Félagaskiptaglugginn

Mynd: Everton FC.

Félagaskiptaglugginn er opinn út þennan janúar mánuð og er þessum þræði ætlað að halda utan um staðfest kaup, sölur og að vitaskuld allt slúðrið sem fylgir þessu. Miðað við fréttir undanfarna daga verður þó líklega um rólegan glugga að ræða, en það er aldrei að vita.

Endilega hafið samband í kommentakerfinu ef þið rekist á eitthvað bitastætt.

31.01.19 23:11  Anderlecht staðfestu lánssamning á Yannick Bolasie til loka tímabils, skv. gluggavakt Sky.
31.01.19 23:00  Klukkan er 23:00 sem þýðir að félagaskiptaglugginn er lokaður — fyrir utan samninga sem búið var að senda inn og átti bara eftir að klára smáatriðin. Rólegur gluggi, eins og bent var á í upphafi. Enginn stór nöfn keypt og engin stór seld.
31.01.19 21:22  Skv. gluggavaktinni á Sky gerðu PSG 26M punda tilboð í Idrissa Gana Gueye. Korteri síðar birtist þar að Everton hefði hafnað tilboðinu.
31.01.19 21:04  Skv. gluggavaktinni á Sky afturkallaði Everton lánið á Callum Connolly (hjá Wigan) til að lána hann í staðinn til Bolton til loka tímabils.
31.01.19 20:48  Skv. gluggavaktinni á Sky er kantmaðurinn Antony Evans úr U23 ára liðinu á leið til Blackpool að láni til loka tímabils. BBC gluggavaktin sagði þremur mínútum síðar að skiptin væru staðfest.
31.01.19 20:39  Skv. gluggavaktinni á Sky er Beni Baningime á leið til Wigan að láni en hann mun vera í læknisskoðun.
31.01.19 20:36  Minnum á að félagaskiptaglugginn lokar kl. 23:00 í kvöld en möguleiki eftir það að klára einhverja samninga, sem byrjað var á fyrir þann tíma.
31.01.19 19:47  Skv. frétt á Sky vildi Chelsea helst selja sóknarmanninn Michy Batshuayi til Everton fyrir 30M punda en Everton vildi fyrst losa sig við Cenk Tosun. Til vara leituðu Chelsea menn til West Ham og Real Betis, en hvorugt liðið er tilbúið til að borga laun hans, sem ku vera 160þ pund á viku.
31.01.19 18:14  Everton staðfesti í dag að lán Cuco Martina hjá Stoke hefði verið afturkallað svo hægt væri að lána hann til Feyenoord í Hollandi. Fram að því hafði verið talið að hann myndi vera út tímabilið hjá Stoke en eftir stjóraskiptin hjá þeim féll hann niður goggunarröðunina.
31.01.19 17:05  Sky segja að Derby vilji fá Matthew Pennington að láni til loka tímabils. Pennington er hins vegar nú þegar í láni hjá Ipswich, sem eru ekki tilbúnir að sleppa honum.
31.01.19 14:52  Liverpool Echo vilja meina að verið sé að skoða að láta Yannick Bolasie fara á láni til Anderlecht. Sky sögðu í kvöld að Bolasie sé nú þegar mættur til Hollands þar sem viðræður eru á lokastigi.
31.01.19 12:22  James McCarthy og Idrissa Gana Gueye munu ekki verða seldir í janúarglugganum, skv. frétt á Sky Sports. Sögusagnir um 35M punda kaup á Michy Batshuayi gerast hins vegar háværari.
30.01.19 11:18  Skv. frétt á Sky er Everton búið að samþykkja 26M punda tilboð í Idrissa Gana Gueye.
25.01.19 15:26  Skv. frétt á Liverpool Echo var tilboð Crystal Palace í Cenk Tosun lánstilboð sem Everton hafnaði.
25.01.19 11:06  Skv. frétt á Sky eru Crystal Palace menn að skoða að gera tilboð í Cenk Tosun.
24.01.19 16:31  Silva sagði í viðtali að ekki hefði borist formlegt boð í Idrissa.
23.01.19 12:47  Skv. frétt á Sky buðu PSG 22M punda í Idrissa Gana Gueye, en Everton segja að hann sé ekki til sölu. Það fylgir fréttinni að PSG geta ekki boðið meira en 26M punda vegna FFP reglna en komið hefur fram áður að Everton meti Idrissa á 40M punda.
21.01.19 16:37  STAÐFEST: Skv. frétt á Sky er Yannick Bolasie kominn aftur úr láni frá Aston Villa, en Everton hefur staðfest þetta.
18.01.19 11:35  STAÐFEST: Oumar Niasse er farinn að láni til Cardiff.
16.01.19 19:05  Skv. frétt á Sky er Oumar Niasse á leiðinni til Cardiff, að láni til loka tímabils.

13 Athugasemdir

  1. RobertE skrifar:

    Jú þakka þér fyrir þennan þráð Finnur.
    Hvernig finnst fólki það að Niasse sé að fara til Cardiff út tímabilið og mögulega verður hann seldur?

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Hefði frekar viljað selja Niasse í staðinn fyrir að lána hann en svosem fínt að vera laus við hann. Svo er eitthvað verið að tala um að Schneiderlin sé á leiðinni til Roma, það væri fínt að losna við hann líka.

  3. Diddi skrifar:

    alveg merkilegt að það sé ekki löngu komin 6, 8, 10, 12 lið sem vilja ólm kaupa Tosun eða Niasse, hélt að þeir væru eftirsóttir. Tveir frábærir framherjar. Ætli sé ekki möguleiki að skipta öðrum þeirra uppí einhvern hjá Chelsea t.d.

  4. Elvar Örn skrifar:

    Uppáhalds leikmaður Didda, hann Niasse er farinn á láni til Cardiff. Það eykur líkur því að Everton kaupi eða fái að láni framherja í þessum janúar glugga. Er það Michy Batshuayi? Getum ekki gengið hann að láni því það er max einn frá sömu deild að láni og Zouma er á láni frá Chelsea. Fæstir búast við liðsauka en ég er viss um að Everton fær amk 1 mann í þessum glugga.
    Já og ég spái 0-2 sigri á morgun. Búmm.

  5. Ari S skrifar:

    Nýjasta nýtt er að Silva hótar að segja af sér verði Gana Gueye seldur. Samkvæmt stórliðið í París. Einhver minntist á að Brands væri ekkert svakalega fúll yfir því þar sem að talið er að Silva sé ekki „hans“ maður. Enda vörugglega það Moshiri og Kenwright sem að réðu Silva. Sel það ekki ekki dýrara en ég keypti það.

  6. Ari G skrifar:

    Mér er sama þótt Gana sé seldur ekki slæmt verð 26 millur fyrir 29 ára leikmann þótt hann sé mjög góður. Sé engan tilgang að halda manni sem vill fara ef Everton fær leikmann í staðinn frá Paris. Mér er sama þótt Silva segi af sér en ég hef mikla trú á Brands kannski gæti hann tekið við tímabundið sem aukastarf við yfirmann leikmannakaupa. Finnst Silva alltof íhaldssamur með þetta leikkerfi 4-2-3-1 miklu betra að sækja með 4-4-2 leikkerfi en þá þarf Everton alvöru sóknarmann á morgun.

  7. Gestur skrifar:

    Ekki fá Batshuayi, takk fyrir

  8. Ari S skrifar:

    Ég er ánægður með að IGG var ekki seldur. Nú í fyrsta sinn í mörg ár erum við ekki klúbbur sem að selur um leið og peningafélögin bjóða í okkar leikmenn.

  9. Ari S skrifar:

    Er talað um Félagaskiptaglugga í sumaR?

    En það nýjasta sem maður heyrir er að Everton sé á höttunum á eftir Ajax framherjanum David Neres. Hann hefur leikið 65 leiki fyrir Ajax og skorað í þeim 25 mörk. 22ja ára gamall og hefur leikið einn landsleik fyrir Brassa.

    Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef heyrt þetta nafn en er þetta ekki fín byrjun á slúðrinu hjá okkar mönnum?

    kv. Ari