Irdning – Everton 0-22

Mynd: Everton FC.

Fyrsti leikur undirbúningstímabilsins var í dag, gegn Irdning, sem spila einhvers staðar í neðri deildum austurríska fótboltans. Þetta var jafnframt fyrsti leikur Everton undir stjórn Marco Silva og leikmenn klárlega ætlað að sýna sínar bestu hliðar. Það gerðu þeir með stæl en Everton skoraði heil 22 mörk í leiknum en getumunurinn á liðunum töluverður.

Meistari Ari sá um leikskýrsluna í fjarveru ritara og kunnum við honum bestu þakkir fyrir og gefum honum orðið:

Byrjunarliðið: Stekelenburg, Coleman, Baines, Holgate, Keane, Ramirez, Schneiderlin, Lookman, Davies, Dowell og Tosun. (Ekki allir leikmenn komnir aftur úr fríi vegna HM)

Everton byrjaði leikinn með látum og röðuðu inn mörkum hægri vinstri. Baines skoraði fyrsta markið og síðan Holgate mark númer tvö stuttu síðar. Michael Keane átti þriðja markið en Cenk Tosun það 4. og 5., Lookman með 6. og 7. og síðan Tosun 8. markið (sem ég missti af vegna þess að ég var að skrifa hér ahehe). Sem sagt 8-0 eftir 31. mínútu.

Lookman skoraði síðan 9. mark Everton og sitt þriðja (hat-trick) á 36. mínútu og Cenk Tosun sitt fjórða rétt áður en flautað var til hálfleiks. Staðan því orðin 10-0 í hálfleik.

Marco Silva gerði tíu skiptingar í hálfleik. Kieran Dowell sá eini sem fékk að vera áfram. Mirallas, Niasse, Williams, Robinson, Vlasic, Kenny, Jagielka, Besic, Hewelt og Connolly komu inná fyrir þá tíu sem voru teknir útaf.

Kevin Mirallas skoraði 11. mark Everton og stuttu síðar (á 50. mínútu) komst hann í sendingu og skoraði gott mark. Staðan orðin 12-0. Everton fékk síðan aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig andstæðinganna á 51. mínútu og Kevin Mirallas skoraði úr henni. 13-0 staðan.

Og Kevin Mirallas var ekki hættur því hann dansaði í gegnum vörnina með boltann á 58. mínútu og skoraði sitt 4. mark og 14. mark Everton. Staðan orðin 14-0.

Á 60. mínútu átti Everton hornspyrnu og flottur fastur skalli frá Niasse var varinn frá markmanni Irdning. Síðan fengu Everton aðra hornspyrnu upp úr því en aftur varði Gabriel markmaður Irdning vel.

Á 63. mínútu átti Williams harða tæklingu á leikmann Irdning og lá meiddur á eftir… Á meðan verið var að sinna honum var Kieran Dowell skipt út af og inn á kom Cuco Martina.

Kevin Mirallas komst svo í dauðafæri á 65. mínútu en skaut framhjá en aðeins fimm mínútum síðar brást Oumar Niasse ekki bogalistin þegar hann skoraði gott mark á 70. mínútu með skoti fyrir utan vítateig. 15-0.

Nicola Vlasic skoraði mark á 71 míntu og staðan þá orðin 16-0. Niasse skoraði síðan sitt annað og 17. mark Everton. Á 80. mínútu átti Niasse svo gott skot fyrir utan teig en markmaðurinn varði vel en þar kom aðvífandi Kevin Mirallas og skoraði sitt 5. mark og 18 mark Everton.

Þar á eftir skoraði leikmaður Irdning glæsilegt sjálfsmark og staðan orðin 19-0. Everton átti hornspyrnu en ekkert kom út úr henni. Oumar Niasse skoraði síðan 20 markið en það var dæmt af vegna rangstæðu.

Þriðja skiptið í leiknum sem að Everton setur boltann í netið en dæmt af vegna rangstöðu. 84 mínútur liðnar.

Nicola Vlasic skoraði síðan 20. mark Everton. Þetta er eiginlega orðið hálf sorglegt fyrir Irdning. Annað hvort Niasse eða Martina skorðuðu síðan 2. mark Everton. Þulurinn vildi meina að það hefði verið Niasse, þó báðir hefðu gert tilkall til marksins.

Niasse skoraði síðan sitt 4. og staðan orðin 22-0 og stuttu síðar flautaði dómari leiksins af, leikmönnum Irdning til mikils léttis.

Everton 22 – Irdoning 0

Það er ástæðulaust að greina þennan leik finnst mér, til þess er alltof mikill getumunur á liðinum. Bara spurning hvort að slíkur leikur sé ekki tilgangslaus en dæmi hver og einn fyrir sig. En það er ljóst að markatala Everton verður í plús allt þetta tímabil.

En bara gaman að tímabilið er byrjað. Til hamingju með sigurinn Everton félagar.

Kær kveðja, Ari.

Við þökkum Ara fyrir þau orð og bætum við skemmtilegri Twitter færslu þegar staðan var orðin 21-0…

Jafnframt bendum á að hægt er að sjá markasúpuna hér. Minnum líka á að hægt er að kaupa aðgang að frekari beinum útsendingum gegnum vefsíðu Everton. Stakir leikir eru til sölu hér en einnig er hægt að kaupa pakka með öllum leikjunum (og fleiru) hér. Hægt er að sjá hér hvað er innifalið í pakkanum.

Everton leikur næst gegn Bury þann 18. júlí.

11 Athugasemdir

 1. Ari S skrifar:

  Er að horfa, það er mikill getumunur á liðunum. Everton byrjar starx af krafti og er komið í 6-0 eftir tæpar 20 mínútur.

  [innskot ritstjóra: restin af kommentum Ara var breytt í leikskýrsluna hér að ofan]

 2. Halli skrifar:

  Þetta er ruglađ en þađ er alltaf gott ađ vinna fòtboltaleiki

 3. Finnur skrifar:

  Everton bætti félagsmet í þessum leik en þetta var stærsti sigur liðsins frá upphafi. Fyrir þennan leik var metið 14-0 og það met hafði staðið frá árinu 1885! 🙂

 4. Ari G skrifar:

  Glæsilegur sigur hjá Everton. Voðalega gengur illa að fá nýja leikmenn. Þurfum að losa okkur við fleiri ef viðunandi verð fæst fyrir þá. Lýst best að fá leikmenn frá Barcelona tala ekki að fá Mina stórkostlegur leikmaður. Þurfum auðvitað vinstri bakvörð allir sammála um það. Ég vill taka sjensinn á Celtic leikmanninum þótt hann sé frekar dýr vill frekar kaupa fáa en góða. Svo fer eftir hvað Everton losar sig við hvað Everton kaupir. Eigum við ekki gefa Lookman sjens þennan vetur erum ekki í neinni Evrópukeppni það hjálpar til að einblína á deildina. Vonandi verður Klassen áfram hjá honum vill líka gefa honum sjens. Af þeim eldri vill ég halda Jagielka og Baines nema það fæst viðunandi verð fyrir hann gott að hafa hann fram í janúar til að hjálpa Celtic leikmanninum ef hann verður keyptur. Vill losna við nokkra fleiri nenni ekki að nefnda nöfnin við erum flestir sammála um þá sem mega fara.

 5. Elvar Örn skrifar:

  Ég vona að Everton kaupi Laxalt frá Genoa I vinstri bak. Var geggjaður á HM.

 6. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Everton var að framlengja við Joe Hilton 18 ára markvörð, sem er gott og blessað en það er stutt í fyrsta leik og okkur vantar nýja leikmenn í aðalliðið og þá er ég að meina byrjunarliðsmenn ekki einhverja bekkjavermara.

 7. Elvar Örn skrifar:

  Skv Sky er Everton í viðræðum við Bordoux að fá Malcolm sem er kantmaður á 30+mills.

  • Orri skrifar:

   Sæll Elvar.Nú verðum við að vona að eitthvað fari að gerast í kaupum á nýjum leikmönnum.

   • Elvar Örn skrifar:

    Nei það eru alveg tvær sögur í gangi hvað Malcolm varðar en ég treysti Sky Sport betur en Liverpool Echo.
    Maður er samt ansi rólegur yfir öllum þessum fréttum og virðist ekki neitt langt komið hvað kaup varðar.

    Ef Everton ætlar að spila nýjum manni eða mönnum í byrjun leiktíðar þá verða þeir að taka þátt í Pre Season og þá þarf að kaupa þá á allra næstu dögum. Ef þeir verða keyptur rétt fyrir lok gluggans þá eru þeir ekki ready í fyrstu leiki.

    Vert er að skoða hvaða leiki Everton spilar í byrjun en það verður að teljast létt prógramm og þá ekki síst miðað við seinasta season.

%d bloggers like this: