full screen background image

Cardiff – Everton 0-3

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin fyrir Cardiff leikinn: Pickford, Digne, Jagielka, Coleman, Gueye, Schneiderlin, Richarlison, Gylfi, Walcott, Calvert-Lewin.

Varamenn: Stekelenburg, Mina, Kenny, Gomes, Bernard, Lookman, Tosun.

Leikskýrslan í dag er í boði Haralds meistara og formanns.

Sælir félagar, það var áhugavert að sjá Jags í byrjunarliðinu á undan Mina þar sem Zouma er í banni. Einnig byrjar Schneiderlin, sem kemur á óvart. Það er kominn tími á að vinna fótboltaleik og byggja upp sjálfstraust fyrir komandi leik gegn Liverpool.

Strax á sjöundu mínútu fékk Bacuna gult spjald fyrir brot á Richarlison en byrjunarmínútur leiksins voru rólegar þó við værum með yfirhöndina í leiknum. Morrison fékk svo einnig gult spjald á fjórtándu mínútu fyrir brot á Calvert-Lewin.

Næstu mínútur spilaðist leikurinn teigana á milli. Bakverðir liðsins báru af í fyrri hálfleik ásamt Gana Gueye. Áttum ágætis skot um miðjan hálfleik, svo á 41. mínútu kom eitthvað fyrir okkur. Gylfi skorar eftir frábæra sendingu frá Coleman og er þá Gylfi orðinn markahæsti Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi með 56 mörk. Staðan því 1-0 í hálfleik það eina sem mér fannst að var að við vorum gefa of mikið af innköstum fyrir Aron Einar djúpt á okkar vallarhelmingi.

Upphaf seinni hálfleiks leit vel út fyrir okkar menn. Þegar fimm mínútur eru liðnar af seinni fékk Digne gult. Þegar þar er komið finnst mér Richarlison vera einhver slakasti leikmaður vallarins, of mikið á rassgatinu eða að fleygja sér niður. Á 60 mínútu er honum svo skipt af velli fyrir Bernard. Sex mínútum síðar kemur svo frábært mark frá Gylfa þar sem hann tekur frákast utarlega í teignum og hamrar boltanum í netið.

Þetta lítur vel út fyrir okkar menn, Calvert-Lewin mjög öflugur en kannski ekki nægileg markhætta frá honum.

Á 82. mínútu kom Lookman inn fyrir Theo Walcott og enn einu sinni sýnir Walcott okkur að hann er ekki alveg maður til að vera byrja leiki í þessu liði.

Á 88. mínútu kemur lokaskiptingin þegar André Gomes inn fyrir Gylfa. Á þriðju mínútu uppbótatíma kemur þriðja mark leiksins frá Calvert-Lewin eftir stoðsendingu frá Gana Gueye og er þetta þriðja mark Calvert-Lewin af fimm í deildinni sem kemur í uppbótatíma, maðurinn er í geggjuðu formi!

Við náum að koma markatölunni í núll og ætti þetta að gefa okkur gott sjálfstraust fyrir grannaslaginn um helgina gegn Liverpool.

Áfram Everton!

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Coleman (7), Jagielka (6), Keane (7), Digne (7), Schneiderlin (6), Gueye (7), Walcott (7), Gylfi (8), Richarlison (5), Calvert-Lewin (7). Varamenn: Bernard (7).

36 Athugasemdir

 1. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Ég ætla að vera hóflega bjartsýnn og spá 1-1.

 2. Eirikur skrifar:

  Gylfi allavega kominn með mark😁⚽️👍

 3. Ari S skrifar:

  Eg held að Gylfi hafi lesið bullið sem kom frá einum okkar þegar hann sagði að Gylfi væri ekki nógu góður. Búinn að gera tvö mörk í kvöld og þagga niður í vindbelgjunum hérna sem segja hann ekki nógu góðan.

 4. RobertE skrifar:

  Það sem Ari S sagði hérna fyrir ofan er nóg.

 5. Diddi skrifar:

  held að Gylfi sé fyrstur manna til að viðurkenna það að hann hefur ekki getað blautan skít í síðustu leikjum. Hann skoraði tvö í kvöld og það er mjög gott en breytir ekki hinu. Jagielka var flottur í kvöld og guð hvað við höfum saknað hans, hvernig hann stjórnar vörninni og liðinu!! Okkar langbesti maður! Calwert fékk að vera inná til enda og það var gott því það var klárt að hann myndi skora í kvöld. Allt annað að sjá til liðsins sérstaklega eftir að við skorðuðum og það voru virkilega flottar síðustu mínúturnar, líka eftir að Gylfi fór útaf 🙂 Mér fannst Schneiderlin flottur í kvöld og hann átti eiginlega stærstan þátt í fyrsta markinu. En overall, góð frammistaða 🙂

  • Ari S skrifar:

   Er þetta nú allt í einu komið niður í að hafa ekki getað blautan skít í síðustu leikjum?

   rifjum aðeins upp 😉

   Diddi skrifar:
   10/02/2019 kl. 20:28
   væri gaman að heyra ykkar skoðun á þessu. https://www.footballfancast.com/premier-league/everton/everton-fans-slam-sigurdsson-display-vs-watford
   var hann kannski aldrei svona rosalega góður? Ég hélt ekki 🙂

   Í kvöld sýndi hann að þessi fullyrðing er röng. Þó að hann hafi verið lélegur í síðustu leikjum þá sýndi hann það í kvöld að hann getur verið klassa leikmaður þegar hann er í stuði. Einn dagur í einu, einn leikur í einu, þessi í kvöld var skemmtilegur og síðustu tuttugu mínúturnar voru flottor vrikilega flottar. Þá voru komnir inn á völlinn tveir leikmenn sem að mínu mati megar spila meira en þeir eins og Gylfi þurfa að vera góðir aðeins oftar. Takk fyrir mig. Þrjú stig og allt í einu er aðeins meiri tilhlökkun í næsta leik okkar manna.

   • Orri skrifar:

    Sæll Ari vinur minn.Við skulum hafa í huga að við vorum að spila við eitt lélegasta liðið í deildini,en engu að síður góður sigur hjá okkar mönnum.

    • Ari S skrifar:

     Já Orri ég veit, við skulum passa okkur að fagna ekki of mikið. Það gæti verið hættulegt.

     • Gunnþòr skrifar:

      Sammála Orra ef víð vinnum liverpool svona þá erum við á réttri leið.

     • Orri skrifar:

      Sælir Gunnþór og Ari.Ég er sammála Gunnþór ef við fáum sigur á móti Liverpool þá er liðið að komast á rétta braut,mér fannst Gardiff alveg arfaslagt lið í leiknum í gær.

     • Finnur skrifar:

      Veit ekki hvort þið áttið ykkur á því en samkvæmt þeim mælikvarða eru öll hin liðin í Úrvalsdeildinni greinilega á rangri leið að ykkar mati, að City undanskildum — því það er eina liðið sem hefur náð að sigra Liverpool í deildinni og þurftu tvær tilraunir til.

     • Ari S skrifar:

      Orri minn kæri vinur, við unnum Cardiff og það er ekki þeim að þakka hversu vel Everton leikmennirnir stóður sig. Við vorum betri en andstæðingarnir og það er það sem að skiptir máli. 3 stig.

     • Orri skrifar:

      Sæll Ari.Það var nákvæmlega það að Everton var betra liðið en Cardiff var engu að síður arfaslagt en góður sigur sammt.sæll Finnur og velkominn aftur.Mig varðar akkúrat ekkert um hin liðin í deildini en ég get ekki með nokkru móti sama hvernig ég reyni haldið því fram (því miður) að Everton hafi verið á réttri braut í vetur en vonandi er það að koma.

 6. Eirikur skrifar:

  3-0 útisigur er gott veganesti inn í helgina.

 7. Finnur skrifar:

  Af BBC: Gylfi Sigurdsson equals Paul Pogba as the best goalscoring midfielder in the Premier League with 11 goals.

 8. Gunni D skrifar:

  En guð minn góður hvað Richarlison var lélegur.

 9. Jón Ingi Einarsson skrifar:

  Loks kom leikur sem gaman var að horfa á. En mikið er hörmulegt að sjá Richarlison inni á vellinum, fýlan lekur af honum. Vonandi fer þetta nú að ganga.

 10. Georg skrifar:

  Mjög flottur sigur. 0-3 á útivelli verður að teljast mjög gott. Gylfi flottur með 2 mjög mörk og ætti hann að þagga aðeins niður gagnrýniraddir með þessari frammistöðu, 11 mörk í deildinni í febrúar sem miðjumaður er frábært. Cardiff átti ekki skot á markið í leiknum.

  Liðið ætti að mæta með sjálfstraust í leikinn gegn Liverpool á sunnudaginn. Ég sé fyrir mér 3 stig þar.

  • Orri skrifar:

   Sæll Georg.Það vona ég eins og að við náum í stigin 3 sem í boði eru.

 11. Teddi skrifar:

  Fínasti seinni hálfleikur og vonandi komið að góðum leik hjá Everton n.k. sunnudag.

  #takkGylfi

 12. Ari S skrifar:

  http://www.evertonfc.com/news/2019/02/27/watch-11-and-counting-for-sigurdsson

  11 mörk í boði Gylfa… ohh þetta er svo fallegt, yndislegt 🙂

 13. Gunnþòr skrifar:

  Flott 3 stig,sama hvað hver segir þá er Gylfi búinn að vera slakur síðustu mánuði eins og allt liðið ,flott mörk hjá honum á móti cardiff og ég vill sjá hann skora svona á móti toppliðunum,þá reynir á hann og allt liðið.

  • Ari S skrifar:

   Gunnþór, ég held að enginn hafi haldið því fram að Gylfi hafi verið góður síðustu leiki. Það var veriðað halda því fram að hann væri ekki nógu góður fyrir félagið punktur. Og ég er bara als ekkert sammála því.

   Kær kveðja, Ari.

   ps. Teddi hvað er með þetta #takkGylfi?

   • Teddi skrifar:

    #takkGylfi spyr Ari S.
    Maður fór að fylgjast meira með þegar að Gylfi var keyptur, samt bara e-ð bull sem mér datt í hug. 🙂

 14. Finnur skrifar:

  Fyrst að sumum hér þykir það fréttnæmt að fimm stuðningsmenn tjái sig á neikvæðan hátt um Gylfa á Twitter þá er hér ein frá hinni hliðinni. Reyndar 9 hér sem eru jákvæðir…
  [Linkur sem vantaði: https://www.mbl.is/sport/enski/2019/02/27/gylfa_hrosad_i_hastert/ ]

  Kannski þýðir það að níu af hverjum 15 eru stuðningsmenn Gylfa? Held samt að þetta sé algjörlega marklaust… Getum við hætt að deila „fréttum“ um hvað handfylli af stuðningsmönnum finnst markvert að deila á Twitter?

  • Diddi skrifar:

   Ég set hér inn það sem mér finnst fréttnæmt en ekki bara það sem Finni er þóknanlegt 😫

   • Ari S skrifar:

    Sumir alltaf í sandkassanum hehe

    „Ég set hér inn það sem mér finnst fréttnæmt“

    Skoðanir manna eru ekki fréttnæmar.

    Það eru allir sammála um að Gylfi hefur ekki veirð góður heilt yfir síðan fyrir áramót. Sumir hérna hafa í framhaldi af því ákveðið að hann sé ekki nógu góður fyrir félagið, punktur.

    Og aðrir hafa beðið og vonað eftir slæmum kafla frá Gylfa til þess að geta bölvað honum og gagnrýnt hann en sem betur fer var algerlega þaggað niður í þeim eftir síðasta leik.

    Og þöggunina sá Gylfi algerlega um sjálfur. Það mætti segja að hann hafi troðið sokk upp í kjaftinn á vindbelgjunum sem hafa gagnrýnt hann.

    Aðrir halda því fram að hann hafi sýnt sitt rétta andlit í síðasta leik eftir háværa en mjög fámenna gagnrýni á twitter.

    Við skulum vona að hann haldi því áfram og sýni sitt spariandlit á sunnudaginn og við vinnum Liverpool.

    Að tala um hlutina eins og þeir eru er ekkert endilega gáfulegra en hitt að láta tilfinningar ráða. Þetta er jú fótbolti og fótbolti er leikur.

  • Gunnþòr skrifar:

   Finnur skil þig ekki alveg aðeins of djúpur fyrir mig. En við breytum ekki staðreyndum og við breytum ekki því að árangur Everton liðsins er búinn að vera afleitur eftir Liverpool leikinn í haust,voru flottir Fram að því afhverju veit ég ekki. Það að það megi ekki tala um liðið eins og það spilar hverju sinni er ég ekki að átta mig á ,en það er fegurðin við fòtboltann að sumir tala um hlutina eins og þeir eru á meðan aðrir láta tilfiningar ráða.

   • Orri skrifar:

    Sæll Gunnþór.Það er nákvæmlega svoleiðis við eigum tala um hlutina eins og þeir blasa við okkur.Áfram Everton.

    • Diddi skrifar:

     Gunnþór, heyr! heyr!

    • Ari S skrifar:

     Eiga ekki allir að gera það Orri?

     Finnur er að ég held að tala um hlutina eins og þeir blasa við honum, má hann það ekki bara vegna þess að hann er að segjast vera ósammála ykkur sem að hafið alltaf verið á móti Gylfa sem leikmanni Everton?

   • Finnur skrifar:

    Sorry, Gunnþór, ég skil að þetta komment mitt meikaði ekki sens því það missti svolítið marks — gleymdi linknum sem átti að fylgja (dæmi um fólk sem hrósaði Gylfa í hástert):
    https://www.mbl.is/sport/enski/2019/02/27/gylfa_hrosad_i_hastert/

    En ef það var ekki skýrt þá var ég að benda á að það er hægt að finna einhverjar fimm hræður á Twitter sem aðhyllast bara… einhverja skoðun. Til dæmis hvort eigi að bólusetja börn eða ekki, eða hvort jörðin sé flöt, whatever — skiptir ekki máli. Það kemur því lítið á óvart að hægt sé að finna fimm hræður á Twitter sem eru ósáttar við Gylfa á tímabilinu. Það er samt hvorki fréttnæmt né áhugavert, því þetta eru, eftir allt saman, bara… einhverjar fimm hræður á Internetinu. Að láta eins og þeir tali fyrir allan hópinn með fyrirsögnum á borð við „Everton stuðningsmenn eru brjálaðir út í Gylfa“ finnst mér lítilfjörleg blaðamennska. Þetta er click-bait — og við öll eigum betra skilið.

    Að benda á þessa staðreynd… er ekki ritskoðun, bara beiðni um smá gagnrýna hugsun. Skiptir það máli hvað fimm hræður á Internetinu segja… um bara eitthvað?

    Og ef einhver vill nota tækifærið og breyta umræðuefninu yfir í frammistöðu liðsins á tímabilinu, then go ahead. Það er efni í annan þráð sem ég persónulega hef hvorki orku né tíma til að taka þátt í.

 15. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Loksins, loksins kom sigur. Þetta var reyndar bara Cardiff og þess vegna kannski ekki hægt að segja að við séum komnir á beinu brautina aftur, það kemur í ljós í næsta leik hvort að liðið sé nú að rétta úr kútnum eða hvort þetta sé enn ein fölsk dögun (false dawn).

  Gylfi var flottur í þessum leik en hann hefur ekki verið það, frekar en allt liðið síðan í nóvember.

  Það virðist vera þannig að stuðningsmenn Everton, amk þeir ensku, þurfi alltaf að finna einhvern blóraböggul þegar illa gengur og í þetta skiptið var það Gylfi, sennilega af því að Tom Davies var ekki að spila.
  Reyndar fengu menn eins og Keane, Coleman og Walcott líka að „heyra það“ hjá einhverjum en aðallega Gylfi. Það var því virkilega gaman að sjá hann stinga súrum sokk upp í gagnrýnendur sína og troða honum í kokið á þeim.

 16. Diddi skrifar:

  það hlýtur að mega henda þessu hérna inhttps://www.mbl.is/sport/enski/2019/02/28/gylfi_thor_i_lidi_vikunnar/n 🙂

 17. Diddi skrifar:

  þetta má nú örugglega vera hér inni 😉 https://www.mbl.is/sport/enski/2019/02/28/gylfi_thor_i_lidi_vikunnar/

%d bloggers like this: