Silva rekinn!

Mynd: Everton FC.

Klúbburinn staðfesti í dag að Marco Silva hefði verið sagt upp störfum eftir aðeins 18 mánuði við stjórnvölinn. Moshiri og Kenwright óskuðu honum velfarnaðar í framtíðinni og þökkuðu honum fyrir störfin.

Duncan Ferguson hefur tekið við stjórnartaumunum tímabundið á meðan leitað er að nýjum stjóra, sem tilkynnt verður um eins fljótt og auðið er, segir í tilkynningu frá klúbbnum.

13 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Loksins!!! Þetta hefði átt að gerast fyrir tveimur mánuðum eftir Sheffield united klúðrið. Nú er bara að vona að menn klúðri ekki næstu stjóraráðningu.

  2. Diddi skrifar:

    Pulis vonandi 🙂

  3. Ómar Ásgeirsson skrifar:

    Martines og Koeman eru topp menn og hafa sannað það annarsstaðar.
    Það þarf að taka til innanhúss hjá klúbbnum, þar er eitthvað mikið að.
    Hvernig getur Gylfi sig, sagt það í blaðaviðtali hér á Íslandi í sumar að hann hafi verið ánægður með síðasta tímabil hjá klúbbnum 8-9 sæti?
    Er von til að ástandið sé betra en það er í dag ef menn hafa þetta viðhorf

    • Ari S skrifar:

      Sæll Ómar, ég er ekki að rengja þig en í hvaðað blaðaviðtali sagði Gylfi þetta? að vera ánægður með 8-9 sæti er náttúrulega bara metnaðarleysi að mínu mati. Hvar var þetta? kv. Ari S.

    • Diddi skrifar:

      rétt hjá þér Ómar, það er eitthvað mikið að

  4. Ari G skrifar:

    Jæja þá er hann farinn og allir aðdáendur Everton fegnir. Svo er það spurningin hver tekur við til frambúðar. Hvaða stjóra vilja menn hér? Kannski er gott að fara rólega í þetta og bíða eftir rétta stjóranum býst við að Ferguson þoli að stjórna nokkra leiki skammlaust fer eftir hugarfari leikmanna og hungur.

  5. Ari S skrifar:

    Farvel Silva gangi þér vel í framtíðinni.

    Það er eitt öruggt sem ég geri og það er að ég mun styðja Duncan Ferguson til dáða á morgunn gegn chelsea. Hann mun þurfa á öllum okkar stuðningi að halda.

    COYB

  6. Ómar Ásgeirsson skrifar:

    Sæll Ari.S.
    Er búinn að vera fylgismaður Everton síðan 1971 þegar þeir komu til Ísland og kepptu við Keflavík. Hef ýmsa fjöru sopið varðandi gengi félagsins.
    Man ekki nákvæmlega hvenær,og nenni ekki að leita að því,en þetta sagði hann. Eflaust hægt að fynna auðveldlega.
    Gylfi sig er hetja Íslands, en hann er jafnframt fyrirliði everton í dag.
    Hann var keyptur meðal annarra til að koma félaginu í hóp 4-6 efstu liða í deildinni. Hann er ekki leikmaður Swansea lengur ég vona að hann átti sig á því. Ef viðhorf fyrirliðans er svona hvernig er þá viðhorf annarra leikmanna?
    Nokkrar spurningar til félagsmanna.
    Eru 2 Kg af blýi í skónum hjá keane og svipað hjá mina? Þetta eru miðverðir félagsins. Sjá þá í leiknum við liverpool alltaf einu skrefi á eftir miðlungsfljótum framherjum. Með holgate til að reyna að skeina sig upp.
    Bernard,walcott, hafa þeir gull fætur hvers vegna byrja þeir að hoppa uppúr væntanlegri tæklingu þegar þeir sjá andstæðing í 3 mtr fjarlægð?

    • Ari S skrifar:

      Sæll Ómar, ég hef verið stuðningsmaður Everton síðan 1970 ári áður en þeir komu til íslands en þá urðu þeir enskir meistarar.

      Það þarf ekkert að vitna í blaðaviðtal við Gylfa til að rakka hann niður. Hann hefur verið mjög lélegur í leikjum Everton síðan í byrjun tímabilsins. Verðmiðinn á honum var á sínum tíma alltof hár og það sama má segja um marga sem að Koeman keypti.

      Koeman og Martinez eru eflaust báðir topp menn en þeir hafa bara alls ekki náð einhverjum sérstökum árangri með félagslið sem framkvæmdarstjórar ef það er það sem þú áttir við? Bara hundlélegir. Og Silva líka. Sam Allardyce langar mig helst ekkert að hugsa um.

      Aftur að Gylfa, hann hefur ekki staðið undir væntingum og hefur hreinlega verið lélegur í allt haust. Var samt markhæstur á síðasta tímabili. Það er ekki rétt hjá fólki (að mínu mati) að skrifa allt saman á Gylfa sjálfann, allt liðið hefur verið að spila lélega og stjórinn hreinlega EKKI að standa sig en auðvitað má skrifa mestan partinn á hann. Leikskipulag hefur eitthvað að segja líka og aldurinn sennilega farinn að segja til sín. Verðmiðinn hái á honum skrifast að mínu mati á Koeman og örvæntingu hans þegar Gylfi var keyptur.

      Gylfi er líka að fá mikla gagnrýni frá enskum stuðningsmönnum (réttilega) og við þurfum ekkert að lesa íslenska fjölmiðla til að heyra það. Og að vitna í eitt blaðaviðtal hjá Íslensku blaði er mjög slæmt þar sem að þetta hefur hvergi komið fram í enskum blöðum, hvergi“! að hann hafi vierð svo mjög ánægður með að lenda í 8-9 sæti. Ég held að þetta sé tilbúningur hjá þér Ómar eða í besta falli misminni.

      Ég vona að duncan Ferguson nái að koma stemningu í hópinn og við náum í þrjú stig.

      Kær kveðja, Ari.

  7. Ómar Ásgeirsson skrifar:

    Sæll Ari.S.
    Er búinn að vera fylgismaður Everton síðan 1971 þegar þeir komu til Ísland og kepptu við Keflavík. Hef ýmsa fjöru sopið varðandi gengi félagsins.
    Man ekki nákvæmlega hvenær,og nenni ekki að leita að því,en þetta sagði hann. Eflaust hægt að fynna auðveldlega.
    Gylfi sig er hetja Íslands, en hann er jafnframt fyrirliði everton í dag.
    Hann var keyptur meðal annarra til að koma félaginu í hóp 4-6 efstu liða í deildinni. Hann er ekki leikmaður Swansea lengur ég vona að hann átti sig á því. Ef viðhorf fyrirliðans er svona hvernig er þá viðhorf annarra leikmanna?

  8. Ari G skrifar:

    Finnst mjög ósanngjarnt þessi endalausa gagnrýni á Gylfi eins og það séu ekki aðrir leikmenn í liðinu. Allt liðið hefur spilað undir getu þetta tímabil Gylfi líka en að velja einn leikmann úr hópnum og skella skuldinni bara á Gylfa er ekki boðlegt. Það voru mistök að ráða Silva enda hefur hann engu skilað. Núna þurfa eigendur að vanda valið á næsta stjóra sem verður að hafa virðingu leikmanna annars gengur þetta ekki upp. Gylfi spilaði síðasta tímabil vel en hefur dottið niður ásamt öðrum leikmönnum Everton og þar er ábyrgðin Silva traustið löngu farið og allt of seint gripið inní.