfi (6), Iwobi (6).

12 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Það eru tæp 8 ár síðan við unnum síðast á Gömlu Tröðum og ég á ekki von á sigri í kvöld, held að við getum ekki gert okkur vonir um meira en jafntefli gegn liði með sjálfstraustið í toppi og einum versta dómara í deildinni. Vonum bara það besta en ég held að United vinni 2-0.

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Jæja það verður líklega 3-0 ég býst við að okkar menn mæti ekki tilbúnir í seinni hálfleik frekar en venjulega.

      • Elvar Örn Birgisson skrifar:

        Ingvar. Hver er spá þín núna? Staðan 2-2 og geggjuð byrjun í seinni hjá Everton.

  2. Eirikur skrifar:

    Richarlison er ekki að gera mikið fyrir okkur í dag frekar enn undanfarið. Vill bara spila 4-4-2. Enn það mun ekki skipta neinu í dag. Olsen að sína sín ekki gæði og afhverju hann hefur ekki verið aðal markmaður. James ekki góður í fyrri hálfleik. Enn átti ekki von á stigum á Öld Trafford í dag.

  3. Elvar Örn Birgisson skrifar:

    Mina og Gylfi hefðu átt að byrja samt finnst mér. Davies að koma á óvart enn sem komið er.

  4. Jón Ingi Einarsson skrifar:

    Stórkostlegt að horfa á þessar byrjunarmínútur í seinni hálfleik og lokamínútuna.

  5. Eirikur skrifar:

    Kraftur í okkar mönnum í seinni hálfleik í dag.
    Mér fannst í raun allir skila sínu nema Richarlison og Olsen. Veit ekki hvernig fyrirsagnirnar hefðu verið ef Pikford hefði fengið þessi mörk á sig. Enn gott stig í dag.

  6. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þvílíkur leikur!! Ég var alveg viss um að þetta væri búið í hálfleik og svo mæta menn bara brjálaðir í seinni hálfleik og jafna. Á dauða mínum átti ég von frekar en því. Svo skora þeir þriðja markið og þá var ég aftur viss um að þetta væri tapað svo það var ekki lítil gleði þegar DCL jafnaði. Bróðir minn sem er united maður var aðeins minna glaður.
    Miðað við hvernig leikurinn spilaðist þá er ég amk sáttur við eitt stig en hefði DCL nú bara skorað úr þessu fína færi í fyrri hálfleik…….
    Olsen átti ekki gott kvöld en hann var kannski pínu óheppinn í þriðja markinu þegar hann datt um leið og hann ætlaði að skutla sér.

  7. Ari G skrifar:

    Frábær leikur. Ekki skynsamlegt hjá Ancelotte að róta of mikið með miðverðina. Godfrey og Keane hafa aldrei spilað saman í miðju varnarinnar. Godfrey slapp en Keane var frekar slappur í dag. Versti leikur Olsen vill samt ekki dæma hann eftir einn slæman dag. Ótrúleg barátta að jafna í seinni hálfleik en svo hætti Everton af hverju? En ótrúlegt mark í lokin Calvin Lewin er orðinn snillingur hættir aldrei vel hann mann leiksins. Richarlison heillar mig ekki en samt var hann mun skárri í þessum leik en oftast áður. Tom Davids kom sterkur inn loksins að vakna aftur en Doucoure er alltaf traustur. James var mun betri en oftast áður og flott mark hjá honum. Bakverðirnir svona ok.

  8. Finnur skrifar:

    Dominick Calvert-Lewin aftur í liði vikunnar að mati BBC:
    https://www.bbc.com/sport/football/55975458

  9. þorri skrifar:

    Vita menn um það að leikurinn Everton – Tottenham er á ölveri í kvöld

  10. Finnur skrifar:

    Leikurinn er í beinni á Ölveri, skv. vefsíðu þeirra.