Lille – Everton 0-0 (úrslit í vítaspyrnukeppni)

Mynd: Everton FC.

Þriðji leikur Everton á undirbúningstímabilinu var gegn Lille en leikið var í Portúgal (Estadio Algarve).

Uppstillingin: Stecklenburg, Robinson, Williams, Pennington, Kenny, Connolly, Besic, Klaassen, Vlasic, Ramirez, Niasse.

Varamenn: Evans, Tosun, Calvert-Lewin, Gylfi, Gana, Hilton, Dowell, Mirallas, Baines, Holgate, Hewelt, Schneiderlin, Jagielka, Coleman, Davies.

Eins og sjá má eru Gylfi og Gana komnir úr sumarfríum en Pickford ekki.

Heldur ungleg uppstilling hjá báðum liðum og greinilegt að Marco Silva ætlaði að gefa leikmönnum á jaðrinum tækifæri. Lítið að gerast fyrstu 25 mínúturnar eða svo og leikurinn ekki mikið fyrir augað. Everton sterkara liðið en markverðir beggja liða höfðu það nokkuð náðugt framan af. Alveg þangað til Besic hlóð í langskot sem markvörður Lille varði en frákastið beint til Klaassen sem skoraði auðveldlega. Hann var þó dæmdur rangstæður, líklega ekki réttilega.

Lille náðu sterkum kafla upp úr því, fengu ágætt færi í skyndisókn á 27. mínútu en Williams náði að stoppa skotið upp við mark. Þeir áttu svo einnig skot í slána og út, af löngu færi stuttu síðar.

Sandro hefði átt að skora á 42. mínútu þegar Besic setti hann inn fyrir með frábærri langri sendingu. Sandro gerði allt saman rétt, tímasetti hlaupið frábærlega og fyrsta snerting hans var geggjuð sem lagði boltann vel fyrir hann og skildi varnarmanninn eftir í rykinu. Sandro komst einn á móti markverði en skotið frá honum fór í utanverða stöngina og út af.

Oumar Niasse átti svo skot af löngu færi en markvörður varði í horn og stuttu síðar flautaði dómarinn til hálfleiks. Staðan 0-0 en hefði í raun átt að vera 2-0 fyrir Everton.

Ein breyting í hálfleik, Mirallas inn á fyrir Sandro.

Nokkuð lífleg byrjun á seinni hálfleik og Connolly náði flottum skalla á mark eftir fyrirgjöf frá Mirallas.

Lille hefðu getað komist yfir á 54. mínútu þegar Stecklenburg tókst ekki að hreinsa frá sendingu frá Williams, hrasaði þegar hann reyndi að leika á sóknarmanninn og snerti boltann með hendi. Óbein aukaspyrna dæmd á Stecklenburg næstum alveg upp við mark sem Lille tókst ekki að gera sér mat úr.

Mirallas átti flottan sprett upp vinstri kantinn og lék á varnarmann inni í teig en var svo óheppinn að stíga á höndina á varnarmanni sem kom skriðtæklandi framhjá og missti Mirallas jafnvægið fyrir vikið. Vildi fá vítaspyrnu en það hefði verið heldur hart.

Tvöföld skipting á 79. mínútu, Klaassen og Connolly út af fyrir Dowell og Davies. Williams svo út af fyrir Holgate á 84. mínútu.

Rétt undir lokin fékk Niasse frábært færi til að koma Everton yfir en fast skot hans innan teigs var blokkerað á síðustu stundu í horn.

Everton tókst því ekki að finna netmöskvana í venjulegum leiktíma, þrátt fyrir nokkra yfirburði. 0-0 niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.

Niasse fyrstur á punktinn en skaut hátt yfir. Afleit vítaspyrna. Lille svöruðu með flottu víti uppi hægra megin sem Stecklenburg náði að koma hendi á en ekki nóg til að verja. 1-0 Lille.

Mo Besic skoraði örugglega úr sínu víti, lágt hægra megin við miðju. Lille svöruðu með eiginlega alveg eins víti og þeirra fyrsta. 2-1 Lille.

Mirallas með skot beint á markið og skoraði. Sendi markvörðinn í vitlaust horn. Lille svöruðu með öruggu víti niðri í vinstra hornið. 3-2 Lille.

Vlasic var næstur, skaut í neðanverða slána, niður við marklínu og út aftur og Lille þurftu því bara að skora einu sinni til að vinna, sem þeir gerðu örugglega. Lokastaðan 4-2 Lille.

Einhverra hluta kláraði þó dómarinn vítakeppnina og leyfði Dowell að taka sitt víti örugglega upp í vinstra hornið og Lille að skora hægra megin framhjá Stecklenburg. Breytti þó engu, Lille unnu vítaspyrnukeppnina og þar með leikinn.

Maður leiksins var Mo Besic, var frábær bæði í vörn og sókn. Ekki svo sem hægt að segja að margir aðrir af þessum leikmönnum á jaðrinum hafi gert tilkall til sætis í byrjunarliðinu. Connolly var allt í lagi svo sem, Robinson góður varnarlega í vinstri bakverði en sóknarlega — þó að hugsunin hjá honum væri alltaf góð — brugðust honum fyrsta snerting og sendingar oft á lokametrunum. Finnst hann eiga mun meira inni samt, gæti orðið mjög góður. Stecklenburg og Williams voru slakir í vörninni og Niasse náði ekki að sýna sitt rétta andlit. Mirallas allt í lagi.

Næsti leikur gegn Porto annað kvöld, kl. 19.00.

18 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Tap eftir vítaspyrnu en Everton með algert varalið í dag og Besic lang besti maður Everton. Jafn leikur og Everton fékk nokkur fín færi. Fín æfing.

  2. Ari S skrifar:

    Sammála Elvar Besic var flottur. Ég hélt að Besic myndi fara frá okkur til Middlesborough eftir frábært tímabil hjá þeim síðast. En eftir þennan leik þá eru komnar á mig tvær grímur. Ég veit bara ekkert hvað mér á að finnast, ég hef alltaf haldið upp á hann og hann hefur verið mikið meiddur … ég hef alltaf þessa tilfinningu á að hann gæti blómstrað en samt aldrei viss… hann er 25 ára allt í óvissu með hann finnst mér… kv. Ari.

    ps.Þarna kemur Silva sterkur inn um það hvort Besic á að vera eða ekki.

    • Ari S skrifar:

      Þú lést mig segja að ég hafi gleymt Besic. Hérna er hellingur og það er ástæðan fyrir því að hann var ekki í stóru upptalningunni minni. Ég gleymdi honum ekkert hehe.

  3. Ari S skrifar:

    Ég horfði á leikinn með Finni. Var í beinu sabandi við hann á google hangouts…

    Mér fannst Mirallas ágætur en þessi dýfa hjá honum fannst mér sorgleg. Hann gerði flotta hluti, frábæra hluti með botann eitt sinn lék á mann og var kominn framhjá honum en lét sig detta… fúlt fannst mér.

    Karakterinn hans er ekki nógu góður finnst mér.

    Wiliams var ekkert sérstakur ekki slakur (fannst mér) og ekki góður. Ef að við fáum Yerry Mina þá verður Williams látinn fara.

    Stekelenburg gerði eitt sinn glæfraleg mistök og sýni að hann er engann veginn aðná því að keppa við Pickford um sæti, ekki einu sinni nokkra leiki. Þangað til annað kemur í ljós þá er hann fín varamaður fyrir Pickford.

    Robinson var fín til að byrja með (fannst mér) en dalaði og hefur ekki úthald eða reynslu í heils leiki enn.. Ef við fáum sterkan vinstri bakvörð til að keppa við Baines (sem er orðinn 33ja) þá er Robinson alltaf að fara að spila með 23ára liðinu.

    Klaassen var ekkert sérstakur og mér finnst hann alltaf eitthvða svo umkomulaus… mé rlíka við hann sem leikmann en það vaða alltaf allir yfir hann finst mér… ég hef enn ekki gefist upp á honum satm og vona enn að han meiki það með okkur. Hann kom samt sterkari inn í síðasta hluta leiksins fannst mér. Hafa hann áfram. Hann skoraði meira að segja löglegt mark (að mínu mati) sem að hefði verið hans fyrsta mark fyrir Everton.

    Vlasic, ungur leimaður sem má vera í 23 ára liðinu ef hann vill.

    Sandro virðist ekki ætlað að skora og má fara ef hann vill.

    Niasse var Niasse og ekkert ólíkur sjálfurm sér. Er flott persóna og góður leikmaður sem að leggur sig allann fram, alltaf. Þess vegna vil ég hafa hann áfram enda er Solva búinn að gefa það út að hann vilji hafa Niasse áfram.

    Öðrum man ég ekki eftir í augnablikinu.

    Kær kveðja, Ari.

    • Ari S skrifar:

      „Mér fannst Mirallas ágætur en þessi dýfa hjá honum fannst mér sorgleg. Hann gerði flotta hluti, frábæra hluti með botann eitt sinn lék á mann og var kominn framhjá honum en lét sig detta… fúlt fannst mér.“

      Þegar þetta var þá var Mirallas staddur um það bil einn og hálfan metra frá marklínunni… gleymdi að segja það … 🙂

      • Elvar Örn skrifar:

        Ari, ef þú horfir á þetta aftur í hægri endursýningu þá er þetta einfaldlega þannig að þegar Mirallas platar varnarmanninn sem dettur þá fer fótur Mirallas ofan á hendi varnarmannsins sem dregur hendina að sér og Mirallas hefur ekkert til að styðja sig við og fellur, hefði kannski geta staðið af sér en þetta fannst mér ekki óeðlilegt af honum en var ekki víti. Hann einfaldlega datt við þetta og ekkert meira um það að segja finnst mér amk.

        • Ari S skrifar:

          Já kannski ég skoði þetta aftur 🙂

          En þurfti hann að stíga ofan á hendina? Ég tók eftir því í gær.

          • Elvar Örn skrifar:

            Már fannst Mirallas einfaldlega ekki vera að horfa niður og vissi hann því ekki að hann hefði stigið á höndina sem kippir aðeins undan honum fætinum.

          • Ari S skrifar:

            Ég held að Mirallas sé akkúrat þessi gaur sem að þykist ekki vita af manni þegar hann stígur ofan á hendina á honum. Auðvitað vissi hann af manninum þarna.. mín skoðun.

    • Elvar Örn skrifar:

      Varðandi skotið hans Sandro þá er einnig vert að skoða það í hægri endursýningu því rétt áður en hann spyrnir í boltann þá lyftist boltinn eilítið og því verður skotið ekki eins og til stóð en var samt sem áður gott skot. Völlurinn var ansi laus í sér og hann var því ansi langt frá því að vera eins sléttur og maður vildi sjá hann.

      Þú minnist ekki á Besic sem var límið í spili Everton og heilt yfir ansi góður leikur hjá honum. Maður leiksins.

      • Ari S skrifar:

        Já Besic var bestur það var eitthvað svo sjálfsagt. Ég skrifaði þetta svo spontant og var eiginlega bara að hugsa upphátt. Ég gleymdi honum 🙂

  4. Elvar Örn skrifar:

    Fréttir herma að Richarlison sé á leiðinni í medical á mánudaginn og verðmiðinn sé 35+.

    Einnig er talað um að Barcelona hafi tekið tilboði Everton í vinstri bakvörðinn Digne sem á þá eftir að ákveða hvort hann sé til í að spila í ensku deildinni.

    Talið er að Yerry Mina vilji halda kyrru fyrir Í Barcelona og að Everton þurfi því að líta annað eftir nýjum miðaverði.

  5. Ari G skrifar:

    Sá að Mina sé á leiðinni til Everton á 15 millur. EN Barcelona er með kaupákvæði að geta keypt hann aftur. Svakalega er Richarlsson dýr 50 millur fyrir óþekktan leikmann er það ekki bilað verð vonandi er hann þess virði enda mjög ungur. ÞÁ þurfum við Malcom á hinn vænginn með Lookman sem varamann líka hægt að setja Richarlsson á miðjuna þá er hægt að hafa alla 3 inná í einu. Væri alveg til að selja líka Walcott og Bolasie segjum 15+15 millur ef Malcom kemur líka. Þá er bara eftir að kaupa vinstri bakvörð þá lítur þetta vel út.

  6. Diddi skrifar:

    „Rétt undir lokin fékk Niasse frábært færi til að jafna en fast skot hans innan teigs var blokkerað á síðustu stundu í horn“ , mér finnst þetta standa uppúr í lýsingunni á 0-0 leik