Fulham – Everton 2-0

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Pickford, Digne, Jagielka, Zouma, Coleman, Gueye, Gomes, Bernard, Gylfi, Richarlison, Calvert-Lewin.

Varamenn: Stekelenburg, Baines, Keane, Walcott, Tosun, Davies, Lookman.

Pínu shaky byrjun hjá Everton en þeir efldust eitthvað er á leið. Engin almennileg færi þó, fyrr en á 21. mínútu þegar Fulham fengu tvö færi í röð eftir hornspyrnu. Það fyrra sérlega gott, skalli á mark af stuttu færi en Pickford varði meistaralega. Þeir áttu svo skot í slá á 42. mínútu. Lítið að gerast í framlínu Everton sem áttu frekar slakan fyrri hálfleik.

Everton með eitt upplagt færi undir lok hálfleiks þegar Coleman sendi fyrir en Calvert-Lewin náði ekki að stýra boltanum á mark.

0-0 í hálfleik. Breytinga þörf.

Umfjöllunin um seinni hálfleik verður því miður lítilfjörleg, þar sem ritari þurfti frá að víkja og ekki náðist í varamann. Skilst á Ara að leynigesturinn á Ölveri ætli að senda smá pistil um seinni hálfleik. Uppfæri þessa síðu þegar ég fæ það í hendurnar.

Í millitíðinni eru hér einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Coleman (5), Digne (5), Zouma (5), Jagielka (4), Gueye (5), Gomes (5), Bernard (6), Sigurdsson (4), Richarlison (4), Calvert-Lewin (5). Mitrovic hjá Fulham valinn maður leiksins.

21 Athugasemdir

  1. þorri skrifar:

    topp leikur Fullham-0 Everton 3 bara pottét

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Fulham hafa oft verið erfiðir heim að sækja fyrir Everton, þeir eru fallnir og engin pressa á þeim og eins og er þá eru þeir líklegri til að skora. Held að þetta mini run okkar endi í dag, 1-0 fyrir Fulham.

  3. GunniD skrifar:

    Hvað er Móri að gera á pöllunum? Leita að vinnu?

  4. Gestur skrifar:

    Djö…. er Everton lélegir í þessum leik, alveg til skammar.

  5. GunniD skrifar:

    Skelfilegt.

  6. þorri skrifar:

    alveg ömurlegt.Í álvöru talað hvað getur verið að hjá okkur er það teimið eða leikmennirnir eða hvað getur einhver sagt mér það því ekki veit ég það

  7. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta var alveg týpískt fyrir Everton.
    Hefðum getað náð sjöunda sætinu en klúðruðu því með stæl eins og venja er.
    Alla vikuna er maður búinn að lesa viðtöl eða greinar þar sem leikmönnum og þjálfara er hrósað í hástert, þar sem talað er um að viðsnúningur hafi orðið á gengi liðsins og nánast gefið í skyn að það sé bara formsatriði að hirða sjöunda sætið því liðið sé það gott og komið á beinu brautina. Það bregst ekki að þegar svoleiðis tal fer að heyrast, þá kippir liðið mönnum snarlega niður á jörðina með einhverri svona rusl frammistöðu.

    • Ari S skrifar:

      Hjartanlega sammála þér Ingvar. Þetta eru þvílík vonbrigði af því að liðið var búið að vera gott undanfarið og svo kemur þetta! Ég fór á Ölver í fyrsta sinn í langan tíma, það var fámennt en góðmennt. Þeir virðast ekki getað unnið leik þegar ég mæti á Ölver…

      • Ari S skrifar:

        Finnur það var gaman að hitta þig og leynigestinn. En því miður þurftir þú að fara. Leynigesturinn lofaði að skila pistli 😉

        • Ari S skrifar:

          Ég er honum sammála í einu og öllu. Og það áður en pistillinn kemur.

          • Diddi skrifar:

            sælir, ég kom við hjá Ara vini mínum og við ákváðum að fara á Ölver þar sem við bjuggumst við að hitta fullt af jákvæðum og bjartsýnum Tonurum en Finnur var sá eini af ykkur sem sá sér fært að mæta og þurfti svo að yfirgefa samkvæmið í hálfleik. Finnur bað Ara að sjá um leikskýrslu og hann tók það að sér og hann verður að standa við stóru orðin og græja skýrsluna. Mér finnst ég ekkert meiri leynigestur en Ari en munurinn á okkur er sá að liðið vinnur oftast þegar ég mæti á Ölver. En sem sagt AriS gjörðu svo vel 🙂

          • Ari S skrifar:

            Sæll Diddi og takk fyrir síðast,

            Mér fannst leikurinn svo slakur að ég reyni að gleyma honum. Sér í lagi þeim síðari. Ég var svo viss um að við myndum vinn aí þessum leik og það sérstaklega eftir þrjá leikina þar á undan. Það var enginn leikmaður í liðinu sem að stóð sig vel aðeins Bernard sýndi takta en það skilaði engu þannig að hann stóð sig ekki heldur vel.

            Mér þótti það skrýtið (nú ég er pínu svona vitur eftirá) hjá þjálfara liðsins að setja Jagielka inn í liðið og láta Keane verma bekkinn en kannski er það góð ástæða og hugsanlega hefur þjálfarinn veirð að gefa honum hvíld eftir lasleikan um daginn.

            Chelsea, West Ham og Arsenal sem að allir unnust og þess vegna var það skyldusigur gegn Fulham sem er fallið. Vonbrigði mín eru mikil eftir þetta og fara jafn hátt á skalanum og væntingar mínar fóru í hinum skalanum fyrir leik Ér ég enn að reyna að gleyma leiknum.

            Hins vegar þá er ljóst eftir þennann leik (ég man ekki eftir neinu atviki sem vert er að minnast á) að við erum alls ekki tilbúnir í Evrópukeppnina. Og erum ekki einu sinni á leið í hana í sumar. Watford er með jafnmörg stig og Everton en eiga tvo leiki til góða og eru miklu líklegri en við að ná 7. sætinu.

            Já þetta með leynigestinn var skyndihugdetta hjá mér. að sjálfsögðu vorum við báðir leynigestir Diddi minn 🙂 Það var gaman að hitta þig en ég hefði viljað sjá fleiri á Ölver en það bíður betri tíma.

            Mér finnst þetta svona leikur þar sem að við getur lært af og þá sérstaklea að Silva vinur okkar læri af honum. annað er stórskrýtið ef hann gerir það ekki. Næsti leikur er massívur (eru þeir það ekki allir?) og ef að Silva og leikmönnunum tekst að endurvekja neistann sem þeir sýndu í leikjunum gegn Chelsea, West Ham og Arsenal þá er ég ekki í vafa um að við vinnum þann leik.

            Kær kveðja, Ari S.

          • Diddi skrifar:

            við hebbbðum betur farið uppí hesthúsið þitt til að kemba hestunum. Það hefði allavega skilið eitthvað eftir sig 🙂

        • Ari S skrifar:

          Það má gera það seinna… 🙂

  8. Diddi skrifar:

    að mínu mati er eiginlega eitt orð sem dugar í seinni hálfleikinn og þarf ekkert að orðlengja hann og það er DRULLA 🙁

  9. Gunnþòr skrifar:

    DIDDI VINUR MINN SAMMÁLA. ☻

  10. Elvar Örn skrifar:

    Líklega eini leikurinn í vetur sem ég missti af (sökum fermingar) en virðist hafa verið bara besta mál.
    Greinilega öfugt við það þegar ég fór á Goodison og sá Everton vinna Chelsea þar sem sá leikur líklega sá skemmtilegasti á að horfa á aydir þessa leiktíð.
    Nú er bara að rífa liðið upp og taka United heima.
    Sammála Ingvari að alltaf þegar liðið á góðan séns að komast í góða stöðu þá klúðra þeir því. Verður erfitt að ná 7 sæti uppúr þessu en samt smá séns.
    Skil ekki þegar menn vilja ekki komast í Evrópu keppnina því þá þarf klúbburinn að breikka hópinn.
    Tökum stöðuna eftir leikinn gegn United sem voru daprir gegn Barcelona í kvöld.

    • Ari S skrifar:

      Auðvitða vil ég að Everton komist í evrópukeppnina. Þegar ég segi að við séum ekki tilbúnir þá á ég að sjálfsögðu við það sama og þú segir Elvar minn. Að við þurfum að breikka hópinn. Ég held að allir Everton stuðnningsmenn vilji komast í evrópukeppnina. Bara svona til að skýra út mitt mál 😉

      Held samt að það sé enginn stuðningsmaður hérna sem að vill ekki Everton í evrópukeppnina.

      Kær kveðja, Ari.

      • Elvar Örn skrifar:

        Ari, ég var ekki að vitna í neinn hér, bara almenn umræða Everton aðdáenda, ekki síður í UK.
        Ég var reyndar að horfa á Fulham Everton núna og ég hélt fyrirfram að Jagielka hefði tapað þessum leik (miðað við umræðu) en það var víðs fjarri. Allt í járnum fyrstu 30 mínútur og svo bara fjaraði undan. Fannst Coleman einna verstur og heilt yfir voru menn bara ekki að spila vel.
        DCL fékk tvö alvöru færi sem hann nýtti ekki og því miður á hann bara aðeins í land. Fannst ótrúlegt að Silva hafi ekki skipt mönnum inná fyrr en svo sem ekki að búast við miklu af Walcott, Tosun eða Lookman.
        Vinnum United og þeim er fyrirgefið.
        Gomez brotið kostar 3ja leikja bann en aðrir leikmenn með svipuð brot í betur sleppa bara. Vil McCarthy frekar en Davies í byrjunarlið Everton.

        • Ari S skrifar:

          Fyrirgefðu miskilninginn í mér Elvar… 🙂

          Já það væri gaman að sjá McCarthy í liðið aftur, hann á skilið að sýna sig aðeins eftir endurkomu hans úr meiðslum. Kv. Ari.

        • Diddi skrifar:

          „aðrir með svipuð brot“? það væri gott að sjá þau brot sem hafa verið svipuð og þetta og hafa sloppið. Þetta var ógeðslegt brot sem á ekki að sjást í íþróttum eða nokkrum öðrum mannlegum samskiptum.