Everton – Burnley 2-0

Mynd: Everton FC.

Everton lék við Burnley í kvöld, í síðasta heimaleik Everton á tímabilinu og skemmst er frá því að segja að Everton skilaði sínu í 2-0 sigri.

Uppstillingin: Pickford, Digne, Keane, Zouma, Coleman (fyrirliði), Gueye, Schneiderlin, Bernard, Gylfi, Richarlison, Calvert-Lewin.

Varamenn: Stekelenburg, Baines, Jagielka, Davies, Walcott, Lookman, Tosun.

Meistari Ari S sá um skýrsluna í fjarveru ritara og kunnum við honum bestu þakkir. Gefum honum orðið…

Everton byrjaði leikinn mjög vel, allt frá fyrstu mínútu og Gylfi mjög frísklegur á þessum mínútum. Á 16. mínútu fær DCL boltann á hægri kantinum og hleypur með hann inn á miðjuna, gefur á Gylfa sem stendur kyrr (gamli góði þríhyrningurinn) og leggur boltann glæsilega fyrir Richarlison sem skorar af löngu færi með vinstri-fótar skoti, mjög glæsilegt mark svo ekki sé meira sagt.

Þulurinn var að segja að þetta hefði verið sjálfsmark hjá Ben Mee en samt sem áður var þetta glæsilegt skot frá Richarlison. En… staðan 1-0 eftir 17 mínútna leik.

Stuttu síðar átti Lucas Digne skot af löngu færi sem markmaðurinn varði en Coleman vakandi og skallaði boltann í opið markið. Hann var greinilega EKKI rangstæður og staðan orðin 2-0 eftir 20 mínútur.

Everton átti sókn sem endaði með fyrirgjöf frá Digne á skallann á DCL en yfir. Westwood fékk gult spjald fyrir gróft brot á Schneiderlin.

Everton leikmenn orðnir frekar rólegir undir lokin en samt betri en andstæðingarnir og allar sóknir Burnley enduðu hjá Everton vörninni sem er orðinn ansi örugg… frábær fyrri hálfelikur hjá okkar mönnum og vonandi verða þeir áfram frískir í þeim seinni…

2-0 í hálfleik.

Á 47. mínútu er löng sending upp kantinn, Schneiderlin rennur í boltann og vinnur horn sem endaði með skalla sem var ekki hættulegur.

Stuttu síðar þá liggur Richarlison í grasinu og greinilegt að hann finnur til í rifbeininu. Trúlega er hann kominn í sumarfrí blessaður drengurinn en hann hefur átt fínt tímabil og greinilegt að hann hefur tekið framförum sem er gott fyrir Everton.

Skipting óumflýjanleg og inn á kemur Theo Walcott á 48. mínútu…

Hröð sókn hjá Everton á 63. mínútu sem endaði með skoti frá DCL en hátt yfir. Ekkert sérstaklega gott skot. Strax eftir þetta átti Everton hörkusókn en inn vildi boltinn ekki og markvörður þeirra (eða vörnin) varði í tvígang, stíf presa hjá Everton þá stundina.

Á 72. mínútu kemur Lookman inn á fyrir Bernard, sem er búinn að standa sig vel og fær standandi lófaklapp frá stuðningsmönnum. Kannski voru þeir líka að klappa fyrir tímabilið, þar sem þetta var hans fyrsta hjá félaginu. Búinn að standa sig vel í heildina og kom frítt!

Everton voru heppnir að fá ekki á sig vítaspyrnu þegar Keane virtist ýta á bakið á einum leikmanni Burnley en sennilega var þetta þó utan teigs og Everton samt heppnir að sleppa við dóm þarna. Síðan átti Lookman hættulegt skot á markið en ég sá ekki hvort að markmaðurinn varði eða að boltinn fór í slána.

Á 89. mínútu kom léleg hornspyrna frá Digne, sem endaði hreinlega bara með sókn frá Burnley en Zouma eftir sem áður mjög traustur og skallaði burt.

Í uppbótartíma var Gylfa skipt út af fyrir Philip Jagielka, sem er trúlega að leika sinn síðasta leik fyrir félagið og fékk hann tilskylda virðingu frá stuðningsmönnum og standandi lófaklapp. Takk fyrir allt saman Mr. Captain!

Burnley voru frískir á köflum en máttlausir við mark Everton þar sem vörnin var að standa sig afar vel og sérstaklega voru miðverðirnir tveir flottir.

2-0 niðurstaðan. Svo mörg voru þau orð og við þökkum Ara kærlega fyrir að leysa ritara af með bókstaflega engum fyrirvara.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Coleman (7), Zouma (6), Keane (6), Digne (6), Schneiderlin (6), Gueye (6), Richarlison (8), Sigurdsson (7), Bernard (7), Calvert-Lewin (7). Varamenn: Walcott (5), Lookman (6). Richarlison valinn maður leiksins. Svipaðar einkunnir hjá Burnley, fyrir utan það að enginn náði upp fyrir 7 og einn fékk 5. Jóhann Berg með 7 í einkunn.

3 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Lenti í smá tæknilegum örðuleikum með þessa færslu. Biðst afsökunar ef einhver komment duttu út. Takk aftur, Ari, fyrir skýrsluna!

  2. Finnur skrifar:

    Mér sýnist á þessari heiðursskiptingu (og af öllu sem á undan er gengið) afar líklegt að Jagielka sé á leið frá félaginu eftir Tottenham leikinn. Eitt ár í framlengingu á samningi kæmi mér eiginlega á óvart í ljósi þess að hann verður 37 ára í sumar og í þeim fáu leikjum sem hann hefur spilað upp á síðkastið hefur hann verið skugginn af sjálfum sér (Arsenal leikurinn undantekning). Heilt yfir hefur hann reynst félaginu frábær kaup og það er mikil eftirsjá af honum en ég held að þessu verði slúttað þessu núna.

    Margar skemmtilegar minningar sem fylgja honum. Hér er ein:

  3. Finnur skrifar:

    Kurt Zouma er í liði vikunnar að mati BBC:
    https://www.bbc.com/sport/football/48171718