Everton – West Ham 2-0

Mynd: Everton FC.

Everton tók á móti West Ham á Goodison Park í dag og svöruðu gagnrýnisröddum hástöfum með mjög flottri frammistöðu. Í raun var með ólíkindum að aðeins tvö mörk skildu að liðin í dag, því sú niðurstaða gefur ekki rétta mynd af því hvernig leikurinn spilaðist — sigur Everton hefði nefnilega hæglega getað orðið mun stærri.

Uppstillingin: Pickford, Digne (fyrirliði), Mina, Keane, Sidibé, Davies, Gomes, Bernard, Iwobi, Walcott, Richarlison.

Varamenn: Lössl, Baines, Holgate, Baningime, Gylfi, Kean, Calvert-Lewin.

Sem sagt, 4-2-3-1 uppstilling þar sem Gylfi var hvíldur og Richarlison fékk að spreyta sig á toppnum.

Það var ljóst frá upphafi hvað í stefndi, því leikmenn Everton mættu mjög hungraðir og einbeittir til leiks, tóku fljótt sjórn á leiknum og eftir það var þetta einstefna á mark West Ham. Þeir áttu í erfiðleikum með að koma liðinu út af eigin vallarhelmingi því um leið og þeir misstu boltann dundi á þeim sóknarbylgja Everton.

Davies komst í dauðafæri strax á fyrstu mínútum, náði skoti alveg upp við mark eftir horn en markvörður varði glæsilega. Everton hefði átt að ná forystunni þar.

Markið kom hins vegar eftir aðeins um 15 mínútna leik þegar Bernard tók flott hlaup gegnum vörnina hægra megin og fékk stungu inn fyrir frá Walcott. Í stað þess að skjóta, tók hann gabbhreyfingu og sneri við á punktinum (stefndi þá frá marki). Hann tók eina tvær snertingar innan teigs en tók aðra gabbhreyfingu og sneri snöggt við en missti boltann of langt frá sér nærri endalínu. Maður hélt að þetta væri búið og ætlaði að blóta honum fyrir að hafa gert þetta of flókið en þá náði hann einhvern veginn að lauma boltanum undir markvörð úr þröngu færi. 1-0 fyrir Everton.

Sókn Everton hélt áfram eftir þetti og var Richarlison óheppinn að skora ekki á 23. mínútu þegar hann fékk stungu inn fyrir frá Gomes og náði skoti framhjá markverði í fyrstu snertingu, en boltinn fór í utanverða stöng og út.

Iwobi átti svo fínt skot utan teigs til vinstri tveimur mínútum síðar en markvörður kastaði sér á boltann og varði. Walcott reyndi það sama hinum megin en af lengra færi strax í næstu sókn — en með nákvæmlega sömu niðurstöðu.

West Ham menn komust loks í færi eftir um hálftíma leik. Vongóð sending upp völl á þeirra fremsta mann sem reyndi veikan skalla á mark sem Pickford greip auðveldlega.

Everton hélt pressunni áfram fram til loka hálfleiks en náði ekki að skapa jafn góð færi. 1-0 því staðaní hálfleik og eina sem skyggði á frammistöðuna í fyrri hálfleik var að yfirburðirnir skyldu bara skila einu marki.

Everton byrjaði seinni hálfleikinn með látum og skoraði mark strax á upphafsmínútunum en það var (réttilega) dæmt af vegna rangstöðu. Fínasta mark að öðru leyti, sending frá vinstri inn í teig sem Richarlison þrumaði viðstöðulaust inn. En það telur víst ekki.

West Ham menn fengu sitt fyrsta almennilega færi á 51. mínútu þegar Yarmalenko, sem hafði verið skipt inn á í hálfleik, sendi lága sendingu út í teig frá hægri til sóknarmanns West Ham, sem var óvaldaður og tók viðstöðulaust skot en einfaldlega hitti ekki markið.  

Mina fékk fínt skallafæri eftir horn á 54. mínútu. Náði skalla í átt að innanverðu hliðarnetinu, en ekki nógu fast og markvörður West Ham vel á verði.

Everton skoraði svo annað mark sem dæmt var af, á 58. mínútu, eftir að brotið var á Walcott. Aukaspyrnan var tekin fljótt og skapaði dauðafæri fyrir Richarlison sem skoraði með hælspyrnu, stöngina inn. En dómari mat það svo að aukaspyrnan hefði verið tekin á röngum stað. Staðan enn því 1-0 fyrir Everton.

Mina fékk aftur ákjósanlegt skallafæri eftir horn á 61. mínútu en aftur varði markvörður West Ham vel.

Walcott var næstur til að vera hársbreidd frá því að skora (nokkur biðröð að skapast þar), þegar boltinn barst til hans utan teigs á 64. mínútu og hann tók viðstöðulaust þrumuskot sem fór framhjá markverði en í neðanverða slána nálægt samskeytunum. 

Everton opnaði vörn West Ham svo upp á gátt með flottu samspili á 77. mínútu sem kom Iwobi í dauðafæri upp við mark en hann skaut beint á markvörð West Ham og boltinn þaðan framhjá marki. Mina skoraði svo með skalla eftir horn en dómarinn tók markið af honum — fyrir eiginlega litlar sjáanlegar sakir.

West Ham menn voru næstum búnir að skora sjálfsmark á 80. mínútu þegar varnarmaður West Ham reyndi hreinsun eftir fyrirgjöf Walcott. Hreinsunin frá varnarmanni stefndi í eigið net en átti því miður viðkomu í markverði West Ham og breytti um stefnu og þaðan í horn, sem ekkert kom úr.

Það fór um mann nokkru síðar þegar West Ham menn voru næstum búnir að skora eftir horn (sem þeir áttu ekki að fá). Spörkuðu niður Sidibé inni í vítateig áður en boltinn rann út af eftir að Sidabé hafði snert hann. En hornið fengu þeir og náðu skotu af point blank range en boltinn, sem betur fer, með viðkomu í Mina og þaðan í brjóstkassann á Pickford.

Moise Kean var skipt inn á fyrir Walcott á 85. mínútu og Gylfi kom inn á fyrir Iwobi tveimur mínútum síðar. Og það tók Gylfa ekki nema hálfa mínútu að koma sér í skotfæri þar sem markvörður þurfti að hafa sig allan við til að verja fast skot út við stöng af löngu færi.

Hinum megin komst Declan Rice upp að marki en Mina gerði vel að setja pressu á hann svo að Pickford gæti lokað almennilega á færið.

Gylfi gulltryggði hins vegar sigur Everton á 93. mínútu þegar hann þóttist ætla að reyna langskot utan teigs en tók flotta gabbhreyfingu, sneri af sér varnarmann (skildi hann eftir í grasinu) og þrumaði upp í hornið vinstra megin. Óverjandi fyrir markvörð West Ham! 2-0 fyrir Everton!

Stuttu síðar fór Mina út af meiddur og Holgate inn á. Ekki góðar fréttir þar.

En öllu betri fréttir voru þegar dómarinn flautaði leikinn af. Tvö mörk frá Everton, þrjú mörk tekin af liðinu, West Ham menn næstum búnir að skora sjálfsmark og tvisvar fór boltinn í tréverkið hjá West Ham. Það var pínu eins og það væri skrifað í skýin að West Ham myndu jafna í lokin, en sem betur fer gerðist það ekki og Everton náði að klára þetta.

Flottur sigur! The boys are back in town!

Einkunnir Sky Sports: Pickford (7), Sidibe (7), Keane (7), Mina (7), Digne (7), Davies (7), Gomes (9), Walcott (8), Iwobi (8), Bernard (7), Richarlison (7). Varamenn: Gylfi (7). Maður leiksins: Andre Gomes.

10 Athugasemdir

  1. Ari G skrifar:

    Sammála flestu nema ég vill ekki sjá Walcott í byrjunarliðinu. Vill frekar setja inn Kean og Lewin gætu spilað hvor sinn hálfleikinn. Svo héld ég að Davies sé mun betri í stöðu Gylfa en að spila varnarsinnaða miðjustöðu. Kannski geta Davies og Iwobi spilað báðir saman sem sóknarsinnaðar miðjumenn spila 4-1-5-1.

    • Ari S skrifar:

      Walcott var flottur í dag. Góður sigur hjá liðinu okkar. André Gomes og Tom Davies voru að skila sínu í dag eins og sást (meðal annars) þegar 3 af 4 miðjumönnum West Ham voru teknir útaf i dag.

      Iwobi frábær í tíunni og mér persónulega fannst ágætt að gefa Gylfa hvíld, hann hafði gott af því sem að sást að hann var sprækur þegar hann kom inná og átti hættulegt færi (fyrir utan náttúrulega markið sitt) og hefði hæglega getað skorað tvö í dag.

      Vörnin fín og hélt sínu, Pickford flottur og var til staðar þegar þurfti.

      En eins og ég byrjaði á þá fannst mér Walcott besti maður leiksins og átti svo sannarlega skilið að skora mark í dag. Mjög fallegt og flott sláarskotið hjá honum.

      kær kveðja, Ari.

  2. Gunnþòr skrifar:

    Sá bara fyrri hálfleik en mér fannst barátta okkar manna til fyrirmindar og flott 3 stig.

  3. þorri skrifar:

    sælir félagar.Ég var inn á Ölver að horfa á leikinn hann var mjög góður hjá okkur,spilið hjá okkur var mjög gott.Og sangjörn úrslit.Það var mjög gott að kvíla Gylfa þegar hann kom inn á var hann mjög góður og markið var ekki af verra taginu.Én hvar voru Everton stuðnings menn.Við voru 2 sem komu hvar eru hinnir eða eru menn hættir að horfa á ölveri.

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Gott að fá loksins sigur en ég er hræddur um að hann sé ekki annað en paper over the cracks eins og Bretarnir segja. En það kemur í ljós fyrr en seinna býst ég við.

  5. Ari G skrifar:

    Frábær leikur hjá Everton. Fannst Bernard og Comes frábærir. Walcott var líka frábær loksins svo ég tek það til baka að vilja ekki hafa hann í byrjunarliðinu. Iwobi er hraður leikmaður samt klaufi að skora ekki. Tom Davies hafur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér mættum nota hann meira samt ekki mjög áberandi en samt góður. Sidibe er greinilega flottur leikmaður svo það væri ekki vitlaust hugmund að nota hann meira og hvíla Coleman eða jafnvel nota þá báða í einu þá gæti Coleman verið vinstri vængmaður og Sidibe fyrir aftan.

  6. Ari G skrifar:

    Meinti hægri vængmaður Coleman.

  7. þorri skrifar:

    Mér fanst í heildina liði spila frábærlega,Og að kvíla Gylfa var mjög góð hugmynd hjá Sylva.Mér fanst Iwobi ekki góður.En átti kalfla í leiknum.En André Gomes hann var mjög góður en hann á það til að vera dálítið grófur í tæklíngum.Wallcott fanst vera algjörlega frábær bæði vörn og sókn.Þó betri í sókninni og óhepinn að skora ekki.Sidibe var mjög góður,Og Pickford þetta var besti leikurinn hjá honum í langan tíma.Enda var vörninn nokku góða í gær.Í heildina séð góður leikur hjá okkar mönnum.Og vonandi er þetta komið hjá okkur og rökum nokkra sigur leiki.Það var kominn tími til að skrifa því ég hef ekki verið dúlegur að skrifa.Bara mjög reiður úti í liði á meðan tab leikirnir voru í gangi en vonandi kem ég með meiri inn í þetta.Og eitt í viðbót eru menn hættir að koma á ölver. eða farnir að horfa annars staðar á leikinna.Ég skal líka viðurkenna ég hef ekki verið mjög dúlegur að mæta.En ég átti von á einhverjum til að horfa með mér.jaja nóg í bili ÁFRAM EVERTON

  8. þorri skrifar:

    sælir félagar er með smá tílögu.Sá sem er með tíllögu um að koma og horfa á einhvern leik saman.Vil sá sem detur í hug að fara að horfa sétja það inn á þessa síðu. Til að fá fleiri til að koma og horfa saman og fá kanski einn ölara saman og hafa gaman af Kvað seigi þið um þetta.Bara hug mynd.Alltaf gaman að hittast og spjalla saman.

    • Finnur skrifar:

      Ágætis tillaga. Veit ekki hvort ég eigi alltaf eftir að muna eftir því að melda mig, en ég ætla allavega að mæta og horfa á Brighton Everton leikinn á Ölveri á eftir.