full screen background image

Félagaskiptaglugginn – janúar 2020

Mynd: Everton FC.

Janúarglugginn fyrir félagaskipti á Englandi er nú opinn en hann opnaði í byrjun árs og verður opinn út janúarmánuð — nánar tiltekið til miðnættis föstudagsins 31. janúar. Síðasti séns til að skrá samningsdrög er þó til klukkan 23:00 sama dag og er þessum þræði ætlað að halda utan um staðfest kaup og sölur, sem og slúður.

Afraksturinn hingað til:
Leikmenn inn: Jarrad Branthwaite (17 ára varnarmaður frá Carlisle, líklega 750þ pund).

Leikmenn út: Cenk Tosun (lánaður til Crystal Palace).

13.01 Staðfest! Klúbburinn staðfesti kaup á ungum og efnilegum varnarmanni, Jarrad Branthwaite, en hann kemur frá Carlisle. Kaupverðið var ekki gefið upp, en er talið nema 750 þúsund pundum. Margir klúbbar voru sagðir á höttunum eftir honum, þar með talið Leicester, Newcastle, Aston Villa, Celtic og Rangers, en hann fer að öllum líkindum beint í U23 ára hópinn.
10.01 Staðfest! Klúbburinn staðfesti að Cenk Tosun hafi farið á láni til Crystal Palace til loka tímabils.

Og þar með er það upptalið!

Það er spurning hversu mikið svigrúm er til kaupa í glugganum í ljósi þess að 94.4M punda taprekstur hefur verið síðustu þrjú árin, aðallega vegna fjárfestinga í nýjum leikmönnum. FFP reglurnar kveða á um að leyfilegt tap (uppsafnað yfir þrjú ár) sé 105M punda, þannig að líklega þarf eitthvað að reyna að losna við rekaviðinn áður en hægt er að kaupa nýja leikmenn. Önnur leið til að líta á málið er að 85% af innkomunni fer beint í að greiða leikmönnum laun, þannig að launalega séð er ekki svakalega mikið svigrúm og færa má rök fyrir því að sú tala sé þegar of há. Það er því væntanlega forgangsatriði að losa leikmannahópinn við leikmenn á háum sem eru ekki lykilmenn í liðinu, sem jafnframt er líklega erfiðast að losna við. En það hefur nátttúrulega verið vitað í nokkurn tíma að þörf væri á hreinsunum og ætti ekki að koma á óvart.

Það verður fróðlegt að sjá hvað Marcel Brands tekst að galdra upp úr hattinum og við munum uppfæra þessa frétt þegar meira er vitað (og bæta við efst upptalninguna). Endilega látið vita ef þið rekist á eitthvað bitastætt.

4 Athugasemdir

 1. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Ég á ekki von á því að Everton versli mikið nú í janúar. Brands gaf reyndar í skyn á aðalfundi félagsins að verið væri að reyna að finna einhvern á hægri kantinn, vonandi tekst það og eins talaði hann um að hann væri að reyna að finna félag fyrir Niasse og Martina.
  Ég geri mér ekki vonir um meira.
  Ef okkur tekst að losna við fleiri gagnslausa leikmenn og kannski kaupa tvo í viðbót, þá er það bara plús.

  • Ari S skrifar:

   Góðan daginn, ég er sammála Ingvari maður á ekki mikið von á að Ancelotti versli mikið í janúar. Eða Brands ef út í það er farið. Við Orri vinur minn vorum að tala um það um daginn að trúlega væri Ancelotti þó með eitthvað í undirbúningi en að verður vonandi eitthvað stórt og mikið.

   Maður býst ekki við neinu og allt sem myndi koma væri þá hreinn bónus. Okkur vatnar mest að fá miðjumann vegna mikilla meiðsla en gífurlega góðar fréttir í vikunni komu þegar Gomes mætti á æfingu miklu fyrr en búist var við eftir erfið ökklameiðsli.

   Maður getur látið sig vona og spenntastur væri ég fyrir James Rodrigues sem þá myndi koma á láni. Frábær heimsklassaleikmaður.

   Svo væri náttúrlega frábært að fá Everton Souares í Everton en það hefur veirð slúðrað eitthvað um það. Sjáum tilhvað gerist. kær kveðja, Ari S.

 2. Diddi skrifar:

  það er leiðinlegt en seinagangur klúbbsins okkar þegar kemur að leikmannakaupum er svo yfirgengilegur að mánaðarlangur gluggi er eiginlega of stuttur 🙂 Ancelotti tekur reyndar við liðinu rétt fyrir áramót og þess vegna ekki að vænta að það sé gengið frá kaupum rétt uppúr áramótum en undanfarin ár hafa verið svona líka.

 3. Ari S skrifar:

  Ég vildi óska þess að Edinson Cavani kæmi til Everton 🙂 Ancelotti þekkir vel til hans…. vona það besta.

Leave a Reply

%d bloggers like this: