Lucas Digne keyptur – Staðfest

Mynd: Everton FC.

Everton staðfesti í dag frétt á Sky Sports að félagið væri við það að klára kaup á Lucas Digne, sem er 25 ára vinstri bakvörður frá Barcelona en Digne er einnig franskur landsliðsmaður sem lék 46 leiki með Barcelona en hann var áður hjá PSG.

Kaupin voru tilkynnt í morgun en félögin sömdu um kaupverð, sem talið er vera um 20M punda (18M skv BBC) og skrifaði Digne undir samning til 5 ára (til 2023). Digne er hugsaður til að leysa af Leighton Baines til framtíðar en sá síðarnefndi er orðinn 33ja ára gamall.

Hér er vídeó með nokkrum töktum frá kappanum á síðasta tímabili…

Velkominn Lucas Digne!

45 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    PSG, Roma, Barcelona og er vinstri bakvörður í franska landsliðinu og á þar yfir 20 leiki og er bara 25 ára. Einhver ósáttur við þetta?
    Ég er amk drullu sáttur.

    • Orri skrifar:

      Eg hef alltaf horft a Everton sem storlid thvi spyr eg Edu morg storlid i evropu a hottunum a eftir Digne spyr Sá sem ekki veit.

      • Ari S skrifar:

        Orri minn, við þurfum ekki alltaf að hugsa svona „eru mörg stórlið á eftir honum?“ En samt gæti það verið einn mælikvarðinn á styrkleika leikmannsins, það er rétt.

        Annar möguleiki til að mæla styrkleika leikmannsins í huga okkar er að horfa á það atriði að hann er hjá Barcelona og þá hljótí hann að vera góður.

        Þriðji möguleikinn er að hann var fastamaður í franska landsliðinu en var samt ekki með á HM þegar þeir urðu heimsmeistarar.

        Þó að Jordi Alba hafi haldið honum út úr Barcelona liðinu þá þarf það ekki að þýða að leikmaðurinn sé slakur.

        Ég hef valið að treysta Brands og Silva fyrir þessu.

  2. Diddi skrifar:

    ég míg ekkert á mig, PSG 33 leikir á 2 árum, Roma 33 leiki og Barsa 29 á tveimur, voru ekki allir í heiminum að berjast um þennan leikmann ? Fyrirgefðu Finnur

    • Gunni D skrifar:

      Fögnum alltaf nýju blóði..

    • Elvar Örn skrifar:

      Ég spyr bara. Hvað þarf til að gleðja þig Diddi?

      • Diddi skrifar:

        ég gef þessum manni séns eins og öðrum án þess að hoppa hæð mína, er eitthvað að því? Ég gleðst hinsvegar ef við gætum einhvern tíma keypt einhverja sem er reglulega varið í

        • Elvar Örn skrifar:

          Hverja er reglulega varið í Diddi?
          Richarlison og Digne, ertu ósáttir? , og ef svo, hverja viltu fá?
          Mér finnst Everton vera að læra frá seinasta glugga.

          • Diddi skrifar:

            Elvar, það eru ekki Cleverley, útbrunninn Rooney, Darron Gibson, Phil Neville, Ashley Williams, Gylfi Sig, Þormóður Rammi og þeir bræður 🙂 Allir aðrir væntanlega 🙂

          • Diddi skrifar:

            Slimani er einn af þeim sem ég vil ekki t.d. Elvar. Fyrirgefðu Finnur 🙂

          • Finnur skrifar:

            Rooney er einn af þeim sem ég vildi ekki fá til félagsins, bara svo það hafi komið fram… 🙂

        • Ari S skrifar:

          Það er spurning um að hringja í Brands og segja honum frá þessu 😉

  3. Halldór Steinar Sigurðsson skrifar:

    Hann spilaði víst yfirleitt vel þegar hann fékk sénsinn hjá Barca…held að þetta sé mjög góður leikmaður

  4. Finnur skrifar:

    Klúbburinn er búinn að staðfesta kaupin.

    • Orri skrifar:

      Sæll Finnur.Voru mörg stórlið í evrópu á eftir honum,ég er farinn að halda að yfirmenn í herbúðum Everton séu búnir átta sig á því að þeir tapi alltaf kapphlaupinu um heimsklassaleikmenn því snúi þeir sér að því sem aðrir vilja ekki því þar vinni þeir oft.

      • Finnur skrifar:

        Ekki hugmynd. Oftast er þessi orðrómur um áhuga annarra liða runninn undan rifjum umboðsmanns viðkomandi leikmanns (til að hækka verðmiðann). Kaupin er kláruð þannig að það eina sem skiptir máli núna er hvort hann standi sig.

  5. Georg skrifar:

    Frábært. Nú erum við með alveg nýjan vinstri væng með Digne og Richarlison, sé fyrir mér að þetta gæti orðið einn besti vinstri kantur í deildinni.
    Nú bíð ég spenntur eftir miðverði og miðjumanni til að vera með Gana á miðjunni.

  6. Gestur skrifar:

    Everton hefur bara ekki átt efni á Digne fyrr en 1.ágúst. en held að þetta séu góð kaup.

  7. Diddi skrifar:

    ég vil nota tækifærið hér og óska tveimur af okkar hörðustu stuðningsmönnum til hamingju með afmælið en það eru Skurðbúinn Elvar Örn og annar í austurskurðinum Seyðisfirði og það er Sveinbjörn Orri sem við þekkjum bara einfaldlega sem Orra 🙂 Fyrirgefðu Finnur 🙂 Nei bara djók

  8. Ari S skrifar:

    Gleðifréttir, Ashley Williams að fara til Stoke í dag. Vonandi gengur honum vel.

  9. Elvar Örn skrifar:

    Takk fyrir kveðjuna Diddi.
    Fínt að fá Digne í afmælisgjöf.

    Nú segja miðlar að Silva hafi hent 4 mönnum í varaliðshópinn, hugsanlega vegna sölu framundan eða vegna einhverra vandamála.
    Þetta eru Williams (vei, og líklega á leiðinni til Stoke), Martina, Mirallas og Vlasic. Áhugavert ef satt reynist.

    • Ari S skrifar:

      Þú fékkst nú kveðjum frá fleirum en Húsavíkurbolanum hérna 😉

  10. Ari S skrifar:

    Ashley Williams, Coco Martina, Kevin Mirallas og Nicolas Vlasic hefur verið sagt að halda sig frá æfingasvæðinu. Og æfa sjálfír. Menn að taka til sem er ágætt en ég er mest hissa á því að Vlasic hafi fengið þennan dóm.

    • Ari S skrifar:

      Ég var aðeins of fljótur á mér. Þeim var bannað að æfa með aðalliðinu.

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Hefði svo gjarnan vilja sjá Schneiderlin í þessum hópi.

      • Ari S skrifar:

        Já sammála en held hann sé miklu frekar í „útstillingu“ og verður seldur ef það kemur gott tilboð.

  11. Ari S skrifar:

    Nú er ekkert til að tala um í bili eða hvað?

    Yerry Mina kemur ekki. Digne kominn og Richarlison kominn. Hvað næst?

    Mig langar að sjá Abdoulaye Doucouré í treyju Everton en hver veit… hann er miðjumaður og lék með Richarlison hjá Watford sem að þýðir að Marco Silva þekkir hann. En ég veit svo sem ekkert hver er bestur en aðalatriðið er að við fáum allavega einn miðvörð. Og að lið er ekki byggt upp á einum glugga, þetta tekur að minnsta kosti tvo glugga ef ekki þrjá að hreinsa til.

  12. Elvar Örn skrifar:

    Williams á leiðinni til Stoke
    Mirallas a leiðinni til Florentina
    Vlasic a leiðinni til Newcastle

    Ef af verður þá tel ég að Everton bæti við sig 2 mönnum fyrir lok gluggans, bara vika til stefnu.

    Holgate fékk treyju nr 2 svo greinilegt að hann er í plönum stjórans fyrir veturinn. Vantar samt nýjan miðvörð strax takk.

    • Eirikur skrifar:

      Hvar sér þú að Holgate fékk treyju nr 2? Hann er enn sagður nr 30 og Richarlison reyndar líka líka á heimasíðu Everton og Schneiderlin er þar nr.2
      Hef séð að Gylfi er nr 10 í æfingjaleikjum enn er enn sagður nr.18 á heimasíðu Everton.

      • Ari S skrifar:

        Mig grunar að það sé twitter Eiríkur, twitter er fljótari en allt sem fljótt er.

      • Elvar Örn skrifar:

        Eiríkur. Leikmenn Everton voru í myndatöku í dag fyrir Sky Sports. Þar tók Walcott smá video sem hann setti á Instagram og þar er Holgate í treyju nr. 2. Held að Schneiderlin fái treyju 18, og Gylfi nr 10 svo eitthvað sé nefnt.

        • Eirikur skrifar:

          Gaman fyrir þá sem hafa fengið sér nýja búninginn með þessum leikmönnum á.

  13. Elvar Örn skrifar:

    Williams er farinn til Stoke, focking snilld, veit meira að segja að Diddi er sammála mér 🙂

    http://www.evertonfc.com/news/2018/08/02/ashley-williams

  14. Gunnþòr skrifar:

    Það er ekki hægt að vera annað en sammála Didda. Þurftum 3 leikmenn strax meiri gæði meiri hraða.

  15. Elvar Örn skrifar:

    Númer leikmanna er núna orðið official og nokkrar breytingar sem flestar voru búnar að leka út samt.

    1. Jordan Pickford
    2. Mason Holgate
    3. Leighton Baines
    4. Michael Keane
    6. Phil Jagielka
    7. Yannick Bolasie
    8. Kevin Mirallas
    9. Sandro Ramirez
    10. Gylfi Sigurdsson
    11. Theo Walcott
    12. Lucas Digne
    14. Cenk Tosun
    15. Cuco Martina
    16. James McCarthy
    17. Idrissa Gana Gueye
    18. Morgan Schneiderlin
    19. Oumar Niasse
    21. Muhamed Besic
    22. Maarten Stekelenburg
    23. Seamus Coleman
    26. Tom Davies
    27. Nikola Vlasic
    28. Kieran Dowell
    29. Dominic Calvert-Lewin
    30. Richarlison
    31. Ademola Lookman
    32. Joe Williams
    33. Callum Connolly
    34. Beni Baningime
    38. Matthew Pennington
    41. Mateusz Hewelt
    43. Jonjoe Kenny
    49. Antonee Robinson

    http://www.evertonfc.com/news/2018/08/03/squad-numbers

  16. Elvar Örn skrifar:

    Nýjustu fregnir herma að Everton hafi alls ekki gefist upp við að fá Yerry Mina frá Barcelona til liðsins og margir vilja jafnvel meina að umbi og leikmaður hafi samþykkt en beðið er eftir svari frá Barcelona.
    Áhugavert ef Everton nær þessu í gegn.
    Ég er amk spenntari fyrir honum en Rojo frá United.

  17. Elvar Örn skrifar:

    Einhverjir Liverpool dúddar hafa verið að gera grín að tattoo sem er á bringunni a okkar nýjasta leikmanni, Lucas Digne en þar er ritað „I’ll never walk alone“.

    Á fréttamannafundi svaraði hann fyrir sig og gerði það ansi skemmtilega, með því að setja sokk upp í þessa dúdda.

    “My tattoo is not about football. When I was 3 or 4, I went to my first day at school. My parents gave me a necklace with these words. Maybe it’s Liverpool fans so angry against me because I said two times no to Liverpool – I am blue!”

    Hann sagðist einnig vera að pressa á vin sinn Yerry Mina til að koma til Everton og sagði hann bæði góðan leikmann og skemmtilegan.