Everton – Newcastle 1-1

Mynd: Everton FC.

Everton lék á heimavelli við Newcastle þann 5. des og sá meistari Elvar um skýrsluna í fjarveru ritara. Gefum honum orðið:

Uppstillingin: Pickford, Digne, Mina, Zouma, Coleman, Gueye, Gomes, Richarlison, Gylfi, Lookman, Tosun.

Leikurinn ekki sýndur í beinni og menn að reyna að finna leikinn einhers staðar. Ég keypti áskrift og fann leikinn í beinni en missti af fyrstu mínútum leiksins.

Everton mun betri framan af en í fyrstu sókn Newcastle þá skora þeir með góðu marki á 19 mínútu þar sem boltinn er sendur þvert inn fyrir vörn Everton sem ná ekki að verjast og Rondon einn á auðum sjó og skorar gegn gangi leiksins. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks þá voru Everton áfram með yfirburði og Gylfi fékk dauðafæri þar sem hann setur boltann í vinstra hornið þar sem varnarmaður kemst fyrir boltann og markvörður fór einnig í sama horn en hægri hluti marksins auður og Gylfi hefði átt að geta betur þarna.

Tosun átti einnig flott skot á mark af stuttu færi sem markvörður Newcastle ver og satt best að segja voru Newcastle heppnir að fá ekki á sig mark á þessum tíma.

Það var síðan Richarlison sem jafnaði leikinn með góðu marki á fjærstöng á 38 mínútu þar sem hann lyftir boltanum yfir markmann Newcastle og staðan jöfn.

Seinni hálfleikur var heilt yfir Everton manna en Newcastle fengu þó tvö ágæt færi þar sem Atsu (fyrrum lánsmaður hjá Everton) nýtti færi sín ekki nægilega vel.

Everton sóttu grimmt og skiptu Tosun og Gylfa út fyrir Bernard og Walcott en það skilaði ekki miklu satt best að segja. Þrátt fyrir nokkurn sóknarþunga Everton þá komist þeir ekki nógu nærri marki til að skora og lokastaðan 1-1 sem verður að teljast vonbrigði.

Næsti leikur Everton er gegn Watford næstkomandi mánudag á Goodison Park og verður það krafa aðdáenda að Everton nái 3 stigum í þeim leik.

Svo mörg voru þau orð. Við þökkum Elvari kærlega fyrir!

Einkunnir Sky Sports: Pickford (7), Coleman (6), Zouma (5), Mina (6), Digne (5), Gueye (5), Gomes (6), Lookman (5), Sigurdsson (6), Richarlison (7), Tosun (6). Varamenn: Bernard (6), Walcott (5), Calvert-Lewin (6).

13 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ekkert annað en sigur er ásættanlegt, helst stórsigur.

  2. Gestur skrifar:

    Newcastle hefur alltaf reynst Everton erfitt, finnst mér

    • Finnur skrifar:

      Veit ekki… ég er sæmilega bjartsýnn (eins og venjulega). 🙂

      Skv. BBC…

      „Everton have won eight of their past nine Premier League games against Newcastle, including each of the last five without conceding a goal.“

      Og Gylfi með fjögur mörk í síðustu fimm heimaleikjum. Verst að ég næ ekki að horfa á leikinn. :/

  3. Diddi skrifar:

    Af hverju er ekki fenginn einhver sem hefur eitthvað smá vit á fótbolta til að sjá um skýrsluna 🙂

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég held að við séum að fara að klúðra þessu.

  5. Elvar Örn skrifar:

    Lookman sem margir hafa viljað sjá í stað Walcott nýtti sér tækifærið ekkert sérstaklega vel verð ég að segja.
    Gylfa var síðan skipt útaf á 70 mínútu og eftir það fannst mér Everton bara ekki nógu ógnandi, ekki góð skipting það.
    Innkoma Calwert Lewin gerði lítið og í heild voru skiptingar Everton að skila litlu.
    Ekkert óeðlilegt að gera skiptingar tímalega þar sem Everton átti leik fyrir 3 dögum gegn Liverpool.
    Tosun byrjaði og átti 1 mjög gott skot en var annars vart sjáanlegur. Alveg klárt að Everton vantar soknarmann og líklega er betra að hafa Lewin frammi í hans stað og mér finnst Richarlison spila betur á vinstri kanti en frammi.

  6. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta var bara drullulélegt. Allt of margir sem áttu lélegann leik í kvöld.
    Verðum að vinna Watford á mánudaginn, jafnvel þó það verði með grísamarki í uppbótartíma.

  7. Elvar Örn Birgisson skrifar:

    Well, þetta verða að teljast fréttir fyrir okkur hér á klakanum. Var ekkert búinn að heyra af þessu:

    Grétar Rafn verður yfirnjósnari Everton í Evrópu.

    https://www.fotbolti.net/news/06-12-2018/gretar-rafn-radinn-til-everton