full screen background image

Félagaskiptaglugginn – opinn þráður

Mynd: Everton FC.

Félagaskiptaglugginn á Englandi er frá maí til 9. ágúst, ef mér skjátlast ekki og er þessum þráði ætlaði að halda utan um staðfest kaup og sölur sem og slúður, ef þið rekist á eitthvað. Endilega hafið samband í kommentakerfinu ef eitthvað vantar í upptalninguna.

Afraksturinn hingað til:
Leikmenn inn: Jonas Lossl (markvörður).
Leikmenn út: Jonjoe Kenny (lán), Jagielka (samningslaus), Williams (samningslaus), Vlasic (seldur).

2019-06-24 Mán  Skv. frétt á Liverpool Echo er staða vinstri bakvarðarins, Luke Garbutt, athyglisverð. Hann hefur verið á láni hjá Oxford, sem vilja framlengja, en Garbutt er á lokaári síns samnings og gæti endað á frjálsri sölu í lok lánssamnings.
2019-06-23 Sun  Sama gluggavakt (Liverpool Echo) nefnir nú aftur miðjumanninn Maxime Gonalons, en hann hefur áður verið orðaður við Everton (sjá hér að neðan). Nú er hann nefndur sem lánsmaður.
2019-06-23 Sun  Gluggavakt sunnudagsins hjá Liverpool Echo nefnir nokkra: James Justin (21ns árs hægri bakvörður hjá Luton), Diego Llorente (aftur) og Armando Izzo (aftur).
2019-06-23 Sun  Einn sem datt inn seinni partinn í gær í gluggavakt Liverpool Echo: varnarmaðurinn Armando Izzo hjá Torini (27 ára).
2019-06-23 Sun  Einn nefndur í frétt Liverpool Echo: Kieran Tierney, en hann er vinstri bakvörður og velta menn því fyrir sér hvort Marco Silva sé virkilega að leita sér að öðrum vinstri bakverði…  Kannski bara sögusagnir.
2019-06-22 Lau  Skv. frétt á Liverpool Echo hefur Everton áhuga á miðverðinum/miðjumanninum Jean-Philippe Gbamin hjá 05 Mainz en hann er 24ra ára gamall.
2019-06-22 Lau  Maður að nafni Wylan Cyprien (24ra ára sóknarþenkjandi miðjumaður hjá Nice í Frakklandi) var orðaður við Everton í frétt Liverpool Echo í dag. Í sömu frétt er Kurt Zouma sagður hafa mikinn áhuga á að vera seldur til Everton.
2019-06-21 Fös  Skv. frétt á Liverpool Echo er 27 ára hægri bakvörður Atletico Madrid, Santiago Arias, orðaður við Everton og sagt að hann muni kosta 30M punda.
2019-06-20 Fim  Skv. frétt á Liverpool Echo er Everton að skoða sóknarmanninn Lucas Ocampos hjá Marseille en hann á eitt ár eftir af samningi sínum. Á sama stað kemur fram að Moise Kean (nefndur hér að neðan) sé að fara að framlengja sinn samning við Juventus og að Wigan hafi boðið í Antonee Robinson.
2019-06-20 Fim  Skv. grein á Toffeeweb eru samningaviðræður við Chelsea hafnar um Kurt Zouma.
2019-06-20 Fim  Skv. samantekt klúbbsins úr bresku pressunni er Marco Silva með áhuga á Jarrod Bowen (22 ára sóknarmaður). Diego Llorente miðvörður hjá Real Sociedad var einnig nefndur (aftur) og að Henry Onyekuru gæti verið lánsmaður hjá Besiktas, annað árið í röð.
2019-06-20 Fim  Klúbburinn staðfesti í dag söluna á Vlasic.
2019-06-20 Fim  Skv. frétt í Liverpool Echo er Everton að fara að bjóða í Diego Llorente, 25 ára miðvörð Real Sociedad.
2019-06-19 Mið  Klúbburinn staðfesti í dag að samningur Leighton Baines við Everton hefði verið framlengdur um eitt ár.
2019-06-19 Mið  Ari S benti á tvær fréttir (hér og hér, takk Ari) frá Sky Sports um að Everton væri að selja Vlasic til CSKA Moskvu á 14M punda og kaupa Gomes frá Barcelona á 22M punda. Klúbburinn á þó eftir að staðfesta þetta. Til gamans má geta að Vlasic var keyptur til Everton á 8M punda (og lánaður til CSKA Moskva á 3M punda) og Barcelona greiddi 41,7M punda fyrir Gomes árið 2016. Uppfært: BBC er einnig með þessar tvær fréttir  (hér og hér).
2019-06-19 Mið  Samantekt klúbbsins á bresku fréttunum eru á svipaðri línu og það sem fram hefur komið hér.
2019-06-19 Mið  Skv. breska Mail blaðinu er Everton þessa dagana að klára kaup á Gomes fyrir 22M punda. Toffeeweb segja að þetta muni jafnvel nást fyrir helgi. Liverpool Echo birtu jafnframt fína yfirlitsmynd yfir aldurdreifingu leikmanna Everton. Sama blað vitnar í grein frá Argentínu sem segir að Sosa hafi ekki fengið atvinnuleyfi en að verið sé að skoða að kaupa hann samt og lána út. Haris Seferovic (27 ára sóknarmaður Benfica) var jafnframt orðaður við Everton.
2019-06-18 Þri  Skv. samantekt klúbbsins úr bresku pressunni er Everton við það að fara að bjóða í sóknarmann Juventus, Moise Kean (19 ára, eins og fram hefur komið hér áður) og gæti einnig verið að skoða miðjumanninn Mohammed Kudus. Nokkrir voru einnig nefndir í frétt Liverpool Echo til að veita Coleman samkeppni í stöðu hægri bakvarðar og (í þessari frétt) var útlistað hverjir gætu verið á leið frá félaginu. Skv. þessari frétt (allt frá sama blaði) var bresku atvinnuleyfi fyrir Santiago Sosa hafnað og enn ein fréttin frá þeim sagði að Everton væri að skoða miðjumanninn Donny van de Beek hjá Ajax. Sömuleiðis að Besiktas hefðu boðið 2M punda til að fá Lookman að láni og Haris Seferovic var einnig orðaður við Everton.
2019-06-17 Mán  Skv. frétt á Toffeeweb er Everton að bjóða í miðjumanninn Thiago Mendes hjá Lille. Samantekt klúbbsins úr bresku pressunni er annars hér. Mörg nöfn voru nefnd þar.
2019-06-15 Lau  Nokkur nöfn nefnd í dag í Liverpool Echo: miðjumaðurinn Ibrahim Sangare, varnarmaðurinn Adrien Tameze (25) og markvörðurinn Jasper Cillessen hjá Barcelona.
2019-06-14 Fös  Liverpool Echo vísa í tíst frá Paul Brown (íþróttafréttamanns sem skrifar fyrir Daily Star, Express og Mirror) um að Everton sé við það að klára kaupa á Andre Gomes fyrir jafnvel minna en 26M punda. Í sömu frétt er Ibrahim Sangare (miðjumaður, 21 árs) orðaður við Everton, Gana Gueye við Man United og Lookman við Besiktas.
2019-06-13 Fim  Liverpool Echo orða nú sóknarmanninn Marcus Thuram (21 árs) við Everton en hann mun, að sögn, vera falur fyrir 7M punda í sumar. Varnarmaðurinn Carlos Cuesta var einnig orðaður við Everton.
2019-06-13 Fim  Skv. frétt í Liverpool Echo er Everton að íhuga kaup á framherjanum unga (19) Moise Kean hjá Juventus.
2019-06-13 Fim  Staðfest leikjaplan fyrir næsta tímabil er klárt. Sjá hér.
2019-06-12 Mið  Ekkert nýtt að frétta á leikmannamarkaðnum, þannig að rétt að minnast á að klúbburinn birti tilkynningu um hvenær vináttuleikirnir verða spilaðir í sumar. Skemmst frá því að segja að fjörið byrjar sunnudaginn 7. júlí en síðasti leikurinn er 3. ágúst. Leikjaplan fyrir næsta tímabil í Úrvalsdeildinni verður gefið út á morgun.
2019-06-12 Mið  Bertrand Traore og Malcolm nefndir í Liverpool Echo grein.
2019-06-12 Mið  Í samantekt Everton úr bresku pressunni er einn leikmaður nefndur: Alexis Claude-Maurice (sóknarmaður).
2019-06-12 Mið  Liverpool Echo tilgreinir ýmis nöfn tengd Everton: Denis Bouanga (kantmaður), Jean-Philippe Mateta (sóknarmaður), Maxime Gonalons (miðjumaður), Danny Rose (varnarmaður), Djene Dakonam (varnarmaður).
2019-06-11 Þri  Liverpool Echo segirDanny Drinkwater (miðjumaður), Salomon Rondon (sóknarmaður), Callum Wilson (sóknarmaður), David Neres (kantmaður) og Gregoire Defrel (sóknarmaður) séu orðaðir við Everton.
2019-06-11 Þri  Fjölmiðlasamantekt fyrir mánudag (einn nefndur: Djene Dakonam, miðvörður) og þriðjudag (nokkrir nefndir).
2019-06-10 Mán Klúbburinn staðfesti lán á Jonjoe Kenny, sem fer til Schalke 04 í Þýskalandi.
2019-06-08 Lau  Liverpool Echo telja að Everton sé að skoða ungliðann Adolfo Gaich, hjá San Lorenzo í Argentínu.
2019-06-07 Fös  Klúbburinn staðfesti í dag komu Luis Boa Morte, sem verður aðstoðarmaður Marco Silva.
2019-06-07 Fös  Listinn yfir leikmenn sem eru með lausan samning og yfirgefa félagið var birtur í dag. Ashley Williams (34ra ára) og Phil Jagielka (36) er á þeim lista auk nokkurra úr akademíunni: Mateusz HeweltJoe Hilton, Chris Renshaw (allir þrír markverðir), og útileikmennirnir Harry Charsley, Boris Mathis,  Shayne Lavery, Jack Kiersey, Danny Bramall og Joe Hilton.
2019-06-07 Fös  Klúbburinn staðfestiCon Ouzounidis úr Everton U23 hefði skrifað undir árs samning og í kjölfarið kom samantektin úr bresku pressunni.
2019-06-06 Fim  Liverpool Echo tóku saman lista yfir nokkra leikmenn sem gætu komið til greina í miðvarðarstöðunni sem Phil Jagielka skilur eftir sig.
2019-06-06 Fim  Þetta væntanlega félagaskiptum væntanlega aðeins óbeint, en klúbburinn tilkynnti að Farhad Moshiri hefur keypt 8.6% hlut í Everton af Grantchester fjölskyldunni og jók þar með hlut sinn í Everton FC úr 68.8% í 77.2%. Eftir kaupin á Bill Kenwright 5% (eftir sem áður) og um 17% eru í eigu annarra, skv. samantekt Liverpool Echo.
2019-06-06 Fim  Hér er svo fjölmiðla-samantekt fimmtudagsins frá klúbbnum.
2019-06-05 Mið  Hér er samantekt klúbbsins úr ensku pressunni.
2019-06-05 Mið  Hér er flott grein frá Toffeeweb um Phil Jagielka.
2019-06-05 Mið  Ýmislegt að frétta í dag. Baines hefur verið boðinn árs framlenging á samningi, skv. frétt Sky Sports, Tosun meiddist með landsliði Tyrkja og Louis Boa Morte verður aðstoðarmaður Marco Silva, skv. frétt Sky Sports. Hann tekur við af Joao Pedro Sousa sem gerðist stjóri Famalicao í Portúgal.
2019-06-04 Þri  Klúbburinn staðfestiMatty Foulds, sem vann Premier League 2 titilinn með U23 ára liðinu, hefði undir framlengingu á samningi sínum til eins árs (sumar 2020).
2019-06-04 Þri  Klúbburinn staðfesti í dag að nýyfirstaðið tímabil hefði verið það síðasta fyrir Jagielka en hann er 36 ára gamall. Það er mikil eftirsjá af honum enda er hann búinn að vera félaginu frábær þjónn og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.
2019-06-04 Þri  Bæði Toffeeweb og Liverpool Echo segja að River Plate hafi tekið tilboði Everton upp á ca. 13.5M punda í Santiago Sosa, með þeim fyrirvara þó að atvinnuleyfi fáist. Sousa er varnarsinnaður miðjumaður og er núna á HM U20 með Argentínu.
2019-06-03 Mán  Liverpool Echo tóku saman nokkuð langt yfirlit yfir leikmenn sem eru mögulega á radarnum.
2019-05-25 Lau  Skv þessu eru líkur á að Danny Welbeck (28 ára) sé á leiðinni á frjálsri sölu.
2019-05-24 Fös  STAÐFESTJonas Lossl skrifaði undir til þriggja ára. Hann er þrítugur markvörður sem kemur frá Huddersfield, eins og fram hefur komið.
2019-05-19 Sun  Skv. frétt Sky Sports er Everton að semja um launakjör hjá danska markverðinum Jonas Lossl, sem lék með Huddersfield á nýyfirstöðnu tímabili en er nú laus undan samningum við þá. Honum er ekki ætlað að fara beint í liðið, heldur veita Pickford meiri samkeppni.
2019-05-19 Sun  Skv. annarri frétt á Sky Sports hefur Everton mikinn áhuga á að festa kaup á sóknarmanninum Aleksandar Mitrovic en hann lék með Fulham á tímabilinu, sem féllu eins og þekkt er. Hann kom til þeirra á láni frá Newcastle seinni hluta tímabilsins þar á undan og hafði afgerandi áhrif á að þær kæmust upp í Úrvalsdeildina með 12 mörk í 17 leikjum. Mitrovic skoraði 11 mörk, eða rétt tæpan helming allra marka Fulham í Úrvalsdeildinni á tímabilinu en hver veit hversu langt hann myndi ná með betra lið á bak við sig.
2019-05-19 Sun  Sky vill annars meina að Everton vilji styrkja liðið í eftirtöldum stöðum: markmann, miðvörð (Zouma?), hægri bakvörð, miðjumann (Gomes?), kantmann og sóknarmann. Ljóst er að félagið þarf jafnframt að losa sig við ansi marga leikmenn á jaðrinum til að minnka launakostnaðinn, til dæmis Mirallas, Ramirez, Bolasie, Niasse, Besic, Martina og mögulega fleiri. Það verður líklega sérstaklega erfitt að losna við suma af þessum leikmönnum (Ramirez) en forgangsatriði er að ná niður launakostnaðinum til að hægt sé að greiða leiðina fyrir leikmenn sem passa betur í plönin og svo að uppbyggingin geti haldið áfram. Tosun hefur jafnframt átt erfitt tímabil og Walcott sömuleiðis, en sá síðarnefndi byrjaði ferilinn með Everton frábærlega en hefur dalað mikið síðan. Spurning hvað framtíðin beri í skauti sér fyrir þá.
2019-05-19 Sun  Í lokin er hér gott uppgjör á síðasta tímabili.

Þar með er þetta líklega upp talið í bili! 🙂 En við munum uppfæra þessa frétt þegar meira er vitað (sjá efst í upptalningunni). Endilega látið vita ef þið heyrið eitthvað.

Eftir lok gluggans getur Everton (sem og önnur ensk lið) áfram selt og lánað leikmenn til annarra landa, svo framarlega sem opið sé fyrir félagaskipti í viðkomandi landi en næsti enski félagaskiptagluggi opnar á miðnætti á nýársdag.

19 Athugasemdir

 1. Ari S skrifar:

  Svo las ég skemmtilegt slúður í morgun um að Timo Werner myndi koma til Everton í skiptum fyrir Lookman en þá þyrftum við að borga í milli. Fín skipti þar og maður má láta sig dreyma.

  RB Leipzig var á eftir Lookman á síðasta tímabili en síðan þá hafa þeir skipt um stjóra sem er kominn til Southampton. Talið er að Lookman verði notaður sem beita fyrir Timo Werner. Nokkuð ljóst að þetta yrðu flott skipti.

  Hafa ber í huga að þetta er slúður og ennþá ekkert annað en það.

  Í sambandi við Mitrovich þá vil ég hann ekki, held hann sé ekki mikið betri en Tosun með fullri viðrinu fyrir tosun. Mitrovich er sennilega bara meiri fauti og kemst áfram á því.

 2. Gunnþòr skrifar:

  Sammála þér Ari.

 3. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Jonas Løssl fyrstur inn um gluggann þetta sumarið, hvernig líst ykkur á það?
  Ég held að hann sé ágætis varaskeifa fyrir Pickford en hann er ekkert að fara að veita honum eitthvað meiri samkeppni en Stekelenburg.
  Annars las ég viðtal við stuðningsmann Huddersfield í gær og það stakk mig nokkuð að hann sagði Løssl hafa verið til vandræða eftir HM en kappinn fór víst fram á nýjan samning og var með miklar launakröfur en var hafnað.
  Það fór víst alls ekki vel í hann. Vonandi verður hann til friðs hjá okkur.

 4. Einar Gunnar skrifar:

  Úrvalsdeildarliðin eyddu 1.240 milljónum punda í sumarglugganum í fyrra. Líklega er það tilviljun að það lið sem eyddi mestu eða 177 milljón punda vann meistaradeildina í ár en það lið sem eyddi ekki pundi, tapaði. Á sama tíma verslaði Everton fyrir 89 milljón punda. Hvað má lesa út úr þessu?

  Ef satt er að það eigi að sópa um 15 leikmönnum út, þá verður veskið að ráða við kaup á leiðmönnum í hillum hjá Selfridges og jafnvel Harrods. Primark útsölur eru ekki lengur á vetur setjandi.

  • Orri skrifar:

   Sæll Einar.Þarna er ég þèr hjartanlega sammála ekki kaupa bara til að kaupa heldur að velja réttu mennina.

 5. Ari G skrifar:

  Jagielka að fara. Á eftir að sakna hans var stórkostlegur hjá okkur. Þurfum að stiga varlega að kaupa ekki of marga leikmenn og losa okkur við nokkra.

 6. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Þessi fífl gerðu það aftur. Það er oft talað um að í öllum stuðningsmannahópuum séu svartir sauðir sem koma óorði á aðra og er jafnan talað um að svona fífl séu í miklum minnihluta. Ég held að því sé klárlega þveröfugt farið hjá stuðningsmönnum Liverpool.
  https://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/iconic-everton-tower-vandalised-second-16379741

 7. Ari S skrifar:

  Ashley Williams verður látinn laus í vikunni.

 8. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Þá er einn farinn út um dyrnar. Johnjoe Kenny lánaður til Schalke út næsta tímabil.

 9. Ari S skrifar:

  Eg hef lesið að Moise Kean komi að láni og finnst eins og að það sé líklegra því þessi leikmaður er einn sá allra efnilegasti í boltanum. Spennandi kostur en auðvitað er hann ekkert að fara að leiða liðið okkar framávið, held ég.

 10. Ari S skrifar:

  Er David Neres að fara að koma til Everton?

  Það væri hreint út sagt frábært.

 11. Ari S skrifar:

  Í dag verður skrifað undir tvo samninga. Nikola Vlašić mun skrifa undir hjá CSKA Moscow, söluverð er talið vera um 14 milljónir punda. Everton keypti leikmanninn á 10 milljónir punda. Fengu 3 milljónir þegar hann var lánaður til CSKA Moscow í fyrra.

  Þá verður André Gomes keyptur til félagsins frá Barcelona í dag. Kaupverð er talið vera um 22 milljónir punda sem er að mínu mati mjög góður business fyrir Gomes.

  Þetta kom fram á Sky News í dag og ef það kemur fram þar þá er það nokkuð öruggt (svona 95%) þó að aldrei er samningur 100% fyrr en búið er að skrifa undir.

  Kær kveðja, Ari.

Leave a Reply

%d bloggers like this: