Everton – Leicester 0-1

Mynd: Everton FC.

Gleðilegt nýtt ár, lesendur allir! Við fáum ekki mikinn tíma til að jafna okkur eftir veisluna í gær því árið hefst með látum — leik á heimavelli gegn Leicester. Flautað verður til leiks kl. 12:30.

Uppstillingin: Pickford, Digne, Zouma, Keane, Kenny, Gomes, Gueye, Richarlison, Gylfi (fyrirliði), Walcott, Calvert-Lewin.

Varamenn: Stekelenburg, Banies, Mina, Coleman, Davies, Bernard, Tosun.

Fyrstu 10 mínútur leiksins voru mjög erfiðar á að horfa, þar sem liðin skiptust á að missa boltann og leit út fyrir að bæði lið hefðu tekið ansi hart á því í drykkjunni í gamlársdagsveislunni.

Leicester héldu áfram að vera mistækir út fyrri hálfleikinn en Everton liðið var fyrri til að ná takti. Fyrsta færið kom á 20. mínútu þegar Everton sýndi loks gamalkunna takta og náðu flottu samspili sem skapaði usla í vörn Leicester. Sóknin endaði með fyrirgjöf fyrir mark frá Digne (vinstri megin) sem sigldi í gegn um allan vítateiginn þar sem enginn náði til boltans. En Jonjoe Kenny kom þá á siglingu inn í teig og þrumaði boltanum viðstöðulaust í utanverð samskeytin. Besta og eiginlega eina almennilega færi fyrri hálfleiks.

Heilt yfir var Everton með betri takta og meira ógnandi en Leicester með fleiri tilraunir á mark. En þær tilraunir voru samt ekki merkilegar, veikir skallar úr hornspyrnum eða slök skot utan teigs. Ekkert sem Pickford var í vandræðum með.

0-0 í hálfleik.

Óbreytt Everton lið en ein breyting hjá Leicester. Annars svipað uppi á teningnum í seinni hálfleik. Everton meira með boltann en Leicester menn mjög þéttir fyrir. Þeirra plan greinilega smash and grab eins og þulirnir kölluðu það, hamingjusamir með eitt stig en alltaf tilbúnir i skyndisóknirnar.

Og það leikjaplan gekk upp hjá þeim. Þeir náðu að skora mark á 58. mínútu upp úr engu. Týpískt Leicester mark: Keane náði ekki að stjórna boltanum og Leicester maður komst í boltann. Sendi strax í hlaupaleiðina hjá Jamie Vardy sem komst upp að marki og setti hann framhjá Pickford. Leicester komnir yfir, þrátt fyrir að hafa allan leikinn varla náð heppnuðum sendingum þar sem þrír eða fleiri samherjar í röð komu við sögu. Enda þurfti í þessu tilfelli bara einn til að senda á Vardy og þá var komið mark.

Restin af leiknum varð tvöfalt meira frústrerandi áhorfs. Leicester þéttir fyrir og nýttu hvert tækifæri til að tefja og Everton virtust einfaldlega ráðalausir. Gylfi átti reyndar fast skot innan teigs á 61. mínútu en boltinn rétt yfir.

En eitthvað þurfti að breytast. Silva skipti strax í kjölfarið Bernard inn á fyrir Gomes og Tosun fyrir Walcott stuttu síðar. Bæði Gomes og Walcott daprir í leiknum og bæði Bernard og Tosun komu með smá líf í leikinn, sá fyrrnefndi sérstaklega.

Tosun fékk færi á 74. mínútu þegar Johnny Evans gaf honum boltann á silfurfati. Hreinsaði boltann af kantinum, beint á Tosun sem Tosun lúrði við jaðar vítateigs. Tosun náði föstu skoti en Schmeichel varði. Tosun fékk svo skallafæri nálægt marki undir lokin, en Schmeichel varði vel.

Þremur mínútum bætt við í lokin sem runnu út án þess að neitt markvert gerðist enda fannst manni Everton liðið hefði getað spilað heilan hálfleik í viðbót án þess að skora mark.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Keane (5), Zouma (6), Kenny (6), Digne (6), Gomes (4), Gueye (6), Gylfi (5), Richarlison (5), Walcott (5), Calvert-Lewin (5). Varamenn: Tosun (6), Bernard (6).

46 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    Gleðilegt ár allt Everton fólk. Spái að þetta ár byrji með látum og við töpum 1-3. En það er óþarfi að vera bjáluð yfir þvi, þetta er nú bara spá 🙂

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta gefur tóninn fyrir það sem koma skal í janúar. Þetta verður pirrandi markalaust jafntefli.

  3. Gunnþòr skrifar:

    Gleðilegt ár allir saman. Sammála Didda vini mínum eins og alltaf.

  4. Elvar Örn skrifar:

    Eruð þið bræður (D&G) einhvern tíman bjartsýnir eða vongóðir?
    Everton amk eilítið betri en Leicester í þeim fyrri.
    Vonast eftir sigri í dag og ekki verra ef við náum að halda hreinu.

    • Diddi skrifar:

      ég veit að við D&G vonumst líka eftir sigri en það er nú allt í lagi að vera pínu svartsýnn svona einu sinni 🙂

      • Elvar Örn Birgisson skrifar:

        Diddi, já ef þú lofar að það sé bara í þetta skiptið fyrir árið 2019. Annars er þetta nafn á ykkur bræðum ansi gott þe D&G.
        Kenny reyndar að koma á óvart í hægri bak en Coleman verið arfaslakur í þeirri stöðu á leiktíðinni.
        Vildi sjálfur sjá Mina í miðverði í stað Zouma en Zouma reyndar verið ansi flottur. Held bara að þar sem við eigum Mina að þá eigum við frekar að notast við hann og hann er líka agalega sterkur í teigi andstæðinganna.
        Finnst Walcott ennþá eiga erfitt uppdráttar en maður heldur alltaf að þetta sé að koma hjá honum, ef Lookman væri ekki meiddur þá hefði ég viljað sjá hann inná. Væri reyndar til í að fá Bernard inná í stað Walcott þar sem Richarlison færi líklega á hægri kantinn.

      • Diddi skrifar:

        við unnum 1 leik af sjö í Desember. Finnst þér vera ástæða til að vera eitthvað extra hamingjusamur og bjartsýnn eftir svoleiðis skítaframmistöðu bara vegna þess að við unnum þennan EINA leik 1-5. Væri gaman að vita það.

        • Diddi skrifar:

          mér finnst eins og menn hafi verið í partýi fram á nótt, allavega ekki heil brú í Gomes og fleiri virka þunnir. Gana búinn að eiga flottan leik og Digne líka, Kenny átt fína spretti en það er eins og hinir séu ekki komnir í gang. Mina hefur verið pínu ráðvilltur í undanförnum leikjum og því er ég sáttur við að leika Zouma sem hefur virkað mjög sterkur og lætur líka til sín taka í vítateig andstæðinganna, við eigum að spila þeim sem eru í besta forminu óháð því hvort við eigum þá eða ekki. Mitt mat 🙂

          • Elvar Örn Birgisson skrifar:

            Já sammála með Gomes, hvað gerðist, þetta er annar leikurinn í röð þar sem hann er alveg lost. Kenny var fínn í fyrri en hann var ansi slakur í þeim síðari. Var DCL inná? Tosun reyndi meira þær 10 mín sem hann var inná.
            Zouma og Digne bestir hjá okkur held ég.

  5. Gestur skrifar:

    Jæja, Silva er ekkert að gera með þetta lið! Eru stjóraskipti á árinu 2019? Richarlison er alveg arfaslakur í þessum leik eins og svo mörgum að undanförnu. Með þessu áframhaldi verður Everton á seinna spjaldinu en sem betur fer eru slakari lið í deildinni.

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Spurning hvort Silva ætti að fá viðurnefnið Nóvembermaðurinn. Liðin hans virðast ekki geta neitt nema út nóvember.

      • Orri skrifar:

        Sæll Ingvar og gleðilegt ár.Þarf ekki bara nýjan mann í brúna ?????????????????

        • Ari S skrifar:

          Sæll Orri og gleðielgt nýtt ár. Það eru ekki margir góðir á lausu í dag….. jú bíddu aðeins við…. það er einn ágætisgaur á lausu, Mourinho. Væri ekki fínt að fá hann bara eða myndir þú vilja fá hann sem stjóra Everton Orri? kær kveðja, Ari.

          Viltu í alvöru reka Silva, Orri?

          • Orri skrifar:

            Sæll Ari og gleðilegt ár.Mér virðist hann (Silva) alveg ráðalaus í þeirri stöðu sem liðið er komið í þá er kanski spurning hvort ekki sé betra að fá nýjan stjóra en ekki Móra alls ekki.

          • Ari S skrifar:

            Við höfum rekið þrjá stjóra á minna en þremur árum. Við höfum talað um það oftar en einu sinni að sumum fannst á sínum tíma ótímabært að reka Martinez og Koeman þó þeir hafi ekki verið að standa sig. Ég held að það sé allt of snemmt að tala um að láta Silva taka pokann sinn þó að hann sé ekki að standa sig vel akkúrat núna. Liðið er búið að vera vægast sagt hræðilegt í desember og virðist algaerlega fyrirmunað að skora mörk.

            Silva er ungur og ráðning hans er partur af mikilli yfirhalningu á félaginu í heild. DoF ráðinn (Brands) o.fl… Fimm mánuðir í starfi og hans fyrsta „dýfa“ í starfinu stendur núna yfir og sér ekki fyrir endann á henni. Af fenginni reynslu segi ég NEI og í raun fáránlegt að vera að tala um þetta 😉

            Viltu fá kannski Craig Allardyce, Orri? (sonur Sam Allardyce.)

          • Orri skrifar:

            Sæll Ari.Ég veit bara eitt að Silva verður að finna svar við þessu dapra gengi liðsins og það í hvelli mér finnst ahann bara ekki hafa svar við þessu.þessi sonur Samma kemur ekki til greina að mínu mati.Við getum verið sammála um að þessa staða á liðinu er algjörlega óásætanleg.

          • Gestur skrifar:

            Silva verður að fara að standa sig, eins og Everton spilar nú virðist langt í það. Silva talar um að það þurfi að kaupa meiri gæði til að ná sjötta sætinu, hann nær valla að halda liðini í topp 10.

          • Ari S skrifar:

            Ég var að grínast neðan son Allardyce. Held hann sé ekki einu sinni stjóri.

  6. Gunnþòr skrifar:

    Djöfull eru Everton gòðir gott flæði í sòknarleiknum erum að yfirspila leicester frábær frammistaða

    • Diddi skrifar:

      Menn eru alveg úti á túni 🙁

      • Diddi skrifar:

        Gunnþór, við bræðurnir D&G megum ekki blokkera þessa síðu alveg, við drögum okkur í hlé og búum til pláss fyrir þessa jákvæðu, við unnum nefnilega leik um daginn 1-5 ekki gleyma því 🙂

        • Orri skrifar:

          Ekki batnar ástandið hjá okkar liði er nema von að maður sé fúll yfir getu liðsins svo maður tali nú ekki um meira.

        • Gunnþòr skrifar:

          Ok😂😂

  7. RobertE skrifar:

    Slakur leikur hjá báðum liðum, Everton voru meira ógnandi en Leicester fékk færi og nýtti það, lítið hægt að gera í þessu. Nú þarf bara að hysja upp um sig og leggja Bournemouth í næsta deildarleik, en á undan honum er bikarleikur á móti Lincoln sem ég vona auðvitað að Everton vinni.

    • Einar Gunnar skrifar:

      „Fall er fararheill“ segir í Heimskringlu; nýtt ár og nýtt upphaf gefur okkur tækifæri til að safna stigum að nýju 🙂

  8. Ari G skrifar:

    Hrein hörmung hjá Everton. Svakalega eru leikmenn orðnir hægir framávið. Ég biðst afsökunar að hafa spáð Everton 6 sætinu núna mega þeir þakka fyrir að ná 10 sætinu. Vill ekki hæla neinum í þessum leik.

  9. Tryggvi Gunnarsson skrifar:

    Sælir félagar og gleðilegt ár,
    Ekki var þetta gott í dag… eiginlega skelfilegt. Hvar er gleðin í þessum hóp ? ( liðinu okkar ) Richarlison er ekki með neina útgeislun og virðist algjörlega áhugalaus eða er hann kannski ekki betri en þetta ? Walcott hefur ekki snefil að skilning til að að spila bolta á næsta mann…. æji ég gæti talið svo margt upp en það gerir mig bara daprann. Það sem vantar er gleði,hjartað og meiri hraða í þetta lið okkar. Þá fer þetta koma hjá okkur.
    En þið eruð allir fínir… upp með sokkana, út með kassann og horfum björtum augum til nýja ársins.

  10. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Með svona áframhaldi getum við þakkað fyrir að enda fyrir ofan fallsvæðið. Við höfum bara tekið 5 stig af 24 mögulegum síðan í nóvember, það er, eins og Bretarnir segja, „relegation form“.

    Marcel Brands hefur sagt að hann ætli ekki að versla leikmenn í janúar, það séu aðallega lið í basli sem noti sér þann glugga. Hann er vonandi búinn að endurskoða það álit sitt því við erum í basli og það virðist ekki vera að fara að breytast.

    Við þurfum þrjá nýja leikmenn. Hægri bakvörð, hægri kantmann og almennilegan sóknarmann. Svo þarf einhver að sparka duglega í rassgatið á Gomez og segja honum að ef hann vilji vera keyptur til Everton, þá verði hann að fara að standa sig aftur eins og í október og nóvember.

    Ég spái því hér með að við dettum út úr FA bikarnum um næstu helgi. Lincoln vinnur 1-3.

  11. Ari G skrifar:

    Gleðilegt nýtt ár! Þakka fyrir gömlu árin.

  12. Ari S skrifar:

    Það stefnir allt í ljótan ósigur gegn Lincoln City á heimavelli Everton Goodison park þann 5. janúar næstkomandi.

    Það ætti heldur betur að gleðja einhvern og ég ætla að vera svo djarfur að spá aðeins 0-1 tapi, sem er í raun sigur útaf fyrir sig.

    Coleman mun skora sitt annað sjálfsmark á stuttum tíma og Gylfi verður rekinn útaf.

    Kær kveðja og gleðilegt ár,

    ykkar Ari S 😉

    • Orri skrifar:

      Hvað hefur þú verið að borða Ari ??????????????????????????????????????????????????????????

      • Ari S skrifar:

        Hvað meinar þú ?

        Annars borðaði ég lambakjöt á gamlársdag og hamborgahrygg á nýársdag. Eitthvað grænmetisbuff í gær og tvær brauðsneiðar í morgun.

        Þetta var bara smá kaldhæðni í mér. Ég býst að sjálfsögðu við sigri þann 5. Og helst stórum. Enn einn brassinn á leiðinni til okkar og það frá Barcelona. Gott mál en við þurfum sigra!

        • Orri skrifar:

          Góðan dag Ari.Grænmetisbuffið hefur gert þig alveg snarruglaðan.

          • Ari S skrifar:

            Gufusoðin Ýsa með kartöflum í hádeginu kom mér á rétta braut á ný.

  13. Gestur skrifar:

    Ég hef aldrei lesið eins ljótt koment á þessari síðu, hvað er að gerast?

  14. Ari S skrifar:

    VEL???

    Við þurfum betri striker en þetta!

  15. Orri skrifar:

    Það komu gleðileg úrslit frá Liverpool liði kvöld ég fer glaður að sofa eftir þessi úrslit.

  16. Ari G skrifar:

    Voðalega eru menn orðnir svartsýnir hérna. Everton er núna í smá öldudal núna en þeir munu rísa upp aftur. Þurfum samt að hreinsa aðeins til núna selja eða leigja þá leikmenn sem við notum ekki eða lítið. Sammála því að kaupa sóknarmann, hægri vængmann og hægri bakvörð. Tímabilið hingað til verið vonbrigði en þetta getur ekki versnað meira sannið bara til. Núna tekur Everton bikarinn og það bjargar tímabilinu þótt Everton lendi neðar en 10 sætinu í vor en þeir falla aldrei aftur eru duglegasta allra liða að halda sig í efstu deild frá upphafi og hafa spilað langflesta leiki allra liða í efstu deild.

    • Orri skrifar:

      Sæll Ari G.Ég held að menn séu nú ekki svartsýni en gengið undanfarnar vikur sett að manni þunglyndi mikið frekar.Það er rétt moka út því sem ekki er nothæft fyrir okkur og versla það sem upp á vantar hjá okkur.

      • Ari S skrifar:

        Sammála ykkur báðum. Það þarf að hreinsa aðeins til þó að nokkrir góðir leikmenn hafi komið á undanförnum mánuðum þá má samt aðeins gefa í þykir mér.

  17. Diddi skrifar:

    Gylfi hefur líklega ekki fengið háa einkunn hjá Sky sports fyrst það er ekki búið að setja hana inn ennþá 🙂

  18. Diddi skrifar:

    annars eru þetta flottar fréttir. Alltaf verið hrifinn af þessum leikmanni og leiðinlegt hvernig ferillinn hjá honum hefur verið plagaður af meiðslum og óheppni. Magnaður knattspyrnumaður sem gefur alltaf allt í leikinn. Velkominn og megir þú gæfu njóta 🙂 https://www.rte.ie/sport/soccer/2019/0104/1020377-james-mccarthy-back-in-everton-squad/

  19. Elvar Örn Birgisson skrifar:

    Everton vinnur 4-0 á morgun.