Tímabilið 2019/20 er að hefjast!

Mynd: Everton FC.

Við bíðum spennt eftir fyrsta leik Everton í Úrvalsdeildinni, á útivelli gegn Crystal Palace, því tímabilið er við það að hefjast!

Maður vonast náttúrulega eftir því að þetta byrji á sömu nótum og síðasta tímabil endaði, en Everton endaði tímabilið í topp-fjögur formi undir lokin, með sigrum á Chelsea, West Ham, Arsenal, United og Burnley og jafnteflum við Liverpool, Crystal Palace úti og Tottenham úti. Aðeins tveir af síðustu 10 leikjum töpuðust.

Fyrir tveimur tímabilum síðan fékk Koeman, þáverandi stjóri Everton, leikjaplan dauðans í upphafi tímabils: Stoke, City úti, Chelsea úti, Tottenham heima, United úti — og handfylli af Europa League leikjum bæði fyrir tímabil og inn á milli þessara viðureigna til að sjá til þess að álagið á leikmenn væri sem allra mest.

Nú horfir þetta allt öðruvísi við, því leikjaplanið í upphafi er Crystal Palace úti, Watford heima, Aston Villa úti, Wolves heima, Bournemouth úti og Sheffield United heima. Það er ekki fyrr en í blálokin á septembermánuði sem Everton mætir einu af toppliðunum á síðasta tímabili (City heima), þannig að það er ágætis möguleiki á að safna stigum í byrjun, ef rétt er haldið á spilunum. Það er samt enginn leikur í Úrvalsdeildinni auðveldur þannig að leikmenn þurfa að hafa sig alla við.

Líklegt byrjunarlið á morgun: Pickford, Digne, Keane, Mina, Coleman, Schneiderlin, Gomes, Bernard, Gylfi, Richarlison, Calvert-Lewin. Það er freistandi að spá því að Gbamin og/eða Moise Kean byrji, en líklega fá þeir meiri tíma til að aðlagast áður en þeir verða settir í byrjunarliðið. Kannski fá þeir smá tíma undir lok leiks á morgun — sjáum til. Líklegra samt að þeir fái séns í fyrsta heimaleik Everton að viku liðinni, þegar þeir hafa náð að aðlagast betur.

Óvíst er hvort að Zaha spili gegn Everton á morgun, en hann var sendur heim af æfingu undir lok félagaskiptagluggans, þar sem hann vildi ólmur fara til Everton. Þeir misstu jafnframt fantagóðan hægri bakvörð til United í glugganum og þar er því vonandi einnig veikleiki sem Everton getur nýtt sér.

Leikurinn er annars sýndur í beinni á Ölveri og verður flautað til leiks kl. 14:00. Vonandi sjáum við sem flest ykkar þar. Áfram Everton!

21 Athugasemdir

    • Finnur skrifar:

      Það kom pínulítið flatt upp á mig að þú skyldir deila þessari grein, því ég hélt að hún innihéldi þessa ákveðnu skoðun Pat Nevin…
      https://www.nsno.co.uk/everton-news/2019/08/nevin-tips-the-blues-for-success-if-they-sign-zaha/

      Það er greinilega dagamunur á því hvað púsl Pat Nevin telur vanta í liðið. Ég sé reyndar samt ekki hvernig auka miðvörður hefði hjálpað til í dag, því vörnin (og mark) eru að skila sínu, enda er Everton með næstflest clean sheet í deildinni á eftir City á almanaksárinu 2019, skilst mér.

  1. Diddi skrifar:

    ég spái því að við byrjum tímabilið á 0-0 jafntefli 🙁

  2. Gunnþòr skrifar:

    Við verðum því miður í ströggli framyfir áramót tekur langan tíma að slípa þetta eftir miklar breytingar.

    • Diddi skrifar:

      Ekki viss um það Gunnþór. Þokkalegur grunnur að byggja á en spurning hve mikið brotthvarf Gana hefur áhrif 😒

      • Diddi skrifar:

        Tek fram að ég vona að við vinnum 4-0

        • Gunnþòr skrifar:

          Sammála þér Diddi vona að þú hafir hárrétt fyrir þér og ég kolrangt fyrir mér.

          • Diddi skrifar:

            þulurinn hjá símanum sagði að mesta styrkingin hjá okkur hefði verið að fá Gomes sem var hjá okkur í fyrra!!!! byrjar vel hjá þessum dreng. Mér finnst mesta styrkingin vera Moise Kean 🙂

  3. Diddi skrifar:

    Coleman fyrirliði!!!! Frábært 👍👍👍😒

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Hef slæma tilfinningu fyrir þessum leik, held að við töpum 2-0.

    • Ari S skrifar:

      Ertu til í að spá um þessa leiki núna strax? Bara svona til gamans þá er það frá…

      Ég spái 12 stigum ú rþessum leikjum.

      Everton v. Watford

      Aston Villa v. Everton

      Everton v. Wolves

      AFC Bournemouth v. Everton

      Everton v. Sheffield United

      • Diddi skrifar:

        8 stig töpum fyrir Watford, vinnum AV, jafnt. við W, jafnt við B. og vinnum SU.

  5. Einar Gunnar skrifar:

    Þulurinn sagði Coleman „nýjan“ fyrirliða Everton og það vera góðar fréttir fyrir Everton.

  6. Diddi skrifar:

    það er kannski best að taka fréttum frá þessum „sem vinna við þetta og vita best“ með varúð http://www.hltco.org/2019/08/15/quotes-everton-boss-silva-alludes-sky-sports-lies-zaha-bids/

    • Finnur skrifar:

      Allar fréttir krefjast gagnrýnnar hugsunar og varúðar. Það er til hugtak sem lýsir þessu ágætlega (Gell-Mann Amnesia). Eins og rithöfundurinn Michael Crichton orðaði það…

      Briefly stated, the Gell-Mann Amnesia effect is as follows. You open the newspaper to an article on some subject you know well. In Murray’s case, physics. In mine, show business. You read the article and see the journalist has absolutely no understanding of either the facts or the issues. Often, the article is so wrong it actually presents the story backward — reversing cause and effect. I call these the „wet streets cause rain“ stories. Paper’s full of them.

      In any case, you read with exasperation or amusement the multiple errors in a story, and then turn the page to national or international affairs, and read as if the rest of the newspaper was somehow more accurate about Palestine than the baloney you just read. You turn the page, and forget what you know.

      Breytir því samt ekki að Sky Sports er leiðandi á þessu sviði. Þetta verður aldrei 100% því það eru alltaf einhverjir sem hafa hagsmuni af því að ljúga að þeim. En ef einhver veit um traustari uppsprettu, sem slær þeim við hvað varðar hraða og trúverðugleika frétta þá endilega látið vita.

      • Diddi skrifar:

        hefur alltaf reynst happadrýgst að birta bara fréttir þegar þær eru komnar á Official síðuna og hætta að velta sér uppúr slúðri

        • Finnur skrifar:

          Gluggavaktin er eitthvert allra vinsælasta lesefnið á þessari síðu og mesta virknin í kommentakerfinu er því tengt, sem segir mér að þetta hefur gildi fyrir lesendur og er áhugavert. Ég sé ekkert value — ekki neitt — í að birta fréttir af official síðunni löngu eftir að búið er að staðfesta þær á Sky Sports (stundum einhverjum dögum síðar). Ef eitthvað er þá finn ég meira fyrir pressu í hina áttina — að birta slúður og frétt um hina og þessa áður en staðfesting er komin.

          En ég hef reitt mig helst á Sky Sports og BBC, sem varla er hægt að flokka sem slúðursíður og hef leyft efni úr gluggavakt Liverpool Echo að fylgja með, kannski nálægðinnar við klúbbinn vegna (gefur kannski ákv. innsæi).

          Þér er hins vegar alveg frjálst að velja og hafna hvað þú lest á þessari síðu sem og annars staðar. Ef þú vilt eingöngu staðfestar fréttir þá þarftu bara að lesa eina síðu (evertonfc.com).