Everton – Liverpool 2-2

Mynd: Everton FC.

Jæja, krakkar mínir. Þá er komið að því. Önnur stór prófraun tímabilsins! Everton hefur staðið sig með stakri prýði hingað til og unnið alla sína leiki. Nú er að sjá hvort þeir nái að halda því áfram.

Uppstillingin: Pickford, Digne, Mina, Keane, Coleman, Allan, Doucouré, Gomes, Rodriguez, Richarlison, Calvert-Lewin.

Varamenn: Olsen, Godfrey, Davies, Gylfi, Bernard, Delph, Iwobi.

Liverpool byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust yfir strax á 2. mínútu með marki frá Mane. Stuttu síðar átti Henderson skalla af stuttu færi sem fór í hausinn á Digne og út af.

Á 4. mínútu komst van Dijk í færi upp við hægri stöng en Pickford út á móti og lenti í slæmu samstuði við hann. Var aldeilis heppinn að van Dijk var dæmdur rangstæður í aðdragandanum, því annars hefði hann nælt sér í víti og mögulega allavega appelsínugult spjald. Í staðinn endaði þetta með rangstæðu og skiptingu vegna meiðsla hjá van Dijk og kom Gomez inn á fyrir hann. 

Jöfnunarmark Everton kom á 19. mínútu. Calvert-Lewin komst þá inn í teig hægra megin, með engan til að senda á þannig að hann þrumaði bara á mark úr þröngu færi. Sem betur fer, því þar vann hann hornspyrnu sem Keane skallaði inn. 1-1! 

Trent Alexander-Arnold var ekki langt frá því að skora úr aukaspyrnu rétt utan teigs stuttu síðar, en Pickford varði glæsilega í horn. 

Á 30. mínútu meiðst svo fyrirliðinn, Coleman. Virtist togna aftan á læri. Nýi maðurinn, miðvörðurinn Godfrey, þar með settur í hægri bakvörð. Hann hins vegar stóð sig frábærlega í því hlutverki. 

1-1 í hálfleik. Liverpool meira með boltann og áttu hættulegri færi en jafnt eftir 45 mínútur. Getur allt gerst í seinni. 

Everton með fyrsta hálffæri seinni hálfleiks. Calvert-Lewin fékk lága sendingu af vinstri kanti og var alveg upp við mark en hitti ekki boltann.

Fyrsta dauðafærið var einnig Everton megin. Frábær löng og há sending frá Rodriguez á fjærstöng vinstra megin, sem Richarlison skallaði í stöng. Liverpool menn stálheppnir þar.

En Mina færði Salah dauðafæri á silfurfati á 71. mínútu. Blokkeraði sendingu inn í teig, beint á Salah, sem skoraði með viðstöðulausu skoti. Óverjandi. 1-2. Gylfi inn á fyrir Gomes.

Pickford átti svo geggjaða vörslu á 76. mínútu eftir skalla upp við mark. Frábær leikur hjá Pickford í dag. Iwobi inn á fyrir Doucouré í kjölfarið.

En Calvert-Lewin hefur sýnt það hingað til að hann á mark inni í hverjum leik og ekki brást honum bogalistin. Fékk háan bolta utan af kanti frá Digne og hoppaði hæst og skallaði inn. 2-2!

En rétt fyrir leikslok fékk Richarlison rautt fyrir glórulausa tæklingu á Alcantara. Gat ekkert sagt við því, með sólann á undan, beint í legghlífina. Nánast augnabliki áður hafði Mane legið í grasinu og sparkað Mina niður. Það var ekki skoðað þar sem dómarinn var með athyglina á Richarlison, þannig að ef Liverpool menn ætla að kvarta yfir því að Pickford hafi ekki fengið rautt þá verður að benda á að Mane slapp við rautt á nákvæmlega sama hátt (dómarinn upptekinn við annað).

Og þetta rauða spjald virtist ætla að reynast Everton afskaplega dýrt, því Henderson náði að skora með skoti innan teigs stuttu síðar. En VAR kom Everton til bjargar – ekki gerst oft, satt best að segja. En rangstæða reyndist niðurstaða VAR. Lítið við því að segja, en náttúrulega rifist um þetta næstu daga.

