Liverpool – Everton 5-2

Mynd: Everton FC.

Meistari Georg sá um leikskýrslu í fjarveru ritara. Kunnum honum bestu þakkir fyrir.

Uppstillingin: Pickford, Digne, Keane, Mina, Holgate, Sidibé, Gylfi, Davies, Richarlison, Iwobi, Calvert-Lewin.

Varamenn: Lössl, Baines, Schneiderlin, Bernard, Walcott, Tosun, Kean.

Everton mætti til leiks með óbreytt lið frá síðustu umferð.

Liverpool voru fljótir að setja mark sitt á leikinn þegar þeir fóru í skyndisókn, þar sem Mane sendi Origi í gegn sem skorar, staðan 1-0 fyrir Liverpool eftir 6 mínútur.

Liverpool bætti svo við marki á 17. mínútu þegar Shaqiri skoraði eftir sendingu frá Mane, staðan 2-0.

Michael Keane minnkaði muninn í 2-1 eftir fína sendingu frá Iwobi.

Það var svo á 24. mínútu sem var risa atvik átti sér stað í þessum leik, en Iwobi átti frábæra sendingu á Calvert-Lewin sem komst í gegn og þegar hann er að fara skjóta boltanum keyrir Van Dijk í bakið á honum sem verður til þess að hann hittir ekki boltann og dettur. Dómari leiksins dæmdi ekki víti og af einhverri ótrúlegri ástæðu sáu VAR menn sér ekki fært að snúa við dómnum og ekkert dæmt. Svo í stað þess að geta jafnað leikinn í 2-2 fengu Everton mark í bakið á sér stuttu seinna þegar Origi skorar og staðan orðin 3-1.

Silva ákvað að gera breytingu á 35. mínútu þegar hann tók Sidebe út af og setti Bernard inn á og fór í 4-4-2 í stað 3-5-1.

Liverpool komst svo í 4-1 á 45. mínútu þegar Mane skoraði en Everton voru fljótir að minnka muninn þegar Richarlison skoraði eftir góða fyrirgjöf Bernard. Staðan því 4-2 í hálfleik.

Seinni háfleikur var frekar rólegur, heilt yfir.

Moise Kean kom inn á fyrir Calvert-Lewin á 60. mínútu. Kean vann strax hornspyrnu og Richarlison átti fínann skalla á markið sem Adrian, í marki Liverpool, varði.

Sneiderlin kom svo inn á fyrir Davies á 72. mínútu.

Iwobi sendi svo Moise Kean í gegn á 85. mínútu en Kean setti boltann rétt framhjá, sem hefði heldur betur opnað leikinn. Wijnaldum kláraði svo leikinn endanlega á 90. mínútu þegar hann setti boltann í fjærhornið, staðan því 5-2.

Þannig endaði leikurinn (5-2) þar sem Liverpool skoraði úr öllum 5 skotum sínum á markið í leiknum.

Fróðlegt verður að sjá hvort Silva haldi starfi sínu, þar sem Everton situr eftir þessa umferð í 18. sæti, sem er ekki ásættanlegt.

Næsti leikur er heimaleikur gegn Chelsea og þarf liðið svo sannarlega að 3 stigum að halda í þeim leik.

Við þökkum Georgi kærlega fyrir leikskýrsluna.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (5), Digne (5), Sidibe (5), Holgate (5), Keane (5), Mina (4), Davies (4), Sigurdsson (5), Iwobi (4), Richarlison (7), Calvert-Lewin (6). Varamenn: Bernard (6), Kean (5).

9 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Rusl stjóri, rusl leikmenn, rusl stjórn. Liverpool er með b liðið sitt og þeir eru samt að leika sér að okkur.

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Það er skemmtilegra að horfa á Kiljuna heldur en þessa hörmung. Vona bara að Liverpool skori minna en 10.

  3. Gestur skrifar:

    Þetta er svaka lélegt og Everton komið í fallsæti

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Og enn og aftur bíður maður eftir að frétta af brottrekstri Silva. Og enn og aftur gerist ekkert. Everton er orðið svo gegnsýrt af getuleysi, vanhæfni og metnaðarleysi að þessi þykjustu þjálfari getur endalaust hangið á starfinu.
    Þetta er bara orðið sorglegt.

  5. Gestur skrifar:

    Kannski eru eigendur Everton bara ánægðir með þetta allt.

  6. Gunnþór skrifar:

    Silva farinn staðfest

  7. Tryggvi Már Ingvarsson skrifar:

    Duncan Ferguson tekinn við … loksins 🙂

  8. Ómar Liverpool skrifar:

    Er ekki sáttur við Ara vin minn að skrifa ekki um leik LFC EVERTON