Everton – WBA 1-1

Mynd: Everton FC.

Everton tók á móti West Bromwich Albion í dag kl 15:00 á Goodison Park.

Byrjunarliðið: Pickford, Kenny, Holgate, Williams, Martina, Schneiderlin, McCarthy, Vlasic, Gylfi, Walcott og Tosun.

Bekkurinn: Robles, Keane, Jagielka, Bolasie, Rooney, Niasse og Gueye.

WBA byrjaði leikinn betur og skoruðu eftir 7 mínútur. Jay Rodriguez komst í gegn eftir sendingu innfyrir vörnin og Rodriguez skoraði framhjá Pickford í markinu. Staðan því 0-1 fyrir WBA. Slæm byrjun hjá Everton.

Á 13. mínútu á Gylfi skot og biður um hendi. Boltinn fer líkegast í hendina á varnarmanni WBA en ekki nógu mikið til að dómarinn dæmi víti.

Lítið var af opnum færum eftir þetta. Bæði lið sóttu án þess að gera mikið.

Fyrsta skot Everton á markið var eftir 37. mínútna leik þegar Kenny fer framhjá WBA leikmanni og fer inn á völlinn og á skot sem Ben Forster ver í markinu.

Staðan 0-1 fyrir WBA í hálfleik.

Sam Allardyce gerði svo breytingu í háflleik, tók Vlasic út af og Bolasie kom inn.

Það var meiri sóknarbragur á Evertonliðinu eftir að Bolasie kom inn, nokkur hálffæri í byrjun seinni hálfleiks, vantaði lokahnykkinn á sóknir Everton.

Það var svo ljótt atvik eftir tæplega 60. minútna leik en WBA er að sleppa í gegn og McCarthy gerir frábærlega og kemst fyrir skot Rondon, en við þessa björgun sparkar Rondon í löppina á McCarthy og var ekki betur séð en að hann væri fótbrotinn og var það staðfest eftir leik að svo væri. Hræðileg tíðini fyrir Everton og McCarthy sem var nýkominn til baka úr meiðslum. Líkelgast er hann tvífótbrotinn líkt og hjá Coleman sem er búið að halda Coleman frá í um 10 mánuði.

Rooney kom svo inn fyrir McCarthy á 61. mínútu eftir langt stopp á leiknum.

Oumar Niasse kom svo inn á eftir 69. mínútna leik fyrir Tosun. Það var svo strax mínútu seinna sem Rooney á sendingu innfyrir á Walcott sem skallar hann til Niasse sem klárar færið frábærlega á lofti, upp í þaknetið. Staðan því 1-1 og Niasse heldur betur á minna á sig

Stuttu eftir mark Niasse átti Walcott gott skot, en hann tók boltann á lofti eftir klafs í teignum en Ben Forster ver vel.

Eftir þetta voru bæði lið að reyna að ná sigurmarki án árangurs. Rondon átti svo skot í uppbótartíma í slánna. Engin fleiri færi voru eftir það.

Leikurinn endaði 1-1 og var jafntefli því niðurstaðan.

Næsti leikur Everton er á Goodision Park gegn Leicester.

17 Athugasemdir

  1. Georg skrifar:

    Ég væri til í að sjá þetta byrjunarlið:

    Kenny-Keane-Jagielka-Martina
    ————Gana——————–
    —————-Rooney————-
    Walcott——————–Bolasie
    ——————Gylfi————
    ——————Tosun————

    Semsagt færa Gylfa í holuna, Bolasie á vinstri kant, Walcott á hægri og Rooney fer á miðjuna með Gana en Gana þá sem djúpur miðjumaður. Svo er Keane kominn til baka úr meiðslum.

    Miða við leikinn hjá Martina síðast þá ætti hann ekki að byrja en við höfum voða fáa möguleika þar. Talað er um að Garbutt muni mögulega koma inn en hann hefur ekkert spilað á þessari leiktíð og var ekki í 25 manna hópnum í deildinni fyrir áramót og er bara nýbyrjaður að fá að æfa með aðalliðinu.

    Ég spái leiknum 2-0 mörk frá Gylfa og Tosun.

  2. Ari G skrifar:

    Ég vill halda Holgate í byrjunarliðinu frekar hafa hann í bakverðinum og burtu með Martina. Svo vill ég hafa Klaasen með Gylfa á miðjunni og henda út Rooney annars er sammála Georg. Rooney getur komið inná í seinni hálfleik ef illa gengur að skora.

  3. Orri skrifar:

    ‘Eg er bjarsyn madur ad edlisfari en eg er ekki bjartsyn a leikinn en held sammt ad vid vinnum 2-0.

  4. Gunnþór skrifar:

    Það þarf að kaupa fleiri leikmenn. Hvernig var fyrri hálfleikurinn.

  5. RobertE skrifar:

    McCarthy er fótbrotinn, vesen. Líkar samt ekki vel við Niasse þrátt fyrir mark

  6. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta var ömurlegt. Vorum heppnir að fá stig.

  7. Elvar Örn skrifar:

    Niasse að bjarga okkur enn og aftur. Svakaleg meiðsli hjá McCarthy sem tekur um 7 mánuði.
    Bara feginn að sjá amk nokkur skot á mark og ömurlegt að lenda undir þegar sjálfstraustið er ekki meira en það er.
    Walcott með assist sem er jákvætt líka.
    Leicester næst heima.

  8. Orri skrifar:

    Eg held ad vid Verdun ekki ofar en I 10 saeti midad vid getu okkar I dag vid erum bara ekki betri en thad thvi midur.

  9. Gestur skrifar:

    Everton eru bara drullulélegir í ár enda með tvö verstu kaup ársins

  10. þorri skrifar:

    sælir félagar eru menn sammála að stóri sam er ekkert að gera.Hér eru nýjar fréttir það var verið að reka stjóra watford í morgun.er það ekki málið að tala við Marco silva og láta Stóra sam fara hvað seigið þið um það

  11. Orri skrifar:

    Ekki gladi Everton Mann um helgina en thad gerdi Liverpool I kvold their reddudu helgini fyrir mig.

  12. Elvar Örn skrifar:

    Þær góðu fréttir voru að berast að Seamus Coleman mun spila með U23 í kvöld þegar Everton mætir Portsmouth U23 á heimavelli og er sýndur beint á YouTube rás Evertonfc og hefst eftir 20 mínútur.

    Og þess má einnig geta að Everton hefur selt Aaron Lennon til Burnley.

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      „Þær góðu fréttir voru að berast að Seamus Coleman mun spila með U23 í kvöld“

      Þetta eru frábærar fréttir. Loksins eitthvað jákvætt síðan þetta ömurlega tímabil byrjaði.

  13. Elvar Örn skrifar:

    Luke Garbutt er kominn með treyju nr 36 á EvertonFC síðunni en var þar ekki skráður með númer fyrir stuttu. Er kappinn að detta í vinstri bakvörðinn hjá okkur?

  14. Elvar Örn skrifar:

    Everton náði amk jafntefli gegn WBA en Liverpool tapaði og fékk 3 mörk á sig. Alltaf jákvæðir punktar. 🙂