Swansea – Everton 1-1

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Pickford, Baines, Jagielka, Keane, Coleman, Gana, Schneiderlin, Bolasie, Rooney, Walcott, Tosun.

Varamenn: Robles, Martina, Niasse, Funes Mori, Vlasic, Baningime.

Swansea líflegri í byrjun, virkuðu beittari og voru meira með boltann (um 65%). Lítið að gerast í sókn Everton enda virkuðu sóknartilburðirnir svolítið þunglamalegir.

Swansea fengu ótrúlegt færi til að komast yfir á 20. mínútu eftir vel útfærða skyndisókn. Komust þrír á tvo varnarmenn en úr dauðafæri skutu þeir boltanum í fótinn á Baines og boltinn rúllaði út af. Horn dæmt, og Swansea menn komu boltanum aftur á mark með skalla, en Tosun bjargaði á línu. Leikmenn Everton stálheppnir, í tvígang, að lenda ekki undir.

Þeir fengu svo annað dauðafæri fimm mínútum síðar þegar Andrew Ayew komst í dauðafæri eftir stungusendingu inn fyrir vörn Everton, en Keane náði að trufla hann nógu mikið svo að skotið fór beint á Pickford.

Everton náðu mjög flottri sókn rétt fyrir hálfleik. Tosun og Coleman náðu vel saman utan teigs og sá síðarnefndi sendi háan bolta á Bolasie á fjærstöng. Bolasie náði flottu skoti á mark sem markvörður Swansea varði. Frákastið fór hins vegar til Gana Gueye, sem átti skot alveg upp við mark en markvörður varði aftur frábærlega. En varnarmaður Swansea, Kyle Naughton, fékk boltann í andlitið og skoraði sjálfsmark, þrátt fyrir hetjulega tilraun Alfie Mawson til að hreinsa af línu. Boltinn kominn langt inn fyrir línuna. Staðan 1-0 Everton.

Stuttu síðar var Theo Walcott næstum kominn í dauðafæri, einn á móti markverði, en markvörður vel á verði, tók sprettinn út úr teig og náði að komast í boltann á undan Walcott.

Swansea menn byrjuðu seinni hálfleik líkt og þann fyrri, af krafti, og náðu frábærum skalla á mark sem Pickford þurfti að hafa sig allan við að halda úti. Swansea menn lögðu allt kapp á að jafna, enda í fallbaráttunni og höfðu litlu sem engu að tapa.

Leikurinn var svolítið í járnum eftir þetta og fór ekki að draga til tíðinda fyrr en í seinni hluta seinni hálfleiks.

Gana var skipt út af fyrir Baningime á 68. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar bjargaði Tosun aftur á línu eftir skalla frá Swansea upp úr horni, alveg eins og í fyrri hálfleik. En á 70. mínútu náðu Swansea menn loksins að jafna. J. Ayew var þar að verki, var á auðum sjó vinstra megin í teig Everton, fékk sendingu og þrumaði í hliðarnetið hægra megin. 1-1.

Coleman var næstum búinn að svara strax fyrir Everton á 75. mínútu, þegar hann kom á hlaupinu inn í teig þegar sending fyrir mark kom frá hægri kanti, en Coleman þrumaði boltanum í slána og út. Mjög óheppinn að skora ekki.

Funes Mori var svo skipt inn á fyrir Bolasie strax í kjölfarið. Fyrsti keppnisleikur hans eftir löng meiðsli. Gott að fá hann aftur. Rooney fór svo út af fyrir Vlasic á 86. mínútu en það breytti litlu og leikurinn fjaraði út. Lokastaðan 1-1.

Svo sem ekki ósanngjörn úrslit fyrir stuðningsmenn Everton.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (7), Coleman (6), Keane (6), Jagielka (5), Baines (6), Gueye (7), Schneiderlin (5), Rooney (5), Bolasie (6), Walcott (5), Tosun (5). Varamenn: Baningime (6), Funes Mori (6).

6 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Everton heppnir að vera ekki komnir amk 1-0 undir. Koma svo.

  2. Elvar Örn skrifar:

    Er Schneiderlin linasti og latasti Everton maðurinn? Hvað er hann að gera inná?

  3. Elvar Örn skrifar:

    Everton komið í 8 sætið eins og staðan er núna. Mikið betri í þeim seinni Everton menn. Klára þetta svo.

  4. Gunnþór skrifar:

    Við erum ekki að spila neinn sambabolta hörmung 😠😠

  5. Elvar Örn skrifar:

    Calwert Lewin fær ekki séns þó svo Hanna hafi verið geggjaður gegn Liverpool. Enginn Niasse heldur. Varnar rugl.

  6. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta var bara enn ein drullan frá okkar mönnum, við vorum stálheppnir að ná stigi miðað við færin sem Swansea fékk í fyrri hálfleik.
    Svo er auðvitað algjörlega óásættanlegt að skipta varnarmanni inn fyrir sóknarmann í stöðunni 1-1.