full screen background image

Everton – Gor Mahia 4-0 (vináttuleikur)

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Stekelenburg, Baines, Jagielka, Mina, Holgate, Schneiderlin, Davies, Dowell, Lookman, Calvert-Lewin, Tosun.

Varamenn: Virginia, McCarthy, Niasse, Baningime, Broadhead, Gordon, John.

Everton á vináttuleik við Gor Mahia í kvöld, en flautað var til leiks kl. 19:00. Leikurinn í beinni á Youtube.

Ég missti af byrjuninni og náði bara að horfa á þetta með öðru auganu yfir matnum. Kveikti á útsendingunni akkúrat þegar Lookman skoraði mark sitt eftir fyrirgjöf frá hægri frá Tosun. Everton mun betra lið í fyrri hálfleik og bætti Dowell við öðru eftir ágætlega útfærða skyndisókn. 2-0 og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Ein breyting í hálfleik hjá Everton: ungliðinn Virginia í mark fyrir Stekelenburg.

Seinni hálfleikur svipaður og sá fyrri, Everton mikið með boltann en leikmenn Gor Mahia áræðnari og minna um færi hjá Everton, til að byrja með allavega.

Besta færi Gor Mahia kom á 58. mínútu þegar Virginia varði vel úti í teig en boltinn barst til sóknarmanns Gor Mahia við jaðar teigsins og hefði líklega nægt fyrir hann að vippa yfir Virginia (sem var enn langt úti í teig) en skaut framhjá marki í staðinn.

Stuttu síðar kom tvöföld skipting: McCarthy og Niasse í staðinn fyrir Tosun og Calvert-Lewin. Broadhead kom svo inn á undir lokin fyrir Lookman og hann tók sér ekki nema 2 mínútur að skora fyrir Everton. Fékk háa sendingu frá Mcarthy frá hægri og afgreiddi það inn við fjærstöng í annarri tilraun.

Broadhead vann svo boltann stuttu síðar, setti Niasse í skyndisókn og hann skoraði af löngu færi. 4-0 niðurstaðan.

Comments are closed.

%d bloggers like this: