full screen background image

Fréttir og opinn þráður

Mynd: Everton FC.

Undirbúningstímabilið er hafið hjá Marcel Brands, Marco Silva og félögum, sem þurfa að fara að huga að leikmannamálum fyrir næsta tímabil. Það voru umtalsverðar hreinsanir sem áttu sér stað í umgjörð liðsins og nú er að sjá hvernig framhaldið verður með leikmannahópinn. Þegar hefur verið gefið út að hópurinn sé þó nokkuð of stór en jafnframt tilgreint að ekki yrði keyptur mikill fjöldi nýrra leikmanna. Líklega þýðir það að ný andlit komi að einhverju leyti úr unglingastarfinu, til dæmis Lookman, sem Marcel Brands var sagður vilja kaupa þegar Brands var hjá PSV.

Það eru líklega gleðifréttir fyrir flesta stuðningsmenn Everton, en Lookman var efstur á blaði yfir þá leikmenn sem stuðningsmenn Everton vildu helst halda, í könnun sem birt var fyrir nokkru. Annar ungur leikmaður, Kiearan Dowell, heldur líka áfram að minna á sig

Marcel Brands sagði líklegt til að byrja með að hópurinn minnki niður í 25 manns og að fimm ungum leikmönnum verði svo bætt við til að hafa 30 manns. Hann er jafnframt farinn að hugsa langt fram í tímann varðandi endurskipulagningu á klúbbnum.

Þegar hefur verið tilkynnt að samningar verði ekki endurnýjaðir við sjö leikmenn en þar ber Joel Robles, varamarkvörð Everton, helstan að telja (sá eina úr aðalliðinu) ásamt 6 ungliðum (Conor Grant, Jose Baxter, Sam Byrne, Calum Dyson, Louis Gray og David Henen).

Liverpool Echo renndi yfir stöðurnar á vellinum og búast við eftirfarandi niðurstöðu…

– Nýr markvörður verði keyptur til að veita Pickford samkeppni.
– Vinstri bakvörður verði keyptur til að veita Baines samkeppni — eða taka við af honum.
– Einn, jafnvel tveir, miðverðir verði keyptir.
– Marco Silva þykir ólíklegur til að spila með tvo djúpa miðjumenn og hann hefur þegar nefnt Schneiderlin sem möguleika á miðjunni, sem fyrir aftan tvo meira framliggjandi, þar af líklega Gylfa. En það fær mann til að velta fyrir sér framtíð Gana, sem var einn af ljósu punktum síðasta tímabils.
– Einn sóknarmaður verði líklega keyptur.

Möguleg uppstilling, skv. Liverpool Echo er 4-3-3: Pickford; Baines/nýr leikmaður, Keane, nýr leikmaður, Coleman; Schneiderlin/nýr leikmaður, Gueye, Gylfi; Lookman/nýr leikmaður, Tosun, Walcott.

Orðið er annars laust í kommentakerfinu fyrir það sem þið viljið ræða. Ef þið rekist á einhverjar áhugaverðar fréttir þá endilega sendið inn link.

9 Athugasemdir

 1. þorri skrifar:

  Það er gott að hann er farinn að hræra í liðinu.Og enn betra að Gylfi verður áfram í liðinu.

 2. Finnur skrifar:

  Sky voru að birta frétt um að Everton myndi bjóða í James Maddison í næstu viku…
  http://www.skysports.com/football/news/11671/11401476/everton-expected-to-start-the-bidding-for-norwichs-james-maddison-next-week

  • Gestur skrifar:

   Voðalega tekur allt langan tíma hjá Everton. Það er mánudagur og það er verið að spá að gera eitthvað í næstu viku. Ég skil þetta ekki, önnur lið virðast bara ganga í hlutina og klára þá.

   • Finnur skrifar:

    Yfirleitt vill nýtt stjórnunarteymi fá að kynnast og meta þá leikmenn sem þeir hafa áður en þeir byrja að kaupa nýja. Held það sé mikilvægara að taka sér tíma í þetta og vanda sig, frekar en að hlaupa til og kaupa það fyrsta sem mönnum dettur í hug. Munum nú hvernig þetta fór síðasta sumar…

 3. Ari G skrifar:

  Væri til að kaupa Marvin Plattenhardt vinstri bakvörður og Joshua Kimmick hægri bakvörður. Báðir í Þýska landsliðshópnum. Þeir kosta sennilega 50-60 millur evrur saman Kimmick miklu dýrari. Þetta er grunnurinn. Hverjir vilja menn selja? Ég vill losna við eldri flesta yfir 30 ára vill samt halda Jagielka enda fæst örugglega ekkert fyrir hann nema hann sé notaður sem skiptimaður t.d Gibson hjá Middlesboro. Vill alls ekki selja yngri leikmennina sem eru taldir hafa framtíðina fyrir sér frekar að lána þá stutt 6-12 mánuði. Þá eru komnir 3 nýjir leikmenn. Þurfum svo einn vængmann og einn sóknarmann þá er þetta komið. Og selja eða lána 10-15 leikmenn.

 4. Ari S skrifar:

  Ekki slæmt prógram í bryjun. Úti gegn Wolves, Heima gegn Southampton og Úti gegn Bournemouth eru fyrstu þrír leikirnir í þessari röð. Síðan taka við tveir heimaleikir gegn Huddersfield og West Ham. Mun betra prógram heldur en það sem við fengum í fyrra…. 🙂

  kær kveðja, Ari

  • Finnur skrifar:

   Þetta er fín byrjun fyrir Marco Silva og félaga. Eina sem maður gæti bent á að er maður hefði ekki viljað sjá Everton byrja tímabilið gegn Wolves á útivelli, því þeir unnu Championship deildina. Leiki við svoleiðis lið hefði maður viljað eftir fyrstu 10 umferðir, eða svo, þegar mesti þrótturinn er farinn úr þeim. En að öðru leyti er þetta mjög gott og mér sýnist ekki margir erfiðir leikir í einum hnapp, eins og á síðasta tímabili.
   http://www.evertonfc.com/news/2018/06/14/silva-to-start-everton-reign-with-wolves-trip

 5. Finnur skrifar:

  Af NSNO síðunni:

  BREAKING NEWS: Everton to play all other Premier League sides twice next season

  🙂

Leave a Reply

%d bloggers like this: