Chelsea – Everton 0-0

Mynd : Everton FC.

Everton mætti Chelsea á brúnni. Chelsea taplausir á þessari leiktíð í deildinni.

Uppstillingin: Pickford, Digne, Mina, Keane, Coleman, Gomes, Gueye, Bernard, Gylfi, Walcott  Richarlison.

Varamenn: Stekelenburg, Baines, Jagielka, Davies  Lookman, Calvert-Lewin, Tosun.

Meistari Georg sá um skýrsluna í fjarveru ritara. Við kunnum honum bestu þakkir fyrir og gefum honum orðið:

Fyrsta færi Everton kom á 10 mínútu eftir hornspyrnu Lucas Digne, Chelsea skallaði boltann úr teignum beint á Bernard sem átti hörku skot rétt framhjá.

Chelsea átti nokkur færi í þeim fyrri en Everton vörnin og Pickford stóðu vaktina vel.

Mina var hársbreidd frá því að ná flottri fyrirgjöf frá Digne, þar sem Mina komst aftur fyrir Rudiger en náði ekki að stýra boltanum á markið.

Það var mikil harka í þessum leik og voru komin 5 gul spjöld í fyrri hálfleik, 2 á Everton og 3 á Chelsea.

Chelsea komu að krafti inn í seinni hálfleik og sóttu mikið. Everton liðið hélt þó vel og Pickford átti nokkrar góðar vörslur.

Walcott var hársbreidd frá því að komast í gegn snemma í seinni hálfleik, Gylfi átti frábæra spyrnu inn fyrir vörn Chelsea og Walcott náði boltanum en missti hann frá sér til Kepa.

Stuttu síðar átti Gylfi hörku skot á markið vel fyrir utan teig sem Kepa varði í markinu og úr varð hornspyrna.

Gylfi átti svo flotta fyrirgjöf sem fór í gegnum teiginn, Richarlison var hársbreidd frá því að skalla hann, en boltinn lenti hjá Bernard sem nær ekki að koma boltanum fyrir sig og skítur fram hjá úr upplögðu færi.

Lookman kom svo inn á 64. mínútu fyrir Bernard, hann kom að krafti inn í leikinn og var að minna á sig. Stuttu eftir að hann kom inn á fer hann fram hjá 3 leikmönnum áður en Kepa nær að komast inn og og úr því kom hornspyrna.

Chelsea átti nokkur hálffæri í framhaldinu en Everton vörnin hélt vel.

Jagielka kom svo inn á 76. mínútu fyrir Gylfa til að þétta meira í vörninni.

Eftir þetta fjaraði leikurinn nokkuð út og lítið af færum.

Calvert-Lewin kom svo inn á 89. mínútu fyrir Richarlison sem virtist meiddur á nára. Vonandi að hann verði fljótur að jafna sig og landsleikjahléið hugsanlega að koma á góðum tíma.

Leikurinn endaði 0-0 og má teljast góð úrslit að fara á Brúnna og ná stigi miðað við hvernig Chelsea hefur verið að spila síðustu vikur.

Næsti leikur er svo gegn Cardiff á Goodsion Park 24. nóvember sem er einmitt leikur sem fjölmargir Everton aðdáendur á Íslandi eru að fara á. Ekkert annað en 3 stig koma til greina þar.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (7), Coleman (7), Keane (7), Mina (8), Digne (7), Andre Gomes (6), Gueye (7), Walcott (6), Sigurdsson (7), Bernard (6), Richarlison (6).

Varamenn: Jagielka (6), Lookman (6).

Maður leiksins: Yerry Mina.

 

 

 

28 Athugasemdir

  1. Eirikur skrifar:

    Gott stig 🙂

  2. Einar Gunnar skrifar:

    Everton spilaði þennan leik eins vel og hægt var að ætlast til. Jordan var frábær í markinu og pressan hjá liðinu skilaði að færin væru ekki fleiri en raun bar vitni hjá Chelsea. Vinnuframlagið fannst mér mikið hjá liðinu án bolta, minnti á stundum á ÍSL-landsliðið, já, það var mín upplifun.

  3. Finnur skrifar:

    Flott skýrsla, Goggi. Takk takk!

    BBC völdu Pickford í lið vikunnar, og höfðu þetta að segja…
    „The save from Marcos Alonso by England’s number one goalkeeper was world class.

    In fact, Jordan Pickford went on to make a number of first-class saves to keep Everton in a game that could, with a bit of luck, have gone their way due to his brilliance.

    I said last week that Everton were looking good but against Chelsea the Toffees played the best football I’ve seen them play for some considerable time. They are looking like a proper team.

    Did you know? As well as making four saves and keeping a clean sheet at Chelsea, Pickford’s 21 completed passes was his highest tally in a league game this season.“
    https://www.bbc.com/sport/football/46172478

  4. Teddi skrifar:

    #takkGylfi sjáumst í des.

  5. Gestur skrifar:

    Skelfileg tækning á Gylfa, hann verður að vera með gegn Cardiff.

  6. Finnur skrifar:

    Sky valdi 11 bestu Úrvalsdeildarleikmenn tímabilsins hingað til og þar má finna Gylfa á miðjunni…
    https://www.skysports.com/football/news/11671/11553016/premier-league-xi-based-on-sky-sports-power-rankings

    Það fylgdi jafnframt að Keane og Richarlison hefðu rétt svo misst af sæti í því vali.

  7. Elvar Örn skrifar:

    Horfði á leik Englendinga og USA.

    Þar spilaði Pickford fyrri hálfleik og var bara ansi solid.

    Keane spilaði allan leikinn og að sögn gerði hann ein mistök í fyrri hálfleik (sem Pickford bjargaði) sem ég missti af (ætla að skoða þann hluta aftur) en annars var hann mjög solid. Er ekki að fá háa einkunn sem er víst einkennis af þessum mistökum skv miðlum. Það breytir því ekki að hann var að spila vel og tam bjargaði hann algjöri klúðri af hálfu Arnold.

    Rooney að fá lala dóma en mér fannst hann gríðarlega sterkur. Átti 4 geggjaðar sendingar sem hefðu getað gefið mark og svo átti hann 2 ágæt skot. Hann á sannarlega erindi í þetta landslið, sorry, veit að margir eru ósammála en hann er bara að gera ansi mikið fyrir þetta lið.

    Fleiri sem sáu leikinn?

    • Diddi skrifar:

      Elvar, ég var að lesa þetta og það getur ekki verið að Keane hafi verið hægur í þessum leik, hinir hafa bara verið fljótari…..er þakki 🙂 https://thisisfutbol.com/2018/11/blogs/premier-league/some-fans-react-to-keane-display-for-england/

      • Elvar Örn skrifar:

        Hehe Diddi. Þú varst að lesa Thisisfutbol á netinu og leggur mat þitt eftir þeim heimildum. Mæli með að þú horfir á leikinn og segir síðan þína skoðun, þó svo að hún sé kannski bara ákveðin fyrirfram, eða? 🙂

        Það sem er nú einnig áhugavert við vefpressur sem þessar, sem nb ganga út á það að vitna í tíst almennings á Twitter, að það hafa allir skoðun og það er í raun ótrúlegt hvað þær geta verið á skjön við hvora aðra.
        Það sem ég er að lýsa hér að ofan er að menn virðast dæma leikmenn útfrá einum mistökum þó svo að restin hafi verið ansi solid. Enskir aðdáendur eru nú þekktir fyrir að fókusera á neikvæðu hlutina og blása þá upp, en klárlega hollt samt að gagnrýna samt þegar við á.

        Var búinn að gleyma hvort þú svaraðir mér einhvern tímann varðandi Gylfa, ertu enn á því að Everton hefði ekki á að kaupa hann? By the way hann er í top 50 lista yfir bestu menn í Evrópu um þessar mundir. Just Saying.

      • Elvar Örn skrifar:

        Ég skoða jafnan dómana og umfjöllun á SkySports, finnst það aðeins áreiðanlegra en t.d. thisisfutbol.com. Þar finnst mér samantektin sanngjörn og fær Keane réttilega 7 í einkunn.
        Hér er sú frétt:
        https://www.skysports.com/football/news/11096/11555402/england-player-ratings-who-impressed-in-3-0-win-over-usa

        p.s. og það reyndi ekki neitt á hraðann hjá Keane í þessum leik svo ég muni til og héldu þeir hreinu sem jafnan telst allt í góðu

        • Diddi skrifar:

          ég dæmi menn yfirleitt eftir því hvernig þeir eru en ekki eftir því í hvaða búningi þeir eru Elvar minn. Það eru hinsvegar rosalega margir sem commenta undir þessa umfjöllun og eiga ekki til orð yfir hve fáránlegur hann var 🙂 Skysport er ekkert áreiðanlegra fyrir mér en einhver gaur útí bæ sem sést best á því að Pickford fékk bara 7 hjá þeim í leiknum á móti Chelsea en hefði átt að fá 9 að mínu mati. Eins er með morgunblaðs M in sem fara bara eftir geðþótta og hvað maðurinn heitir en ekki hvernig hann stóð sig. En mundu það að ég dæmi menn af því hvernig ég sé þá en ekki hvernig aðrir segja mér að þeir séu 🙂

          • Elvar Örn skrifar:

            Diddi en varstu ekki pínu að dæma eftir því hvað aðrir sögðu en ekki hvað þér finnst. Þess vegna væri gaman að fá þitt álit á hans frammistöðu í þessum leik ef þú nærð að horfa á leikinn.

            Mér fannst hann amk spila fínt í þessum leik en greinilega missti ég af þessu atviki sem ég talaði um áður, hef örugglega verið að opna bjór eða eitthvað. 🙂

            Ég hef sagt að Keane var dapur í fyrra (Williams samt verri og liðið í heild dapurt) en hefur verið góður í ár fyrir Everton. Það virðast allir sammála um það, ertu ósammála því?

            Væri gaman að heyra álit manna á því td hverjir væru í top 5 formi hjá Everton og hverjir 5 í slöku formi það sem af er leitið. Ég skal skjóta mínu áliti hér svo þú sjáir að ég hafi amk skoðum á því hverjir eru ekki að standa sig nægilega vel að mínu mati.

          • Diddi skrifar:

            ég hafði ekki áhuga á að horfa á þennan leik og hef ekki fundið þann áhuga ennþá. Mér finnst Keane ekki góður leikmaður. Ég var ekkert að dæma hann í þessum leik, aðeins að benda þér á að það eru fleiri á þeim vagni en ég að finnast ekkert í hann varið. Ég hef þessa skoðun og þitt álit kemur ekkert til með að breyta henni 🙂 Mér finnast engir í einhverju rosalegu formi það sem af er leiktíðar. Helst Pickford en auðvitað er Gylfi betri en í fyrra og mér finnst Digne góður og Richarlison á fína spretti og fimmti maðurinn yrði þá líklega Gomez en mér finnst hann frábær 🙂 þetta eru 5 skástu mennirnir að mínu mati en Mina virkaði líka flottur í síðasta leik. Þeir sem hafa valdið mér mestum vonbrigðum eru Coleman, Walcott, Bernard sem ég vona samt að komi inn í stöðu Gylfa og gera hana að sinni og Davies en ég get ekki sagt að Tosun hafi valdið mér vonbrigðum því ég átti ekki von á neinu frá honum 🙂

        • Diddi skrifar:

          Gleymdi reyndar að minnast á Gana en tel ekki þurfa að nefna hann með öðrum leikmönnum þar sem hann er svo langbestur og ber höfuð og herðar yfir aðra leikmenn (solid)

          • Elvar Örn skrifar:

            Bestu leikmenn Everton það sem af er leiktíð að mínu mati:
            1) Gylfi
            2) Richarlison
            3) Gana
            4) Digne
            5) Keane
            Fastir á hæla þeirra hér að ofan
            Gomez (fer ekki ofar því ekki búinn að spila nóg)
            Pickford (aðeins of mikil mistök í fyrstu leikjum)
            Zouma

            Verstir það sem af er leiktíð:
            Davies
            Coleman
            Walcott
            Jonjoe Kenny
            Tosun
            Worth mentioning
            Jagielka (klúður í byrjun leiktíðar og er kominn á aldur)
            Baines (kominn á aldur)
            Restin af ungu mönnunum fyrir utan Lookman

            Er mjög bjartsýnn með Mina, byrjaði amk vel í sínum fyrsta leik gegn Chelsea (maður leiksins).
            Bernard verið bæði frábær og horfið þess á milli. Eðlilega ekki í leikformi og verður bara betri (vonandi).
            Lookman gæti líka komið ansi sterkur inn og ætti að fá að byrja leik ansi fljótlega. Kannski tækifæri í næsta leik heima gegn Cardiff.

            Þetta er svona fljótt á liðið staðan í dag að mínu mati.

  8. Elvar Örn skrifar:

    Nú spilaði Digne allan leikinn með Frakklandi sem heimsóttu Hollendinga.

    Þar fylgdist ég eðlilega með Digne allan leikinn en þess ber að geta að Hollendingar unnu 2-0.
    Í fyrri hálfleik þá var Digne ansi góður og spilaði þarna líkt og hann hafði verið að gera með Everton.
    Fyrstu 20 mínúturnar í síðari hálfleik átti hann alveg gríðarlega dapra frammistöðu, hvað eftir annað missti hann mann framhjá sér eða braut af sér á góðum stað fyrir andstæðingana. Hefur hann fengið miklar skammir fyrir frammistöðu sína í þessum leik en þessi kafli kynti alveg undir það mat.
    Seinni hluta síðari hálfleiks var hann síðan aftur að spila nokkuð solid og áhugavert að hann virtist vera eini maðurinn sem gat sent boltann fyrir á eigin mann sem skapaði hættuleg færi eða átti sendingar sem gátu skilað einhverju.
    Hrikalega kaflaskipt frammistaða hjá kappanum í þessum leik en gott að sjá hann vera kominn í landslipshóp Frakka sem er nú ekkert slor.

    Richarlison kom inná á 67 mínútu í leik Uruguay og Brasilíu (sem Brasilía vannn 0-1) svo hann virðist vera farinn að banka alvarlega á dyrnar þar.

  9. Ari G skrifar:

    Hæ bestu leikmenn Everton á þessu tímabili að mínu mati eru? 1. Gana 2. Richarlson 3. Gylfi 4. Pickford 5. Comes. Finnst aðrir síðri vörnin léleg í byrjun en hefur lagast mikið síðan undanfarið. Mestu vonbrigði eru Davies og Tosun sem Everton ætti að losa sig við leigja út Davies eitt tímabil og sjá hvort hann nái sér ekki á strik aftur og selja Tosun. Ef Everton mundi selja Pickford mundi ég vilja A. Martial í staðinn en þá þarf Everton að finna nýjan mörkvörð.

  10. Georg skrifar:

    Richarlison heldur áfram að standa sig með Brasilíu, átti flotta innkomu gegn Úrúgvæ og svo í gær kom hann inn á eftir 8 mínútur fyrir Neymar sem meiddist. Skoraði mark og var heilt fyrir mjög flottur í leiknum, skoðaði highlights úr leiknum þar sem hann átti flotta spretti í leiknum. Svo hann er farinn að banka vel á dyrnar á byrjunarliðinu hjá Brasílu.

    Tite þjálfari Brasilíu hrósaði honum svo í viðtali við SkySports:
    https://www.skysports.com/football/news/12027/11559267/brazil-manager-tite-praises-richarlison-impact-after-his-goal-against-cameroon

    Gaman að sjá hvað við erum með marga Everton leikmenn að gera flotta hluti með sínum landsliðum þessa dagana.

    • Elvar Örn skrifar:

      Ég sá einmitt samantekt um Richarlison eingöngu í þessum leik og hann var að sögn magnaður. Ansi flottir taktar hér og á klárlega erindi á vinstri kantinum hjá okkur. Ég vil amk fá Tosun annað slagið í fremstu línu og færa Richarlison á vinstri kant.

      En hér er myndbrot af því sem hann gerði í þessum leik:
      https://youtu.be/YaWeNug-R7o

  11. Elvar Örn skrifar:

    Veit síðan að það eru margir að fara á Everton-Cardiff og það væri ansi gaman að fá fréttir frá ykkur strákar. Hverjir eru að fara og um að gera að henda inn einhverju hér eða á Facebook.

    Ég mun horfa á leikinn á Pub í Chicago þar sem ég mun hitta dóttir mína Amöndu sem heldur einnig með Everton. Fékk meðmæli á Twitter varðandi þennan stað http://www.ajhudsons.com/info.php til að horfa á Everton leik.
    Hefur einhver heyrt hvort Gylfi sé orðinn leikfær?

    • Finnur skrifar:

      Já, það verða ansi margir Íslendingar á pöllunum á Goodison Park. Fyrir utan mig þá veit ég um Halla, Halldór, Bigga, Frey, Gest og Ingvar Bærings. Tryggvi var svo með rúmlega 10 manns í sínum hópi og Gamanferðir seldu einhver sæti aukalega sem ég veit ekki hver keypti. 🙂

      • Tryggvi Gunnarsson skrifar:

        Ég er með 12 úr minni fjölskyldu.

        • Diddi skrifar:

          það er bannað að koma heim tómhentur 🙂 Þrjú stig og ekkert annað. Góða skemmtun allir sem verða á pöllunum.

    • Gestur skrifar:

      Já ég og konan mín erum að fara í fyrsta skipti. Hlakka mikið til.

      • Ingvar Bæringsson skrifar:

        Við frúin erum að fara í annað skiptið en frysta skipti með klúbbnum.
        Fórum síðast fyrir 10 árum svo það er sko heldur betur kominn tími til að fara aftur. Ég sveiflast á milli þess að hlakka alveg brjálæðislega mikið til og að kvíða alveg rosalega fyrir. Vonum það besta bara.

        • Teddi skrifar:

          Leikurinn er á dagskrá St.2Sport 3 kl.19:00
          Vonandi vinnur betra liðið í markaleik, ætti að vera Everton en maður veit aldrei.
          Góða skemmtun.

  12. Georg skrifar:

    Einnig er verðugt að nefna að Vlasic hefur staðið sig mjög vel á láni hjá CSKA Moskvu. Hefur verið lykilmaður hjá þeim og verið valinn leikmaður mánaðarins síðustu 2 mánuði. Auk þess sem hann var í byrjunarliðinu hjá Króatíu gegn Englandi um daginn.

    Hvort sem hann verði áfram eða ekki þá hækkar bara verðmiðinn á honum ef hann heldur áfram að standa sig. Svo þetta eru jákvæðar fréttir fyrir okkur sama hvernig maður lítur á það.