Fréttir og opinn þráður

Mynd: Everton FC.

Undirbúningstímabilið er hafið hjá Marcel Brands, Marco Silva og félögum, sem þurfa að fara að huga að leikmannamálum fyrir næsta tímabil. Það voru umtalsverðar hreinsanir sem áttu sér stað í umgjörð liðsins og nú er að sjá hvernig framhaldið verður með leikmannahópinn. Þegar hefur verið gefið út að hópurinn sé þó nokkuð of stór en jafnframt tilgreint að ekki yrði keyptur mikill fjöldi nýrra leikmanna. Líklega þýðir það að ný andlit komi að einhverju leyti úr unglingastarfinu, til dæmis Lookman, sem Marcel Brands var sagður vilja kaupa þegar Brands var hjá PSV.

Það eru líklega gleðifréttir fyrir flesta stuðningsmenn Everton, en Lookman var efstur á blaði yfir þá leikmenn sem stuðningsmenn Everton vildu helst halda, í könnun sem birt var fyrir nokkru. Annar ungur leikmaður, Kiearan Dowell, heldur líka áfram að minna á sig

Marcel Brands sagði líklegt til að byrja með að hópurinn minnki niður í 25 manns og að fimm ungum leikmönnum verði svo bætt við til að hafa 30 manns. Hann er jafnframt farinn að hugsa langt fram í tímann varðandi endurskipulagningu á klúbbnum.

Þegar hefur verið tilkynnt að samningar verði ekki endurnýjaðir við sjö leikmenn en þar ber Joel Robles, varamarkvörð Everton, helstan að telja (sá eina úr aðalliðinu) ásamt 6 ungliðum (Conor Grant, Jose Baxter, Sam Byrne, Calum Dyson, Louis Gray og David Henen).

Liverpool Echo renndi yfir stöðurnar á vellinum og búast við eftirfarandi niðurstöðu…

– Nýr markvörður verði keyptur til að veita Pickford samkeppni.
– Vinstri bakvörður verði keyptur til að veita Baines samkeppni — eða taka við af honum.
– Einn, jafnvel tveir, miðverðir verði keyptir.
– Marco Silva þykir ólíklegur til að spila með tvo djúpa miðjumenn og hann hefur þegar nefnt Schneiderlin sem möguleika á miðjunni, sem fyrir aftan tvo meira framliggjandi, þar af líklega Gylfa. En það fær mann til að velta fyrir sér framtíð Gana, sem var einn af ljósu punktum síðasta tímabils.
– Einn sóknarmaður verði líklega keyptur.

Möguleg uppstilling, skv. Liverpool Echo er 4-3-3: Pickford; Baines/nýr leikmaður, Keane, nýr leikmaður, Coleman; Schneiderlin/nýr leikmaður, Gueye, Gylfi; Lookman/nýr leikmaður, Tosun, Walcott.

Orðið er annars laust í kommentakerfinu fyrir það sem þið viljið ræða. Ef þið rekist á einhverjar áhugaverðar fréttir þá endilega sendið inn link.

49 Athugasemdir

 1. þorri skrifar:

  Það er gott að hann er farinn að hræra í liðinu.Og enn betra að Gylfi verður áfram í liðinu.

 2. Finnur skrifar:

  Sky voru að birta frétt um að Everton myndi bjóða í James Maddison í næstu viku…
  http://www.skysports.com/football/news/11671/11401476/everton-expected-to-start-the-bidding-for-norwichs-james-maddison-next-week

  • Gestur skrifar:

   Voðalega tekur allt langan tíma hjá Everton. Það er mánudagur og það er verið að spá að gera eitthvað í næstu viku. Ég skil þetta ekki, önnur lið virðast bara ganga í hlutina og klára þá.

   • Finnur skrifar:

    Yfirleitt vill nýtt stjórnunarteymi fá að kynnast og meta þá leikmenn sem þeir hafa áður en þeir byrja að kaupa nýja. Held það sé mikilvægara að taka sér tíma í þetta og vanda sig, frekar en að hlaupa til og kaupa það fyrsta sem mönnum dettur í hug. Munum nú hvernig þetta fór síðasta sumar…

 3. Ari G skrifar:

  Væri til að kaupa Marvin Plattenhardt vinstri bakvörður og Joshua Kimmick hægri bakvörður. Báðir í Þýska landsliðshópnum. Þeir kosta sennilega 50-60 millur evrur saman Kimmick miklu dýrari. Þetta er grunnurinn. Hverjir vilja menn selja? Ég vill losna við eldri flesta yfir 30 ára vill samt halda Jagielka enda fæst örugglega ekkert fyrir hann nema hann sé notaður sem skiptimaður t.d Gibson hjá Middlesboro. Vill alls ekki selja yngri leikmennina sem eru taldir hafa framtíðina fyrir sér frekar að lána þá stutt 6-12 mánuði. Þá eru komnir 3 nýjir leikmenn. Þurfum svo einn vængmann og einn sóknarmann þá er þetta komið. Og selja eða lána 10-15 leikmenn.

 4. Ari S skrifar:

  Ekki slæmt prógram í bryjun. Úti gegn Wolves, Heima gegn Southampton og Úti gegn Bournemouth eru fyrstu þrír leikirnir í þessari röð. Síðan taka við tveir heimaleikir gegn Huddersfield og West Ham. Mun betra prógram heldur en það sem við fengum í fyrra…. 🙂

  kær kveðja, Ari

  • Finnur skrifar:

   Þetta er fín byrjun fyrir Marco Silva og félaga. Eina sem maður gæti bent á að er maður hefði ekki viljað sjá Everton byrja tímabilið gegn Wolves á útivelli, því þeir unnu Championship deildina. Leiki við svoleiðis lið hefði maður viljað eftir fyrstu 10 umferðir, eða svo, þegar mesti þrótturinn er farinn úr þeim. En að öðru leyti er þetta mjög gott og mér sýnist ekki margir erfiðir leikir í einum hnapp, eins og á síðasta tímabili.
   http://www.evertonfc.com/news/2018/06/14/silva-to-start-everton-reign-with-wolves-trip

 5. Finnur skrifar:

  Af NSNO síðunni:

  BREAKING NEWS: Everton to play all other Premier League sides twice next season

  🙂

 6. Elvar Örn skrifar:

  Funes Mori er farinn til Villarreal.
  Var sjálfur alltaf pínu hrifinn af þessum gæja.
  Klárt að Everton er að fara að kaupa tvo miðaverði.

 7. Elvar Örn skrifar:

  Grunar (vona) að Ashley Williams fari líka.
  Held að Everton losi sig við amk 5 leikmenn.

 8. Ari G skrifar:

  Funes Mori farinn vonandi fékk Everton 5-10 millur fyrir hann. Hann hefur aldrei heillað mig hjá Everton. Ashley Williams má líka fara mín vegna en alls ekki Jagielka. Eftir að fleiri eru seldir koma fleiri til Everton. Ýmsir leikmenn orðaðir við Everton veit ekki hvað er að marka það. Vonandi kaupa Everton einhverja snillinga unga sem eldri ég bíð rólegur. Óska öllum hér góðs sumars þótt það verði rigning næstum alla daga áfram Ísland.

 9. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Kem ekki til með að sakna Móra. Hann vantaði ekki ástríðuna en var bara ekkert sérstaklega góður leikmaður.
  Aðrir sem meiga mín vegna fara eru Williams, Schneiderlin, Mirallas, Martina, Besič og Bolasie.
  Ég vil halda Klaasen og Sandro, amk fram í janúar og sjá hvort þeir spjari sig ekki og hafa Rooney áfram til að miðla af reynslu sinni til þeirra sem yngri eru og selja treyjur.
  Ég er á þeirri skoðun að við þurfum ekki að kaupa marga leikmenn í sumar.
  Mér finnst að við eigum að kaupa vinstri bakvörð, framherja, vinstri kantmann og miðjumann.
  Þetta þurfa líka allt að vera menn í byrjunarliðið en ekki bara til að breikka hópinn.
  Af þeim sem ég hef séð orðaða við Everton og eru að spila á hm, líst mér vel á Lozano og Plattenhardt en Carvalho vil ég ekki sjá, mér sýnist hann ekkert betri en Schneiderlin. Svo kann einhverjum að finnast það skrýtið en ég vil EKKI breska leikmenn. Þeir eru yfirleitt ofmetnir og allt of dýrir auk þess sem þeir eru flestir (ekki þó Coleman og Baines) snöggir að fara ef „stærra“ lið vill fá þá.

  • Ingvar Bæringsson skrifar:

   Ps
   Gleymdi að nefna að okkur vantar líka einn eða tvo miðverði.

 10. Elvar Örn skrifar:

  Þá er Wayne Rooney farinn í MLS deildina, stutt stopp hjá Everton.
  Næstir út eru líklega Williams og Schneiderlin og einhverjir fleiri.

 11. Ari S skrifar:

  Nýjasta sagan er að Kieran Tierney (21) vinstri bakvörður hjá Celtic sé á leiðinni til okkar. Hann er einnig fyrirliði Celtic og gríðarlega góður. Það væri flott að fá hann til Everton að mínu mati.

 12. Elvar Örn skrifar:

  Everton er að sögn búið að bjóða í Domagoj Vida sem er Króatiskur varnarmaður. Áhugavert.

 13. Ari S skrifar:

  Það er aldeilis verið að gera breytingar. Það nýjasta er að Everton er tilbúið að taka tilboðum í Mason Holgate. Frekar óvntar fréttir ef sannar? Ég hef ekkert myndað mér skoðun á því hvort að Holgate sé nógu góður fyrir Everton nema hvað að hann er efnilegur og gæti orðið betri. Kannski vilja Brands og Sivla ekki hafa hann hjá okkur? En samt athyglisverðar sögur/kjaftasögur

  • Orri skrifar:

   Sææl Ari.það er gott að þú færir okkur reglulega fréttir fá okkar góða klúbbi.Þú mátt bara endilega koma með meira.

   • Ari S skrifar:

    Sæll Orri minn, já það eru bara svo margar fréttir og mest af þessu er spádómar sem ekki rætast… En núna er HM meira en hálfnað og þá fer sennilega að gerast eitthvað í málum. En vonandi þó eru fréttirnar um Tierney sannar því ég held hann sé alveg ferlega góður. Ég veit samt ekki hvort að ég sé betri en annar að flytja fréttirnar af því sem er að gerast núna því ennþá eru þetta svo miklir spádómar.

    • Ari S skrifar:

     Nú var ég að sjá fréttir þes efnis að Mason Holgat sé EKKI á leiðinni frá Everton. Sem að mér þykir góðar fréttir.

 14. Elvar Örn skrifar:

  Kieran Tierney er á leiðinni til Everton fyrir 25 mills og er vinstri bakvörður sem spilar með Celtic í dag.

  • Finnur skrifar:

   Hvaðan hefur þú það?

   • Ari S skrifar:

    Nýjasta nýtt er að fulltrúar Kieran Tierney hafa samþykkt að mestu (stóru atriðin kláruð)samning við Everton. Sagt er að laun hans verði 85000 pund á viku með möguleika á að hækka þau í 140000 komist liðið í meistaradeildina.

    Mér persónulega þykir þetta afar góðar fréttir og sýnir að félagið er tilbúið að borga alvöru pening til liekkmanna séu þeir nógu góðir. Ég held að þessi leikmaður Kieran Tierney geti orðið ja.. bara svipað góður og Leighton Baines og þaðe r eiginlega alveg nóg fyrir mig.

    Kær kveðja, Ari.

 15. Elvar Örn skrifar:

  Svakaleg markvarsla hjá Pickford undir lok leiks en þeir fengu síðan mark á sig sem Pickford átti ekkert í því varnarmaður var við stöngsem skallaði hamm undir þaknetið. Ef vító þá gaman að sjá hvað Pickford gerir.

  • Ari S skrifar:

   Nú rétt í þessu var okkar maður Jordan Pickford að koma englendingum áfram í 8 liða úrslitin. Hann varði næst síðustu spyrnu eftir að bæði lið höfðu klikkað einu sinni hvort.. síðan skoraði Erik Dier síðustu spyrnuna… England Áfram!!!

 16. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Flott hjá Pickford en hann hefði gjarnan mátt sleppa því.

 17. Georg skrifar:

  Sagan segir að Everton sé búið að bjóða 21m punda í Yerry Mina varnamann Kolumbíu. Hann er leikmaður Barcelona og var keypur þangað í janúar, hann spilaði þar 5 leiki í deildinni í fyrra. Barcelona keypti hann af Palmeiras í Brasílu þar sem hann spilaði þar eina leiktíð og skoraði 6 mörk í 28 leikjum.

  Hann er gríðarlega öflugur í loftinu og varð markahæsti leikmaður Kolumbíu á HM með 3 mörk og allt úr skalla eftir horn.

  Hann er bara 23 ára gamall og því væri þetta framtíðarfjárfesting. Það er gríðarlegur styrkur að fá svona öflugan skallamann bæði í vörn og föstum leikatriðum.

  • Elvar Örn skrifar:

   Já þessi frétt hefur verið á sveimi í 2-3 daga og er orðin enn háværari og það sem meira er að blöðin á Spáni eru einnig með þessar fréttir. Hann var ansi flottur á HM amk og það er góðs viti að hann er hjá Barcelona í dag. Þessi frétt er einnig búin að rata inn á íslenska miðla.

   http://www.visir.is/g/2018180709476/markahaesti-leikmadur-kolumbiu-ad-verda-lidsfelagi-gylfa-

   Leiktíðin byrjar eftir 5 vikur og ég held að nú muni leikmannaskipta-glugginn loka á þeim tíma en ekki 2 vikum síðar eins og vaninn er. Þannig að Everton, eins og önnur lið, hafa ansi stuttan tíma til að ganga frá kaupum og sölu.

   Everton munu staðfesta kaup á amk 2 leikmönnum á næstu 10 dögum.

 18. Ari S skrifar:

  Nýjasta nýtt sem ég var að sjá er að Everton hefur sent fyrirspurn til Barcelona um framherjann Paco Alcácer.

  Talið er að Barcelona sé til í að selja leikmanninn en þeir keyptu hann til félagsins á 30 milljónir €.

  Fyrir mér er eiginlega alveg sama hvaða leikmaður það er sem kemur frá Barcelona, hann hlýtur að vera góðu. Þessi skoraði 30 mörk í 93 leikjum fyrir Valencia á árunum 2010-2016.

  En ennþá bara sögusagnir en bara ágætis sögusagnir finnst mér.

 19. Ari S skrifar:

  Það er gaman hjá liðinu í Austurríki:

 20. Ari S skrifar:

  Marcel Brands hitti menn frá Barcelona á mánudaginn og ræddu menn möguleg kaup Everton á miðverðinu háa Yerry Mina. Kaupverðið er 24milljón evrur eða 21.2milljón pund. Vonandi gengur þetta í gegn.

  @BarcaTimes

 21. Ari S skrifar:

  Nýjassta nýtt er að Everton vill reyna að fá til sín vinstri bakvörðinn Lucas Digne hjá Barcelona.

  Hann myndi kosta 10 milljónir punda og koma til félagsins ÁSAMT miðverðinum sterka Yerry Mina.

  Glæsilegt ef af verður en umfram allt sýnir að Everton ætlar ekki að láta fjárkúga sig (eins og gert var með Gylfa) á Kieran Tierney frá Celtic, heldur snúa sér bara að öðrum.

  Lucas Digne hefur leikið 12 landsleiki með Frakklandi en er ekki með þeim á HM nú.

  Það er nokkuð ljóst að Yerry Mina er mjög líklegur á að koma til félagsins (þrálátur orðrómur) en ennþá er Lucas bara orðrómur.

  Kær kveðja, Ari.

 22. Diddi skrifar:

  og ég vildi þig aldrei. Kolröng skilaboð frá klúbbnum og nokkur skref afurábak að taka við útslitnum mönnum sem fara frá okkur. Gylfi (keyptur á alltof mikinnn pening) hebbbbði t.d. sennilega fengið að spila sýna bestu stöðu ef tilfinningar hefðu ekki ráðið för með rooney. http://www.goal.com/en-gb/news/rooney-everton-made-it-clear-they-wanted-me-to-leave/13p12a2dw553y18fds3z5o3xyi

 23. Elvar Örn skrifar:

  Bara 25 dagar eftir af leikmanna glugganum. Seinasti dagur til kaupa er 9 ágúst og félagið ekki keypt neinn fram til þessa. Hægt verður þó að selja til annarra landa með annan glugga eftir 9 ágúst eða til loka þess glugga.

  Áhugavert er síðan að búið er líklega að leka út treyju 2 og 3 hjá Everton og þá sjá hér.
  https://readeverton.com/2018/07/13/everton-away-and-third-kits-leaked-online/

  Hvernig lýst mönnum á þessa búninga? Veit að Diddi og co munu elska þá.

  Annars virðist Everton vera að huga að bjóða 50 mills í Wilfred Zaha. Svo er áfram talað um þessa tvo Barcelona menn áfram í miðvörð og vinstri bak. Eitthvað hlýtur að fara að gerast.

  • Einar G skrifar:

   Þessi svarti og bleiki verður keyptur á mitt heimili med det samme…

 24. Ari S skrifar:

  Nýjasta sagan er sú að Brasilíumaðurinn Malcom, sem er eitt mesta efnið á markaðnúmerið í dag, sé á leiðinni til okkar. Gæti verið skýringin á aðgerðarleysi Everton í innkaupum að það sé eitthvað stórkostlegt að fara að gerast? Hver veit?

  Það væri nú ekki slæmt að fá Lozano, Tierney, Mina og Malcom sem að yrðbesti gluggi ever.

  Á meðan ekkert er að frétta í staðfestum fregnum þá er hægt að leyfa sér að vona. Það er allavegana ekki komið nei.

  Kær kveðja, Ari S

 25. Ari S skrifar:

  Byrjunarlið Everton í leiknum gegn Bury í kvöld.

  Stekelenburg
  Coleman,
  Jagielka,
  Keane,
  Baines,
  Dowell,
  Davies,
  Schneiderlin,
  Mirallas,
  Ramirez,
  Tosun.

  Varamenn eru: Hewelt, Williams, Martina, Niasse, Klaassen, Besic, Vlasic, Holgate, Lookman, Pennington, Robonson, Kenny.

 26. Ari S skrifar:

  Skemmtileg borðtenniskeppni með fótbolta.

 27. Ari S skrifar:

  Sagt er að Ricarlison fari í læknisskoðun hjá Everton í dag og muni eftir það skrifa undir. Það nýjasta er að það komi leikmaður með honum, frá Watford. Abdoulaye Doucouré heitir sá og er víst mjög góður. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.

 28. RobertE skrifar:

  Vonandi styttist í Mina, hann myndi gera töluvert fyrir hópinn, hvernig leggst Wolves leikurinn í menn?

 29. Finnur skrifar:

  Ég er að vona (innilega) að frammistaðan og úrslitin á undirbúningstímabilinu séu einfaldlega vegna þess að Marco Silva lét alla leikmenn taka stífa morgunæfingu *alla* daga (þar með talið fyrir æfingaleikina) til að koma þeim í form fyrir tímabilið… Ef ekki þá verður þetta róleg byrjun á tímabilinu… 🙂

%d bloggers like this: