full screen background image

Huddersfield – Everton 0-1

Mynd: Everton FC.

Við fengum ekki marga daga til að velta okkur upp úr vonbrigðum FA bikarsins um helgina, því að í kvöld, þriðjudagskvöld, lék Everton við Huddersfield á útivelli og hafði betur, 0-1, manni færri.

Uppstillingin: Pickford, Baines, Zouma, Keane, Coleman, Davies, Gomes, Richarlison, Gylfi, Bernard, Tosun.

Varamenn: Stekelenburg, Kenny, Digne, McCarthy, Walcott, Lookman, Calvert-Lewin.

Huddersfield mættu á heimavöll sinn með nýjan stjóra í brúnni og hafa örugglega óskað sér að mæta Everton undir öðrum kringumstæðum en beint eftir tap Everton gegn Millwall í FA bikarnum. Everton mættu mjög svo einbeittir til leiks og voru búnir að skora eftir aðeins þrjár mínútur.

Bernard gerði þá vel á hægri kanti til að finna Davies sem átti flott hlaup gegnum vörn Huddersfield upp að endalínu, fékk boltann (frá Bernard) og náði að senda á Richarlison alveg upp við mark. Fyrra skotið frá Richarlison varið af markverði en það seinna endaði í netinu. Everton komið 1-0 yfir.

Huddersfield höfðu fyrir leikinn aldrei unnið Úrvaldseildarleik sem þeir hafa lent undir í. Helmingur Everton stuðningsmanna Everton hugsar þá: Frábært! Hinn helmingurinn… „ó nei, núna er tíminn“.

Leikurinn róaðist mikið eftir markið og ekki mikið um færi. Gylfi átti tvö skot af löngu færi, annað úr aukaspyrnu, en ekkert sem markvörður átti í vandræðum með. Undir lok fyrri hálfleiks sýndi tölfræðin af hverju Huddersfield eiga erfitt með að skora — ekkert skot þeirra rataði á mark í fyrri hálfleik.

Everton einu marki yfir í hálfleik.

Ekki mikið að gerast í seinni hálfleik fyrr en Baines fór út af meiddur á 54. mínútu — leit út fyrir að vera brákaður á rifbeini. Digne kom inn á í hans stað og það tók Digne aðeins nokkrar mínútur að láta reka sig út af! Rakst í hælana á sóknarmanni Huddersfield, sem var kominn í gegn, og felldi hann. Ekki mikið hægt að segja við því — kom í veg fyrir marktækifæri. Aukaspyrnan sem kom í kjölfarið var frábær — fyrsta skot Huddersfield á mark í leiknum en Pickford vandanum vaxinn.

Jonjoe Kenny var svo skipt inn á í kjölfarið, fyrir Tosun. Kenny fór beint í vinstri bakvörð og Coleman færður yfir í þann hægri. Ekki gott að missa báða vinstri bakverðina á einu bretti í sama leiknum.

Huddersfield nýttu sér liðsmuninn varla og lítið að gera fyrir Pickford eftir þetta, alveg þangað til á 75. mínútu þegar Huddersfield náðu sínu öðru tækifæri á mark í leiknum. Frábær skalli eftir háa fyrirgjöf sem Pickford varði meistaralega.

Calvert-Lewin var skipt inn á fyrir Richarlison á 86. mínútu, greinilega ætlað að hlaupa af sér lappirnar. Færin létu á sér standa hjá Huddersfield, þrátt fyrir liðsmuninn. Eitt atvik í lokin sem ég sá ekki endursýningu af, þegar Keane virtist brjóta af sér innan teigs. en Everton sigldi þessu í höfn í lokin.

0-1 sigur staðreynd.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (7), Baines (7), Keane (8), Zouma, (7) Coleman (7), Gomes (7), Davies (8), Bernard (6), Sigurdsson (7), Richarlison (7), Tosun (7). Varamenn: Digne (3), Kenny (6). Michael Keane valinn maður leiksins.

 

16 Athugasemdir

 1. Ari S skrifar:

  Ég býst við sigri og það verður Tosun sem gerir hat-trick.

  3-0 sigur sem sagt.

  • Elvar Örn Birgisson skrifar:

   Alveg sammála Ara eins og vanalega en spái þó 0-3 (útileikur), Tosun, Richarlison og Gylfi með mörkin.

   Þess má geta að Yerri Mina er meiddur á 5 ristarbeini sem er vanalegast brot (ekki séð staðfest brot á netinu) en það er jafnan amk 6 vikur á hliðarlínunni.

   Dauðlangar að sjá Baines en ég skil að Digne hefur verið magnaður (nema gegn Millwall) en spurning að koma Baines einhvern veginn inn amk, setja Digne aðeins framar t.d.

   Vona að það rigni ekki, Everton getur ekkert í rigningu hehe.

   Spái Pickford, Coleman, Zouma, Keane, Digne, Gana, Gomez, Lookman, Richarlison, Gylfi og Tosun

   Samt spurning hvort Gana verði með í þessum leik ef hann er hugsanlega á leiðinni til PSG. Vil sjá McCarthy ef Gana er fjarverandi.

 2. Elvar Örn Birgisson skrifar:

  Leikurinn er ekki sýndur í beinni á Íslandi en er jú auðvitað sýndur víða í beinni. Hægt er að ná honum á netinu eða með netáskrift (sem kostar t.d. 17 þús á ári). Einnig hægt að ná honum með Mobdro android appi sem virkar á android.

  Leikurinn er sýndur t.d. á
  TSN3 canada
  NBC Sports Gold

 3. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Í kvöld er fyrsti leikur Jan Siewert sem stjóri Huddersfield, held að enginn þurfi að velta fyrir sér hvort liðið vinnur, spurningin er bara hve mörg mörk skorar Huddersfield í leiknum.
  Ég giska á 3-1 tap og mörk Huddersfield koma öll eftir föst leikatriði.
  Svo verður Everton líka í svörtu búningunum og við vinnum aldrei í svörtu.

 4. Ari S skrifar:

  Sigur á útivelli, 3 stig. Geggjað 🙂

  • Ari S skrifar:

   Flott hjá Digne að fórna sér og næla í eitt rautt frekar en að fá á sig mark. Sáttur við hann. Samt voru menn að tala um að Baines væri meiddur og líklegast til verður Kenny í hægri bakverði í næstu lekjum. Nú eða þá að Cuco Martina verði kallaður til félagsins á ný… ? (búmm)

   • Ari S skrifar:

    Tom Davies var víst hreint út sagt frábær í þessum leik. Hef ég lesið.

 5. Einar Gunnar skrifar:

  Sá ekki leikinn en að sjálfsögðu mjög gott mál 🙂

 6. Eirikur skrifar:

  Er Gana að fara? Veit það einhver? Finnur?

 7. Elvar Örn skrifar:

  Flott að fá sigur.
  Keane bestur í dag og Davies kom á óvart.
  Digne í senn skúrkur og hetja en hann kom hugsanlega í veg fyrir að Huddersfield næði að jafna með rauðu spjaldi. Vona bara að Baines verði til staðar í næstu leikjum everton í fjarveru Digne en Baines for meiddur útaf snemma í síðari hálfleik. Tosun duglegur og ágætis leikur hjá Everton í dag en eðlilega varnar þenkjandi eftir rauða spjald Digne. Pickford með tvær magnaðar vörslur í kvöld.
  Stórir leikir framundan gegn Wolves og Watford sem getur komið Everton í góða stöðu í 7 sætinu sem þeir verma nú, en Watford og Leicester eiga leik inni.

 8. Ari G skrifar:

  Flottur sigur sá að vísu bara seinni hálfleikinn náði ekki að sækja leikinn í gegnum tölvuna fyrst en það tókst með góðum myndgæðum en talið datt út smá klaufaskapur. Loksins sýndi Davies sitt rétta andlit kominn tími til. Vörnin flott í þessum leik en sóknarleikurinn var mjög hægur bíð eftir næsta sóknarmanni á morgun eða hitt.

 9. Diddi skrifar:

  ég næ sem betur fer ekki að horfa á leikinn í dag. Spái 1-3 sigri hjá úlfunum, þeir eru ekkert með betri mannskap en stjórinn þeirra er allavega ekki hlandhaus 🙂

 10. Diddi skrifar:

  Best að spá hér. Virkaði síðast. Núna spái ég 0-6!!!!!

 11. Diddi skrifar:

  best að hafa „spærnar“ allar á sama stað uppá utanumhaldið. Hef fulla trú á því að við töpum fyrir Watford 2-0 á morgun. Miðað við hvað liðið lifnaði við þegar Gylfi og Richarlison voru á bekknum og hvað þeir höfðu lítil áhrif á leikinn eftir innákomu þá yrði ég steinhissa ef þeir yrðu kallaðir aftur inní liðið. Sama má segja um Walcott, ef hann verður í byrjunarliðinu á morgun þá er Silva algjör hálfviti 🙁 sem betur fer get ég ekki horft á þessa viðureign

%d bloggers like this: