Rennes – Everton 4-1

Mynd: Everton FC.

Flautað var til leiks 16:30.

Uppstillingin: Stecklenburg, Baines, Keane, Jagielka, Coleman, Gana, Schneiderlin, Richarlison, Gylfi, Sandro, Tosun.

Varamenn: Hewelt, Hilton, Kenny, Pennington, Robinson, Williams, Besic, Davies, Dowell, Mirallas, Vlasic, Niasse.

Lítið markvert að gerast fyrsta korterið, eða svo, alveg þangað til sóknarmaður Rennes náði skalla á mark eftir háa fyrirgjöf frá hægri en Stecklenburg ekki í miklum vandræðum með að verja það.

Everton svaraði með flottri sókn upp hægri kantinn sem rann út í sandinn þegar Sandro náði ekki til boltans í vítateignum. Rennes svöruðu með hraðri skyndisókn sem þeir voru ekki langt frá því að skora úr.

Everton kom svo boltanum í netið skömmu síðar þegar Coleman sendi háan bolta fyrir mark frá hægri. Richarlison á fjærstöng skallaði boltann yfir á nærstöng á Tosun sem skallaði í netið, en Richarlison dæmdur brotlegur fyrir eitthvað sem maður sá ekki einu sinni í endursýningu.

Everton átti nokkrar sóknir sem lofuðu góðu en einhvern veginn runnu þær alltaf í sandinn þegar Sandro kom nálægt og í eitt slíkt skiptið (sending frá Sandro fann ekki réttan mann), komust Rennes í skyndisókn sem endaði með marki. 1-0 Rennes á 26. mínútu.

Þeir bættu svo við marki á 35. mínútu þegar Schneiderlin setti Jagielka í vandræði með sendingu sinni og leikmenn Rennes komust inn í hana og fengu skyndisókn sem gaf mark. 2-0 Rennes.

Everton náði næstum að minnka muninn á 41. mínútu þegar Gylfi vann aukaspyrnu úti á kanti hægra megin. Frábær aukaspyrna frá Gylfa, fór beint á kollinum á Tosun sem skallaði að marki og boltinn sleikti fjærstöng með markvörð strandaðan í miðjunni. Tosun óheppinn að skora ekki.

Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks skoraði Richarlison sitt fyrsta mark í Everton treyjunni. Fékk boltann utan teigs, lék á einn, svo annan og reyndi sendingu á Sandro inni í teig en boltinn blokkaður af varnarmanni. Frákastið fór til Richarlison sem afgreiddi boltann snyrtilega í hliðarnetið. Staðan orðin 2-1 og örskömmu síðar flautaði dómarinn til hálfleiks.

Ein breyting frá Rennes í hálfleik, Everton liðið óbreytt.

Coleman var óheppinn að skora ekki á 49. mínútu þegar hann tók gott hlaup upp miðjuna hægra megin, lék á hvern leikmanninn á fætur öðrum, ætlaði að senda á Sandro inn í teig en boltinn í staðinn í fæturnar á varnarmanni. Frákastið barst til Coleman sem átti flott skot en boltinn rétt yfir slána. Eiginlega ekki ósvipað færi og Richarlison fékk þegar hann skoraði í fyrri hálfleik, nema hvað boltinn yfir í þetta skiptið.

Rennes gerðu fjórar breytingar á 60. mínútu og einn af nýju mönnunum komst strax í dauðafæri upp við mark, eftir flottan undirbúning frá hægri kantmanni Rennes, en Stecklenburg varði frábærlega lágt skot innan teigs.

Þreföld skipting hjá Everton á 75. mínútu. Mirallas. Niasse, Davies inn á fyrir Gueye, Sandro og Tosun.

En örskömmu síðar bættu Rennes við marki og nýttu þar hraðann vel. Flott sending upp hægri kantinn setti kantmann þeirra inn fyrir vörn Everton og Schneiderlin hafði engan veginn við tvítuga kantmanni Rennes í hraða, sem komst inn í teig og renndi boltanum framhjá Stecklenburg. 3-1 Rennes.

Og í næstu sókn kom aftur mark frá Rennes, þegar sóknarmaður Rennes fékk sendingu inn fyrir vörn Everton og hann tók sprettinn framhjá bæði Jagielka og Keane og renndi boltanum framhjá Stecklenburg. 4-1 Rennes.

Rennes fengu eitt færi undir lokin, en náðu ekki skoti á mark. Lokastaðan 4-1.

Rennes lið vart öflugt og léttleikandi í dag og eiga sigurinn skilinn. Úrslitin þó ekki ásættanleg frá sjónarhorni Everton, frekar en þau síðustu, þó að spilamennskan hafi batnað nokkuð frá síðasta leik.

Ef maður horfir yfir liðið þá verður maður að viðurkenna áhyggjur af miðvörðunum okkar. Ég sé Jagielka og Keane ekki virka saman á komandi tímabili og Williams er ekki að gera sig heldur. Skil vel af hverju Everton er að bjóða í miðvörð frá Barcelona, vonandi gengur það upp og vonandi dregur það Keane upp á hærra plan.

Ég hef engar áhyggjur af Pickford og bakvörðunum okkar (Baines og Coleman) — þó Baines eigi ekki mörg tímabil eftir. Gueye er alltaf fyrstur á blaði hjá mér fyrir framan vörnina. Schneiderlin finnst mér vera að vaxa inn í hlutverk sitt á miðjunni. Hann eða Besic gætu mögulega virkað, allavega sem stop-gap measure. Richarlison og Walcott á köntunum líta vel mjög út (þegar Walcott kemur aftur). Finnst Mirallas, Vlasic, Sandro og Bolasie allir standa þeim of langt að baki.

Gylfi þarf meiri tíma til að sýna hvað hann getur á miðjunni, kom seint inn í hópinn eftir HM en Tosun er ekki að raða inn mörkum á undirbúningstímabilinu, eins og maður var að vonast eftir. Sandro fannst mér skelfilegur í þessum leik — það gekk ekkert upp hjá honum og allt sem hann kom nálægt fór einhvern veginn forgörðum. Finnst Sandro eiginlega vera að spila sig út úr liðinu. Niasse hefur og getur virkað sem super söbb en það sárvantar ennþá markamaskínu í staðinn fyrir Lukaku, betri miðverði náttúrulega og eiginlega meiri breidd í liðið. Bekkurinn virkar mjög þunnskipaður.

Nú er bara að bretta upp ermar og styrkja hópinn.

58 Athugasemdir

  1. Ari S skrifar:

    Ekkert að gerast hjá okkar mönnum og staðan orðin 2-0 fyrir Rennes.

  2. Ari S skrifar:

    Richarlison skoraði sitt fyrsta mark fyrir Everton á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks og ég lifnaði við. Þetta var einkaframtak þannig séð og afar vel gert hjá drengnum. Staðan 2-1 fyrir Rennes í hálfleik.

  3. Gunnþòr skrifar:

    Hvað er að frétta af okkar mönnum geta þeir ekki neitt eða hvað er að frétta?

    • Ari S skrifar:

      Vörnin var slöpp og frekar hæg. Rennes eru með fljóta kalla (sem er engin afsökun „by the way“) en Everton áttu ekkert svar við skyndisóknum þeirra. Spilið fannst mér fínt á köflum en sumir eru ekki tilbúnir. Gylfi er ekki tilbúinn en ætti að vera kominn í form þegar tímabilið byrjar. Richarlison er sterkur og eitthvað voru menn að liggja eftir samstuð við hann í dag. Ekkert skiptið var brot frá honum nema kannski þegar hann eitt sinn lyfti löppini of hátt og fékk gula spjaldið fyrir.

      Ég veit ekki hvað ég áað láta mér finnast um þennan leik og reyni að horfa á hann á jákvæðan hátt þ.e. núna vitum við allavega svart á hvítu að vörnin okkar er ekki góð og eitthvað þarf að gera. Ég persónulega býst ekki við neinu á þessu tímabili eftir þennann leik en vona samt að sjálfsögðu að okkur gangi vel.

      Kær kveðja,

      Ari

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Hræðilegur varnarleikur hjá okkar mönnum, við þurfum nýja vörn og kraftaverk, þá sleppum við kannski við fallbaráttu í vetur. Jagielka er búinn, Baines er nánast búinn og Keane er one season wonder sem við borguðum allt of mikið fyrir í fyrra. Sá eini sem er nógu góður er Coleman.

    • Ari S skrifar:

      Þetta er hárrétt hjá þér Ingvar. Coleman var ágætur en var samt að gera mistök sjálfur. Sammála með Baines og Jagielka. Ég ætla enn ekki að gefast upp á Keane og vona að hann verði betri með betri menn í kringum sig.

      • Ingvar Bæringsson skrifar:

        Keane má reyndar eiga það að hann er þokkalega sterkur í loftinu en hann er svo hægur að hann verður að hafa fljótann mann með sér til að redda málunum þegar menn sleppa framhjá honum. Það væri flott að fá bæði Mina og Vida. Það mætti kalla það Vidaminsprautu fyrir vörnina😉

        • Ari S skrifar:

          Hárrétt hjá þér Ingvar.

          Góður með Vidaminsprautuna hehe

  5. Gunnþòr skrifar:

    Eitthvað þarf að gera það er klárt

  6. Elvar Örn skrifar:

    Horfði á leikinn eins og alla leikina á undirbúningstímabilinu og í raun var byrjunarlið frekar sterkt.
    Það verður að taka það fram að öll þeirra skot urðu að marki og það sem snýr að Everton þá voru Coleman og Richarlison bestir eins og var í seinasta leik.
    Mér finnst menn ansi biased með suma menn og það verður að gagnrýna líka þá sem eru í uppáhaldi.
    Jagielka ekki með góðan leik og innkoma Davies skelfileg og hann þarf að mínu mati að fara á láni í vetur.
    Ég tel sterkt ef Digne kemur frá Barcelona í vinstri bak eftir helgi og Baines sem backup og ég tel að Everton þurfi tvo miðaverði og leyfa Williams að fara. Hvað með Vida og Mina? Kane verið Ok en hann má ekki hiksta þá fær hann drullu yfir sig.
    Schneiderlin ekki að standa sig að mínu mati en er að reyna ansi mikið en tæklingar flestar alltof steinar.
    Fannst Gylfi allt í lagi en ekki meira en það en ansi margir verri en hann í dag.
    Stekelenburg varði ekkert en kannski hefði það verið eins með Pickford en held samt ekki.
    Er þetta kannski líka úti performance en það kemur 7 ljós heima eftir viku gegn sterku liði Valencia.
    Tel að Besic hafi verið magnaður í seinustu leikum en var dapur þessar 45 sem hann spilaði í seinasta leik. Samt betri en Schneiderlin.
    Það koma 2-3 nýjir í næstu viku sem verður gaman að sjá.

  7. Elvar Örn skrifar:

    Ákveðin kaldhæðni að Klaassen skoraði í sýnum fyrsta leik fyrir Werder Bremen.

  8. Diddi skrifar:

    já haldið þið bara áfram að vonast til að Keane geti eitthvað. Það hefur alltaf verið ljóst og það er nóg að horfa á hann á velli til að sjá að hann er og verður aldrei sá miðvörður sem úrvalsdeildarlið þarfnast (punktur) En það eru auðvitað fleiri veikleikar sem er furðulegt miðað við alla þessa „heimsklassa“ menn sem voru keyptir í fyrra 🙂

    • Elvar Örn skrifar:

      Herra jákvæður (Diddi), af öllum miðvörður sem hafa spilað á undirbúningstímabilinu, hver hefur staðið sig best? Gefðu mér röð takk. Ekki að segja að Kane sé bestur en hver hefur staðið sig best?
      Mín skoðun er að Everton þarf tvo nýja miðverði þar sem okkar besti miðvörður Funes Mori var seldur (já mín skoðun).
      Nýja vörnin fyrir mig er Coleman (captain), Mina, Vida og Digne.

      • Diddi skrifar:

        Elvar (herra ofurjákvæði sem sér aldrei neina veikleika á liðinu okkar og þó að þeir tapi 17-0 myndi hann geta útnefnt varnarmann besta mann leiksins). Af þeim miðvörðum sem eru núna hjá Everton er Jagielka LANGbestur og er áhyggjuefni því hann er hátt í fertugur, en rökin fyrir því að selja Mori en halda Williams (sem ég var aldrei hrifinn af að kaupa) og þessum aula Keane (sem var hluti af vörn Burnley sem fékk á sig 55 mörk og hluti af Everton sem fékk á sig 56 mörk) sem ég var aldrei sáttur við, þurfa stjórnendur Everton að færa fyrir okkur sem, jú, borgum fyrir að horfa á og kaupum af þeim varning, þannig að ekki segja að það komi okkur ekki við í hvað peningunum er eytt 🙂

        • Orri skrifar:

          Sæll félagi.Ég er mikill aðdáandi Everton en ég sé að liðið er bara arfaslagt þrátt fyrir að sumir haldi því fram að liðið hafi gert kaup aldarinar síðasta sumar,mín skoðun er að við keyptum alltof dýra leikmenn miðað við gæði þeirra nema Pickford það voru góð kaup í honum.

        • Elvar Örn skrifar:

          Diddi, ef þú lest textann minn fyrir ofan þá er ég nú að gagnrýna ansi ansi marga í liðinu en það er allt í lagi að sjá jákvæðu punktana líka.

          Ég er einnig að gagnrýna menn hér á spjallinu fyrir að hlífa ákveðnum mönnum þegar þeir spila illa.
          Þú svarar heldur ekki spurningunni minni varðandi hvaða miðvörður hefur verið skástur á undirbúningstímabilinu.
          Mér fannst Keane lélegur á seinustu leiktíð an kom aðeins til í seinustu leikjunum og hann er alls ekki að brillara í þessum leikjum á undirbúningstímabilinu en hvað með Jagielka, hann hefur verið að klúðra all svakalega, en jú hann er enn okkar skásti miðvörður en spurning hvort hann sé að detta nú af þeim stalli.

          Í mörg ár þá hafa menn kvartað undan því að Everton eigi engan pening til að kaupa menn og loksins núna þegar Everton á pening og kaupir menn fyrir fúlgu fjár þá er klúbburinn að eyða of miklu skv mörgum. Ég er ekki að segja að Everton hafi keypt vel í seinasta glugga en einfalda reglan á að vera sú að ef nýr maður er betri en sá sem var fyrir þá erum við á réttri leið. Ef hann kostar 10 milljónum punda meira en einhverjum finnst þá á það bara ekki að skipta neinu máli. Er Richarlison alltof alltof dýr á 35-40 milljónir punda?, það eru ansi margir á því en mér gæti ekki verið meira sama ef hann bætir liðið og hann hefur sannarlega litið vel út í þessum tveimur leikjum sem hann hefur tekið þátt í.

          Nú er Lukas Digne að koma til okkar frá Barcelona í vinstri bakvörð og ég tel það ansi jákvætt þar sem Baines er bæði orðinn hægari og er ekki eins öflugur framávið eins og hann var. Enn og aftur, það vantar tvo miðverði til viðbótar og út með menn eins og Williams,,,,nei ekki út með Keane strax, það má ekki breyta of miklu í einu,,,muniði seinasta ár, öllum nýju mönnunum hent inn og allt fór í klessu. Well styttist í fyrsta leik sem er úti gegn Wolves, þeir verða flottir í vetur held ég og hafa styrkt lið sitt.

  9. Einar G skrifar:

    Það er bara fínt að eiga slakt undirbúningstímabil. Eigum eftir að fá nokkra góða á næstu dögum. Og smella saman…. Er það ekki annars??

  10. Ari S skrifar:

    Ég var að horfa á markið okkar aftur og þvílíkt mark sem þetta er! Auðvitað eru vandamál í liðinu okkar og ég er ekki að reyna að dreifa athyglinni frá umræðu um það en mér fannst rétt að setja niður nokkrar línur um þetta.

    Schneiderlin er með boltann rétt innan við miðjuhringinn lítur til hægri snýr sér síðan við og gefur stutta sendingu á Richarlison sem er hungraður og hreinlega sækir boltann. Richarlison gefur síðan aftur á Schneiderlin sem að gefur aftur á Richarlison sem að snýr sér snögt við og gefur á Gylfa sem að sendir boltann (í stuttu þríhyrningsspili) aftur á Richarlison sem að leikur í átt að markinu fram hjá þremur leikmönnum og MARK!

    Eftir að hafa séð þetta mark aftur núna í kvökld þá er það bara ennþá glæsilegra en áður. Að byrja á svona marki er ekki slæmt og vonandi eiga þau eftir að vera fleiri.

    Kær kveðja,

    Ari

  11. Elvar Örn skrifar:

    Dæmi um meðvirkni er frammistaða Robinson í vinstri bakberði, fékk mikið hól og margir stóðu með kappanum en hann var skelfilegur í öllum leikjunum, punktur.

    • Ari S skrifar:

      Sæll Elvar, mér þykir það nú vera meiri dæmi um meðvirkni að halda því fram að Jagielka hafi verið langbestur því hann er búinn að vera hræðilegur þykir mér. Robinson er ekki aðf ara ð spila með okkur í vetur, það þarf sterkari varamann en hann. Fínt að hafa Baines sem varabakvörð vinstra megin ein og allt stefnir í.

      Hápunkturinn á ferli Jagielka var markið sem hann skoraði á móti Liverpool hérna um árið.

      • Diddi skrifar:

        er orðið „meðvirkni“ búið að fá nýja merkingu hjá ykkur félögunum ?

        • Elvar Örn skrifar:

          Ég er ekki að saka leikmanninn um meðvirkni heldur þá einstaklinga (aðdáendur) sem ákveða að taka þátt í að hæla (hæpa) leikmenn eða lasta leikmenn bara vegna þess að aðrir aðdáendur eru að gera það. Tel það ekki vera „ný merking“ á orðinu. Sumir leikmenn eru bara í uppáhaldi og aðrir hataðir og of oft óháð frammistöðu.

  12. Gunnþòr skrifar:

    Sammála Didda vini mínum í einu og öllu veit ekki alveg hvert menn eru að fara með liðið. Það er ljóst að það þarf að styrkja liðið um 5 til 6 leikmenn ef þetta tímabil á ekki að enda illa.

    • Orri skrifar:

      Sæll Gunnþór.Þetta er allt rétt sem vinur okkar Diddi hefur sagt hérna.Kaupin í fyrra að einum leikmanni undaskildum voru arfaléleg enda sýndi árangur liðsins það í vetur sem leið.Ef ekki má gagnrýna liðið getum við ekki búist við miklu af liðinu því menn hljóta að fara sjá að það er eitthvað mikið að í okkar góða klúbbi.

  13. Halldór Steinar Sigurðsson skrifar:

    Mað er morgun ljóst það þarf meiri hraða í vörnina hjá okkur. Jag. Kean og Bains allt of hægir fyrir hraða sóknarmenn. Held að Kean væri ok með hraðann gæja sér við hlið. Vona að við löndum þessum tveim Barca. varnarmönnum.

    • Diddi skrifar:

      Keane hleypur ekkert hraðar þó að það sé fljótur maður við hliðina á honum og lítið öryggi í því að þurfa að hafa einn öskufljótan við hliðina á honum til að sópa upp 🙂

      • Elvar Örn skrifar:

        Ég er ekkert viss um að Keane sé allt of hægur, hafið þið verið að taka eftir því? Mistök hans í þessum leikjum sem ég hef séð er oftast staðsetning en t.a.m. hafa fjórir aðrir varnarmenn virkað á mig að vera hægari en Keane. Jagielka agalega ólíkur sjálfum sér, Williams er náttúrulega hægara en allt hægt og Baines hægt á sér einnig. Síðan var Schneiderlin að reyna að eltast við einhvern og átti ekki séns og úr varð mark.
        Það má vel vera að Keane sé of hægur en tel þessa 4 amk vera hægari en Keane.

        • Ari S skrifar:

          Þetta er allt satt og rétt sem að Elvar vinur minn segir hér að ofan.

  14. Ari S skrifar:

    Ef að menn vilja hakka miðverðina okkar í sig þá vil ég segja eitt.

    Ég held að þetta sé allt saman kaupunum á Ashley Williams að kenna. Sá maður átti aldrei að koma til Everton. Ég er sannfærður um að ef hann hefði ekki komið til okkar hefðum við litið allt öðruvísi út. Þetta er bara mín skoðun.

    Að kaupa hann voru mestu mistökin hjá Koeman því að Ashley Williams klikkaði eins mikið og hægt er að klikka.

    Snúum okkur svo að tímabilinu sem er framundan 😉

    Kær kveðaj, Ari

    • Elvar Örn skrifar:

      Alveg sammála að Williams hefur ekkert að gera í Everton og í raun stórfurðulegt að Funes Mori hafi verið láinn fara.

      Ég tel líka ansi varasamt að hafa Jagielka áfram með fyriliðabandið þar sem kappinn spilaði ekki marga leiki í fyrra og ætti alla jafnan að spila enn færri núna. Drífa sig að gera Coleman að captain til að byrja með.

  15. Georg skrifar:

    Fyrir mér er staðan þessi:
    Funes Mori farinn, William búinn, Jagielka er ekki sami leikmaður og hann var, en held að hann gæti alveg tekið þetta tímabil sem squad player. Það má ekki gleyma að Hogate er búinn að vera meiddur og hefði komið með mikinn hraða inn í vörnina í þessum leikjum með t.d. Keane. En ég myndi vilja fá 1-2 nýja miðverði, í það minnsta 1 sem kemur þá inn í byrjunarliðið t.d. væri Yerri Mina góður kostur.
    Svo myndi ég vilja fá miðjumann með Gana sem væri góður á bolta. Sneiderlin má svosem vera squad player ef menn meiðast (má ekki gleyma að hafa smá breidd)
    Þurfum klárlega annan vinstri bakvörð, Digne ætti að vera kynntur á næstu 2 dögum sem er mjög öflugur vinstri bakvörður.
    Svo er spurning hvort hægt væri að bæta einum gæða framherja í viðbót

    Svo myndi ég ekki lesa allt of mikið í þessa undirbúningsleiki. Þeir sem hafa farið í gegnum undirbúningstimabil þekkja það að fara í þessa æfingarleiki mjög þungir á löppunum vegna stífra æfinga. Svo hefur vantað Walcott, Lookman, Holgate og Pickford. Gylfi og Gana rétt farnir af stað.

    Ég er ótrúlega ánægður með kaupin á Richarlison, bara 21. árs með alla þessa hæfileika, þetta litla sem hann hefur spilað hefur glatt mann mikið með framhaldið hjá honum.

    Nú þarf bara að klára þessi kaup og fá þessa meiddu menn inn og hina i form og þá liggur þetta allt upp á við.

  16. Diddi skrifar:

    ég ætla að gerast svo djarfur að spá því að manutd kaupi Mina fyrir framan nefið á okkur og við kaupum svo einn miðvörð af þeim sem þeir vilja ekki hafa vegna þess að hann er ekki nógu góður fyrir þá. Það hlýtur að koma einn úr ruslflokki þeirra til okkar í þessum glugga. Þegar þetta gerist þá legg ég til að mottói Everton verði breytt í „quam Manchester don’t quod non satis sit pro nobis“

    • Elvar Örn skrifar:

      Ég er nú reyndar sammála þér með Mina, þar sem þetta hefur tekið svona agalega langan tíma þá eru líkur á að þetta gangi ekki eftir. Hvað sem því líður þá vantar Everton 2 miðverði og verður maður að treysta að þeir geti fundið einhverja sem eitthvað geta.

    • Ari S skrifar:

      Já því miður er þetta rétt hjá þér Diddi. Það lítur út fyrir að Manchester United kaupi Jerry Mina fyrir framan nefið á okkur. Ætli það endilega ekki með því að við þurfum að kaupa Sergio Ramos í staðinn. Ég væri til í Alfie Mawson líka. En kaupin á Ramos myndi gera stuðningsmenn rauða liðsíns í borginni rauða í framan.

    • Elvar Örn skrifar:

      Diddi gæti orðið sannspár þar sem Everton er að spá í Marcos Rojo frá United fyrir haug af money, andskotinn segi ég bara.

      • Elvar Örn skrifar:

        Dreg þetta til baka, er viss um að Diddi hafi verið búinn að sjá þessa frétt hehe

        • Ari S skrifar:

          Ég held að veikleiki Everton sé að menn vilja ekki viðurkenna að gamlir hundar hjá félaginu séu orðnir lélegir. Sbr. Jagielka sem er orðinn hundlélegur. Manchester United losar sig þó við menn með því að selja þá til annarra félaga (okkar). Og fá pening fyrir. Við spilum leikmönnum alveg út í ekki neitt þangað til enginn vill þá. Ég nefni Mirallas, Williams og Jagielka.

          • Ari S skrifar:

            Tim Howard, Phil Neville, Tom Cleverley, Darren Gibson… getið þið nefnt fleiri?

            Ekki meir!

          • Diddi skrifar:

            Jordi cruyff, jesper Blomqvist, rooney, schneidelin, louis saha t.d.

          • Diddi skrifar:

            nei sennilega er Jordi ekki einn af þessum

          • Finnur skrifar:

            …og það eru næstum 20 ár síðan Jesper Blomqvist spilaði með Everton. 🙂

          • Diddi skrifar:

            einn af þeim samt, ekki satt, vildi ekki fara lengra aftur 🙂

      • Diddi skrifar:

        Elvar minn, ég var ekki búinn að sjá þessa frétt en ég þekki mína menn. Ár eftir ár kaupa manutd mennina sem við erum orðaðir við og við ruslið frá þeim. Svo eru menn hissa þó við séum að ströggla. En alltaf skuluð þið trúa því að við séum að gera bestu kaup í heimi 🙂

        • Elvar Örn skrifar:

          „alltaf skuluð ÞIГ, gáfulega orðað og spurning á hverja þú ert að bauna núna 🙂 Hef sjálfur engan áhuga á Rojo amk en það er ekki sjálfgefið að það sem komi frá United sé drasl.

          Ég veit ekki heldur á hverja þú ert að skjóta þegar þú talar um Keane því það eru að ég held allir sammála um að hann stóð sig ekki vel á seinasta ári en það er jafn vitlaust að selja hann strax þegar við erum með Williams og Jagielka. Williams þarf að fara og Jagielka spilar max 20 (algert max) í vetur. Ég hef sagt að við þurfum tvo miðverði fyrir lokun gluggans.

          Ég held að ansi margir hafi misst sig í bjartsýninni fyrir ári síðan (ég meðtalinn) en kannski var ærin ástæða til þar sem allt virtist á uppleið og ekki leit út fyrir annað en að við værum að styrkja okkur verulega. Ekki sammála að það hafi bara 1 staðið sig af þessum kaupum því tveir þeirra sem keyptir voru í þeim glugga lentu í 2 efstu sætum í vali á manni ársins hjá Everton.

          Ég er samt á því núna að Richarlison eru góð kaup og Digne eru góð kaup (klárað á morgun) en ég er ansi efins að ég verði ánægður með þá miðverði sem munu koma eða ekki koma fyrir lok gluggans. Svo lítur út fyrir að Lookman verði seldur sem ég er drullu drullu ósáttur við.

      • Ari S skrifar:

        Já, andskotinn segi ég sömuleiðis. Farið það í helvíti að við séum að fara að kaupa enn einn sem að Manchester United er búinn að að nota upp. Afsakaðu orðbragðið Finnur.

      • Finnur skrifar:

        Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af mér, Ari. 🙂

        > Ár eftir ár kaupa manutd mennina sem við erum orðaðir við

        Eins og…?

        > og við ruslið frá þeim.

        Hægt er að fletta upp öllum kaupum Everton (http://www.evertonfc.com/transfers) og ég sé ekki nema tvo sem voru keyptir frá United síðustu 6 árin eða svo… Schneiderlin árið 2017 og Gibson 2012 og sá síðarnefndi kom fyrir smáaura, þannig að varla er hægt að tala um kaup. Ég tel nú ekki einu sinni með þá sem fengust gefins og voru seldir annað fyrir millur…

        > En alltaf skuluð þið trúa því að við séum að gera bestu kaup í heimi

        Ég veit ekki hvar sú skoðun hefur komið fram… en ok.

        • Diddi skrifar:

          uppúr sandkassanum Finnur !!

          • Finnur skrifar:

            Ég bað um nánari útskýringar á einum lið frá þér, kom með rökstutt andsvar við öðrum (með vísan í gögn frá klúbbnum) og (umorðað) bað um að mér væri ekki lagt orð í munn).

            Er það farið að flokkast undir sandkassaleik? Ja hérna, segi ég nú bara… 🙂

  17. Ari G skrifar:

    Ég héld að Mina hugsi sig 2 sinnum um að fara til Utd. Hann hefur verið á bekknum hjá Barcelona og ég efast um að hann treysti Utd þótt þeir séu í meistaradeildinni. Hann getur örugglega bókað fast sæti hjá Everton ef hann stendur sig vel tekur kannski smá tíma. Ég vill halda í Keene aðeins nema það komi gott tilboð í hann t.d. 20 millur sem ég efast um. Vill selja Williams og leyfa Jagielka að fara frítt t.d. til Middlesboro og fá Ben Gibson kostar kannski 12-15 millur með Jagielka sem skiptimynd. Þá erum við komnir með 2 nýja miðverði. Vill ekki sjá Rojo alls ekki. Ef Digne kemur líka þá er Everton sæmilega vel settir varnarlega. Svo mega nokkrir fara í viðbót nema alls ekki Lookman.

  18. Ari S skrifar:

    Góður pistill nafni. Það væri hægt að láta Besic og fá Gibson? annars veit ég ekki hvernig gibson er en hef lesið um að hann væri góður. Jagielka ma fara því hann er búinn að vera sem Everton leikmaður. Það síðasta er að hann er aðgera stuðningsmenn (suma) brjálaða vegna ummæla hans um að selja Pickford …

    “There is talk about us giving him a new deal, but let’s be honest, football’s crazy. If someone wants to come and offer us £100m or £150m for him, then football is football, but he’s happy where he is.“

    „ef að það kemur tilboð hvort sem það er 100 millur eða 150 millur þá er það bara þannig“ „fótbolti er fótbolti svona er þetta.. “

    Menn vilja meina að fyrirliði eigi að segja bara nei takk þegar hann er spurður um svona kjaftasögur og bara hreinlega ýta fréttamönnum í burtu þegar hann er spurður.

    Eitthvað á þessa leið voru ummæli Jagielka og menn eru víst hreint út sagt brjálaði yrif þessu og heimta að Coleman verði gerður að fyrorliða ekki seinna en strax!