Félagaskiptaglugginn – sumar 2020

Mynd: Everton FC.

Félagaskiptaglugginn er með heldur óvenjulegu sniði í ár, en opið verður til 5. október 2020 vegna Kórónuveirunnar. Hingað til hefur glugginn alltaf lokað um eða rétt eftir byrjun tímabils, en nú er annað uppi á tengingnum.

Everton hefur að venju verið orðað við ýmsa leikmenn á undanförnum mánuðum en nú eru farnar að birtast fréttir á virtari miðlum á borð við BBC.

Þessum þræði er ætlað að halda utan um staðfest kaup og sölur, sem og slúður. Við munum uppfæra þessa frétt þegar meira er vitað (og bæta við efst upptalninguna). Endilega látið vita ef þið rekist á eitthvað bitastætt.

Afraksturinn hingað til:

Leikmenn inn: Abdoulaye Doucoure (Watford, £21m), James Rodriguez (Real Madrid, £12m), Allan (Napoli, £21m), Niels Nkounkou (Marseille, £250,000).

Leikmenn út: Fraser Hornby (Reims, £?), Morgan Schneiderlin (Nice, £?), Kieran Dowell (Norwich, £?), Leighton Baines (lagði skóna á hilluna), Cuco Martina (samningslaus), Oumar Niasse (samningslaus).

Mið 9. sept: Skv. frétt á BBC er Everton að reyna að fá varnarmann Chelsea, Fikayo Tomori, að láni í eitt tímabil.
Mið 9. sept: STAÐFEST! Abdoulaye Doucoure gengur til liðs við Everton!
Mán 7. sept: STAÐFEST! James Rodriguez gengur til liðs við Everton!

Lau 5. sept: STAÐFEST! Allan gengur til liðs við Everton!
Mið 2. sept: Skv. frétt á Sky Sports hafa samningar náðst við Watford um kaup á franska miðjumanninum Abdoulaye Doucoure fyrir 25M punda, sem er, að sögn, 10M lægra en Watford kröfðust. BBC eru með sömu frétt en segja að kaupverð sé allt að 25M punda (en árangurstengt þó
Mið 2. sept: Skv. frétt á Sky Sports hafa samningar náðst um James Rodriguez, sem skrifar undir þriggja ára samning við Everton. Bæði hann og Allan fara í læknisskoðun í dag. Einnig er þar sagt að enn sé verið að leita samninga við Watford um kaup á miðjumanninum Abdoulaye Doucoure, en að enn beri nokkuð í milli hvað verðlagningu varðar. BBC birtu einnig frétt þar sem stjóri Napoli segir að Allan hafi þegar kvatt liðsfélaga sína hjá Napoli og sé á leið til Everton. Einnig kom þar fram að James Rodriquez muni kosta rúmar 20M punda og sagt: „A three-year contract is under discussion as Everton look to pull off a transfer that would be regarded as a major coup and a powerful statement of intent as Ancelotti moves to reshape a side that finished 12th last season.“
Mán 1. sept: Skv. frétt á Sky Sports gæti James Rodriguez gengið til liðs við Everton fyrir morgundaginn.
Mán 1. sept: Everton staðfesti að ungliðinn og sóknarmaðurinn Anthony Gordon (19 ára) hefði skrifað undir 5 ára samning.
Sun 30. ágúst: Everton staðfesti í dag að miðvörðurinn Michael Keane (27 ára) hefði skrifað undir nýjan fimm ára samning við félagið.
Sun 30. ágúst: Skv. frétt á BBC hefur Napoli samþykkt 25M punda tilboð Everton í brasilíska miðjumanninn Allan (29 ára), en fram kemur í fréttinni að Napoli menn vildu upphaflega fá 40M punda fyrir hann. Einnig er sagt að verið sé að vinna í að fá James Rodriguez (29 ára) einnig frá Real Madrid, en ekki víst hvort þar sé um lán eða kaup að ræða. Everton var einnig í viðræðum við Watford um kaup á Abdoulaye Doucoure, en voru ekki tilbúnir að borga 30M punda. Sky Sports eru með svipaða frétt en segja að Allan kosti 21.7M punda með 2.6M punda árangurstengdum greiðslum.

7 Athugasemdir

 1. Finnur skrifar:

  Everton síðan okkar er eitthvað hægvirk í augnablikinu. Þórarinn er að leita að orsök. Biðjumst velvirðingar á þessu.

 2. Ari S skrifar:

  Góðan dag, eftir nokkra klukkutíma verða kynntir til sögunnar hjá Everton FC tveir ábærir leikmenn. Allan sem er Brasilískur landsliðsmaður ig James Rodrigues sem er Colombiskur landsliðsmaður. Þeir eru báðir heimsklassaleikmenn, það þarf enginn hérna að rífast um það og við getum öll verið sammála um að þeir styrkja liðið okkar mikið en þeir eru bæðir miðjumenn.

  Kær kveðja,

  Ari

 3. Ari G skrifar:

  Flott að fá 3 háklassa miðjumenn. Eins og ég sagði áður var miðjan var mjög slöpp. Þurfum líka markvörð hvað finnst mönnum hér um Romero en ég mundi samt vilja selja Pickford. Hverja vilja menn losna við af miðjumönnunum. Ég vill selja Bernard, Iwobi, Plelps, Besic og selja eða leigja Tom Davids ef Everton fær ekki gott tilboð í hann. Vill alls ekki selja M. KEAN þarf tíma kannski að leigja hann nokkra mánuði. Veit ekki hvað verður um Kenny allt í lagi að gefa honum sjens annars þurfum við annan bakvörð. Ég vill gefa Gylfa áfram sjens gott að hafa mikla breytt á miðjunni. Vill halda öllum varnarmönnunum nema kannski Terry Mina ef það fæst gott tilboð í hann oft meiddur mjög slæmt samt góður leikmaður.

 4. Georg skrifar:

  Allan sást í dag í Liverpoolborg, svo náðust myndir af James Rodriguez og Doucoure að spjalla við Anchelotti á Titanic hótelinu í Liverpoolborg. Ég yrði ekki hissa ef þeir yrðu kynntir á morgun þegar við eigum heimaleik gegn Preston kl. 14. Hrikalega sáttur að fá þessa 3.

 5. Ari S skrifar:

  Allan staðfestur. Til hamingju öll 🙂

 6. Ari S skrifar:

  James Rodriguez staðfestur!

 7. Ari S skrifar:

  Abdoulaye Doucoure, staðfestur!

Leave a Reply

%d bloggers like this: