Everton – West Ham 0-1

Mynd: Everton FC.

Fyrsti leikur ársins 2021 er gegn West Ham á heimavelli, en flautað verður til leiks kl. 17:30.

Uppstillingin: Pickford, Godfrey, Mina, Holgate, Coleman (fyrirliði), Davies, Doucouré, Bernard, Gylfi, Richarlison, Calvert-Lewin.

Varamenn: Olsen, Lössl, Keane, Nkounkou, Tosun, Rodriguez, Gomes, Gordon, Branthwaite.

Ein breyting á uppstillingu West Ham rétt fyrir leik, en aðalmarkvörður þeirra, Lukasz Fabianski, meiddist í upphitun áður en flautað var til leiks. Darren Randolph varamarkvörður tók hans stöðu. Þulirnir tóku fram að hann hafi ekki haldið hreinu í Úrvalsdeildinni síðan 2017. West Ham menn sigurlausir í fjórum leikjum í deild. Everton með fjóra sigurleiki í deild í röð á sama tíma.

Everton mun meira með boltann frá upphafi — eitthvað yfir 60%, en engin færi framan af. Full rólegur fyrri hálfleikur, sem hentar kannski einhverjum áhorfendum í nýársþynnkunni, en bæði lið nokkuð frá ásættanlegri frammistöðu.

Fyrsta færið West Ham manna eftir um hálftíma leik — skotfæri innan teigs vinstra megin sem fór nokkuð vel framhjá fjærstöng og var ekki nógu nálægt til að sóknarmaður þeirra, sem kom á hlaupinu, næði til boltans.

Besta færi hálfleiksins kom eftir nokkrar hornspyrnur í röð frá Gylfa — ein sem West Ham menn hreinsuðu úr teig en beint til Bernard sem tók boltann á kassann og þrumaði á mark. Randolph varði hins vegar meistaralega í horn, alveg við vinstri stöngina.

0-0 í hálfleik. Everton með eitt skot sem rataði á rammann í öllum hálfleiknum. West Ham með ekkert.  

Engin sjáanleg breyting á leik Everton í síðari hálfleik, sem hringdi ákveðnum viðvörunarbjöllum.

Ein hættuleg fyrirgjöf frá vinstri hjá West Ham á 55. mínútu en enginn á fjærstöng til að setja boltann í netið. Þeir náðu loksins að láta reyna á Pickford með skoti beint úr aukaspyrnu eftir klukkutíma leik. Í næstu sókn náðu þeir svo aftur skoti á rammann — ekki ósvipað og skotfærið sem Bernard fékk í fyrri hálfleik, utan teigs, en boltinn beint á Pickford. Auðveld varsla.

Coleman svaraði með skoti á 63. mínútu innan teigs en of laust til að skapa hættu.

Tvöföld skipting hjá Everton á 65. mínútu — James Rodriguez inn á fyrir Bernard og Gomes inn á fyrir Gylfa. Þessi breyting kom með aðeins meiri ákefð í leik Everton en svo dró úr því aftur. Einhverra hluta vegna skipti Everton aldrei almennilega um gír til að nýta sér það að West Ham spiluðu í miðri viku en Everton ekki, vegna frestun leiksins við City.

Tosun inn á fyrir Calvert-Lewin á 79. mínútu. Hugsaði eftir leik að ég man ekki eftir einni snertingu hans í leiknum, hvað þá færi sem hann fékk/skapaði.

Það var því nánast skrifað í skýin að á 86. mínútu myndi suckerpunch markið sem maður óttaðist koma frá West. Og það reyndist alvöru suckerpunch mark. Skot af löngu færi frá þeim stefndi langt langt framhjá fjærstöng en fór í lappirnar á Mina og þaðan í lappirnar á Sousek, miðjumanni West Ham og þaðan í netið. Algjörlegt týpískt.

Og þannig endaði sá leikur, með 1-0 sigri West Ham. David Moyes tókst þar með loksins að forðast tap á Goodison Park eftir tímabil sitt sem stjóri Everton — í fimmtu tilraun hans með þriðja liðinu.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Coleman (7), Mina (6), Coleman (7), Godfrey (7), Doucoure (7), Davies (7), Bernard (7), Gylfi (6), Richarlison (6), Calvert-Lewin (6). Varamenn: Rodriguez (6), Gomes (6), Tosun (5).

16 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Gleðilegt ár félagar.
    Mér finnst okkar menn frekar klaufskir og klunnalegir í þessum fyrri hálfleik. Vonandi lagast það, annars gæti farið illa.

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Og nú þegar korter er búið af seinni hálfleik hefur spilamennskan ekkert lagast. Þetta endar illa, spái 0-1 fyrir West Ham.

