Orðsending frá stjórn vegna Covid 19

Mynd: Everton FC.

Nokkuð hefur borið á fyrirspurnum undanfarið um að stjórnin skipuleggi ferð á vegum klúbbsins til að horfa á Everton spila á Goodison Park. Í ljósi þess ástands sem nú er uppi í heiminum, vegna Covid 19 sjúkdómsins, teljum við hins vegar ekki réttlætanlegt að setja upp slíka ferð. 

Ekki síst er þetta vegna augljósrar smithættu heldur eru einnig miklar líkur á að leikir í enska boltanum verði spilaðir fyrir luktum dyrum eða þeim einfaldlega frestað, eins og ákveðið var með leik Arsenal og City núna um helgina. Það getur allt eins farið að leikir Úrvalsdeildarinnar falli niður (og tímabilið þar með) og því er okkur ekki einu sinni unnt að skipuleggja ferð með þeim aðdraganda sem þarf til að gera ferðina vel heppnaða.

Faraldur af þessu tagi er yfirleitt nokkra mánuði að ganga yfir og því ólíklegt að skipulögð ferð verði farin fyrr en á næsta tímabili í fyrsta lagi. Við getum þó áfram verið ykkur innan handar varðandi miðakaup, ef þið eruð á leiðinni til Englands, en hvetjum fólk jafnframt til að lágmarka óþarfa ferðalög.

4 Athugasemdir

  1. Eirikur Sigurðsson skrifar:

    Jæja þá er þessu hörmungar tímabili lokið.
    Nú eigum við eftir að hlusta á ramakvein Lpool næstu 30 árin 🙁

    • Orri skrifar:

      Sæll Eiríkur.Við erum ekkert óvanir að þurfa hlusta á þá kveinka sér.

  2. þorri skrifar:

    Góðan daginn.félagar hvað er að frétta.eru menn komnir í sumarskapið.Hafa menn eitthvað frétt af leikmannakaupum,og hvort það verði spilað í sumar.og hvort Gylfi verði seldur.ég vill hafa hann lengur.hvað finst ykkur.þeir eru svo sem byrjaðir að skoða leikmenn og ég held að þeir séu líka búnir að kaupa einhvern.Mér er farið að hlakka til þegar þetta byrjar aftur.Ég held að Anciloti eigi eftir að lifta Everton upp hvort það verði strax á eftir að koma í ljós KOMA svo félagar gaman að heyra í einhverjum.