Tottenham – Everton 2-2

Mynd: Everton FC.

Lokaleikur tímabilsins er á útivelli á nýjum leikvangi Totteham en flautað verður til leiks kl. 14:00 að íslenskum tíma. Ljóst var fyrir leik að nokkrir leikmenn væru annaðhvort tæpir eða meiddir, eins og Richarlison, Coleman og Calvert-Lewin en enginn þeirra verður með í dag.

Uppstillingin: Pickford, Digne, Mina, Keane, Zouma, Gueye, Schneiderlin, Bernard, Gylfi, Walcott, Tosun.

Varamenn: Stekelenburg, Baines, Jagielka, Kenny, Gomes, Davies, Lookman.

Mér sýnist af uppstillingunni sem Silva ætli að spila 3-5-2 (mögulega 3-4-2-1) á móti Tottenham, með Digne og Walcott sem wing-backs.

Það var ekki alveg kveikt á öllum ljósum í vörninni hjá Everton í upphafi leiks, því Tottenham menn skoruðu strax á 4. mínútu. Varnarmistök eftir horn og boltinn féll svo vel fyrir Dier inni í teig sem potaði framhjá Pickford. 1-0 Tottenham.

Keane átti flottan skalla á mark eftir aukaspyrnu utan af velli frá Gylfa, en Lloris vandanum vaxinn. Deli-Alli átti svo flott skot fyrir Tottenham, en rétt yfir slána.

Fyrsta skot Everton kom á 20. mínútu en það kom frá Walcott, þar sem boltinn barst nokkuð óvænt til hans. Hann var fljótur að hugsa og náði að slengja fæti í boltann, sem var að renna framhjá og náði þar með skoti á mark en ekki með neinum krafti.

En það lifnaði aðeins yfir Everton við þetta færi, eftir dapra byrjun á leiknum. Bernard átti síðar flott skot innan teigs stuttu síðar, en Lloris varði auðveldlega út við stöng, alveg niður við jörð. Gylfi átti svo fínt skot utan teigs eftir um hálftíma leik, en Lloris varði vel.

Everton átti svo góðan sprett undir lok hálfleiks og hótaði marki, fyrst með aukaspyrnu frá Digne og svo hornspyrnu, en vörn Tottenham hélt þeim í skefjum. 1-0 í hálfleik.

Fyrri háleikur tíðindalítill til að byrja með — svo ekki sé meira sagt. Eiginlega svo mikið svo að maður fór óhjákvæmilega að fylgjast með leik City og Brighton svona til hliðar, enda augu allra þar (til hamingju City!!). En það dró aldeilis til tíðinda í okkar leik eftir tvöfalda skiptingu Silva.

En áður en það gerðist, setti Tosun Bernard inn fyrir á 58. mínútu en skotið frá Bernard fór rétt framhjá vinstri stönginni. Hefði átt að gera betur þar.

Tvöfalda skipting Silva kom á 65. mínútu og komu þá Gomes og Lookman inn á fyrir Gueye og Bernard — og Everton náði að jafna skömmu síðar. Lookman rakti boltann að vítateig, dró að sér leikmenn, sendi svo á Gylfa sem framlengdi á Walcott hægra megin í teig. Hann tók netta gabbhreyfingu á varnarmann Tottenham og skaut í stöngina fjær og inn. Staðan orðin 1-1!

Örskömmu síðar var Everton svo komið yfir! Keane náði skalla að marki eftir hornspyrnu og frákastið beint til Lookman sem náði ekki almennilegu skoti á mark, en Tosun í miðri þvögu náði einhvern veginn að koma böðla boltanum yfir línuna og Everton þar með komið 1-2 yfir!

En Tottenham menn jöfnuðu jafn harðan, og í þetta skiptið beint úr aukaspyrnu frá Eriksen. 2-2. Og þar við sat. Jafntefli niðurstaðan. Leicester tókst ekki að nýta sér þetta, því þeir gerðu jafntefli á heimavelli gegn Chelsea og Everton því í 8. sæti eftir leikinn.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (5), Digne (7), Zouma (6), Mina (5), Keane (6), Schneiderlin (7), Gueye (6), Bernard (6), Sigurdsson (6), Walcott (6), Tosun (6). Varamenn: Gomes (6), Lookman (6). Þrír með sjö hjá Tottenham, annars 6 á línuna.

6 Athugasemdir

  1. Ari S skrifar:

    Everton slappirí byrjun en hafa lagast aðeins þegar á leiðleikinn.

    Menn virðast eitthvað vera annars hugar stundum og ekki bara Tottenham leikmenn sem að leka til úrslita í Meistaradeild Evrópu eftir nokkra daga, heldur líka Everton leikmenn sem að virðast stundum ekki vaknaðir.

    Góðir kaflar hafa sést en alls ekki nóg til að skora. Vonandi vakna menn til lífsins í síðari hálfleiknum. k.v. Ari S.

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að við hefðum átt að vinna þennan leik. Þetta var ekkert nema óheppni og klaufaskapur.

  3. Teddi skrifar:

    Season-ið framar vonum eftir bratta brekku um miðjan vetur.

    Takk fyrir skrifin á síðunni enn eitt tímabilið.

  4. Orri skrifar:

    Ég er ánægður með ritstjórnina á síðuni,en hundfúll með gengið í vetur en takk fyrir samskiptin hér í vetur.

  5. Gunni D skrifar:

    Fulham leikurinn var skandall, það munarum hann núna.