Everton – Norwich 0-2

Mynd: Everton FC.

Everton lék við Norwich á heimavelli í dag kl. 15:00. Þetta var 13. umferð Úrvalsdeildarinnar og mikilvægt fyrir Everton að ná í stig, enda afar erfitt leikjaplan í næstu leikjum á eftir. Það er gaman að segja frá því að okkar menn voru dyggilega studdir af feðgunum Eyþóri (gjaldkera) og Róberti, sem voru á pöllunum í dag, en bara verst að liðið okkar náði ekki að sýna sínar bestu hliðar.

Uppstillingin: Pickford, Digne, Mina, Holgate, Sidibé, Schneiderlin, Davies, Richarlison, Gylfi, Walcott, Tosun.

Varamenn: Lössl, Keane, Coleman, Baningime, Kean, Calvert-Lewin, Iwobi.

Norwich menn virkuðu sprækari en maður átti kannski von á af liði sem hefur verið að ströggla í Úrvalsdeildinni, en rólegt um að litast í leiknum framan af. Leikmenn Norwich áttu skot að marki á 10. og 11. mínútu, en bæði skotin hálf máttlaus og beint á Pickford. Tosun átti svo skot á 12. mínútu úr þröngu færi, en framhjá. Richarlison var hins vegar ekki langt frá því að komast í dauðafæri eftir fyrirgjöf/skot frá Walcott hægri megin, en Richarlison náði ekki að renna sér á boltann til að koma honum á markið.

Tosun fékk skallafæri eftir aukaspyrnu utan af velli á 23. mínútu, en helst til langt úti í teig og skallinn máttlaus. Davies átti líka skalla að marki á 27. mínútu, en enginn hætta. Norwich menn komust í kjölfarið í skyndisókn sem endaði með lágu skoti frá hægri inni í teig en Pickford kastaði sér niður og varði glæsilega. Langbesta færið fram að því og Norwich menn ekki langt frá því að komast yfir.

Ekki mikið um færi eftir það í fyrri hálfleik sem endaði því markalaus. Everton meira með boltann (56/44) en að öðru leyti jafnræði með liðunum. Norwich menn með betri færi í fyrri hálfleik.

Everton setti þunga pressu á mark Norwich í upphafi seinni hálfleiks en þeir náðu að standa hana af sér og gott betur því þeir skoruðu á 54. mínútu. Pukki náði einhvern veginn að böðla boltanum gegnum þvögu af Everton leikmönnum og pota honum í hlaupaleið Cantwell, sem komst þar með inn fyrir vörn Everton og skoraði. 0-1 fyrir Norwich og tafir Norwich manna jukust til muna við markið. Marco Silva brást við markinu með því að skipta Iwobi inn á fyrir Schneiderlin. Calvert-Lewin og Coleman komu svo inn á fyrir Walcott og Sidibé.

Þessar skiptingar lífgaði nokkuð upp á leik Everton, en Norwich menn voru skipulagðir og þéttir fyrir og færin létu því á sér standa til að byrja með. Það var ekki fyrr en á 75. mínútu að Everton náði skoti á mark. Gylfi átti það skot, fast skot eftir fínt upplegg frá Calvert-Lewin, en Krul varði vel. Skömmu síðar komst Tosun í gott færi og afgreiddi boltann glæsilega á mark — stefndi í hliðarnetið en Krul aftur með frábæra vörslu.

Davies átti síðar skot af löngu færi en það reyndist ekki erfitt fyrir Krul í marki Norwich.

En þrátt fyrir pressuna tókst Everton ekki að skapa sér fleiri almennileg færi. Norwich menn náðu hins vegar að strá salti í sárin með því að bæta við marki. Nokkur heppnisstimpill var á því marki, þar sem Gylfi náði að stöðva framgang sóknarmanns Norwich að marki með því að sparka boltanum frá, en boltinn endaði í staðinn hjá öðrum sóknarmanni sem komst þar með inn fyrir og í dauðafæri. 0-2 fyrir Norwich og þannig endaði leikurinn.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Digne (5), Mina (4), Sidibe (4), Holgate (5), Schneiderlin (5), Davies (5), Sigurdsson (5), Walcott (6), Richarlison (6), Tosun (6). Varamenn: Calvert-Lewin (6), Iwobi (6), Coleman (5).

Næstu leikir Everton í deild eru Leicester (úti), Liverpool (úti), Chelsea (heima), United (úti) og Arsenal (heima) — en sá leikur kemur fast á hæla heimaleiks við Leicester í Deildarbikarnum. Nú er að sjá hvort Everton nái góðum spretti gegnum þennan erfiðum kafla, líkt og þeir gerðu á síðasta tímabili. Ef það gerist ekki, er spurning hvort Moshiri haldi tryggð við Marco Silva áfram.

12 Athugasemdir

  1. Gestur skrifar:

    Þetta verður rúst!

  2. Hallur Jósepsson skrifar:

    Bless silva

  3. Elvar Örn skrifar:

    Silva out er líklega eina sem menn fá út úr þessu. Hrikalegt prógramm í desember svo liðið er að óbreyttu ekki að klífa töfluna það sem eftir er árs. Ég vil fá Kean og Gordon í byrjunarliðið. Gylfi gaf annað markið en átti ágætis tilraunir sem er meira en hægt er að segja um aðra frammi.
    Fannst Davis dapur og miðja og sókn slök. Walcott dapur líka og Tosun fékk bara engar sendingar þannig séð.
    Held að Silva verði að fara en nýr stjóri ætti hrikalegt prógramm framundan.

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ef þetta tímabil á ekki að enda illa, þá verður Silva að fara.
    Verði hann áfram er ekkert sem getur bjargað Everton frá falli. Við getum ekki skorað og getum ekki haldið hreinu, það er uppskrift af falli.
    Að öllu óbreyttu verður Everton komið í neðsta sæti á áramótum.

  5. Elvar Örn skrifar:

    Ég ætla að umorða mig aðeins. Ef Silva er áfram og í sömu stöðu eða neðar um áramót, þá er hann farinn.

  6. GunniD skrifar:

    Sem betur fer eru nokkur lélegri lið í deildinni. En þau eru reyndar ekki mörg.

  7. Þorri skrifar:

    Ég vil silva burt hvað um ykkur

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Sammála! Burt með kallrassgatið! Hann hefur ekki hugmynd um hvað hann er að gera.
      En hver á að taka við?

  8. Ari G skrifar:

    Hvað er að ske hver er að taka við Everton heyri alskonar slúður. Moyes fram á næsta sumar nei takk, Benni lýst vel á hann, Hughes versti kosturinn, Fyrrverandi stjóri Tottenham besti kosturinn, Arteka hættulegt en kannski góður kostur. Spái að það verði gerður stuttur samningur við Moyes kannski getur hann bjargað liðinu frá falli en hann er ekki góður kostur til frambúðar spilar líka mjög leiðinlega fótbolta þótt hann sé þokkalegur stjóri fyrir lið að halda sig uppi.

  9. Þorri skrifar:

    Ég spyr hvað eru eru eigendur að hugsa.Heyriði burtu með sjá þið hann er ekkert að gera. Burtu með hann ég vil ekki sjá hann á sunnudaginn.

  10. Ari S skrifar:

    Nýjasta slúðrið er að Eddie Howe er á leiðinni til Everton. Alltof margir Everton stuðningsmenn þykjast vita betur og segja hann ekki nógu góðan. Ég persónulega held að hann muni ekki ná verri eða lélegri árangri en Martines, Coeman eða Silva.

    https://www.mirror.co.uk/sport/football/news/eddie-howe-now-evertons-top-20999208