Watford – Everton 1-0

Mynd: Everton FC.

Everton á leik við Watford á útivelli í dag, kl. 15:00.

Uppstillingin: Pickford, Digne, Zouma, Keane, Kenny, Gomes, Gueye, Davies, Gylfi, Richarlison, Tosun.

Varamenn: Stekelenburg, Coleman, McCarthy, Bernard, Walcott, Lookman, Calvert-Lewin.

Leikskýrslan kemur eftir leik og er í boði meistara Elvars. Endilega látið í ykkur heyra í kommentakerfinu!

Lýsingin er extra löng þar sem leikurinn var ekki í beinni á Íslandi.

Leikurinn var nefnilega ekki sýndur á Stöð2 Sport en eins og vanalega er hægt að ná honum á netinu bæði frítt (oft þó óstöðugt og léleg gæði). Mæli með að menn kaupi áskrift (stöðugt og góð gæði) til að ná öllum þessum leikjum en sjálfur er ég með áskrift sem tryggir aðgang að öllum leikjum Everton fyrir um 1500 kr á mánuði. Heyrið í mér ef þið hafið áhuga á svona áskrift.

En að leiknum, Kenny heldur Coleman á bekknum en Coleman átti að teljast fyrirliðaefni en klárt að það vantar nýjan fyrirliða og líklega er hann ekki að finna í núverandi hóp. Walcott fer á bekkinn sem gleður marga enda verið arfaslakur í undanförnum leikjum. Gylfi og Richarlison koma aftur í byrjunarliðið sem sumir aðdáendur vildu halda áfram á bekknum en líklega verður að teljast jákvætt að hafa þessa tvo lang-markahæstu leikmenn Everton inni á vellinum en þeir eru samanlagt með vel yfir 50% marka Everton.

Deulofeu byrjar fyrir Watford og er að mæta sínum fyrri félögum og Richarlison hjá Everton í sömu stöðu og það er reglulega púað á hann er hann fær boltann. Silva einnig að mæta sínu gamla félagi en hann stjórnaði Watford áður en hann kom til Everton.

Áfram með leikinn en Pickford átti flotta markvörslu (vel staðsettur með því að mæta boltanum) á 10 mínútu með því að fá hann í hausinn :). Spurning um rangstæðu en Keane átti að halda áfram en ekki veifa eftir rangstöðunni en skotið kom frá Capoue.

Everton álíka ákveðnir í byrjun leiks og gegn city sem boðar gott, eða hvað?

Það er alveg klárt að Watford er að reyna að pirra Richarlison (eðlilega) en hann verður að halda haus hvað það varðar.

Keane með lausan skalla að marki á 17 mínútu eftir aukaspyrnu Digne.

Ansi jafnt fyrstu 20 mín en Watford fengið eitt dauðafæri.

Góður skalli Zouma eftir sendingu frá Digne á 20. mínútu en varið nokkuð létt af Foster í marki Watford.

Einhverra hluta vegna hefur manni fundist Everton ekki verið að gera vel þegar rignir og hvað þá á útivelli.

Tosun með virkilega gott skot á 35 mínútu sem Foster ver vel.

Á þessum tíma er Everton skráð með 3 færi á ramma en Watford 1 skot. Everton 62% með boltann.

Everton að sækja í sig veðrið seinustu 10 mínúturnar en Watford eru svo undir lok hálfleiks að sækja einnig að marki Everton. Markalaust í hálfleik og allt í járnum.

Seinni hálfleikur:

Sema út af og Gray inná á 46 mínútu fyrir Watford.

Enn heldur Watford að brjóta á Richarlison, ekki dæmt hér en í kjölfarið kemst Everton í skókn og Gylfi vippar boltanum úr erfiðri stöðu í þverslána á 48. mínútu, Watford heppnir þarna.

Holebas með hættulegt langskot á 51 mínútu en nokkuð framhjá marki Everton.

Watford með hornspyrnu á 53 mínútu sem virtist fara í markið en fór rétt framhjá og við endursýningu sést að Pickford nær boltanum og brotið á honum og dæmd aukaspyrna á Watford.

Watford að byrja betur í seinni hálfleik en komast ekki áleiðis gegn nokkuð vel skipulagðri vörn Everton sem hefur í vetur ekki haldið markinu hreinu nægilega oft.

Á þessum tíma eðlilegt að skoða bekkinn og þar eru Lookman og Bernard líklegastir til að koma inná og spurning hvenær McCarthy fær séns, hugsanlega leikur sem hentar honum ágætlega.

Að þessu sögðu, þá er Walcott að koma inn á 62 mínútu fyrir Gomez, hmmm, áhugavert en líklega að reyna að ná meiri hraða í sóknarleik Everton.

Digne að gefa aukaspyrnu á 62 mínútu og það boðar jafnan ekki gott, klássísk staða að fá á sig mark miðað við seinustu leiki. Pickford hreinsar fyrirgjöf og Watford fylgir eftir með hættulegri sókn og fá horn í kjölfarið sem endar að lokum með marki frá Gray. Watford komnir yfir.

Bernard settur inná í stað Richarlison sem hefur ekki staðið sig nægilega vel gegn sínum gömlu félögum, hárrétt skipting hjá Silva.

Watford stjórna algerlega seinni hálfleik það sem af er og klárt að Everton þarf að halda boltanum betur og ná einhverju spili ef þeir ætla að ná einhverju úr þessum leik.

Calwert Lewin að koma inná á 74 mínútu í stað Gylfa sem gerði lítið í þessum leik og verið að setja hröðustu mennina inná eins og ég nefndi áður. Spurning hvort þessar skiptingar Silva skili einhverju.

Líflegasti maðurinn kringum 80 mínútur er Walcott sem er ansi áhugavert. Á 82 mínútu vinnur hann aukasprynu sem Digne tekur ekki svo langt frá hornfána og ákveður að skjóta og setur boltann ofaná stöngina en hefði betur sent boltann fyrir.

Everton aðeins að sækja í sig veðrið enda verið arfaslakir það sem af er síðari hálfleik. Kenny með flotta fyrirgjöf en Watford hreinsar í horn og úr henni kemur enn ein stutta hornspyrna Digne, ansi pirrandi.

Zouma með geggjaða sendingu á DCL sem skallar nokkuð vel framhjá og líklega bara önnur marktilraun Everton í seinni hálfleik.

Brotið á Gana vel utan teigs og spurning hvort Everton geti gert eitthvað úr föstu leikatriði. Bernard með slaka aukaspyrnu og jafn stutt og hornspyrnur Digne.

Fjórum mínútum bætt við og lítil von fyrir Everton.

Aukaspyrna hjá Everton í byrjun viðbótartíma og DCL með ágætan skalla að marki en auðveldur bolti fyrir Foster.

Everton sækja áfram grimmt og flott sending Bernard á Tosun sem skallar yfir en rangstæður hvort eð er.

Lokaniðurstaða er tap gegn Watford og farið að hitna undir Silva. Sóknargæði Everton verulegt áhyggjuefni og í raun er klúbburinn heppinn að hafa náð öllum þessum stigum í fyrri hluta tímabilsins þar sem það er ekkert að ganga upp seinustu 2 mánuði. Eina hugginin yrði sigur gegn Liverpool í byrjun mars sem verður þó að teljast ólíklegt eins og liðið er að spila í dag.

Næsti leikur er gegn Cardiff á útivelli á þriðjudaginn 26. febúar en þeir voru rétt í þessu að sigra Southampton á útivelli 1-2.

26 Athugasemdir

  1. Halli skrifar:

    Áhugavert 442 í tigulmiðju ég er spenntur fyrir þessu

    • Elvar Örn Birgisson skrifar:

      Sammála, þetta er mjög áhugaverð uppstilling og í raun jákvæð finnst mér amk.

  2. Ari S skrifar:

    Richarlison verið kýldur og tæklaður hart í dag… mætti segja mér að hann myndi skora ef Silva tekur hann ekki útaf….

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Líst ekki á þessar fyrstu mínútur í seinni hálfleik. Það er bara annað liðið mætt til leik og það er ekki Everton.

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta fer 3-0 fyrir Watford.

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Það er amk ekkert sem bendir til þess að Everton taki stig í dag.

  5. Elvar Örn skrifar:

    Zouma virðist hafa ákveðið að gerast rasshaus að leik loknum og fengið tvö gul og rautt eftir orðaskipti við dómara leiksins að leik loknum. Óljós atburðarás og hvorki Silva né Zouma að átta sig á þessari niðurstöðu. Ef rétt er þá er spurning hver fer í miðvarðar stöðu hjá Everton þar sem bæði Mina og Jagielka eru meiddir amk í dag og næstu leikir næsta þriðjudag. Spurnig hvort hinn ungi Morgan Feeney komi inn eftir magnaða frammistöðu með U-23 hjá Everton.

    • Elvar Örn skrifar:

      Leikurinn gegn Cardiff er þriðjudaginn 26 febrúar svo nú er hvíld framundan.

  6. Elvar Örn skrifar:

    Eina liðið með verri frammistöðu í seinustu 5 leikjum er Huddersfield og er Fulham með sömu frammistöðu eða 4 töp og einn sigur í seinustu 5 leikjum og þessi tvö lið eru örugg í tveimur neðstu sætum deildarinnar. Ekki góð tölfræði það.

  7. RobertE skrifar:

    Er gífurlega feginn að hafa ekki séð leikinn, endalaus uppgjöf hjá leikmönnunum. Eina sem getur bjargað tímabilinu er sigur á Goodison Park þegar Everton mætir Liverpool, mér er sama um restina eins og staðan er núna.

  8. Teddi skrifar:

    Sammála með borgarslaginn 3 mars.
    Númer tvö í mikilvægi er að Aron og Gylfi verði báðir að spila í næsta leik, annars skiptir maður á e-ð meira spennandi.

    #takkGylfi

  9. Ari G skrifar:

    Hæ hvað heitir síðan sem þú borgar 1500 á mánuði að sjá alla Everton leiki. Búinn að gefast upp á fría netinu frýs alltaf eftir smá tíma og líka frekar óskýr. Hvern viljið þið að taki við Everton í sumar eftir að Silva verður rekinn kannski strax maður veit aldrei.

  10. Diddi skrifar:

    væri gaman að heyra ykkar skoðun á þessu. https://www.footballfancast.com/premier-league/everton/everton-fans-slam-sigurdsson-display-vs-watford
    var hann kannski aldrei svona rosalega góður? Ég hélt ekki 🙂

    • Diddi skrifar:

      ég ætlast nú ekki til að þið hrúgist hér inn til að kommenta

      • Finnur skrifar:

        Finnst það svolítið spes að verið sé að búa til „frétt“ úr því hvað örfáir sjálfskipaðir spekúlantar á Twitter hafa að segja — og láta eins og þeir séu að tala fyrir fjöldann.

        Finnst aðeins meira varið í greinar þar sem tölfræðin er skoðuð…
        https://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/curious-case-gylfi-sigurdssons-everton-15820966

        • Diddi skrifar:

          Nei nei. Skil það. Það er auðvitað miklu meira að marka þá sem eru sammála ykkur spekingunum hér, þannig hefur það lika alltaf verið 😎😎

          • Finnur skrifar:

            Skrifuðum við þessa grein?

          • Diddi skrifar:

            Getur það verið ? 😎😎😀

          • Ari S skrifar:

            Finnur þetta er frábær grein og í henni kemur fram allt það sem segja þarf um Gylfa og síðustu mánuði hans hjá Everton fyrir þá sem að kunna að lesa ensku.

        • Diddi skrifar:

          Sumum nægir að horfa á leiki til að sjá hvað menn geta. Aðrir rýna í tölfræði

          • Diddi skrifar:

            Lesist, gott að skilja ensku ef maður skilur ekki leikinn 🙂 Enn betra að skilja hvoru tveggja 🙂

          • Ari S skrifar:

            Lesist, ég held að þú skiljir ekki einu sinni sjálfan þig Diddi minn.

    • RobertE skrifar:

      Þessir sömu aðilar eiga eflaust eftir að lofsyngja Gylfa ef hann skorar mark/mörk í næstu leikjum, aldrei hægt að gera öllum til geðs.

  11. Diddi skrifar:

    engar einkunnir ?

  12. Diddi skrifar:

    Við töpuðum allavega ekki þessa helgi 😎