full screen background image

Árshátíð 15. september 2018!

Mynd: Greifinn.

Stjórnin er ykkur afar þakklát fyrir frábæra svörun við beiðninni sem við sendum út (í síðustu færslu). Þau ykkar sem hafa ekki séð beiðnina, kíkið hér.

Það er mjög gaman að segja frá því að það stefnir í afar góða mætingu á alla viðburðina sem auglýstir voru á Everton helginni fyrir norðan. Og er það vel. Stjórnin hlakkar mikið til að mæta og skemmta sér með ykkur öllum.

Smáatriðin varðandi árshátíðina:
Staðsetning: Greifinn, Akureyri (salur: Stássið).
Dagsetning: Laugardagurinn 15. september 2018, kl. 20:00.

Matseðillinn:
Humarsúpa.
Lamba ribeye.
Ísþrenna.

Athugið:
Það er mikilvægt að við getum áætlað fljótt fjölda árshátíðargesta, svo hægt sé að meta hvort útvega þurfi stærri sal og panta rétt magn af mat fyrir allan fjöldann. Ekki bíða því með að staðfesta komu þína (og gesta), en þú staðfestir með því að millifæra inn á reikning félagsins:

Reikningsnúmer: 331-26-124
Kennitala félagsins: 5110120660
Verð: 6.500 kr. (per einstakling)

Það er skammur tími til stefnu þannig að ekki bíða með að millifæra (sem jafnframt er staðfesting á komu þinnar/ykkar, eins og áður sagði).

Könnunin gaf jafnframt til kynna að það sé dágóður hópur sem ætlar að mæta að sunnan líka. Endilega hafið samband við okkur varðandi far og gistingu ef þið eruð í þeim hugleiðingum.

Að lokum er rétt að geta þess að aðalfundur Everton-félagsins verður haldinn fyrr um daginn (á laugardeginum) og verður auglýstur síðar. Rétt til setu á aðalfundi hafa, skv. lögum félagsins, allir meðlimir stuðningsmannaklúbbsins (og eingöngu meðlimir). Það fer jafnframt hver að verða síðastur að leggja til lagabreytingu til að fjalla um á fundinum eða bjóða sig fram.

Svo má heldur ekki gleyma því að við komum til með að horfa saman á Everton taka á móti West Ham á sunnudeginum á Kaffi Amor áður en helginni lýkur svo formlega.

Spennan magnast! 🙂

Endilega staðfestið strax komu ykkar (og gesta) með millifærslu, ef þið hafið tök á. Það er smá séns að salurinn verði of lítill fyrir okkur og við þurfum að vita það fljótt til að geta brugðist við.

20 Athugasemdir

 1. Halli skrifar:

  Èg mæti pottþèrr

 2. Finnur skrifar:

  Ég er búinn að millifæra! 🙂

 3. Elvar Örn skrifar:

  Greitt og það tók tæpar 30 sekúndur 🙂 Hlakka til að hitta ykkur félagar. Væri gaman að sjá hverjir væru staðfestir, amk skjóta inn nafni og nafni þegar líður á vikuna næstu.

  • Diddi skrifar:

   Persónuvernd?

   • Finnur skrifar:

    Ekkert að því að hver og einn meldi sig… 🙂

   • Elvar Örn skrifar:

    Diddi, en mætir þú ekki?

    • Elvar Örn skrifar:

     Væri líka gaman að hitta Adda Húsvíking, Diddi getur þú látið hann vita af þessum hitting? Væri magnað að fá ykkur félaga og rifja upp seinustu ferð og kannski undirbúa næstu 🙂

    • Diddi skrifar:

     Því miður kemst ég ekki. Alltof stuttur fyrirvari fyrir mann eins og mig 😎

 4. Orri skrifar:

  Sæll Finnur.Í 3 siðustu spurnnigunum er spurt hefur þú á huga á hini eða þessu spurt er að haf áhuga er það sama og að ætla að mæta?????????????????????????????????????????????????

  • Finnur skrifar:

   Það var bara könnun á áhuga, var ekki bindandi. Millifærslurnar segja til um fjölda á árshátíð. Hitt ræðst bara, en það kæmi mér á óvart miðað við tölurnar sem ég hef séð hingað til ef færri en 20 mæti á þessa þrjá atburði sem auglýstir voru, ef bara er tekið mið af könnuninni.

   • Orri skrifar:

    Takk fyrir þessar upplýsingar Finnur.

    • Finnur skrifar:

     Ekki málið, Orri! 🙂

     Nú er bara að sjá hversu margir staðfesta með millifærslu. Þá vitum við fyrir víst hversu margir mæta, allavega á árshátíðina.

 5. Halldór skrifar:

  Ég er búinn að ganga frá greiðslu fyrir mig og mína konu.

 6. Halli skrifar:

  Greitt fyrir okkur hjònin

 7. Gunnþòr skrifar:

  Mæti klárlega.

 8. albert skrifar:

  Búinn að borga.. mæti á staðinn 🙂

 9. Georg skrifar:

  Ég græja skráningu og millifærslu á eftir. Er loksins kominn aftur á klakann eftir Sri Lanka ferðina.

  Annað í fréttum er að Farhad Moshiri er orðinn meirihlutaeigandi í Everton, hann keypti 18,7% hluta í viðbót og á því 68,6% í félaginu.
  Hann mun svo í júlí 2019 eiga 77,2% í félaginu. Ég tel þetta gríðarlega jákvæðar fréttir fyrir félagið.
  http://www.evertonfc.com/news/2018/09/11/club-statement

 10. Finnur skrifar:

  Sunnlendingar hafa yfirhöndina í keppninni um hver er fyrstur til að staðfesta, því að í þessum töluðu orðum hafa um 70% af sunnlendingunum, sem sögðu ‘já’ í könnun á mætingu á árshátíð, nú staðfest komu með millifærslu fyrir sig — og í einhverjum tilfellum gest líka. Norðlendingar eiga nokkuð í land þar sem um 20% hafa millifært. Rífandi gangur þar samt og þeir gætu náð upp í 100% á undan sunnlendingunum. 🙂

 11. Gunni D skrifar:

  Kom heim í gærkveldi og gekk frá greiðslu. Sjáumst.

%d bloggers like this: