Félagaskiptaglugginn – sumar 2020

Mynd: Everton FC.

Félagaskiptaglugginn er með heldur óvenjulegu sniði í ár, en opið verður til 5. október 2020 vegna Kórónuveirunnar. Hingað til hefur glugginn alltaf lokað um eða rétt eftir byrjun tímabils, en nú er annað uppi á tengingnum.

Everton hefur að venju verið orðað við ýmsa leikmenn á undanförnum mánuðum en nú eru farnar að birtast fréttir á virtari miðlum á borð við BBC.

Þessum þræði er ætlað að halda utan um staðfest kaup og sölur, sem og slúður. Við munum uppfæra þessa frétt þegar meira er vitað (og bæta við efst upptalninguna). Endilega látið vita ef þið rekist á eitthvað bitastætt.

Afraksturinn hingað til:

Leikmenn inn:  Robin Olsen (lán, Roma), Ben Goodfrey (Norwich, £20m), Abdoulaye Doucoure (Watford, £21m), James Rodriguez (Real Madrid, £12m), Allan (Napoli, £21m), Niels Nkounkou (Marseille, £250,000).

Leikmenn út:  Shani Tarashaj (samningslaus), Sandro Ramirez (£?, SD Huesca), Theo Walcott (Southampton, lán), Moise Kean (PSG, lán), Dennis Adeniran (Wycombe, lán), Lewis Gibson (Reading, lán), Fraser Hornby (Reims, £?), Morgan Schneiderlin (Nice, £?), Kieran Dowell (Norwich, £?), Leighton Baines (lagði skóna á hilluna), Cuco Martina (samningslaus), Oumar Niasse (samningslaus).

23:54 Ekkert fleira að frétta í bili. Enn er þó opið á kaup og sölur til neðri deilda, sem stendur til 16. þessa mánaðar ef okkur skjátlast ekki.
22:10 Skv. gluggavakt Sky náði Everton að semja um lán á markverðinum Robin Olsen frá Roma sem og að selja Sandro Ramirez til SD Huesca fyrir lok gluggans.
22:00 Félagaskiptaglugginn er nú lokaður. Ekki eru þó öll kurl komin til grafar, þannig að mögulegt er að eitthvað meira verði tilkynnt.
21:47 BBC staðfestu það nú rétt í þessu að Theo Walcott hefði farið á láni til Southampton til loka tímabils.
21:20 Skv. frétt á Sky Sports er Everton á höttunum eftir sænska landsliðsmarkverðinum Robin Olsen hjá Roma.
16:05 Bara til að minna á þá er félagaskiptaglugginn opinn til kl. 22:00 í kvöld.
15:06 BBC voru að birta frétt um það að Theo Walcott sé að fara á láni til Southampton.
Mán 5. okt: BBC voru að birta frétt um það að Everton væri að skoða það að auka samkeppni Pickford í markinu, með því að fá markvörðinn Romero frá United eða Gazzaniga frá Tottenham. Hljómaði svolítið meira eins og kaup en lán, en kemur í ljós hvort eitthvað sé að marka þetta.
Mán 5. okt: STAÐFEST! Ben Godfrey gengur til liðs við Everton!
Mán 5. okt: Það gleymdist að minnast á það að skv. frétt BBC er Moise Kean farinn að láni til PSG til loka tímabils, með möguleg kaup við lok láns. Liverpool Echo segja hins vegar að samningurinn innihaldi ekki mögulega kaupklásúlu. Einnig birtust þær fréttir að Southampton vilji gjarnan fá Theo Walcott að láni.

Fim 1. okt: Stóru fréttir dagsins eru þær, skv. fréttum á Sky og BBC að tilboði Everton í Ben Godrey (22ja ára miðvörð Norwich) upp á 26M punda hafi verið tekið. Samkvæmt Sky Sports getur kaupverðið hækkað upp í 30M punda (árangurstengt) en BBC segir að kaupverðið vill meina að verðið sé 25M punda og svo 4M árangurstengdar.
Fös 25. sept: Skv. frétt á Toffeeweb fór ungliðinn Dennis Adeniran til Wycombe Wanderers á láni út tímabilið, en hann hefur leikið með U23 ára liði Everton.
Mið 23. sept: Skv. frétt á Sky Sports hefur Southampton áhuga á að fá til sín Tom Davies. Í fréttinni kemur fram að Southampton vilji fá hann að láni en að Everton vilji selja.
Þri 22. sept: BBC greindu frá því að miðvörðurinn Lewis Gibson hafi verið lánaður til Reading út tímabilið.
Mið 9. sept: Skv. frétt á BBC er Everton að reyna að fá varnarmann Chelsea, Fikayo Tomori, að láni í eitt tímabil.
Mið 9. sept: STAÐFEST! Abdoulaye Doucoure gengur til liðs við Everton!
Mán 7. sept: STAÐFEST! James Rodriguez gengur til liðs við Everton!
Lau 5. sept: STAÐFEST! Allan gengur til liðs við Everton!
Mið 2. sept: Skv. frétt á Sky Sports hafa samningar náðst við Watford um kaup á franska miðjumanninum Abdoulaye Doucoure fyrir 25M punda, sem er, að sögn, 10M lægra en Watford kröfðust. BBC eru með sömu frétt en segja að kaupverð sé allt að 25M punda (en árangurstengt þó
Mið 2. sept: Skv. frétt á Sky Sports hafa samningar náðst um James Rodriguez, sem skrifar undir þriggja ára samning við Everton. Bæði hann og Allan fara í læknisskoðun í dag. Einnig er þar sagt að enn sé verið að leita samninga við Watford um kaup á miðjumanninum Abdoulaye Doucoure, en að enn beri nokkuð í milli hvað verðlagningu varðar. BBC birtu einnig frétt þar sem stjóri Napoli segir að Allan hafi þegar kvatt liðsfélaga sína hjá Napoli og sé á leið til Everton. Einnig kom þar fram að James Rodriquez muni kosta rúmar 20M punda og sagt: „A three-year contract is under discussion as Everton look to pull off a transfer that would be regarded as a major coup and a powerful statement of intent as Ancelotti moves to reshape a side that finished 12th last season.“
Mán 1. sept: Skv. frétt á Sky Sports gæti James Rodriguez gengið til liðs við Everton fyrir morgundaginn.
Mán 1. sept: Everton staðfesti að ungliðinn og sóknarmaðurinn Anthony Gordon (19 ára) hefði skrifað undir 5 ára samning.
Sun 30. ágúst: Everton staðfesti í dag að miðvörðurinn Michael Keane (27 ára) hefði skrifað undir nýjan fimm ára samning við félagið.
Sun 30. ágúst: Skv. frétt á BBC hefur Napoli samþykkt 25M punda tilboð Everton í brasilíska miðjumanninn Allan (29 ára), en fram kemur í fréttinni að Napoli menn vildu upphaflega fá 40M punda fyrir hann. Einnig er sagt að verið sé að vinna í að fá James Rodriguez (29 ára) einnig frá Real Madrid, en ekki víst hvort þar sé um lán eða kaup að ræða. Everton var einnig í viðræðum við Watford um kaup á Abdoulaye Doucoure, en voru ekki tilbúnir að borga 30M punda. Sky Sports eru með svipaða frétt en segja að Allan kosti 21.7M punda með 2.6M punda árangurstengdum greiðslum.

28 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Everton síðan okkar er eitthvað hægvirk í augnablikinu. Þórarinn er að leita að orsök. Biðjumst velvirðingar á þessu.

  2. Ari S skrifar:

    Góðan dag, eftir nokkra klukkutíma verða kynntir til sögunnar hjá Everton FC tveir ábærir leikmenn. Allan sem er Brasilískur landsliðsmaður ig James Rodrigues sem er Colombiskur landsliðsmaður. Þeir eru báðir heimsklassaleikmenn, það þarf enginn hérna að rífast um það og við getum öll verið sammála um að þeir styrkja liðið okkar mikið en þeir eru bæðir miðjumenn.

    Kær kveðja,

    Ari

  3. Ari G skrifar:

    Flott að fá 3 háklassa miðjumenn. Eins og ég sagði áður var miðjan var mjög slöpp. Þurfum líka markvörð hvað finnst mönnum hér um Romero en ég mundi samt vilja selja Pickford. Hverja vilja menn losna við af miðjumönnunum. Ég vill selja Bernard, Iwobi, Plelps, Besic og selja eða leigja Tom Davids ef Everton fær ekki gott tilboð í hann. Vill alls ekki selja M. KEAN þarf tíma kannski að leigja hann nokkra mánuði. Veit ekki hvað verður um Kenny allt í lagi að gefa honum sjens annars þurfum við annan bakvörð. Ég vill gefa Gylfa áfram sjens gott að hafa mikla breytt á miðjunni. Vill halda öllum varnarmönnunum nema kannski Terry Mina ef það fæst gott tilboð í hann oft meiddur mjög slæmt samt góður leikmaður.

  4. Georg skrifar:

    Allan sást í dag í Liverpoolborg, svo náðust myndir af James Rodriguez og Doucoure að spjalla við Anchelotti á Titanic hótelinu í Liverpoolborg. Ég yrði ekki hissa ef þeir yrðu kynntir á morgun þegar við eigum heimaleik gegn Preston kl. 14. Hrikalega sáttur að fá þessa 3.

  5. Ari S skrifar:

    Allan staðfestur. Til hamingju öll 🙂

  6. Ari S skrifar:

    James Rodriguez staðfestur!

  7. Ari S skrifar:

    Abdoulaye Doucoure, staðfestur!

  8. Finnur skrifar:

    Miðvörður á leiðinni…

    • Ari S skrifar:

      Ben Godfrey kominn, staðfest.

      • Ari S skrifar:

        Hann er gríðarlega fljótur og sterkur líkamlega. Er miðvörður en getur spilað annars staðar í vörninni að eigin sögn. Er í U21 liði Englendinga og var þar fyrirliði í síðasta leik. Verður sennilega með #22.

  9. Ari S skrifar:

    Moise Kean á leliðinni til Paris Saint-Germain F.C. að láni í eitt tímabil. PSG mun greiða launin.

    Spurning hvort að við fáum eitthvað í staðinn frá þeim eða hvað?

    Allavega er gott að Kean sé að fara að láni á meðan að hlutirnir eru ekki að virka hjá honum. Það verður skrýtið að fylgjast með honum hjá PSG, ég verð að segja það.

  10. Ari S skrifar:

    Imam Jagne ungur 17 ára gamall Svíi hefur skrifað undir samning hjá Everton. Fæddur í Gambia flutti Jagne til Svíþjóðar 6 ára gamall og hefur spilað me landsliði Svía U-17.

    https://www.evertonfc.com/news/1853043/everton-sign-midfield-talent-jagne

    Fyrir utan snillingana þrjá semað spila með aðalliðinu þá virðist félagið vera að fá til sín ansi spennandi einstaklinga eins og Nkounkou, Braithwait og núna Jagne, það verður spennandi að fylgjast með þeim í framtíðinni.

    Kær kveðja, Ari S.

  11. Ari S skrifar:

    John Travolta og Uma Thurman an dansa Everton dansinn árið 1994.

  12. Ari G skrifar:

    Hæ skil ekki hvers Moise Kean vilji fara til Paris. Vill hann ekki spila meira og ég sé ekki að hann fái að spila mikið með Paris nema upp koma mikil meiðsli. Já gott að losna við launakostnað hans. Sá líka að Everton sé að spá að reyna að leigja varamarkvöðr hjá Roma Lopez.

  13. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Við þurfum nauðsynlega að fá sóknarmann í staðinn fyrir Kean og markvörð sem hægt er að treysta á. Pickford á eftir að kosta okkur einhver stig á tímabilinu ef hann heldur svona áfram og það er ekki hægt að treysta á að liðið skori þrjú eða fjögur mörk í hverjum leik.

  14. þorri skrifar:

    er sammála að fá anna markvörð ekki seina en í gær

  15. Gestur Rafnsson skrifar:

    Ég hef áhyggjur af framherjastöðunni. Að vera bara með einn framherjann og svo Tosun sem er meiddur einhverja mánuði í viðbót er alveg ótrúlegt. Undanfarin ár hefur Everton keypt framherja í janúar og það hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel. En Everton þarf ekki nema Calvert-Lewin ef hann verður heill. Annars var glugginn mjög góður og mikil stemming í liðinu.

  16. Ari G skrifar:

    Höfum við ekki 4 framherja Simms, Calvert, Richarlison og Tosun. Mjög sáttur með gluggann hjá Everton samt ekki viss um nýja markvörðinn hefði frekar viljað Romero þótt hann hefði kostað smá. Þekki ekki nýja leikmanninn frá Norwich en ég treysti Ancelotte fyrir honum. Hópurinn er orðinn frekar stór sem er bara gott mál enda ótrúlega mikið um meiðsli ekki gleyma því. Núna er bara stefna á 4 sætið í vor vill ekki of mikla bjartsýni.

    • Ari S skrifar:

      Kíktu á þetta nafni 🙂

      • Ari S skrifar:

        Þetta er hann.

        • Ari G skrifar:

          Takk nafni hann er fljótur nú efast ég ekki um hann. Gott að hafa stórann hóp og vonandi meiðast ekki margir fleiri í vetur. m

          • Ari S skrifar:

            Verði þér að góðu, þetta hlaup og tæklingin er ekkert smá flott hjá honum. Maðnnni grunaði að hann gæti eitthvað vegna þess að Ancelotti og Brands voru á eftir honum en þegar maður sá þetta mynband þá efaðist ég ekki lengur 🙂

      • Finnur skrifar:

        Já, sæll… þetta hlaup maður…

  17. Finnur skrifar:

    Skemmtileg grein…
    https://www.skysports.com/football/news/11671/12091683/dominic-calvert-lewins-form-how-everton-strikers-output-exploded

    „It takes a lifetime to become an overnight success“

  18. Finnur skrifar:

    Tvær viðurkenningar…

    Ancelotti var valinn stjóri mánaðarins í ensku Úrvalsdeildinni…
    https://www.evertonfc.com/news/1859080/ancelotti-salutes-team-effort-after-winning-manager-of-the-month-prize

    Og Calvert-Lewin var valinn leikmaður mánaðarins…
    https://www.evertonfc.com/news/1859038/calvert-lewin-named-premier-league-player-of-the-month

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Tvöfalt jinx fyrir derbyleikinn, þeir eru slóttugir þarna hjá PL.
      Hinsvegar er þetta fullkomlega verðskuldað.

  19. þorri skrifar:

    sælir félagar eru menn ekki spentir fyrir leiknum á morgun.Ég er orðinn spentur. þora menn að spá úrslit.Mér skilst að allir séu heilir.Ég spái 3- 1 fyrir EVERTON .ÉG tel að við getum alveg unnið þetta Liverpool lið.En hvað seigi þið komið nú félagar og spáið í leikin og höfum gaman af KOMA SVO ÁFRAM EVERTON

  20. ólafur már skrifar:

    mín spá er 3-0 núna er tækifærið að taka þá á heimavelli COYB