Moise Kean keyptur – Staðfest!

Mynd: Jonathan Moscrop/Sportimage (PA Images).

Klúbburinn hefur ekki staðfest þetta (uppfært 4. ágúst: Staðfesting komin) en við treystum á að Sky Sports sé með þetta rétt, eins og oft áður: Everton festi í dag kaup á framherjanum Moise Kean frá Juventus. Þetta er 19 ára gutti sem hefur verið í akademíu Juventus og hefur þótt vera gríðarlegt efni. Hann sýndi það til dæmis á sínu síðasta ári með unglingaliði Juventus þar sem hann skoraði 24ur mörk í 25 leikjum.

Hann fékk tækifæri með aðalliði Juventus í nóvember 2016, aðeins 16 ára gamall, og varð þar með fyrsti leikmaðurinn sem fæddur er á þessari öld til að spila í einni af 5 sterkustu deildum Evrópu. Hann lék samtals þrjá leiki á því tímabili og skoraði eitt mark, einnig fyrsti leikmaðurinn (fæddur á þessari öld) til að ná því.

Á sínu öðru tímabili með Juventus lék hann 17 leiki og skoraði 7 mörk en var svo lánaður í eitt tímabil til Verona. Hann lék 19 leiki með þeim og skoraði fjögur mörk.

Hann á að baki fjölmarga leiki (og mörk) fyrir unglingalandslið Ítalíu en er nú kominn í ítalska (aðal) landsliðið, þar sem hann hefur leikið þrjá leiki og skorað í tveimur. Fyrra markið gerði hann að yngsta leikmanni Ítala til að skora í keppnisleik.

Kaupverð er talið vera 27.5M punda plús árangurstengdar greiðslur og gæti lokaverðið farið upp í 36.6M. Skv. frétt Sky Sports er talið að Juventus hafi einhvers konar klásúlu í samningunum um endurkaup. Ein tala sem maður las einhvers staðar var 68M punda — en það gæti verið úr lausu lofti gripið. Vonandi er það bara forkaupsréttur en ekki buy-back.

Liverpool Echo birtu ágætis grein um Moise, þar sem reynt var að svara spurningunni hverju stuðningsmenn mega eiga von á frá Moise Kean. Farið var yfir tölfræðina og Moise meðal annars borinn saman við Richarlison. Þar kom fram að þrátt fyrir ungan aldur er Moise stór, líkamlega sterkur og fljótur að auki, sem ætti að koma sér vel í baráttunni við sér eldri og reyndari varnarmenn í ensku deildinni. Hann ku einnig vera góður fókal punktur frammi við, til að taka á móti bolta og halda varnarmönnum frá boltanum þangað til liðsauki berst svo hægt sé að byggja upp skyndisóknir. Hann mun líklega vera notaður aðallega sem fremsti maður en hefur hraðann og tæknina til að vera kantmaður líka, sem bæði félagslið og landslið Ítala hafa nýtt sér. Tölfræðin virðist gefa til kynna að hann sé jafn sterkur í loftinu og Dominic Calvert-Lewin — Kean vann 37% skallaeinvígi á síðasta tímabili, samanborið við 38% hjá DCL en skallar þykja einn styrkleikum DCL. Þó ber að geta þess að DCL átti fleiri tilraunir í skallaeinvígi en Kean, svo sú tölfræðin gæti breyst eitthvað.

Þau hjá Liverpool Echo lögðu jafnframt áherslu á að Moise Kean væri ekki „tilbúin afurð“ heldur væri hann enn í mótun og að hann væri svolítið háður því að fara alltaf á hægri fótinn, þó að taktískt séð reynist það oft erfiðari kosturinn. Það er vonandi að Marco Silva og félagar nái að slípa þennan demant til og að Kean sé verðugur arftaki Lukaku í markaskorun, en liðið hefur sárvantað slíkan arftaka frá því að Lukaku fór.

Talandi um Lukaku… þá var með því athyglisverðara sem dregið var fram í greiningu þeirra hversu snöggur Moise Kean er og duglegur að verjast þegar liðið missir boltann í framlínunni (sem er nokkuð sem Lukaku var ekki). Þetta er útskýrt í ágætri myndasyrpu (stuttri) í greininni sem ég hvet ykkur til að kíkja á. Fín lesning þar, ef þið viljið kynna ykkur hann nánar.

Hér í lokin eru svo tvö yfirlitsmyndbönd af kappanum…

Velkominn til Everton, Moise Kean!

18 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    mér líst vel á þetta 🙂

    • Orri skrifar:

      Sæll fėlagi.þarna er ég þėr sammäla líst vel ä þennan leikmann til hamingju Everton.

  2. Diddi skrifar:

    segir í einni frétt að hann hafi hafnað arsenal og valið Everton vegna þess að arsenal hafi ekki getað lofað honum mikilli spilamennsku í aðalliði þannig að hann hlýtur að vera keyptur til okkar með það í huga

  3. Diddi skrifar:

    við þyrftum að losna við, Stekelenburg, Martina (vin Elvars), Besic, McCarthy, Mirallas, Tosun og Niasse þá væri ég kátur og fá svo þessa fimm-sex leikmenn sem Brands og Silva eru með í sigti 🙂

    • Finnur skrifar:

      Ég myndi segja að listinn sé eiginlega lengri en þetta, merkilegt nokk, því Sandro Ramirez og Yannick Bolasie ættu að vera á honum líka. Mig minnir að yfir 80% af tekjum ansi margra Úrvalsdeildarliða fari beint í launakostnað (Everton þar á meðal) og því þarf að losna við allavega einhverja af þessum leikmönnum af launaskrá til að hægt sé að borga laun fyrir þá nýju. Sem gefur til kynna hversu stórt verkefni Marcel Brands er að glíma við þessa dagana.

      • Diddi skrifar:

        Ramirez er farinn í láni til Valladolid á spáni en ég var búinn að gleyma heimska feitabollurassinum Bolasie. Það er rétt hjá þér hann þarf að fara eða hreinlega kannski best að henda honum bara 🙂

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta er spennandi leikmaður og vonandi stenst þetta en af fenginni reynslu trúi ég þessu ekki fyrr en Everton hefur staðfest þetta.

    • Diddi skrifar:

      rétt Ingvar, við höfum lært að anda með nefinu þegar kemur að svona löguðu 🙂

  5. Finnur skrifar:

    Klúbburinn á enn eftir að staðfesta kaupin, en það var eilítið skondið að sjá að skv. NSNO staðfesti Graeme Sharp kaupin á Moise Kean í viðtali við Juventus vefsíðu…

    https://www.nsno.co.uk/everton-news/2019/07/graeme-sharp-confirms-kean-deal-and-hints-at-squad-number/

  6. Finnur skrifar:

    Formleg tilkynning er eitthvað að dragast á langinn en Juventus er allavega sagt vera búið að skila inn nauðsynlegum pappírum. Á meðan við bíðum er hér skemmtileg sjónarhorn á söluna frá stuðningsmönnum Juventus:

    https://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/everton-bound-moise-kean-the-16676707

  7. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Það gengur frekar hægt að ganga frá kaupunum á Kean. Mig grunar að þessi auma eiturnaðra hann Raiola sé að draga okkur á asnaeyrunum þar til einhver „stærri klúbbur“ steli honum af okkur.

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Loksins er búið að klára þessi kaup, gott að hafa stundum rangt fyrir sér.

  8. Gunnþòr skrifar:

    Tekur hann veturinn að aðlagast enska boltanum en geggjuð kaup engu að síður.

    • Ari S skrifar:

      Gunnþór ég held að þetta sé rétt hjá þér hann þarf tíma til að að aðlagast… gæti tekið tímabilið eins og þú segir en ef við tökum það inn í dæmið að hann er yngsti leikmaðurinn sem að spilað hefur fyrir Juventus og að auki einn yngsti leikmaðurinn til að leika fyrir Ítalska landsliðið, hann er sér á báti… sem sagt einn enilegast sóknmarmaðurinn í heimi í dag… og gæti þess vegna tekið upp áþví að skora í fyrsta leiknum hver veit. Ég spái því að eftir fyrstu fjóra leikina verði hann búinn að skora 3 mörk. Bara mitt álit og mín spá (til gamans) kv. Ari.

      • Ari S skrifar:

        Margar samhangandi ástæður eru fyrir því hvers vegna í ósköpunum Juve létt hann fara frá sér. Ein er Brands (hann hefur horft í augun á Juve samningamönnum og þeir bara sagt já og amen)

        Síðan önnur ástæða er að Juventus hefur alveg ótrúlega mikil gæði af sóknarmönnum. Mario Mandžukić, Gonzalo Higuaín, Paulo Dybala og síðast en ekki síst Cristiano Ronaldo meistarann sjálfan sem virðist ekkert ætla að slá af á síðustu metrunum á ferlilnum sínum.

        Auk þess fékk hann (Moise Kean) á sig kynþáttafordóma í leikjum og kannski gæti það spilað inn í. En ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þetta er að ég er enn ekki farinn að trúa þessu. Vonandi stendur Moise Kean undir mínum væntingum. kv. Ari.

  9. Ari G skrifar:

    Til hamingju með þessi leikmannakaup snilldarkaup í sumar. Skil ekki að Everton vilji selja Holgate mundi bíða með það þurfum góða varamenn í vörnina finnst ódýrt að selja hann á 8 millur mundi segja 15-20 millur eðlilegt verð fyrir hann fyrst varnarmaður Leicester kostar 85 millur brjálað verð. Neymar kaupin hefa sprengt upp öll leikmannakaup tvöfalt hræðileg þróun.

  10. Finnur skrifar:

    Rakst á þessa grein á BBC í morgun:

    Moise Kean: How did Everton land deal for superstar youngster?
    https://www.bbc.com/sport/football/49423487