  3. Halli skrifar:

    Hræðilega leiðinlegur fótboltaleikur

  4. Halli skrifar:

    Gleðilegt ár

  5. þorri skrifar:

    allir sem einn gleðilegt nýtt ár, Ömurlega léglegur leik westham átti skilið að vinna

  6. Gunnþór skrifar:

    Gleðilegt nýtt ár félagar ekki byrjar árið vel hræðilega geldir framá við þurfum að ferska uppá hópinn svolítið í janúar.

  7. Eirikur skrifar:

    Gleðilegt ár félagar

    Ef að við lítum á seinustu 5 leiki og stigasöfnun úr þeim getum við verið mjög sáttir.
    Everton búið að fá 3 stig úr leikjum þar sem 1 stig hefi vel getað verið niðurstaðan.
    Enn leikinn í gær ætla ég að vera svo djarfur að skrifa á AC.
    Vantaði allt tempó í okkur og hefði verið gaman að sjá okkur spila með tvo framherja og spila frá fyrstu mínútu eins og að þetta væri must vinn leikur fyrir okkur.
    Enn klárlega þurfum við að styrkja hópinn.
    Enn áfram gakk og taka 3 stig í næsta leik 🙂

    • Ari S skrifar:

      Ég er sammála þér Eiríkur með að taka 5 síðustu leiki saman í pakka ig hugsa þetta þannig. Everton liðið hefur ekki verið að spila neitt sérstaklega vel framávið en vörnin er flott og þar byrjar þetta allt saman.

      Það verður spennandi að sjá hvað Ancelotti gerir í Janúarglugganum.

  8. Eirikur skrifar:

    AC á að sjálfsögðu að vera CA Carlo Ancelotti 🙂

  9. Ari G skrifar:

    Gleðilegt ár! Paris vill kaupa Moise Kean á 31 millur. Héld að það væri frekar skynsamlegt að fá Gana aftur uppí í kaupin á Moise Kean fint væri að fá 25-30 millur á milli. Svo væri hægt að nota peninginn að kaupa t.d. Zaha á 40 millur og setja Cent Tosun uppí. Svo vill ég kaupa hægri bakvörðinn frá Norwich fæst á 20 millur. Kostar Everton kannski 25- 30 millur í mismun á þessum skiptum. Mundum fá 3 frábæra nýja leikmenn. Nenni ekki að tala um leikinn á móti West Ham.

    • Eirikur skrifar:

      Liggur eitthvað á að selja Moise Kean? Hækkar hann ekki bara í verði?
      Gana var góður hjá okkur enn hann verður 32 á árinu 🙁
      Zaha er 28 og örugglega of dýr?
      Væri alveg til í að losna við Chenk Tosum, Gomes, Bernard, Kenny to name a few.

      Verður gaman að sjá hvað kemur upp úr hattinum.

  10. Ari G skrifar:

    Já kannski er hægt að fá meira fyrir Moise Keane seinna en ég hugsa bara um daginn í dag. Everton hefur ekki átt svona góðan sjens áður að keppa um titilinn í áratugi. En til þess að keppa um titilinn eða topp 4 þarf Everton að styrkja sig meira dýrt að bíða eftir að Moise Keane hækki í verði. Everton þarf að selja einhvern til að kaupa leikmenn t.d. hægri bakvörðurinn hjá Norwich á örugglega eftir hækka mun meira í verði en Moise Keane. Tel Gana mun betri kost en Keidira sem er alltaf meiddur og árinu eldri. Sammála Eiríkur með þá sem þú vilt selja en það fæst samt ekki mikið fyrir þá þakka fyrir 20-25 millur fyrir þessa 4. Zaha hefur reynsluna í enska boltanum ef þú finnur einhvern betri á þessu verði meina hámark 40 millur sem getur spilað sem vængmaður og sóknarmaður til að hvíla Lewin þá er það bara gott mál.

  11. þorri skrifar:

    kæru félagar veit einhvern um einhvern línk sem leikurinn hjá Everton í bikarnum sem er á laugardaginn um hádeginu

  12. Ari G skrifar:

    Þorri hann er sýndur á 2sport2 stöð2 pakkinn kostar bara 7990 kr. á mánuði.

  13. þorri skrifar:

    Ari það vissi ég í augnablikinu finst mér nóg að borga enskaboltan í sjónvarp síman þess vegna var ég að spyrja svo finst mér svolitið mikið að borga 7990 svo er nú það

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Þú gætir prófað hesgoal.com, ég hef oft fundið ágætis linka á þeirri síðu.