Uppfærsla 15:00: Eftir að hafa skoðað þetta í endursýningu
Uppfærsla 21:50: Nei, uppfærslan kl. 15:00 var á misskilningi byggð. Tók hana út.

Ótrúlegar lokamínútur og jafntefli útkoman. Frábær skemmtun og stigið tryggir að Everton verður í efsta sæti eftir þegar hin liðin eru búin að spila sína leiki í umferðinni.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (7), Coleman (6), Mina (6), Keane (7), Digne (7), Doucoure (6), Allan (7), Andre Gomes (5), Rodriguez (7), Calvert-Lewin (7), Richarlison (6). Varamenn: Iwobi (6), Godfrey (7).

8 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Gomes er ekki að heilla mig í dag.

  2. Eiríkur skrifar:

    Gott stig í dag. Nýji maðurinn Godfrey stóð sig vel. Fannst við vera undir á miðjunni og hef viljað sjá skiptingar fyrr.
    Enn taplausir og efstir, geggja 🙂

  3. Ari G skrifar:

    Þetta var mjög spennandi leikur. Leikmennirnir sem komu aftur vegna landsleikanna sérstaklega frá suður-ameríku greinilega mjög þreyttir og Everton náðu sér aldrei almennilega á skrið en vörðust samt vel og gott að ná jafntefli gegn sterku liði Liverpool. Skil ekki þetta endalaust röfl með þetta Var annaðhvort er þetta rangstæða eða ekki finnst þetta alltaf rangstæða í báðum tilvikum nema í seinna atvikinu var mjög tæpt en samt rangstæða. Pickford mjög heppinn en varði mjög vel í leiknum nema í ragnstæðumörkunum þá var hann mjög heppinn. Skil ekki alveg reglurnar ef brotið er á leikmanni sem var greinilega rangstæður er það aldrei brot nema ef leikmaður slær leikmann eða er að brjóta viljandi en Pickford var að reyna að verjast en fór glæfralega í Dijk.

  4. Eiríkur skrifar:

    Talandi um VAR afhverju VAR þetta ekki skoðað?
    https://twitter.com/grandoldteam/status/1317502241222369285?s=20

  5. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Góður leikur og með smá heppni hefðum við unnið.
    Mina gaf þeim annað markið með þessari furðulegu hreinsun. Richarlison greinilega dauðþreyttur eftir landsleikina og ferðalögin í kringum þá en var samt að reyna og óheppinn að skora ekki.
    Pickford var skratti góður og ég er ekki alveg viss um að markið sem var svo réttilega dæmt af þar sem Mane var klárlega rangstæður, hafi verið honum að kenna. Mér sýndist boltinn skoppa rétt fyrir framan hendina á honum svo það var þá ekki við hann að sakast hefði það staðið.
    Ég missti af fyrstu tveim mínútunum en miðað við það sem ég hef lesið á skrifum Evertonmanna á Facebook, þá fékk Van Dyke nákvæmlega það sem hann átti skilið eftir að hafa reynt að taka James út úr leiknum strax í byrjun, og ef hann er frá út tímabilið þá græt ég það ekki.
    Everton átti ekki sinn besta leik í gær en náði samt í stig og það er góðs viti. Fyrir ári síðan hefði liðið líklega gefist upp eftir að fá á sig annað markið, en ekki núna. Það er loksins kominn karakter í liðið.

  6. Finnur skrifar:

    Everton er enn í áskrift að sæti í BBC liði vikunnar…

    Dominic Calvert-Lewin er nefnilega þar í framlínunni.
    https://www.bbc.com/sport/football/54604186

  7. Eirikur skrifar:

    Hér eru viðtöl við framkvæmdastjóra eftir seinustu umferð 🙂
    https://www.facebook.com/529033786/videos/10158215514683787/

  8. þorri skrifar:

    sælir félagar veit einhver hvort Lookman sem var hjá okkur var hann seldur eða í láni.Erum menn ekki annars kátir leikur á morgun ÁFRAM EVERTON