Everton – Burnley 1-0

Mynd: Everton FC.

Stórleikur umferðarinnar var Íslendingaslagurinn — viðureign Everton og Burnley á Goodison Park. Þetta var jafnframt fyrsti leikur Everton undir stjórn Carlo Ancelotti og ekki laust við að það sé strax batamerki á leik liðsins frá undanförnum leikjum.

Uppstillingin: Pickford, Digne, Mina, Holgate, Coleman (fyrirliði), Bernard, Delph, Gylfi, Sidibé, Richarlison, Calvert-Lewin.

Varamenn: Stekelenburg, Baines, Keane, Davies, Walcott, Kean, Tosun.

Sem sagt, tvær breytingar frá jafnteflisleiknum við Arsenal — Bernard kom inn fyrir Iwobi (sem meiddist í síðasta leik) og Sidibé kom inn á hægri kanti — þó að náttúrulegur kantari væri á bekknum (Walcott). Athyglisvert. Jóhann Berg á bekknum hjá Burnley.

Vörn Everton átti pínu shaky byrjun á leiknum en þegar liðin höfðu settlað var Everton kyrfilega við stjórnvölinn. Everton með boltann 76% boltans í fyrri hálfleik og sífellt að leita að færum. Mjög lítið að frétta hinum megin. Færi Everton komu aðallega eftir háar fyrirgjafir og föst leikatriði, en Everton fékk 7 hornspyrnur í fyrri hálfleik á móti einni frá Burnley. Burnley menn afar skipulagðir, með „two banks of four“ án bolta en Everton átti marga góða spretti sem opnuðu upp vörn þeirra og sköpuðu usla.

Everton fékk upplagt tækifæri til að komast yfir á 6. mínútu eftir aukaspyrnu frá Gylfa. Boltinn endaði upp við mark hjá Holgate sem var einn á móti markverði, frír alveg upp við mark en hann kláraði þetta færi að hætti miðvarðar en ekki framherja, því miður.

Eftir um hálftíma leik átti Sidibé skot innan teigs hægra megin yfir á fjærstöng sem markvarður slengdi fæti í og varði — en boltinn í bakhlutann á varnarmanni, beint fyrir framan markið, og boltinn þaðan næstum í markið.

Burnley fengu gott færi á 35. mínútu eftir aukaspyrnu en skölluðu yfir. Skallamaður þeirra líklega rangstæður hvort eð er. Calvert-Lewin svaraði með skallafæri hinum megin á 41. mínútu, eftir fyrirgjöf frá Digne, en skallaði yfir.

0-0 í hálfleik þar sem Everton átti 12 tilraunir að marki (þar af tvær á mark), Burnley tvær tilraunir (þar af enga á mark).

Seinni hálfleikur rólegri og lítið um færi framan af en þetta byrjaði að opnast örlítið eftir um klukkutíma leik. Delph átti t.d. háa fyrirgjöf á Calvert-Lewin á 60. mínútu en skallinn beint á Pope í markinu.

Jóhann Berg kom inn á fyrir Burnley á 67. mínútu — gott fyrir landsliðið að fá hann í gang aftur eftir meiðsli.

Coleman reyndi skot af löngu færi á 70. mínútu en rétt yfir markið. Mina reyndi skalla á mark eftir aukaspyrnu frá Gylfa, en Pope varði í markinu. Moise Kean kom svo inn á fyrir Bernard á 77. mínútu. 

En leikmenn Burnley vörðust af miklum krafti og alltaf þegar Everton kom boltanum inn í teig náðu þeir að verjast af harðfylgi. En það kom þó að því að stífla Burnley brast og það gerðist loks á 80. mínútu. Sidibé náði þá hárri fyrirgjöf frá hægri og Calvert-Lewin skallaði yfir á fjærstöng vinstra megin og þaðan rétt inn fyrir línu hægra megin í markinu. 1-0 fyrir Everton!

Stuttu síðar kom Sidibé Richarlison í dauðafæri með stungusendingu en síðasti maður Burnley, Pope í markinu, var mjög hugrakkur og kom út á móti og varði. Kastaði sér fyrir skot Richarlison og fékk hnéð á honum í andlitið á sér. Ekkert alvarlegt þó (og ekki sóknarbrot).

Davies kom inn á fyrir Richarlison á 86. mínútu og Walcott fyrir Sidibé örskömmu síðar. Sidibé átt mjög flottan leik á kantinum fyrir framan Coleman en fleiri urðu færin ekki. Verðskuldaður sigur Everton — áttu 21 tilraun að marki, þar af 5 á markið. Burnley ekki með neina tilraun á mark (í 6 tilraunum) og aðeins með boltann 32% leiks (á móti 68% hjá Everton).

Carlo Ancelotti nældi þar með í þrjú stig í sínum fyrsta leik við stjórnvölinn hjá Everton. Meira svona. 

Einkunnir Sky Sports: Pickford (7), Sidibe (8), Holgate (7), Mina (7), Digne (7), Coleman (7), Delph (6), Bernard (6), Gylfi (8), Richarlison (6), Calvert-Lewin (7). Varamenn: Kean (6).

Og að auki var Gylfi valinn maður leiksins.

15 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Allt annað en sigur er skandall……sem væri auðvitað týpískt fyrir Everton.

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Hmmm. Skítsæmilegur fyrri hálfleikur en ekkert meira en það. Ef Ancelotti gerir breytingu í hálfleik þa myndi ég vilja sjá Kean koma inn fyrir DCL.

    • Ari S skrifar:

      DCL verður kominn í enska landsliðið í vor.

      • Ari S skrifar:

        Athyglisvert sem að Ancelotti sagði um DCL eftir leikinn í dag. Hérna er sá partur sem mér fannst athyglisverðas.

        “He is really generous so he moves up and down, left and right, he has to stay, in my opinion, more focused in the centre of the box.”

        Hann gefur mikið af sér, hleypur upp og niður, hægri vinstri, hann verður að einblína að mínu mati meira á að vera í miðju boxinu.

        Ancelotti vill ekki að DCL hlaupi svona mikið, það verður fróðkegt að sjá hvað gerist í þessu. Kv.Ari

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Everton mun betri í byrjun seinni hálfleiks sem segir mér það að það er bara tímaspursmál hvenær Burnley skorar.

  4. Ari G skrifar:

    Frábær sigur en mikið var þetta erfitt að skora. Burnley spilaði flottann varnarleik. Sigur er alltaf sigur og flott markið.

  5. Ari S skrifar:

    Miklir yfirburðir hjá liðinu okkar í dag. Hver einasti útileikmaður í okkar liði átti skot á markið í þessum leik. Það hefur ekki gerst síðastliðin þrjú ár.

    Gaman að sjá hversu frískir okkar menn voru í dag, Sidibe var flottur og eins var Yerry Mina góður líka. Glæsilega gert hjá Dominic þegar hann skallaði boltann inn eftir fyrirgjöf frá Sidibe en hann hafði fengið boltann frá Gylfa okkar sem vann boltann eða tók hann frá Burnley manni.

    Mikilvægt að ná í þrjú stig í dag þar sem að Southampton og Aston villa unnu líka í dag og fleiri lið sem eru nálægt botninum náðu í stig.

  6. Gunnþór skrifar:

    Flottur sigur burnley menn þéttir og erfitt að brjóta þá niður en sigur og aldrei í hættu þurfum gæða framherja og miðvörð í janúar.

  7. Elvar Örn skrifar:

    Áhugavert hvað ný uppstilling skilaði miklu í þessum leik.
    Burnley átti ekki skot á mark ef ég man rétt.
    Sidibé flottur svona framar og Digne einnig.
    Gylfi var ansi duglegur og pínu í svona brjóta upp leikinn hlutverki og hann stal bolta og gaf á Sidebe sem gaf sendinguna á Lewin sem skoraði.
    Enginn með dapra frammistöðu sem veitir á gott og Mina flottir í miðri vörninni.
    Áhugavert að sjá hvað Everton gerir úti gegn Newcastle en Everton hafa verið daprir í útileikjum.
    Þetta er þó ekki síður mikilvægur leikur þar sem sigur kemur okkur fyrir ofan Newcastle og verðum við um miðja deild með sigri.
    Finnst einnig áhugavert að Everton er bara 7 stigum frá 5 sæti svo það er ágætis möguleiki að hækka á töflunni í næsti umferðum.
    Einnig áhugavert hvað Ancelotti gerir gegn Liverpool á Anfiekd í bikarnum en eins og menn vita er kappinn með svaka record gegn þeim, er samt ekki að missa mig út bjartsýni eins og Liverpool er að spila þessa dagana.
    Ég er samt enn í skýjunum yfir ráðningu Ancelotti og veit að Everton fær 1-2 stór nöfn í janúar.

    • Orri skrifar:

      Sæll Elvar.Þetta var góður sigur hjá okkar mönnum.Það er rétt við eru bara 7 stigum frá 5 sætinu,en gleymum ekki að við eru bara 4 stigum frá rauðastrikinu áfram Everton.

  8. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Góður sigur, vonandi heldur þetta áfram svona.

    • Orri skrifar:

      Sæll Ingvar ertu klár með spá fyrir leikinn á morgun gegn Newcastle ????

      • Ingvar Bæringsson skrifar:

        Sæll Orri.
        Ég ætla að giska á 1-1. Newcastle verða erfiðir á sínum heimavelli eftir slæmt tap á móti Manchester united í síðasta leik en ég held að við náum stigi af þeim.

  9. Gunni D skrifar:

    Það er aldeilis að hann hrærir í liðinu.

  10. Þorri skrifar:

    Það sínir að hann er með kjark. Og hann er breydina í liðinu líka og er flottur stjóri