Íslendingaferð Everton – Newcastle

Mynd: Everton FC.

Nú eru smáatriðin orðin ljós með næstu skipulögðu hópferð Everton klúbbsins á Íslandi til fyrirheitna landsins að sjá Gylfa Sigurðsson og félaga taka hressilega á móti Newcastle á Goodison Park. Ferðin er í lok apríl og þér gefst færi á að koma með okkur. Þau hjá Vita Sport (samstarfsaðila okkar í þessum ferðum) eru byrjuð að auglýsa ferðina og smáatriðin er að finna hér að neðan.

Flug: Um er að ræða beint flug fram og til baka frá Keflavík til Manchester með Icelandair. Flogið verður út með flugi FI440 föstudaginn 20. apríl kl. 8:00 (daginn eftir sumardaginn fyrsta) og heim aftur með flugi FI441 þann 23. apríl kl. 13:25 (mánudagur).

Gisting: Þrjár nætur á Jury’s Inn hótelinu í Liverpool (sjá á Google Maps), sem við, sem höfum farið í ferðir þangað, þekkjum vel. Gisting og morgunmatur eru innifalin í verði en gera má ráð fyrir að tveir ferðalangar deili saman herbergi. Klúbburinn aðstoðar staka herbergisfélaga að sameinast um herbergi ef þess er óskað en að sjálfsögðu er einnig er hægt vera stakur/stök í herbergi (en þá er greitt aukalega).

Leikdagur: Leikurinn er settur á laugardaginn þann 21. apríl 2018 kl. 15:00.

Verð: Heildarverð fyrir þennan pakka er 97.500.- kr. og er innifalið í því beint flug til og frá Manchester, gisting í þrjár nætur á Jury’s Inn (plús morgunmatur) og miði á Everton leikinn. Ath: Aukagjald fyrir einbýli er 25.500.- kr.

Staðfesting: Ferðaskrifstofan Vita Sport sjá um bókanir á vefnum, í síma 570-4472 eða á tonsport@vita.is. Pöntun telst svo staðfest við greiðslu 40.000.- kr. staðfestingargjalds.

Skráningarfrestur: Skráningu lýkur um leið og sætin klárast en eigi síðar en í lok dags föstudaginn 9. mars. Látið okkur vita ef þið eruð að hugsa um að fara en eruð ekki búin að ákveða.

11 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Mér skilst að fimm skráningar séu komnar í þessa ferð — veit ekki nánar með smáatriðin.

  2. Elvar Örn skrifar:

    Er volgur. Væri gaman að heyra hverjir væru búnir að skrá sig í þessa ferð.

  3. Einar G skrifar:

    Ég og pabbi (Jón Ingi) förum búnir að skrá og allt.

  4. Gestur skrifar:

    Ég er að spá.

  5. Halli skrifar:

    Ég er að spáí að fara í þessa ferð.

  6. Gestur skrifar:

    Ég hef ekki lengur áhuga á að horfa á Everton þessa daganna og ætla því ekki í þessa ferð en óska þeim sem ætla að fara, góðra ferðar og vonandi fái þið góðan leik.

  7. Diddi skrifar:

    það er búið að færa þennan leik á mánudagskvöld þannig að það verða allir farnir heim áður en hann byrjar, þetta er algjört rugl hjá FA 🙂

    • Halli skrifar:

      Þeir hjá Vita eru svo flottir þeir eru búnir að breyta fyrir okkur ferðatilhögun þannig að við náum leiknum en erum 1 aukadag í borginni og gjaldið fyrir þessa breytingu náði ekki 10.000 kr. Vel gert Vita

  8. Einar G skrifar:

    Ég og pabbi erum allavega ekkert mikið svekktir 🙂 Þetta verður legendary ferð. Hlakka til… 10 ár síðan ég fór síðast.

  9. Friðrik skrifar:

    Á til miða til sölu á þennan leik þar sem ég get ekki nýtt þá af því að hann var færður til þetta eru miðar í Main stand 2 LL 95,96.