Everton – Tottenham 2-6

Mynd: Everton FC

Uppstillingin: Pickford, Digne, Zouma, Keane, Coleman, Gomes, Davies, Gylfi, Walcott, Richarlison, Calvert-Lewin.

Fínar fyrstu 10 mínúturnar af leiknum, Tottenham komust varla yfir miðju með boltann. Everton fékk eitt færi þar sem boltinn sigldi framhjá stönginni en tveir leikmenn Everton náðu ekki að slengja fæti í boltann.

Tottenham fengu svo tvö færi í kjölfarið, Kane vippaði rétt yfir markið og stuttu síðar átti Trippier skot innan teigs sem Pickford varði í innkast.

En Everton tók forystuna með flottu marki frá Walcott. Calvert-Lewin gerði mjög vel í að hlaupa inn í teig á réttum tíma, fékk frábæra stungusendingu frá Gylfa inn fyrir og nýtti styrkinn til að halda varnarmanni frá sér. Sendi fyrir frá vinstri (með manninn í sér), beint á Walcott sem kom á hlaupinu og þrumaði inn viðstöðulaust. 1-0 Everton.

Calvert-Lewin kom svo boltanum sjálfur í netið stuttu síðar – skallamark, sem var dæmt af fyrir mjög litlar sakir (létt snerting í bak á varnarmanni). Ákveðinn vendipunktur í leiknum, átti eftir að koma í ljós.

Kane var næstum búinn að jafna stuttu síðar, átti skot rétt yfir. En það þurfti slæm varnarmistök hjá Everton til að þeir næðu að jafna. Zouma og Pickford voru ekki að tala saman, lentu í samstuði utan teigs, báðir að ná til boltans, en boltinn féll þar með vel fyrir Son sem skoraði í autt markið.

Og á 35. mínútu bættu Tottenham menn við öðru marki eftir skyndisókn. Pickford varði vel skot innan teigs en Tottenham menn aftur heppnir, því boltinn féll vel fyrir Deli Alli sem þrumaði inn.

Þriðja mark Tottenham kom svo á 42. mínútu og í þriðja skiptið var svolítill heppnisstimpill á því. Aukaspyrna utan teigs fór í stöngina og út, beint á Kane sem skoraði í autt mark (Pickford í grasinu eftir að hafa reynt að verja stangarskotið). Staðan orðin 1-3 og þannig var það í hálfleik.

Lukkan var áfram með Tottenham í seinni hálfleik.

Þeir komust í færi og náðu fyrirgjöf snemma í hálfleiknum. Coleman hreinsaði fyrirgjöfina út úr teig. Eina í stöðunni en lagði þar með upp færi fyrir Eriksen sem þrumaði inn. Smellhitti boltann af löngu færi og boltinn fór rétt framhjá Coleman og rétt framhjá Pickford. Inn alveg við stöng. 1-4 staðan.

Gylfi tók sig hins vegar til og minnkaði muninn af harðfylgi. Dansaði framhjá nokkrum varnarmönnum Tottenham og náði að koma boltanum í netið með skoti innan teigs. Smeygði boltanum eiginlega framhjá markverði. 2-4 staðan. Smá von.

Fimmta mark Tottenham kom hins vegar á 60. mínútu og slökkti þá von. Maður hélt reyndar að þá loksins væri um engan heppnisstimpil að ræða. Alveg þangað til endursýning sýndi að Son, markaskorarinn væri hárfínt rangstæður í aðdraganda marksins. Týpiskt.

Everton lagði allt kapp á að minnka muninn en fengu í staðinn mark í andlitið úr skyndisókn. Kane þar að verki. Staðan orðin 2-6.

Gylfi fékk ágætis færi á 80. mínútu innan teigs en markvörður Tottenham varði vel. Og það reyndist síðasta færið.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (4), Coleman (5), Keane (5), Zouma (4), Digne (5), Gomes (5), Davies (5), Walcott (6), Sigurdsson (6), Calvert-Lewin (5), Richarlison (5). Varamenn: Schneiderlin (5), Bernard (5).

20 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Hvern fjandann var Pickford að hugsa þarna???? Bölvaður bjánaskapur í honum.

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta verður enn eitt tapið fyrir þessum ógeðslega skítaklúbb.🤬🤬🤬🤬🤬🤬🤬🤬🤬🤬🤬

    • Diddi skrifar:

      mér finnst við nú ekki í stöðu til að kalla aðra klúbba skítaklúbba, allra síst klúbba sem eru ljósárum á undan okkur í getu 🙁

      • Ingvar Bæringsson skrifar:

        Ég er ekki að tala um getu Diddi, fyrir mér er Tottenham á svipuðum stalli og Liverpool. Sem sagt ég algjörlega hata þá.

  3. Jon ingi skrifar:

    Held þeir ættu að fara að hvíla þennan markmann. Og þetta á að heita landsliðsmarkmaður!

  4. Ari S skrifar:

    Ég er hættur að horfa í bili. Getið þið sagt mér hvers vegna markið sem DCL skoraði var dæmt af?

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Já, það var vegna þess að dómarinn er tottari😡😡😡

      • Ari S skrifar:

        Ég held (nú er ég aðallega að tala um mig sjálfan) að við verðum að fara varlega í væntingar. Tottenham eru greinilega með mjög gott lið EN við hefðum getað verið komnir í 2-0 áður en þeir skoruðu sitt fyrsta. Ein mistök og leikur liðsins hrynur. Ég var að lesa að Gomes hafi látið leikmenn Tottenham bara labba aframhjá sér í tveimur mörkum þeirra í dag og þess vegna verið tekinn útaf. Hræðilegur leikur í dag og staðan er 2-5 þegar þetta er skrifað.

        Kær kveðja og Gleðileg jól…

  5. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Vel gert Gylfi. Koma svo!!

  6. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta er bara vandræðalegt.

  7. RobertE skrifar:

    Þessi leikur var ekki mikið fyrir Everton augað, finnst samt fólk rosalega fljótt að gleyma því að Pickford kom inn í Everton liðið í fyrra og bjargaði tímabilinu. Allir gera mistök, alveg eins og Zouma og Pickford gerðu. En eftir að markið var dæmt af Everton þá var eins og þeir hafi bara hætt að reyna á sig og létu Tottenham yfirspila sig, heilt á litið þá var Tottenham bara mun betra liðið í dag þrátt fyrir að Everton hafi ekki spilað illa, hefðu mátt spila betur en svona gerist bara. Taka bara næsta leik á móti Burnley og rúlla yfir þá.

    • Finnur skrifar:

      Ég sé ekkert að því að markvörður komi út til að hreinsa einstaka sinnum, svo lengi sem hann láti varnarmann vita að hann muni taka boltann. Þá á varnarmaður að átta sig á því að hans forgangur hættir að vera boltinn og breytist í það að blokkera hlaupaleiðina hjá sóknarmanni (til að gefa markverði hámarks möguleika á að hreinsa).

      Mér fannst endursýningin sýna að Pickford kláraði sinn part en Zouma hins vegar ekki. Þarf kannski að skoða þetta betur í góðu tómi en ég get ekki séð hvernig þetta mark er Pickford að kenna.

  8. Finnur skrifar:

    Enn einn leikurinn sem öskrar á VAR að mínu mati. Calvert-Lewin með löglegt mark dæmt af og Son skoraði rangstöðumark.

    • Finnur skrifar:

      Bæði atvik á krítískum augnablikum í leiknum.

      • RobertE skrifar:

        Alveg meira en sammála, sérstaklega í markinu sem dæmt var af Everton, stuttu áður þá sýndi Sanchez hversu sterkur hann er með því að rústa DCL í öxl í öxl en svo þarf smá þrýst á bakið og hann stendur varla í fæturnar.

        • Diddi skrifar:

          guð hjálpi ykkur aumingjans menn, leikurinn fór 2-6 og við stálheppnir að sleppa með það. Þessi stjóri er alveg ráðalaus og liðið er hörmulegt, 2 stig af síðustu 15 og þið hélduð að þetta væri á uppleið 🙂 en gleðileg jól samt, þau hljóta að koma. Alveg til fyrirmyndar líka stjórnunin á bak við liðið, heyrði að Gana væri með klásúlu í samningnum sínum uppá 7 milljónir punda. Þetta er snilld 🙂

          • Finnur skrifar:

            Glasið er greinilega hálftómt, allt í góðu með það… en ég sé samt ekki alveg í hvaða raunveruleika það virkar að kaupa leikmann á 7.2M punda og samþykkja um leið sölu-klásúlu upp á 7M punda.

  9. Ari G skrifar:

    Hrein hörmung. Ég er farinn af efast um hæfni Marco Silva. Kannski er kominn að endalokum hjá honum. Þörfum ekkert að ræða þennan leik enda sér maður að Gana er ómissandi leikmaður. Væri alveg opinn fyrir 18 mánaða samning við Morinho ef þetta lagast ekki á næstunni. Skil ekki þetta hrun eftir sigurmark Liverpool um daginn er eins og Everton hafi hrunið eins og spilaborg. Stjórn Everton þarf að setjast niður og ræða framtíð Everton strax. Hvað vilja menn hér gera?

  10. Finnur skrifar:

    Af Sky: „Everton were harshly denied a quick-fire second as Calvert-Lewin’s brilliant header into the far corner was chalked off after he was adjudged to have pushed Davinson Sanchez.“

    Á þessum tímapunkti hefði staðan verið 2-0 og leikurinn hefði þróað allt öðru vísi en hann gerði (og umræðan eftir leik líka). Klisja… já — en mörk breyta leikjum.