Wigan – Everton 0-0 (vináttuleikur)

Mynd: Everton FC.

Eini leikur Everton á enskri grundu hófst í dag kl. 18:45 en hann var gegn Wigan á þeirra heimavelli, DW Stadium. Everton lék í fyrsta skipti í laxableiku útibúningunum sem við komum til með að sjá á næsta tímabili.

Uppstillingin: Pickford, Digne, Kean, Mina, Coleman (fyrirliði), Delph, Gomes, Bernard, Gylfi, Walcott, Calvert-Lewin.

Varamenn: Lössl, Holgate, Gibson, Pennington, Broadhead, Adeniran, Connolly, McCarthy, Mirallas, Schneiderlin. Davies, Hornby, Foulds, Gordon.

Nokkuð líflegur leikur frá upphafi. Wigan menn fengu fyrsta almennilega færið á 23. mínútu þegar sóknarmaður þeirra náði að snúa af sér varnarmann og ná flottu skoti á mark. Pickford þó vandanum vaxinn. Þeir áttu fínt færi á 28. líka, þar sem fyrrum Everton maðurinn, Antonee Robinson, sendi frá vinstri flotta sendingu fyrir mark Everton en sóknarmaður Wigan náði ekki til hans.

Wigan menn virtust annars ekki líta á þetta sem vináttuleik, því þeir voru ansi aðgangsharðir í fyrri hálfleik. Áttu meðal annars ljóta tæklingu á Gylfa sem hefði getað endað illa og um miðbik fyrri hálfleiks fékk Michael Keane ljótan skurð eftir olnbogaskot og þurfti að skipta honum af velli (fyrir Holgate) til að sauma saman sárið.

0-0 í hálfleik. Wigan örlítið betra liðið í fyrri hálfleik.

Silva skipti inn varaliðinu í seinni hálfleik. Kannski að hluta til vegna þess að aðalliðið var ekki að smella nægilega en mögulega einnig til að forðast meiðsli, enda Wigan menn búnir að vera aðgangsharðir í brotum og héldu því áfram í seinni hálfleik (þmt. ein tækling sem verðskuldaði rautt á vinstri bakvörð Everton, Foulds).

Uppstillingin í seinni: Pickford, Foulds (vinstri bakverði), Holgate, Gibson (miðverðir), Mirallas (hægri bakverði), Schneiderlin, McCarthy (miðjunni), Gordon (vinstri kanti), Davies (í holunni), Broadhead (hægri kanti), Hornby (frammi).

Skiptingarnar höfðu jákvæð áhrif á leikinn en færin létu á sér standa báðum megin. Lössl kom inn á fyrir Pickford á 58. mínútu en ekki mikið markvert sem gerðist í seinni hálfleik. Everton átti fínt skot á mark innan teigs, sem var blokkerað af varnarmanni og að auki eina minnisstæða flotta sendingu frá Foulds af vinstri kanti þar sem Fraser Hornby átti ágætan skalla nálægt marki sem því miður fór rétt yfir.

En 0-0 reyndist niðurstaðan. Næsti vináttuleikur á laugardaginn kl. 11:00, gegn Sevilla á útivelli.

Comments are closed.